Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 14
Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Vel heppnuð heimsókn Heimsókn páfa tókst vel. Hún var í senn virðuleg og áhrifamikil. Eflaust hefur verið búist við meiri mann- fjölda við messugjörðir páfa á Þingvöllum og við Landa- kotskirkju en íslenska þjóðin fylgdist með orðum og athöfnum hans heilagleika í sjónvarpinu og fannst mik- ið til hans koma. Jóhannes Páll páfi n. er svipmikill persónuleiki, hlýr í allri framkomu og ber það með sér að þar er höfðingi á ferð. Mönnum þótti til þess koma að hánn skyldi lesa ávörp sín á svo til lýtalausri íslensku og í hvívetna sýndi hann íslenskri sögu, þjóðkirkju og menningu mikla virð- ingu og auðmýkt. Undanfama daga hefur ferill Jóhannesar Páls páfa verið rakin ítarlega. Við það er htlu að bæta. Það fer hins vegar ekki á milli mála að páfi er sprottinn úr jarð- vegi hins vinnandi manns, hann er í náinni snertingu við kjör fólks og lifnaðarhætti og nýtur þar uppmna síns og fyrri starfa sem óbreyttur Pólverji. Þetta gerir páfa viðfelldari og skilningsríkari í háttum og málatil- búnaði og færir hann nær almúganum og fjöldanum. í því hggur styrkur hans að upphefðin virðist ekki hafa stigið honum til höfuðs. Hann er auðmjúkuriandanum, látlaus í framkomu. Við íslendingar erum að langmestu leyti lúterstrúar. Við þekkjum nánast kaþólskuna af afspurn. Vatikanið er eins og hvert annað samfélag kristinna manna í okk- ar augum sem hvorki býður okkur né bannar. Lotning okkar fyrir páfa er þess vegna ekki sömu ættar eins og þeirra sem játast undir kaþólskan sið og hta á hans heilagleika sem sinn andlega höfðingja. En engum blöð- um er um það að fletta að fáir menn hafa jafnmikil áhrif og jafnmikil völd sem páfinn í Róm. Ferðalög Jó- hannesar Páls og ahar þær mihjónir sem laðast hafa að samkomum hans um víða veröld staðfesta andlega jafht sem veraldlega handleiðslu þessa manns. Páfadóm- ur hefur kannske munað sinn fífil fegri í auðæfum og áhrifum en máttur hans er ennþá mikih og undirstrikar útbreiðslu kristinnar trúar og þá leiðsögn sem hún veit- ir. Það er vandi að fara með slíkt vald. Það er því mikh gæfa að á páfastóh skuh sitja maður sem kann sér hóf, kann að styrkja kristnina í sessi og hefur th að bera hæfíleika og dómgreind th að nýta sér áhrif embættis síns th góðs fyrir aht mannkyn. Boðskap- ur páfa hér á landi sem annars staðar er fíiður og kær- leikur manna í mihi og Jóhannes Páh n. er óþreytandi í útbreiðslu þess boðskapar. Að því leyti á hann erindi th íslands. í þeim efnum skipta trúfélög ekki máh. í þeim anda tala allir sama tungumál. Jóhannes Páh n hefur stundum verið gagnrýndur fyrir ferðalög sín og fíölmiðlafár. Fyrirrennarar hans hafa jafnan setið í Vatikaninu og hirt minna um að koma th fólksins. Þessu hefur Jóhannes Páh páfi breytt. Hann vih ferðast og kynna sér hagi manna og þjóða, boða trú sína og hvetja th réttlætis og friðar í eigin per- sónu, í návist við fólkið sem hann talar th. í því skyni kemur páfi th íslands enda þótt hér finnist ekki margir kaþólikkar. Hann veit sem er að máttur orða hans og boðskapur kenninga hans á erindi th ahs mannkyns, án tihits th trúarbragða, htarháttar eða búsetu. Þetta kunna íslendingar vel að meta. Þess vegna var Jóhann- es Páh páfi II. aufúsugestur. Heimsókn hans th íslands er sögulegur viðburður sem lengi mun verða í minnum hafður. Ehert B. Schram .680 r IVItJt, .3 HUOAflUMAM MÁNUDAGUR 5. JUNI 1989. „Heimskasta ríkisstjórn sem til er Í Vestur-Evrópu og þó víðar væri leitað, ríkisstjórn lýðveldisins íslands," er einkunn greinarhöfundar um núverandi ríkisstjórn. Eyðimerkurgangan Eitt það voðalegasta sem hent getur er að vera villtur í eyðimörk. Landslagið er eins, hvert sem litið er. Lítil von er um að bjarga sér lifandi úr slíku nema rétt leið finn- ist. í bók bókanna er sagt frá ísra- elsmönnum sem gengu um eyði- mörkina eftir flóttann frá Egypta- landi. Oft lá við að þeir veldu röngu leiðina en þeir áttu sér leiðtoga sem þeir hlýddu þegar öll önnur sund voru lokuð og hann leiddi þá loks til fyrirheitna landsins. Þessi saga sýnir að oft kunna þjóðir og einstaklingar að búa við harðræði og erfiðleika en þeir eru þó ekki það alvarlegir að ekki sé hægt að yfirvinna þá ef menn vita hvað þeir vilja, hvert þeir vilja stefna. Sagan segir okkur hins veg- ar frá þjóðum sem hafa tortímst vegna þess að þær kunnu fótum sínum ekki forráð og höfðu slappa leiðtoga. Nýjasta dæmið um þjóð, sem má muna fifil sinn fegri vegna þess að hún hefur átt slappa leiðtoga, er Argentína. Argentína var auðugt land í upphafi þessarar aldar. Laust fyrir seinni heimsstyijöld komust þar kjánar til valda sem héldu að það væri hægt aö gera allt fyrir alla og aö peningar yxu á tijánum. Þeir héldu líka að grætt væri fengið lán. Þessir kjánar hafa frá þeim tíma veriö við völd í þessu landi með stuttum stoppum. Á hálfrar aldar eyðimerkur- göngu sinni hefur það gerst í Arg- entínu að landið er eitt það allra skuldugasta í veröldinni. Verð- bólgan þar var 54% í síðasta mán- uði. í gær dóu 17 í átökum viö það að ná sér í mat. Engin stjómmála- leg forasta er til í landinu sem er líkleg til aö koma þjóðinni út úr öngþveitinu. Eyðimerkurganga Argentínumanna mun þvi halda áfram meðan þjóðin velur sér slappa leiðtoga. Slappir leiðtogar íslendingar hafa oftast vahð sér slappa leiðtoga eftir 1971. Fyrir þann tíma var verðbólga í eins stafs tölu og hagur þjóðarinnar batnaði þrátt fyrir ytri áfóll. Eftir að slapp- ir leiðtogar höfðu setið við stjórn- völinn um þriggja ára skeið eftir 1971 var verðbólgan komin yfir 50% á ári og gífurlegum verðmæt- um eytt sem við núna erum að borga fyrir en bömin okkar þurfa þó að gera í miklu ríkara mæli en við. Nú, þegar hðnir era tæpir tveir áratugir, oftast undir forustu slappra leiðtoga sem hafa ekki haft pólitíska staðfestu og áræði til aö leiða þjóðina út úr ógöngunum, erum við í hópi skuldugustu þjóða heims, verðbólgan er sú mesta í okkar heimshluta. Krónan fellur og fellur. Vörur hækka dag eftir dag. Við völd situr ríkisstjóm sem telur það skyldu sína að standa vörð um hagsmuni framleiðenda gegn hagsmunum neytenda og skattgreiðenda. Alla pólitiska forustu vantar th að leiða þjóðina. Þannig má með Kjallariim Jón Magnússon lögmaður miklum rétti halda því fram að htið mundi gerast þó að stjórnarand- staðan yröi köhuð fram á leiksvið- ið. Hvaða ráð hefur hún komið með? Er hún tilbúin aö skera upp herör gegn raghnu, eyðslunni og framleiðendadýrkuninni? Ekki eins og sakir standa. Því miður er hætt við að þannig muni sakir standa nokkra hríð þeg- ar andsvar forastu stærsta flokks þjóðarinnar við tveggja ára gamalli gagnrýni, sem birtist fyrst nú, er það aö sjálfstæðismenn séu hættir að skoða naflann á sér. Þetta þýðir að meðan skoðanakannanir gefa flokknum góða útkomu sé aht í stakasta lagi, flokkurinn þurfi ekk- ert að gera og engu að breyta. Frambjóðandinn Einu sinni sá ég mynd sem hét Frambjóðandinn. í myndinni var sögð saga mannsins sem var fund- inn upp af auglýsingamönnum og gerður að stjórnmálamanni. Hann var frambjóðandinn sem lærði það sem fólkið vildi heyra. Honum var kennt að taka aldrei afstöðu sem gæti valdið honum óvinsældum, hafa tvær skoðanir í öllum málum og segja fólki að allt væri hægt að gera. í myndinni vann frambjóðandinn og spurði að loknum sigri þann sem bjó hann til þessarar spurningar. „Við unnum kosningamar, hvað eigum við nú að gera.“ Mér hefur sýnst að þá tvo ára- tugi, sem þjóðin hefur aö mestu leyti þurft að lúta slöppum leið- togum, hafi þeir sem í stjórnarand- stöðu eru jafnan farið að eins og frambjóðandinn í myndinni og því stjórnað í eitt kjörtímabil, þangað til nýr sprellikarl kom fram á sjón- arsviðið th að segja fólkinu aö Vatnsmýrin væri aldingarður. Hver mundi trúa því? Hver mundi trúa því að th væri ríkisstjóm í einu landi sem meinaði þegnum sínum að fá æt matvæh ár eftir ár vegna þjónkunar við framleiðendur? Hér gerist þetta á hverju ári vegna þess að ríkis- stjómin neitar að heimila innflutn- ing m.a. á kartöflum fyrr en inn- lenda framleiðslan er löngu orðin óæt, stjórnarandstaðan er ríkis- stjórninnni algerlega sammála um það. Hver mundi trúa því að til væri ríkisstjórn sem legði sérstaklega há innflutningsgjöld á hollustu- vöra og bannaði jafnvel alveg inn- flutning hennar til þess að innlend- ir framleiðendur gætu selt fram- leiðslu sína á fimm sinnum hærra verði? Þessi ríkisstjórn gerir það og stjórnarandstaðan er henni al- gerlega sammála um þá stefnu. Hver skyldi trúa því að th væri ríkisstjóm sem hækkaði verð á þjónustu sinni, hækkaði skatta og slægi heimsmet í verðlagningu nauðsynjavöru eins og bensíns stuttu eftir kjarasamninga þegar samdiáttur ríkir í þjóðfélaginu. Heimskasta ríkisstjórn sem th er í Vestur-Evrópu og þó að víðar væri leitað, ríkisstjóm lýðveldisins ís- lands. Fyrir alþýðuna Flokkar alþýðunnar sitja í ríkis- stjóm. Þeir telja það skyldu sína að standa með Framsóknarflokkn- um í því að viðhalda gamla kerfinu - hinu spihta kerfi sem formaður Alþýðuflokksins sagðist ætla að brjóta á bak aftur fyrir síðustu kosningar. Alþýðuflokkarnir eru nú með aðgerðum sínum að hækka verð á lífsnauðsynjum til alþýðunnar. Það veldur því að hfskjör hennar versna. Alþýðuflokkarnir eru að hækka skatta á alþýðunni. Þessar aðgerðir auka verðbólguna og færa gífurlega íjármuni frá þeim efna- htlu til þeirra sem eiga peninga. Finnst mönnum skrýtið að þjóð- félag sé í rugh og vanti pólitíska forustu þegar flokkar alþýðunnar vinna markvisst gegn henni og sá flokkur, sem segist beijast fyrir frelsi berst gegn því? Slíkum flokki er ekki vanþörf á að skoða naflann á sér áður en hann kemst th valda á ný ef hann ætlar ekki að stjórna enn vitlausari ríkisstjórn en vit- lausasta ríkisstjórn í Vestur-Evr- ópu er. Jón Magnússon „Hver myndi trúa því að til væri ríkis- stjórn 1 einu landi sem meinaði þegnum sínum að fá æt matvæli ár eftir ár vegna þjónkunar við framleiðendur?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.