Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Síða 7
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989. 7 N dv_______________________________________________Fréttir Sorpuröunarmálin í Kópavogi: Vitlausasta mál í sögu sveitarstjórnarmála - segir Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi „Þetta er vitlausasta mál sem kom- iö hefur upp í íslenskum sveitar- stjórnarmálum allt frá landnámstíö. Votmúlamálið var vitlaust en þetta er verra,“ sagði Richard Björgvins- son, bæjarfulltrúi Kópavogs, í viötali viðDV. Máhö, sem Richard vísar til, er deilan um sorpmál Kópavogs. „Þetta mál er allt ein endaleysa," sagði Richard. „Við í minnihlutanum hér í Kópavogi hárum í gær upp til- lögu um að gengið yrði til samninga- viðræðna við borgarstjórn Reykja- víkur um að þeir taki áfram við sorpi frá okkur í Gufunesi. Þessi tillaga var felld. Sama dag bar minnihlutinn í borgarstjóm Reykjavíkur upp tillögu um að sorphaugamir í Gufunesi yrðu opnaðir fyrir okkur. Þeirri til- lögu var frestað. Þeir sem báru tillög- una fram í Reykjavík eru fulltrúar sömu flokka og felldu tillöguna hérna. Þessi sorpurðun í Leirdalnum er nú meðal annars komin til umíjöll- unar hjá skipulagsstjórn ríkisins. Þar er þetta lagt fram sem minnihátt- ar breyting á aðalskipulagi Kópa- vogsbæjar.“ Tillaga minnihlutans í Kópavogi var svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að fara þess á leit við Reykjavíkurborg að Kópavogur fái áfram aðgang að sorp- haugum í Gufunesi þar til Sorpeyð- ing höfuðborgarsvæðisins bs. tekur til starfa." Meirihluti Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks felldi þessa tillögu með svofelldri bókun: „Af hálfu bæjarstjómar Kópavogs hefur þaö ætíö legið ljóst fyrir að urðun sorps frá Kópavogsbæ í Gufu- nesi væri vænlegasti kostur fyrir Kópavogsbæ. Það var hins vegar borgarstjórinn í Reykjavík, sem ák- Vað að samningurinn yröi ekki end- umýjaður. Sú neitun bauð ekki upp á nýjan samning og teljum við því að það sé skylda bæjarstjórnar að leysa þann vanda, sem borgarstjór- inn í Reykjavík hefur skapað, og greiðum atkvæði gegn tillögu sjálf- stæðismanna." Heimir Pálsson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, sagði í viðtaíi við DV að tillögurnar tvær sem hér um ræðir væm ekki í raun sambærileg- ar. „Það er ekki sama,“ sagði Heim- ir, „hvort lagt er til í borgarráði Reykjavíkur að fallið verði frá ákvörðun sem þar var tekin eða hvort lagt er til að við í Kópavogi fómm bónieið að Reykvíkingum og biðjum náðarsamlegast um að fá að koma með sorp í Gufunes áfram. Okkur er það ekkert launungarmál að urðun á sorpi í Leirdal er neyðar- ráðstöfun. Hins vegar er það í raun líka neyðarráðstöfun að hrúga upp sorpi í Gufunesi svo munurinn á þessu tvennu er ef til vill ekki svo mikill. Þegar okkur var settur stólhnn fyr- ir dyrnar töldum við okkur hins veg- ar ekki fært annað en að leita ann- arra leiða. í fyrsta lagi verðum við að hafa einhvern möguleika að bjarga okkur ef ekki kemur til samn- inga að nýju. í öðra lagi hlýtur fólk að gera sér grein fyrir því að staða okkar breytist við að vita að við get- um leyst málið. Svo sættum við okkur einfaldlega ekki við það að lýst sé yfir í blöðum að í Kópavogi stýri aumingjar, sem ekkert geti leyst, eins og borgarstjór- inn í Reykjavík gerði.“ Aðspurður um þau viðhorf, sem víða verður vart, að mál þetta sé kjánagangur frá upphafi til enda sagðist Heimir ekki vilja láta neitt eftir sér hafa í þeim efnum. Hann sagðist hins vegar skilja það viðhorf hjá þeim sem sæju þessi mál utan frá. „Það kann að virðast sem þetta sé eingöngu slagur um það að hvorugur aðhinn vhji beygja sig,“ sagði Heimir „en máhð er ekki svo einfalt. Auðvit- að er það svo í þessu sem öðrum stjórnmálum að báðir aðilar þurfa að geta gengið uppréttir þegar mál- inu er lokið. Öll svona mál snúast um það.“ HV Fórnarkostnaður yfir 20 milljónir í kostnaðar- og rekstraráætlun, sem starfshópur um hirðu og förgun sorps hefur lagt fram, segir að miðað við urðun sorps í Leirdal sé „fórnar- kostnaður, þ.e. rekstrarkostnaður að frádregnum kostnaði við gáma og urðun í Gufunesi, áætlaður 21,4 mhljónir króna miðað við ársrekst- ur“. í gögnum, sem lögð vom fram á fundi starfshópsins í síðustu viku, kemur meöal annars fram að stjórn- völd í Kópavogi telja nauðsynlegt að hefja kynningu á sínum málstað taf- arlaust. Ákveðið var á.fundinum að hafa samband við auglýsingastofur og athuga tafarlaust möguleika á kynningu þeirri sem þyrfti að fara fram gagnvart almenningi áður en starfsemi hefst við Dalveg og í Leir- Flugskóli Lærið að fljúga hjá stærsta flugskóla landsins. ★ Bjóðum kennslu til einka- og atvinnumannaflug- prófs. ★ Fullkomin 2 hreyfla flugvél til blindflugskennslu. • FLUGTAK HBS Gamla Flugturnlnum £ || aaSgy-? Reykjavíkurtlugvelli taÍBf 101 Reykjavík mmm simí 28122 Telex ir ice is 2337 ★ Bjóðum fljótlega upp á kennslu í nýjum fullkomn um flughermi, þar sem okkar nemendur njóta sérkjara. MYNDBOND ÚTGÁFUDAGUR 15. JÚNÍ ’89. UTLITSGALLAÐIR KÆLI-OG FRYSTI- J SKÁPAR Á LÆKKUÐU YERÐI Þessa dagana gefst tækifæri á að kauþa á góðu verði lítið útlitsgallaðar vörur frá Iberna og Calex. ■ Um er að ræða kæliskápa, frystiskápa og sambyggða skápa með frysti og kæli. Einnig ísvélar. / • Isskápar frá 19.400 krónum. • Skápar af ýmsum stærðum, jafnt fyrir heimili, fyrirtæki og sumarbústaði. HLJOM6ÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 - =^j I !l J L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.