Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989. tækniskóli Kennara vantar íslands í almenna tölvukennslu. Upplýsingar í síma 84933. r .r\ KLÆÐSKERASAUMUÐ FOT Á KYNNINGARVERÐI Fyrir dömur og herra: Jakkar frá kr. 5.900-6.200,-- Buxur frá kr. 3.400-3.700,-, pils kr. 2.900,-, gallabuxur kr. 800,-. Ath. nýtt heimilisfang. V. Model Magasin Laugavegi 69 Sími 24360 FLUGMÁLASTJÓRN BÓKLEGT ATVINNUFLUGNÁM Fiugmáiastjórn mun, í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, standa fyrir bóklegu atvinnuflugnámi á næsta skólaári ef næg þátttaka verður. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini og stúd- entspróf (þar af a.m.k. 3 einingar í eðlisfræði). Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Flugmálastjórnar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 1. júlí nk. Urnsóknum skal fylgja: Sta.ðfest Ijósrit af stúdentsprófi, Ijósrit af einkaflug- mannsskírteini og I. flokks heilbrigðisvottorð frá trún- ' aðarlækni Flugmálastjórnar. FLUGMÁLASTJÓRN Hugsum fram á veginn! -ÁdtMSr Hraðakstur * er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættul yujjFEnoAn ATHUGIÐ! SMÁAUGLÝSINGADEILD verður opin um helgina sem hér segir: OPIÐ föstudag 16. júní frá kl. 9-22 sunnudag 18. júní frá kl. 18-22 LOKAÐ laugardag 17. júní kemur út föstudag 16. júní og síðan mánudag 19. júní SÍMINN ER 27022 Utlönd íbúar Hong Kong varaðir við Alan Pessin og John Pomfret, bandarísku fréttamennirnir sem reknir hafa verið frá Kína. Símamynd Reuter Kínversk yfirvöld vöruðu í morg- un Hong Kong-búa við afskiptum af stjómmálunum í Kína með því að styðja lýðræðiskröfur kínverskra námsmanna. í Dagblaði alþýðunnar var sérstaklega minnst á Li Zhuoren sem kom til Peking með peninga, sem safnað haíði verið í Hong Kong, handa námsmönnum. Hann var handtekinn á flugvellinum í Peking 4. júní síðastliðinn þegar hann var að reyna að komast úr landi. Honum var reyndar sleppt nokkrum dögum síðar. í blaðinu sagði að kínversk yfirvöld myndu leyfa Hong Kong að halda kapítalísku kerfi sínu óhreyttu í 50 ár eftir yflrráðaskiptin 1997 þegar Kínverjar taka viö nýlendunni. Hins vegar verði Hong Kong-búar að virða kínversk lög þegar þeir koma til Kína. Tveir bandarískir fréttamenn vora í gær reknir frá Kína og var þeim geflnn sjötíu og tveggja klukku- stunda frestur til að hafa sig á brott. Bandaríkin undirbúa nú formleg mótmæli en ekki er ráðgert að reka úr landi neina af hinum þrjátíu og átta kínversku fréttamönnum sem staðsettir eru í Washington og New York. Taliö er að nú séu um hundrað og fimmtíu til tvö hundruð bandarískir fréttamenn í Peking, flestir með vegahréfsáritun fyrir ferðamenn. Sú staðreynd að ekki hefur verið gerð tilraun til að reka þá úr landi er tal- in skýra að Bandaríkin hafa enn ekki mótmælt brottvísun fréttamann- anna tveggja harölega. Breskur sjónvarpsfréttamaður kvaðst í gær híifa verið handtekinn og færður til hótels síns í Chengdu í suðvesturhluta Kína eftir að hann hafði tekið myndir af skemmdum vegna óeirða námsmanna. í frétt,- sem smyglað var frá Kína, segist sjónvarpsmaðurinn hafa verið yfir- heyrður í fimm klukkustundir auk þess sem vegabréf hans hafi verið tekið af honum. Var honum sagt að hann fengi það ef til vill aftur og að best væri fyrir hann að fara úr landi. Bretinn segir að myndir sínar, sem sýni byggingar og farartæki sem búið er að kveikja í, sanni að óeirðimar hafi borist til Chengdu sem er í um þrettán hundruð kílómetra fjarlægð frá Peking. Hann hefur það eftir sjón- arvottum að allt að þrjú hundruð manns í Chengdu hafi beðið bana í átökum og átján hundruð særst. Fleiri breskir sjónvarpsfréttamenn hafa verið teknir til yfirheyrslu und- anfama daga og þeir sviptir filmum sínum og vegabréfum. Japönsk dagblöð skýrðu frá því í morgun að starfsmaður við kín- verska sendiráðiö í Tokýo hefði beðið um aðstoð japanskra yfirvalda við að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Stefna Japana er að veita ekki sjálfir hæli heldur aðstoða flóttamenn við að komast til þriðja lands. Talsmaður japanska utanríkisráðuneytisins vildi í morgun ekki tjá sig um máhð. Reuter Verður gíslinn frelsaður? Engar fréttir hafa borist af lausn Jan Cools, 32 ára belgísks læknis sem samtökin Hermenn sannleikans í Líbanon kváðust í gær ætla að láta lausan. Ekki kom fram hvar né hve- nær Cools yrði leystur úr haldi. Cools var rænt þann 21. maí á síð- asta ári, aðeins þremur mánuðum eftir að hann kom til starfa fyrir Norsku hjálparsamtökin sem lækn- ir. Hann kom til Líbanons til að starfa í flóttamannabúðum Palest- ínumanna og í þorpum shíta-múha- meðstrúarmanna í landinu. Samtök- in sem kveðast bera ábyrgð á ráninu, Hermenn sannleikans voru allsendis óþekkt samtök áður en þau rændu Cools. Á miðvikudag lofuðu Hermenn sannleikans að láta Cools lausan en efndir eru ekki sjáanlegar. Loforðið kom eftir að Gaddafi Líbýu-leiðtogi og róttækir Palestínumenn fóra fram á lausn hans. Fyrst eftir hvarf Cools var sagt að palentínsk samtök undir stjórn Abu Nidals heföu rænt honum. Samtökin neituðu allri aðild og segja nú að þau vinni að lausn Cools. Auk Cools er talið að sautján aðrir vestrænir gíslar séu í haldi mann- ræningja í Líbanon. Reuter Verða EB-kosningamar Bonn-stjóminni að falli? Uppreisn gegn Kohl? Gizur Helgason, DV, Reeisnæs í dag, 15. júní, verða kosningar til þings Evrópubandalagsins í fimm aðildarríkjum þess. Á sunnudag verða kosningar í hinum ríkjunum, þ.á m. V-Þýskalandi. Kosningarnar hafa víst ekki farið framhjá neinum hér í landi þar sem mynd- og áróð- ursspjöld hanga uppi hvar sem leyfi- legt er og jafnvel óleyfilegt. I V-Þýskalandi geta kosningamar orðið afdrifaríkar fyrir Kohl kansl- ara og flokk hans, kristilega demó- krata. Stjómmálasérfræðingar segja aö ef kristilegir demókratar missi tíu prósent atkvæða muni staða Kohls sem kanslara og formanns kristi- legra demókrata í hættu. Fyrir fimm árum fengu kristilegir demókratar 45,9 prósent atkvæða en síðan hafa ýmsar borgar- og fylkiskosningar sýnt mikinn flótta frá kristilegum demókrötum. Má þar benda á tap þeirra í Schleswig-Holstein fyrir einu og hálfu ári, í Berlínar-kosningunum í janúar tapaði flokkurinn miklu og fékk aðeins 37,8 prósent atkvæða og EB-kosningarnar geta orðið afdrifa- rikar fyrir Helmuts Kohls, kanslara V-Þýskalands, og flokk hans kristi- lega demókrata. Teikning Lurie í Hessen í mars fékk flokkurinn 34,3 prósent atkvæða. Kosningamar nú tii Evrópubanda- lagsþingsins munu því sýna hvort gæfan hafi snúist á sveif með Kohl vegna m.a. þeirra breytinga sem hann hefur gert á stjórn sinni og stjórnmálastefnu eftir útreið flokks- ins í Hessen. Fái flokkurinn undir 35 prósentum er hætt við að frammá- menn flokksins hafi misst alla trú á að flokkurinn nái að vinna v-þýsku þingkosningarar á næsta ári ef Kohl sitji áfram sem kanslari. Og því munu þeir snúast á sveif með upp- reisnaröflum flokksins sem vilja Kohl út. Þá er það bara spurningin hvort flokkurinn hefur nokkum annan frambærilegan formann og kanslaraefni. Aðalritari kristilegra demókrata, Heiner Geisler, hefur verið nefndur vegna |iess að hann er talinn forvígismaður þess arms flokksins sem er andvígur Kohl en Geisler hefur sagt að hann kæri sig ekki um embættið. Einnig hefur ver- ið nefnd til embættisins Rita Sussmuth.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.