Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989. Fréttir Sérákvæði í samningnum um Utvegsbankasöluna: Ríkið mun kaupa Útvegsbankahúsið - rætt um að forsætisráðuneytið fái þar aðsetur Viö sölu Utvegsbankans var ákvæöi sett í samninginn sem veitir ríkissjóöi forkaupsrétt aö húseignum Útvegsbankans. Hefur ríkið kauprétt til ársloka 1990 á þeim fasteignum sem hinn sameinaöi banki nýtir ekki. Kauprétturinn er bundinn við fast- eignamatsverð sem gerir það að verkum að ríkið getur keypteignirn- ar aftur nokkru undir markaðsverði. Það er sérstaklega húseignin við Lækjartorg sem gáeti fallið undir þetta. Brunabótaverð eignarinnar er 273 milljónir króna en fasteignamats- verð mun vera rúmlega 170 milljón- ir. Það myndi þá verða kaupverðið á húsinu að viðbættri byggingavísitölu fram aö söludegi. Fasteignarmatsverð er í sumum tilvikum langt undir markaðsverði en erfitt er þó að segja til um það í þessu tilviki því ef ríkið ætlaði aö finna einhver not fyrir húsið þyrfti sjálfsagt að gera verulegar og kostn- aðarsamar breytingar á því. Á þingflokksfundi framsóknar- manna á miðvikudaginn var þetta ákvæði sérstaklega gagnrýnt þvi með þessu töldu þeir að verið væri að rétta kaupendum bankans út- borgunarfé bankans upp í hendurn- ar. Ef húsið væri keypt myndi það slaga hátt upp í útborgun sem telst vera 300 milljónir - 150 milljónir strax við frágang samnings og 150 milljónir um áramótin. Rætt hefur verið um að forsætis- ráðherra taki húsið undir ráðuneyti sitt en hann leitar nú mjög að húsi undirforsætisráðuneyti. -SMJ „Það er korainn upp bólufarald- ur hér. Honum fylgir talsveröur sviði. Við fengum hingað til okk- ar lækni og heilbrigðisfulltrúa. Það er haldið að sýking hafl orðið í lauginni. Við höfum neyðst til að loka henni Það eru mjög raargir Grímseyingar sem hafa sraitast af þessu. Ég reikna með að hleypa úr lauginni í dag á meðan við híðura eftir niðurstöð- unum,“ sagði Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey. Grímseyingar tóku í notkun sundlaug á sjómannadaginn. í Grímsey er nú staddur sund- kennari og hafði hann ærinn starfa. Nemendur hans voru fjöl- margir og á öllum aldri. Þeir sem hafa smitast hafa feng- ið bólur um allan líkaman. Ból- unum fylgir mikill sviði. Bjarni sagöi þetta vera þekkt en ekki eins almennt eins og er hjá þeim. -sme Frystingin á uppleið - hækkun dollarans kemur frystingunni til bjargar Hagur frystingarinnar hefur batn- að um 5,7 prósent frá áramótum. Það kemur í ljós þegar verð á þeim gjaldmiðlum, sem frystingin selur afurðir sínar fyrir, og kostnaðar- hækkanir innanlands eru skoðaðar. Gengi Bandaríkjadollars vegur mun þyngra fyrir fiskvinnsluna en í viðskiptavog, sem er viðmiöun við skráningu gengis íslensku krónunn- ar. 46 prósent af tekjum frystingar- innar eru í dollurum. Hækkun doll- arans á undanförnum mánuðum hef- ur öví komið frystingunni vel. Þegar hækkun „gengiskörfu fryst- ingarinnar" frá áramótum er reikn- uð kemur í ljós að hún hefur hækkað um 17,4 prósent. Það er töluvert meira en serry'nemur hækkun al- menns gengis. Á sama tíma hafa kostnaðarhðir frystingarinnar hækkað mun minna - þrátt fyrir að flskverð hafi hækkað tvisvar sinnum á tímabilinu. Miðað viö að fiskverð sé 50 prósent af kostn- aðarliðum frystingarinnar, laun tæpur fjórðungur og almennar verð- hækkanir ráði því sem eftir er, hefur kostnaður frystingarinnar hækkað um 11,1 prósent frá áramótum. Afkoma frystingarinnar hefur því batnað um 5,7 prósent frá áramótum. Ef viðmiðunin væri sett á áramótin 1987 til 1988 væri batinn enn meiri. Frá þeim tíma hefur y,gengiskarfa frystingarinnar“ hækkaö um 47 pró- sent á sama tíma og „kostnaðarvísi- tala“ hennar hefur hækkað um 21,7 prósent. Bati hennar frá þessum tíma er því 17,5 prósent. -gse Endurskoðandi SÁÁ um fjármálasukk í samtökunum: Óreiða en ekki fjárdráttur „Ég ber alfarið til baka allar að- dróttanir um fjárdrátt. Það hafa komiö fram athugasemdir varðandi reikninga samtakanna og það er okk- ur auðvitað til óþæginda, en að fjár- dráttur hafi átt sér stað er helber vitleysa," sagði Þórarinn Tyrfings- son, formaður SÁÁ, í viðtali við DV. Nokkrar deilur urðu á aðalfundi Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamáhð í gærkvöldi, vegna ásak- ana um fjármálaóreiðu sem kotnið hafa fram á hendur stjórnendum samtakanna. Endurskoðandi samtakanna var meðal þeirra sem urðu til að svara kröfum um upplýsingar og fuhyrti hann aö í bókhaldi samtakanna væri ekkert sem renndi stoðum undir ásakanir um fjárdrátt. Reikningum samtakanna fylgdi jafnframt athugasemd frá fram- kvæmdastjóm, þar sem vísað er til bréfs sem fjallar um launamál Þórar- inns Tyrfingssonar, formanns SÁÁ og læknis. I bréfinu er kvartað yfir því að Þórarinn hafi tekið laun bæði sem formaður og sem læknir á sama tíma, án vitundar framkvæmda- stjórnar. Nokkur gagnrýni kom einnig fram á fundinum vegna niðurstööu starf- semi styrktarfélags Vogs, en ljóst mun að félagið mun engum fjármun- um skila inn til stofnunarinnar. HV Það þýðir ekkert að vera að stressa sig yfir því þótt mamma þurfi að fara í búðir. Þessi ungi snáði lét sig bara hafa það og sofnaði vært i Hafnarstræt- inu á Akureyri á meðan hann beið. DV-mynd GK Hluthafar Von Veritas gagnrýndir harðlega af dönsku dagblaði: Bindindismenn að baki botnlausu skuldaævintýri Danska dagblaðið Extrabladet fjallaði í gær ítarlega um skulda- stöðu og hluthafa meðferðarstofn- unarinnar Von Veritas sem starfar í Danmörku en er í eigu íslendinga. Frá þvi meðferðarstofnunin tók til starfa hafa danskir fjölmiðlar fylgst náið með starfsemi hennar en það vekur athygh að nú eru það hluthafar hennar sem fjallað er um og á heldur neikvæðan hátt. í gær skar Extrabladet upp herör gegn eigendum Von Veritas og lánastofnunum sem veitt hafa þeim mesta fyrirgreiðslu í Danmörku. í grein Extrabladet segir meðal annars að klókir íslendingar hafi fengið mihjónir danskra króna að láni til að halda lífi í Von Veritas. Segir að Von Veritas hafi lent í greiðsluerfiðleikum svo til þegar eftir að þaö tók til starfa. Hafi móð- urfyrirtæki stofnunarinnar á ís- landi hðið undir lok fyrir löngu. Segir blaðið þá sem standa að Von Veritas hafa munninn á rétt- um stað, en ekkert vit á peningum. Fortíð þeirra er talin skuggaleg. Blaðið segir einn af aðstandend- um Von Veritas vera Fritz Hendrik Bemdsen, sem almennt sé kahaður Binni blóm. Segir blaðið hann vera gjaldþrota blómasala frá íslandi, sem sæki sjúkhnga og sé ekki sér- lega fjárglöggur. Haft er eftir ónefndum aðila, sem sagður er einn af fyrrverandi stjómendum stofnunarinnar, að fái hann eina krónu eyði hann fimm ogjafnframt að hann íþyngi stofnuninni með hraðaksturssektum og stöðumæla- sektum. Annar aöstandandi Von Veritas, sem nafngreindur er, er Björgólfur Guömundsson, fyrrum forstjóri „útgerðarfyrirtækis sem fór á hausinn með miklu bram- bolti“. Blaðiö segir hann nú búsett- an í London, meðan hann bíður dóms á íslandi, og að hann hafi ekki í hyggju að snúa þaðan. Grétar Haraldsson, lögfræðingur í Reykjavík, er þriðji tilgreindi aöil- inn. Hann er sagður formaöur stjómar Von Veritas og aðalhlut- hafi, ásamt Jóhannesi Jónssyni stórkaupmanni. Em þeir tveir sagðir hafa keypt Kristján Ómar Jónsson út úr Von Veritas. Um Grétar Haraldsson er sagt að eftir að hafa heilsað honum með handabandi sé vissara að telja fing- uma. Blaðið segir að undanfarið hafi brakað verulega í stoðum Von Ver- itas. Sakar blaðið aðstandendur fyrirtækisins um að reyna aö beita tilgangslausum björgunaraðgerð- um. Segir blaðið fyrirtækið von- laust og að nú þegar hafi skuldir þess aukist langt umfram það raark sem eðlilegt geti tahst hjá fyrirtæki af þessari stærð. Er látið að því liggja að íslendingamir hafi beitt lánastofnánir óeðlilegum þrýstingi til að fá fyrirgreiðslu umfram það sem eðlilegt geti tahst. Segir blaðið að allar eigur fyrir- tækisins séu löngu veðsettar í botn cg að ef illa fari eigi aðeins stærstu lánadrottnar þess einhveija mögu- leika á að fá fjármuni sína til baka. HV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.