Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Síða 7
PÍPl MT'Tl. íti fiTI / (T’ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989. 7 Fréttir SpariQ áreigendur: Töpuðu 90 milljörðum - á fyrra tímabili handstýringar vaxta í gær rann út sá frestur sem ríkis- stjómin gaf Seðlabankanum til þess að koma með tillögur um með hvaða hætti hann ætlar að neyða viðskipta- bankana til að lækka vexti. Þetta inngrip stjómarinnar í vaxta- málin er það róttækasta síðan vextir voru gefnir frjálsir á miðju ári 1984. Fyrir þann tíma ákvað ríkisstjómin sjálf vextina méð milligöngu Seðla- bankans. Stjóm ríkisstjóma í vaxtamálum á árunum 1971 tíl 1983 leiddi til þess að 90 milljarðar af sparifé lands- manna brunnu upp í bankakerfinu og lántakendum voru afhentir um 65 milljarðar að gjöf. Mismuninn hirtu bankamir til að standa straum af rekstri sínum og fjárfestingum. Frá árinu 1971 til 1983 voru raun- vextir á innlánum jákvæðir á einu ári eða 1971. Frá þeim tíma og þar tíl vextir voru gefnir frjálsir vom þeir neikvæðir um 9,5 prósent og allt upp í 28,7 prósent. Þessir neikvæðu vextir höfðu þær afleiðingar að sparifjáreigendur töp- uðu 90,9 milljörðum af sparifé sínu. Ef reiknað er með að eðlilegt sé að innlán beri um 2 prósent raunvexti nam tap sparifjáreiganda um 103,5 milljörðum. En hverjir töpuðu þessum fjár- munum? Samkvæmt greiningu Yngva Am- ar Kristinssonar hagfræðings á skiptingu innlána hjá viðskiptabönk- unum frá fyrri helmingi þessa ára- tugar eiga einstaklingar um 67,7 pró- sent af innlánum bankanna. Tap þeirra á tímum handstýringar á vöxtum hefur því verið um 70 millj- arðar. Af þeirri upphæð töpuðu þeir sem vom eldri en sjötugt um 20,3 milljörðum, þeir sem vom milli sex- tugs og sjötugs um 14,5 milljörðum og þeir sem voru á milli fimmtugs og sextugs um 12 milljörðum. Þeir sem voru yngri en fimmtugir áttu um 23,2 milljarða af þessu tapi. Fyrirtækin í landinu töpuðu um 21,1 milljarði af innlánum sínum og vöxtum, hið opinbera um 4,1 millj- arði og lánastofnanir um 8 milljörð- um. En hverjir högnuðust á neikvæð- um raunvöxtum á útlánum? Fyrirtækin eiga um 71,6 prósent af öllum útlánum. Þau fengu því um 46,5 milljarða gefms þegar þau tóku lán á þessum tíma. Ef gert er ráð fyrir að 4 prósent raunvextir séu hæfilegir á útiánum nam heildar- hagnaður fyrirtækjanna um 64,5 milljörðum. Einstaklingar högnuðust með sama hætti um 19,2 milljarða á þess- um tíma. Telja má víst að þeir ein- staklingar, sem áttu megnið af inn- lánunum, það er eldri en fimmtugir, hafi ekki tekið lán að sama skapi. Hið opinbera hagnaðist um 3,4 milljarða vegna neikvæöra vaxta bankakerfisins og lánastofnanir um 3 milljaröa. Þegar útkoman úr innlánum og útiánum er lögð saman kemur í ljós að fyrirtækin ein höfðu hag af nei- kvæðum raunvöxtum. Þau koma út með 43,4 milljarða hagnað. Einstakl- ingarnir tapa hins vegar um 50,9 milljörðum. Hætt er við að hinir eldri hafi boriö upp tap einstaklinganna á meðan fólk á aldrinum 25 til 50 ára hagnaðist á neikvæðu vöxtunum. Lánastofnanir högnuðust síðan um 5,1 milljarð og hið opinbera um 720 milljónir. -gse Verðbólgutap sparif járeigenda á tíma handstýrðra vaxta -10 -20 A. 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 Milljarðar króna SUPERGLANDIN HÚÐNÆRING innihéldurGLA (Gammalínólsýru), sem er fjölómettuð fitusýra. GLA er líkamanum eiginleg og hverfur því strax inn í húðina í stað þess að liggja utan á. Superglandin húðnæring: * Hindrar öldrun húðarinnar fyrir tímann * Kemur í veg fyrir uppþornun og eykur mýkt húðarinnar * Eykur blóðstreymi og styrkir frumuveggina Superglandin húðnæring er heilsuvara og sænskir læknar og húðsérfræðingar hafa mælt með notkun hennar við margskonar húðvandamálum. Útsölustaðir apótek og heilsuverslanir. Biðjið um baekling og prufu. Kristín Dagkrem, næturkrem og næringarhylki. Sími 641085 VELORFIÐ VINSÆLA. Algengir notkunarstaðir: - HEIMAGARÐAR - SUMARBÚSTAÐALÓÐIR Meðal notenda: - SVEITARFÉLÖG - ATVINNUMENN Notaðu ZENOAH vélorf þar sem þú getur ekki beitt sláttuvélinni, t.d. í kringum tré, við girðingar eða veggi, á grófgert gras eða illgresi og á þýfðu eða ójöfnu landi. Kraftmikil, létt og lágvær. Fáanleg meö tveggja eða fjögurra línu haus. □ ZENOAH 220 er léttasta orfið á markaðnum. o ZENOAH 431 er léttbyggt vélorf sem atvinnumenn nota allan liðlangan daginn við erfiðar /? aðstæður. Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta Opið á laugardögum 10-4 FYLGIHLUTIR: Verkfærasett Axlarband Sláttudiskur Eurocard Visa Raðgreiðslur Athugið að fyrirtækiö er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni Opið á laugardögum 10-16 naarkaðurinn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Kodak Express Quality control service jvríJvrúTUR L xu LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGt 178 • SiMI 68 58 11 Miiiiiiiiinfmiiimmnmtm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.