Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989. Viðskipti___________________________________________________________________________ðv Verö á bensíni í Rotterdam hrapar: Skattheimta kemur í veg fyrir mikla bensínlækkun hérlendis Þegar verðlagsráð hækkaði 1. júní verð á bensíni, 92 oktana, úr 43,80 krónum í 52 krónur lítrann, eða sam- tals um 8,20 krónur, fóru um 4,39 krónur af þessari hækkun til ríkisins sem aukin skattheimta. Afgangur- inn, 3,81 króna, stafaði af hærra bensínverði á Rotterdammarkaði og gengisfellingu krónunnar gagnvart dollar síðustu vikumar. Nú, háifum mánuði síðar, þegar verð á bensíni er að snarlækka í Rotterdam aftur eftir að það tók á rás upp á viö seinni partinn í apríl, vandast málið. Þar sem stærsti hluti bensínhækkunar- innar var vegna aukinnar skatt- heimtu ríkisins og gengisfellinga lækkar bensíniítrinn vart um meira en 1 til 2 krónur ef gert er ráð fyrir að bensínverð verði í kringum 190 dollarar tonnið eins og það er núna í Rotterdam og að gengi íslensku krónunnar haldist stöðugt næstu mánuði. Þetta er sú dapra staðreynd sem nú blasir við öskuiUum bíleig- endum. 5 krónu skattur um áramótin Árið 1989 byxjaði raunar illa fyrir bíleigendur. Um áramótin hækkaði ríkisstjómin skattheimtu sína í bens- íni um 5 krónur eða sem samsvaraði andvirði eins plastpoka. Allt varð vitlaust út af plastpokunum en eng- inn sagði múkk út af bensínhækkun- inni. Vegna þess að aðrir liðir lækk- uðu litillega varð bensínhækkunin um áramótin á endamun um 4,60 krónur og lítrinn fór úr 36,60 krónum í 41 krónu í staðinn fyrir 42 krónur. Og nú er hann kominn í 52 krónur og það fyrst og fremst vegna aukinn- ar skattheimtu ríkisins. Hlutur ríkis- ins hefur aldrei verið eins hár í bens- ínverði í áraraðir og er kominn yfir 70 prósent. Sjálft innkaupsverðið í Rotterdam er ekki nema um 8,70 krónur lítrinn. í janúar var það um 6 krónur. Álagning ohufélaganna er fast krónugjald og er það nú rúmar 3 krónur á hvem lítra. Krónan hefur hríðfallið Söluverð dollarans var 59,170 krón- ur í gær og hefur það aldrei veriö jafnhátt á íslandi fyrr. Dollarinn þeysist upp með hveijum deginum sem líður. Um áramótin var söluverð dollarans 46,28 krónur. Hann hefur því hækkað í verði um 27 prósent frá áramótum, á rúmum fimm mánuð- um. Gengisfellingar skipta miklu máli í olíuviðskiptum. Bensín- og olíu- farmar em greiddir 105 dögum eftir að þeim er lestað í skip erlendis. Þeg- ar gengi íslensku krónunnar fellur hratt gagnvart dollar, eins og verið hefur frá áramótum, er um nokkurt Fylgni bensínverðs á Islandi við verð í Rotterdam ^tonn Kr/I. feb. mars april maíjúní gengistap að ræða að greiða 105 dög- um eftir lestun. Verð á bensíni, 92 oktana, á mark- aðnum í Rotterdam hefur að jafnaði verið í kringum 160 til 180 dollara tonnið. Það hefur ævinlega rokkað nokkuð. En í apríl tók aö syrta í álinn og bensínverð rauk upp í tæpa 280 dollara tonnið. Verð á súperbensíni, 98 oktana, rauk á sama tíma upp í um 300 dollara og verð á hráolíu fór yfir 20 dollara tunnan. Nú er verð á 92 oktana bensíni komið niður í um 194 dollara og á 98 oktana bensíni í um 206 dollara. Verð á hráolíunni er komið niður í um 16,65 dollara tunnan. Hversu varanleg er lækkunin? Spumingin sem menn spyija sig núna á olíumarkaðnum er hvort þetta verð sé varanlegt. Opec-ríkin héldu fund á dögunum og þar ákváðu þau að auka framleiðslu sína úr 18 milljónum tunna á dag í 19,5 milljón- ir. Strax í kjölfarið bjuggust menn við að olíuverð myndi lækka, sem og það hefur gert, og höfðu því hægt um sig í olíuviöskiptum. Þess vegna er markaðurinn mjög rólegur. Undr- ar engan þótt menn veigri sér við að kaupa mikið magn haldi þeir að verð- ið verði enn lægra daginn eftir. Við svona rólegheit á kaupendamark- aðnum lækkar verðið enn meira. Gera má ráð fyrir að verð á bensíni lækki eitthvað áfram á markaðnum 1 Rotterdam við aukna framleiðslu Opec-ríkja. Þetta segir okkur að ef verðið fer niður í um 190 dollara væri hægt að lækka veröið hér inn- anlands á bilinu 1 til 2 krónur. Þetta er ekki mikið enda ekkert svigrúm Davíð ræðir við Laufdal um kaup á Broadway Borgarstjórinn í Reykjavík hefur átt lauslegar viðræður við veitinga- kónginn í Reykjavík, Ólaf Laufdal, um hugsanleg kaup Reykjavíkur- borgar á veitingahúsinu Broadway. Að sögn Davíðs er ekkert ákveðið í þessum efnum en endanleg niður- staða ætti að liggja fyrir innan tíu til tólf daga. „Ég sagði lauslega frá þessu á borg- arstjómarfundi fyrir um þremm- vikum og var málið rætt lítiUega. Ég árétta aö það hafa engar ákvaröanir verið teknar um kaupin á Broadway, það er fyrst og fremst verið að skoða þetta mál,“ segir Davíð Oddsson borgarstjóri. Það sem Reykjavíkurborg sér við kaupin á Broadway er að sögn Dav- íðs sú staðreynd að það vanti vín- lausan unglingaskemmtistað í Reykjavík. Auk þess vanti félagsmið- stöð og aðstöðu fyrir börn og ungl- inga í Seljahverfi. Jafnframt væri hægt að nýta húsnæðið undir félags- starf eldri borgara. Og loks gæti það nýst undir ráðstefnur á vegum borg- arinnar. Stærsta strætisvagnaskiptistöð landsins er að rísa í Mjóddinni í Breiðholti og eykur hún gildi Mjódd- arinnar sem verslunar- og þjónustu- miðstöðvar. Broadway er sem kunn- ugt er í Mjóddinni. „Ég hygg að það sé enginn ágrein- ingur í borgarstjórn um að skoða þetta mál,“ segir Davíð um það hvort samstaða sé um það að kaupa stað- inn. Hvort hugsanlegt kaupverð, ef af kaupunum verður, sé í kringum 300 miUjónir króna, eins og sögusagnir hafa gengið um, segir Davíð að það sé fjarri lagi. -JGH Davið Oddsson borgarstjóri. Niöurstöður frá rannsóknamefnd um fiskiskip framtíðarinnar: Skipastóllinn minnkar um 25% á næsta áratug Samkvæmt nýútkominni skýrslu um þróun íslenskrar flskveiðitækni er því spáð að fiskiskipastóllinn hér á landi minnki um 25% strax á næsta áratug. Um leið er því spáð að meðal- ævi fiskiskipa verði 25 ár. Þessi skýrsla er unnin af nefnd sem vinnur að Halios-verkefninu sem er unnið á vegum EUREKA. Halios fjallar um hvemig fiskiskip tíunda áratugarins verður. EUREKA er áætlun sem byggir á samstarfi Evrópuríkja á sviði tækni- þróunar. Þessi áætlun nýtur nú vax- andi áhuga og er gert ráð fyrir að um 100 mismunandi tæknileg verk- efni verði lögð fyrir ráðherrafund EUREKA en árlegur fundur er að hefjast þessa dagana. Þar situr Svav- ar Gestsson menntamálaráðherra fýrir íslands hönd. Áðumefnt Halios-verkefni er eitt þriggja verkefna sem íslendingar vinna að í samvinnu við EUREKA- áætlunina. Hin em Supersmolt sem fjallar um hraðeldi á laxi í hlýjum sjó eða við jarðhita og leiðir til að koma í veg fyrir ótímabæran kyn- þroska lax sem er þannig alinn. Þetta verkefni er í samvinnu við Portúgali. Hitt verkefnið er svokallað Cosine verkefni sem fjallaði um samhæf- ingu á tölvutengdum gagna- og sam- skiptanetum milli rannsóknarstofn- ana í Evrópu. Úrelding fiskiskipa verði 4% Eins og áður sagði er því spáð að fiskiskipastóllinn minnki um 25% á næsta áratug. Spáin gengur út á þaö að árleg úrelding verði 4%, árleg fækkun 2,5% og árleg endumýjun 1,5%. Ný skip á ári verði því 13 tals- ins. Þá er því spáð að lögð verði áhersla á 8 skipategundir f framtíöinni. Það era stórir frystitogarar, litlir einfald- ir ísfisktogarar, stórir línu- og tog- bátar, fjölveiðiskip, stór nótaskip, sérútbúin skip til skelfiskveiða, lítíl skip (20 til 25 m á lengd) og trillur. Reyndar gengur spáin út á sam- drátt í trilluútgerð enda sé aukning undanfarinna ára fyrst og fremst vegna gats í kvótakerfinu. Hanna þarf eitt grunnskip Um endumýjun flotans er gerð eft- irfarandi tillaga: - Að stærstu ísfisk- toguranum verði breytt í frystiskip en minni togarar afli hráefnis fyrir vinnslu í landi og ferskfiskútflutn- ing. - Að hannað verði eitt grunnskip sem útbúa má mismunandi til að sinna kröfum sem gerðar era til skipa í ýmsum flokkum. - Að hannaðir verði 20 til 25 m lang- ir og 6 til 7 m breiðir tveggja þilfara landróðrarbátar sem hannaðir verði til staðbundinna veiða. Telur Halios-hópurinn að helstu möguleikar íslensks málmiðnaðar við að þróa og koma nýjum búnaði á markaðinn sé gagnvart minni skip- unum. Árleg heildarverðmæti áður- talinna skipa og búnaðar, vegna ný- smíöa og breytinga, verði allt að þrem milljörðum króna. Ef öll skipin yrðu byggð eða endurbyggð innan- lands gæti heildarverðmætí innlenda þáttarins orðið allt að tveir milljarð- ar króna. -SMJ vegna skattheimtu ríkisins og stöð- ugra gengisfellinga íslensku krón- unnar á degi hverjum. Nýr farmur til landsins Nýkominn er til landsins farmur af súperbensíni, 98 oktan. Hann var lestaður í síðustu viku þegar verðið var í kringum 235 dollara tonnið. Nú er það 206 dollarar, hefur lækkað um 30 dollara. í lok þessa mánaðar kem- ur til landsins bensínfarmur. Þá er bara að sjá hvað bensínverðið verður í Rotterdam. Eitt er víst, tíðindin frá Rotterdam era góð þessa dagana og ef verðið heldur áfram aö lækka má fastlega búast við bensínlækkun hér- lendis upp á krónu eða tvær krónur. Nóta bene, svo fremi sem dollarinn heldúr ekki áfram á þeysireið sinni upp verðskalann. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 14-17 Úb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 1.4-18 Vb.Úb 6mán.uppsögn 15-20 Vb 12mán.uppsögn 16-18 Úb 18mán. uppsögn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 3-9 Sp Sértékkareikningar 4-16 Vb.Ab,- Innlán verðtryggð Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3 Allir Innlán meðsérkjörum 27-35 nema Úb Ab Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 8,25-9 Ab Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb Danskarkrónur 7.5-8 lb,Bb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sp lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 28-31 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 27,5-33,5 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 31,5-35 Lb Utlán.verötryggö Skuldabréf 7,25-9,25 Lb Otlántilframleiðslu isl. krónur 27,5-33 Lb.Úb SDR 10-10,25 Allir Bandaríkjadalir 11,25-11,5 nema Úb Allir Sterlingspund 14,5 nema Úb Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 3.5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42,8 MEÐALVEXTIR Óverötr.júní89 29,3 Verðtr.júní89 7.9 VlSITÖLUR ■ Lánskjaravísitalajúni 2475 stig Byggingavfsitalajúní 453 stig Byggingavísitalajúní 141,6stig Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Einmgabréf 1 3,922 Einingabréf 2 2,179 Einingabréf 3 2,568 Skammtímabréf 1,352 Lífeyrisbréf 1,972 Gengisbréf 1,755 Kjarabréf 3,900 Markbréf 2,069 Tekjubréf 1,725 Skyndibréf 1,185 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóósbréf 1 1,884 Sjóðsbréf 2 1,504 Sjóðsbréf 3 1,332 Sjóðsbréf 4 1,109 Vaxtasjóösbréf 1,3270 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 352 kr. Flugleiðir 171 kr. Hampiðjan 161 kr. Hlutabréfasjóður 128 kr. lönaðarbankinn 157 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 145 kr. Tollvörugeymslan hf. 108 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, 0b= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.