Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 3
FÖSTtfDAGUÉ 16. JÚNÍ Wð. 3 Fréttir 17. júní 1989 í tilefni málræktarátaks Aldrei hefur tækniþekking boðið íslenskri þjóð fjölbreyttari þátttöku í samfélagi þjóðanna en nú um stundir. Aldrei hefur íslendingum verið auðveldara að ferðast til fjar- lægra heimshorna og kynnast framandi menningarsvæðum. Aldrei hefur okkur boðist jafnríku- lega að fylgjast með heimsviðburð- um og njóta heimslistar og nú ger- ist fyrir meðalgöngu íjarskipta- tækni. Og aldrei höfum við átt betri tækifæri til að láta rödd okkar hljóma meðal annarra þjóða. Á slíkum tímum er brýnt að hafa í huga að sæmd okkar sem þjóðar felst í því að vera í senn fullgiMur veitandi og þiggjandi í heimsmenn- ingunni. Það getum við því aðeins að við eigum sjálf öfluga og sjálf- stæða menningu sem skapar for- sendur til að njóta allra þeirra gæða sem mannheimur býður. í dag, á þjóðhátíðardegi okkar íslendinga, hefjum við það skipu- lega starf sem kennt er við mál- ræktarátak 1989. Einmitt í rækt við móðurmálið, samþættingu tungu og menningar, hefur styrkur ís- lenskrar þjóðar jafnan legið' þegar mest reið á. Það er von mín og ósk að málræktarátakið verði að þeirri þjóðmenningarvakningu sem okk- ur er ævinlega þörf á svo að þeir sem landið erfa geti glaðir sagt: Þetta er okkar mál! Hollustuvemd skilar áliti i Leirdalsmáiinu til ráðuneytis: Ráðuneyti hafi milli- göngu um samningana - svo ekki þurfi að koma til urðunar í Leirdal Hollustuvemd ríkisins hefur nú skilað áhti vegna beiðni Kópavogs um heimild til urðunar sorps í Leird- al skammt frá Seljahverfi í Breið- holti. Áhti sínu skilaði Hollustu- vemd í bréfi til heilbrigðismálaráð- herra þar sem þess er farið á leit að ráðuneytið hafi mihigöngu um samninga mhh Reykjavíkur og Kópavogs þannig að ekki þurfi að koma til urðunar sorps í Leirdal. Þetta er í raun aðeins fyrsta um- sögn Hollustuvemdar um málið því að baki hennar er aðeins umijöllun mengunarvarnadeildar stofnunar- innar. Áður en endanlegu áhti er skilað þarf framkvæmdastjórn Holl- ustuvemdar að fjalla um máhð eins og venja er í málum sem tahð er að geti orðið deiluefni. Efnislega er umsögn sú er Hoh- ustuvernd ríkisins sendi hehbrigðis- málaráðuneyti á þann veg að mælt er með heimild th Kópavogs th að setja upp pökkunar- og flokkunar- stöð fyrir sorp í Kópavogi. Jafnframt er mælt með heimhd til að urða sorp- ið í Leirdal þar sem það sé eini kost- ur Kópavogsbúa náist ekki sam- komulag um áframhaldandi móttöku sorps frá þeim á sorphaugum Reykjavíkur. í bréfi sínu leggur Hollustuvemd hins vegar nokkra áherslu á að höfð verði milhganga um samninga mhli sveitarfélaganna þannig að ekki þurfi að koma til urðunar í Leirdal. Jafnframt eru rannsóknir á grunn- vatnsrennsli á Leirdalssvæðinu gerðar að skilyrði fyrir veitingu heimildar til sorpurðunar þar. Slíkar rannsóknir taka langan tíma. Unnið er að lausn málsins bæði af hálfu ráðuneyta og sveitarfélaganna sjálfra. HV VILTU PRYÐA GARÐINN ÞINN EÐA GARÐSTOFUNA? Mikið úrval af ails konar dælum og stút- um fyrir gosbrunna. Ljós í tjarnir og beð. Dúkar fyrir tjarnir. Langar þig í foss eða læk í garðinn þinn? ERUM MEÐ FAGLEGAR RAÐLEGGINGAR YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU GARÐHÚSIÐ Laugavegi 54 - Símar 23510 og 22814 OASE Keflavík - Amsterdam - RIO DE JANEIRO Auðvelt og þœgilegt með Arnarflugi og KLM ■ Kynntu þér sérfargjöldln okkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.