Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989. 9 Útlönd Kosningar til Evrópuþingsins Vinstrisveifla Pétur L. Péturssan, DV, Barcelona; Sósíalistar viröast halda sínu með- an hægrimenn og miðflokkur tapa fylgi samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum kosninga til Evrópuþingsins í Strasbourg sem fram fóru í gær. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð- unum fá sósíabstar í sinn hlut 27-28 þeirra 60 þingsæta sem kosið var um. Það styrkir sósíabsta enn frekar í sessi að flokkur hægri manna, PP, og miðjuflokkur CDS tapa tveimur þingsætiun hvor um sig, en flokkam- ir tveir hafa tekið saman höndum um að reyna að hnekkja veldi sósíal- ista. Hinir raunverulegu sigurvegarar kosninganna eru þó sameinaðir vinstrimenn, en þeir juku fylgi sitt með þeim afleiðingum að nú eru þeir með 4 þingsæti í stað þriggja áöur. Þessi aukning hefur komið flestum á óvart en svo virðist sem flokkurinn taki fylgi sitt frá sósíalistum. Mibjónamæringurinn José María Ruiz-Mateos komst og inn ásamt tengdasyni sínum og hefur honum þvi tekist það sem margir hafa reynt en án árangurs, að sameina undir einn hatt atkvæði öfgasinnaðra hægri manna. MUljónamæringurinn fer huldu höfði þessa dagana en hann er eftirlýstur fyrir kjaftshögg sem hann rétti fyrrum íjármálaráöherra landins í vitnaleiðslum fyrir skömmu. Hann hefur lýst því yfir að hann muni mæta fyrir rétti á mánu- dag, en þá verður hann orðinn þing- maður og mun njóta helgi sem sbkur. Kosningarnar fóru átakabtið fram. Þátttaka var dræmari en nokkru sinni fyrr í sögu spænskra kosninga. Þannig kusu aðeins 45,7 prósent kjós- enda og í sumum héruðum skrópaði hreinn meirihluti kjósenda. Dræm þátttaka Kjörsókn var dræm í kosningunum í gær en þetta er fyrri umferð þeirra. Sú síðari fer fram á sunnudag og fyrst að henni lokinni verða opin- berar niðurstöður birtar. Spænski milljónamæringurinn José María Ruiz-Mateos komst á þing Evrópubandalagsins í kosningunum í gær öllum að óvörum. Hann fer huldu höfði þessa dagana þar sem hann er eftirlýstur fyrir kjaftshögg sem hann rétti fyrrum fjármálaráð- herra landins í vitnaleiðslum fyrir Skömmu. Símamynd Reuter Samkvæmt niðurstöðum kannana í þeim fimm aðildarríkjum EB þar sem kosið var í gær virðist sem stjómarflokkamir í Bretlandi og Danmörku missi fylgi en vinstri öfl og umhverfisverndarsinnar bæti töluvert við sig. Samkvæmt niðurstöðum kannana fær breski íhaldsflokkurinn um 32 prósent atkvæða en Verkamanna- flokkurinn 42 prósent. Þetta þýðir að flokkur Thatcher forsætísráðherra missir um 19 sæti á þinginu. Þá fengi flokkur græningja um 14 prósent at- kvæða. í Danmörku gefa kannanir til kynna að íhaldsflokkur Poul Schluters tapi verulegu fylgi og allt aö helmingi sæta sinna á þinginu. í Hoflandi virðist stjórnarflokkur Lubbes forsætísráðherra hafa hlotiö um þriðjung atkvæða. Engar spár bggja fyrir um úrsbtin á írlandi. Belgíski gíslinn laus „Þetta er mesti hamingjudagur lífs míns,“ sagði belgíski læknirinn Jan Cools við blaðamenn í gær eftir að hann var látinn laus úr haldi mann- ræningja í Líbanon. Cools hafði verið þrettán mánuði í haldi. Cools var handtekinn í maí í fyrra af áður óþekktum samtökum, Her- mönnum sannleikans. Síðastbðinn miðvikudag sendu samtökin frá sér tilkynningu þar sem sagt var að Co- ols yrði sleppt úr haldi og kváðu ástæðuna vera beiðni Gaddafis Líbýuleiðtoga og Adu Nidals, leið- toga samtaka Palestínumanna. Cools var látinn laus í kjölfar Gadd- afis og Robert Urbaines, viðskipta- ráðherra Belgíu. Hann hélt heim á leið í morgun. Tabð er að alls séu 22 gíslar í haldi mannræningja í Líbanon, þ.e. 17 vestrænir. Reuter Gorbatsjov Sovétforseti og Kohl, kanslari V-Þýskalands, fagna Bonn-yfirlýsingunni um samvinnu.Símamynd Reuter Múrinn ekki til eilífðar „Berlínarmúrinn mun hverfa jafn- skjótt og ástæðurnar til byggingar hans falla burt.“ Þetta voru orð Mik- hails Gorbatsjovs Sovétforseta á blaðamannafundi í gær, síðasta degi heimsóknar hans í V-Þýskalandi. Það er ekki ýkja langt síðan leið- togi kommúnista í A-Þýskalandi, Erich Honecker, sagði að Berlínar- múrinn myndi standa í eitt hundrað ár. „Múrinn var ekki reistur upp úr þurru og án ástæðna," sagði Gor- batsjov. „Austur-Þýskaland hefur varðveitt sjálfsákvörðunarrétt sinn. Múrinn er, eins og við vitum í dag, fyrst og fremst reistur af efnahagsá- stæðum. Án múrsins hefði efnahags- kerfi A-Þýskalands hrunið og hefði það ugglaust gerst strax um 1961 ef ekki hefði verið ákveðið að byggja hann.“ Sú þróun sem nú hefur átt sér stað í efnahagsmálum þvert yfir járn- tjaldið, sem nú er allt að ryðga í sund- ur, mun gera múrinn vita tilgangs- lausan og hann mun því hverfa áður en þau hundrað ár, sem Honecker minntíst á, eru bðin. Á efnahagssvið- inu hafa Sovétmenn og A-Þjóðverjar nú náð lengra en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Opnun efnahagskerf- is Sovétríkjanna og annarra austan- tjaldsríkja táknar í raun og veru brotthvarf frá nokkrum af grund- vallarkenningum sósíalískra landa. Markaðs- og efnahagsmál og áætlun- arbúskapur eru andstæður og nú þurfa að finnast formúlur með und- antekningum þessu aðlútandi. Á blaðamannafundinum í gær skýrði Gorbatsjov frá því að öryggis- mál hefðu verið ofarlega á baugi í umræðunum við v-þýska ráðamenn. Kvað forsetinn margt jákvætt í af- vopnunartillögu Nato sem gefl von um að Vínarviðræðurnar um hefð- bundin vopn leiði skjótt til árangurs. Gorbatsjov lét hins vegar þá skoðun sína í ljós að Nato-tillagan bæri keim af kalda stríðinu. Kvað hann þjóðir Evrópu vera orðnar þreyttar á kalda stríðinu og vilja betri heim. Gorbatsjov lagði áherslu á að allir hefðu áhyggjur af því sem væri að gerast í Kína þessa dagana og kvaðst vona aö ekki yrði hætt við umbóta- stefnuna þar í landi og að Kínverjar fyndu lausn sem yrði þjóðinni til góðs. Gorbatsjov kvaðst ekki halda að markmið námsmanna væri neik- vætt. Hann gat samt ekki útilokað að meöal námsmannanna væru gagnbyltingarsinnar. ósa/áslA Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftírtöldum fasteignum: Ásendi 11, hluti, þingl. eig. Jónas Grétar Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 21. júní 89 kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðríður Guðmunds- dóttir hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Ari ís- berg hdl., Iðnaðarbanki íslands hf. og Óláfur Gústaísson hrl. Blönduhbð 2, 1. hæð, þingl. eig. Páll Guðbergsson, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikud. 21. júní 89 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Gnoðarvogur 64, 2. hæð, þingl. eig. Pétur G. Pétursson, fer fram á eign- inni sjálfri miðvikud. 21. júní 89 kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Grettisgata 2, kjallari, talinn eig. Guð- mundur Þórarinsson, fer fram á eign- inni sjálfri miðvikud. 21. júní 89 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Trygg- ingastofiiun ríkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík. Hávallagata 3, þingl. eig. Garðar Lár- usson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 19. júní 89 kl. 16.30. Uppboðs- beiðendur eru Einar Sigurðsson hrl. og Skiptaréttur Reykjaríkur. Hæðargarður 5, hluti merktur P, þingl. eig. Erlendm- H. Borgþórsson, fer frani á eigninni sjálfri miðvikud. 21. júní 89 kl. 18.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Lynghagi 20, kjallari, þingl. eig. Öm Trausti Hjaltason, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 19. júní 89 kl. 18.00. Uppboðsbeiðandi er Innheimtustofii- un sveitarfél. Skeifan 6,1. hæð, þingl. eig. Stálhús- gagnagerð Steinars h£, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 20. júní 89 kl. 16.45. Uppboðsbeiðendur eru Iðnlána- sjóður og Gjaldheimtan í Reykjavík. Stíflusel 4,3. hæð 3-1, þingl. eig. Lúð- vík Hraundal, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 20. júní 89 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka Islands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafur Gústafsson hrl. og Reynir Karlsson hdl. Völvufell 50, íb. 0401, þingl. eig. Sigrún Óskarsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 20. júní 89 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Sigur- geirsson hdl. Öldugrandi 3, íb. 03-01, þingl. eig. Anna ívarsdóttir og Olgeir Erlends- son, fer fram á eigninni sjálfri mánua. 19. júní 89 kl. 17.15. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Ólafur Garðarsson hdl., Iðnaðarbanki íslands hf„ Gialdheimtan í Reykjavík, Landsbanki Islands og Útvegsbanki íslands hf. BORGAEFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.