Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989. Fréttir Vaxtamálið: Steingrímur kúgaði kratana Ríkisstjómin ætlar að keyra vext- ina niður með handafli og í trássi við markaðinn. Stjómin gaf Seðlabank- anum fyrirmæli um þetta. En í ríkis- stjóminni hafa verið mjög skiptar skoðanir mn málið. Það er Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- hen-a, sem knýr þetta fram með stuðningi flokksmanna sinna og al- þýðubandalagsmanna. Alþýðu- flokksmenn hafa verið tregir en láta nú undan þrýstingi starfsbræðra sinna í stjóminni. Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra hefur oft sagt, að hann vildi ekki lækka vexti með handafli. Kunnugir segja, að kratar hafi verið beygðir. Forsætisráðherra hefur verið óspar á ummæli um, að lækka þurfi vexti, hvaö sem tautar og raular. Tveir pólar takast á í ríkisstjóm- inni. Vissulega vita menn, að at- vinnulífið og einstaklingar hafa verið aö sligast undan háum vöxtum. En ríkisstjómin ætlar líka að láta spa- rifiáreigendur greiða tapið á bönkun- um með því að lækka vexti á sparifé. Þá vill Framsókarflokkurinn eink- um sjá til þess, að Sambandið borgi lægri vexti en verið hefur. Ríkis- stjómin ætlast til, að Seðlabankinn bindi vaxtaákvarðanir innlánsstofn- ana takmörkunum, ef þörf krefúr, eins og þar segir. Ríkisstjómin lít- ur nú svo á, að þessi þörf hafi skap- ast. Mikil breyting Hér verður nú mikil breyting í vaxta- málum, ef að líkum lætur. Horfið verður frá þeirri stefnu, að framboð og eftirspum eftir lánsfé ráði vöxtun- um. Sú stefna er þó vafalaut affara- sælust. Markaðurinn á að ráða ferð- inni, ef rétt er á spilunum haldið. Þá er von til þess, að fjármagnið renni til arðvæiúegustu þarfa. Slík hefur líka aUt þar til nú verið stefna við- skiptaráðherra. En sumir stjómarliðar hafa allt aðra skoðun. Einn forystumanna Framsóknarflokksins, sem DV ræddi við í gær, sagði, að í rauninni ríkti ekki fijáls markaður um fjármagnið. Seljendur fjármagns hefðu öll völd. íslenski fiármagnsmarkaðurinn væri seljendamarkaöur og fákeppn- ismarkaður. Þetta væri í raun lokað kerfi. Öðm máli gegndi, ef fiár- magnsflutningur væri frjáls milii landa. Þá fyrst væri unnt að tala um, að fijáls samkeppni ríkti á fiár- magnsmarkaði hér. En því væri ekki aö heUsa. Útflutningsatvinnuvegimir hér þyrftu tU dæmis upp til hópa aö greiða miklu hærri vexti en erlendir keppinautar þeirra. Þá væri ríkisvaldið hér á landi að fiármagna haUa sinn með innlendum lántökum. Þetta þýddi, að minna fé yrði eflir handa öðrum. Hinir mörgu kepptu því um færri krónur og þyrftu að borga miklu hærri vexti en ella. Vissulega er það rétt, að rík- isvaldið tekur til sín stóran hluta fiármagnsins - til dæmis vegna stöð- ugs haUareksturs. Steingrimur hafði sitt fram. Sjónarhonúð Haukur Helgason Landbúnaöurinn Framangreindar hugmyndir um fijáls fiármagnsviðskipti miUi landa minna nokkuð á hugmyndir, sem uppi hafa verið um landbúnaðinn. Þar ríkir einokun, þar til fariö yrði aö flytja inn búvörur. En auk þess tekur landbúnaðurinn nú tU sín mikið fiármagn vegna að- gerða ríkisvaldsins. Þetta fer mestaUt í óarðbæran rekstur. Almenningur í landinu þyrfti ekki að sUgast undan svo háum vöxtum, ef hið opinbera gengi ekki á fiármagnið, svo að minna verður tíl skiptanna. Þetta gUdir um fleiri atvinnugrein- ar. Framangreindur framsóknarfor- ingi sagði aö Jón Sigurðsson væri ekki sjálfum sér samkvæmur, þegar hann snerist gegn vaxtalækkun með handafli. Jón Sigurðsson væri tU dæmis í hópnum, sem hefði gripið inn í samninga og verðlag yfirleitt. Samkvæmt því hefði Jón ekki per- sónulega stöðu til að standa gegn vaxtalækkun með handafli. En kratamir hafa verið býsna treg- ir tU að ganga gegn vaxtafrelsinu. Um það hafa verið skiptar skoðanir í ríkisstjórninni. Nú stendur enn- fremur þannig á, að verðbólgan hef- ur ætt upp. Hraði hennar samsvarar nú yfir 40 prósent verðbólgu á ári. Samkvæmt því ættu vextir fremur að hækka en lækka. Loks verður að minna á hina miklu hættu, sem felst í lækkun innláns- vaxta, og það á verðbólgutímum. Spamaðurinn er eitt hið nauðsynleg- asta hveiju þjóðfélagi. Við megum ekki við því að láta spamaöinn drabbast niður. En í ríkisstjóm fara þeir með völd- in, sem hugsa öðruvísi. Þeir vilja til dæmis láta gamla fólkið, sem sparar, borga fyrir hina, sem skulda. Þetta er í rauninni ljótt mál. Að visu era hinir yngri, sem oft skuida mikiö, sterkara afl en hinir gömlu. En við ætlumst til, að ríkisstjóm hugsi lengra. Það gerir þessi ríkisstjóm ekki. -HH Framsókn mun nota Útvegsbankann sem pólitíska skiptimynt: jr mm mm ■ ■ ■ ■ ■ m u fccj munai ©icici moja Jón Sigurðsson um að selja mínar eigur - segir Páll Pétursson, þingflokksformaöur Framsóknar „Ég mimdi ekki biöja Jón Sig- urösson aö selja eigur mínar,“ sagði Páll Pétursson, þingflokks- formaöur Framsóknarflokksins, þegar hann var spurður um þaö hvort framsóknarmenn væru bún- ir aö sætta sig við sölu viðskipta- ráðherra á Útvegsbankanum. PáU sagöi þaö í raun ekki vera - hann og aðrir framsóknarmenn væm sáttir viö að fækka í banka- kerfinu en þeir litu á þessa tilteknu sðlu sem misheppnaöa. Það er þó fióst að framsóknar- menn munu ekki stööva söluna sjálfa úr þessu enda ótvírætt að viöskiptaráöherra getur selt hluta- bréf ríkisins upp á eigin ábyrgö og frumkvæöl Aörar eigur ríkisins þarfhins vegar lagaheimildir til aö selja. A löngum þingflokksfundi á miö vikudag var lagt á ráöin um það hvemig Framsóknarflokkurinn myndi haga sér í þessum sölumál- um Var Steingrímur Hérmanns- son forsætisráöherra sendur á rík- isstjómarfund með niöurstööur þingflokksfundar. Ástæöa þess aö Framsókn telur sig enn geta nýtt sér máhð í pólít- ískum tUgangi eru þau loforö sem viðskiptaráðherra lét fyigja með í sölunni um að lagasetningum yröi beítt viö ýmis atriöi þar. Aö sögn Páls Péturssonar er algerlega eför aö ákveöa hvort þessl frumvörp veröa heimiluð sem stjómarfrum- vörp. - En hvemig hugsa framsóknar- menn til hins nýja banka? Dregur í efa öryggi nýja bankans Páll sagöi að allir vandræða- skuldarar Útvegsbankans hefðu verið hreinsaðir út á sínum tlma þannig aö bankinn ætti mjög trygg veð. Þaö væri annaö en sagt yröi um vandræðaskuldara Verslunar- Iðnaðar- og Alþýðubanka - þeir væru enn allir á sfnum staö. „Þaö fólk sem treysti Útvegs- bankanum fyrir sinum peningum af því að hann væri oröinn örugg lánastofiiun hlýtur að hugsa sig um tvisvar núna. Það fer ekkert á milli mála að einkabankamir hafa lánaö aðilum sem eru í vandræðum með að greiða. Útvegsbankinn haföi hins vegar losnað við alla sína gömlu vandræðaskuldara. Oryggi innstæðueigenda í Útvegsbanka er ekki aukiö með þessum aðgeröum. Fé þeirra veröur geymt í ótraustari stofhun en þeir lögöu fé inn f," sagöiPálL Einkennileg neeturverk „Mér flnnst einkennilega aö þess- ari sölu staðið. Fyrir það fyrsta em óviökunnanleg vinnubrögð þessi næturverk. Þetta minnir á byltingu aö næturlagi á meðan aörir sofa. Sú tímasetning og sá hraöi sem hafður var á þessu var að mínum dómi einkennilegur." Þá verður verö bankans enda- laust tilefiii gagnrýni Um það segir PáU. „Ég held aö þaö sé relknað þama ansi mikið niður. Ég sé ekki ástæðu til að gefa einkabönkunum þessar peningastofiianir. Ef litiö er á greiöslukjör og aöra skilmála í samningnum þá fær ríkiö ansi litið fyrir. Það réttir ekki mikið ríkis- sjóðshallann þessi sala. Ég hef heyrt menn, sem vit hafa á, meta td. viðskiptavild til verös en hún er ekkert inni í þessum útreikning- um. Hún virðist einfaldlega fara „gratís." Hefðl ekklaertSÍS gott að fá bankann - En síðast þegar rætt var um sölu bankans vildir þú selja hann SÍS og fýrir lægra verð. „Þá var þetta allt annar banki sem var verið aö ræöa um og ekki sambærilegt. Þá var veriö aö ræða um alit aðra stofnun en Útvegs- bankinn er í dag. Út af fyrir sig var ég persónulega ekki neitt ákafur um það að samvinnuhreyfingin keypti þennan banka. Mér sýnist aö samvinnuhreyfingin hafi alveg nóg með sjálfa sig og hafi ekki ver- ið-í stöðu til þess aö fara inn á ný sviö. Ég veit ekkl hvort þeir hefðu haft nokkuö með Útvegsbankann aö gera á sínum tíma þegar þeir vora aö gera boð í hann,“ sagði PállPétursson. -SMJ Hvalurinn i fjörukambinum í Þóröarhöföa. Málmey i noröri. DV-mynd Þórhallur Risahvalur á fjöru- kambi Þórðarhöfða ÞórhaDur Ásmundason. DV, Sauöárkróld: Þegar grenjaskyttur frá Hofsósi voru á ferö úti í Þóröarhöfða um síð- ustu helgi fundu þeir búrhveli mikið sem rekið hafði upp í fiörukambinn. Hvaiurinn, sem er karldýr, er um 18 metrar á lengd og digur mjög. Hann er mjög heillegur og hefur ekki orðið fyrir ásókn vargs. Aðeins er byrjað að koma óþefur af honum. Búrhval- ur er stærstur allra tannhvala en sést sjaldan við ísland. Hvalinn rak á Höfðamöl rétt austan við svokallað Hellnanes en þaöan liggur grynning út í Málmey. Talið er líklegt að hvalinn hafi rekiö í brimi í lok apríl eða byrjun maí. Fólk hefur gert sér ferð út í höfðann síðustu daga til að skoða hvalinn en þangað er jeppafært eftir melunum niður undan bænum Höfða. Friðrik Antonsson, bóndi á Höfða, sagðist ekki hafa heyrt sögusagnir um að hval hafi rekið á þessum slóð- um fyrr. Þó minnist hann þess að þegar hann var ungur drengur hafi fundist bein úr hval í fiörukambin- um. Hryggjarliðimir hafi nokkrir verið fluttir heim og notaðir sem stól- ar. Þóttu nokkuð þægileg sæti á þeim tíma. Landvemd og plastpokamlr: Úthlutaði 7 milljónum Landvemd hefur úthlutað til 36 aðila, af þeim fimmtíu sem sóttu um, tæpum sjö milijónum króna. Pening- amir hafa safnast saman eför að far- iö var aö selja plastpoka í verslunum. En eins og kunnugt er fær Land- vemd hluta af hveijum seldum plast- poka. í fagnefnd sem ákveður hveijir fá úthlutun sifia eftirtaldir: Agnar Ing- ólfsson frá raunvísindadeild Háskóla Islands, Þóra Ellen Þórhallsdóttir frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, Brynjólfur Jónsson skógfræöingur frá Skógræktarfélagi islands, Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt, Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur frá Landvemd og Sigurður Jónsson frá Kaupmannasamtökum íslands og verslunardeild Sambandsins. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.