Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989. Popp Málaferli og leiðindi milli Bítlanna Ósættið er algert miUi Pauls McCartney annars vegar og hinna Bítlanna hins vegar. Ástæðan er þessi gamla og góða: Peningar. Það er komið í ljós að Paul fær hærri upphæðir fyrir sölu gamalla platna með The Beatles en hinir. George Harrison, Ringo Starr og Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, vilja ekki una því að fá lægra hlutfall af söluhagnaði Bítlaplatnanna en Paul McCartney. Þau hafa því kært hann og krefjast þess að hann verði á sömu prósentum og þau hin. Samningar Paul McCartney segir skýringuna á þessum mun sáraeinfalda. í viötali við tímaritið Rolling Stone nú nýver- ið skýrði hann máiið. „Ég fór til Capi- tol (útgáfunnar) og gaf sex plötur með mér - gerði sex platna samn- ing,“ sagði Paul. „í þessum samningi fengu Eastman karlamir (tengdafólk Pauls og lögfræðilegir ráðunautar) því framgengt að greiðslumar til mín fyrir gömlu Bítlaplötumar vom hækkaðar. Capitol á nefnilega líka dálítinn hlut í Bítlaplötunum og hækkunin til mín var tekin af þeim hlut - ekki gömlu félaganna minna. Mér fannst ekkert að því að gefa þar sex plötur með mér og segja um leið „Ég vil fá dálítið af því sem þið hafið fengið fyrir sölu á Bítlaplötunum.“ Ég hefði alveg eins getað beðið um hlut af því sem útgáfan hefur grætt á Beach Boys plötum eða heimtað hluta af húseign Capitol. Mér finnst ég geta farið fram á eitthvað sem Capitol á í skiptum fyrir eithvað sem ég á. Félögum mínum, sem léku með mér í The Beatles, kemur það ekkert við.“ Einn fyrir alla Vandinn er hins vegar sá að Yoko, George og Ringo finnst þeim koma það við að Paul McCartney ber meira úr býtum en þau þijú. Paul segist vera búinn að útskýra málið fyrir þeim. „Við héldum heljarmikinn fund. Þar skýrði ég mína hlið og sagðist ekki geta skilið að ég hefði gert neitt rangt. „Þótt þið fáið alla restina af því sem Capitol á í Bítlaplötunum skiptir það mig engu máli. Ég sam- gleðst ykkur bara,“ sagði ég við þau. En þau vilja enn starfa eftir reglunni einn fyrir alla og allir fyrir einn. Það er í sjálfu sér ágætis regla. En hljóm- sveitin hætti bara árið 1969. Mér finnst ég ennþá muna eitthvað eftir þeim slitum." Paul McCartney. Hann segir það ekki sér að kenna að hann nái hagstæðari samningum við plötuútgefandann sinn en þeir hinir. litið um árekstra dans- hljómsveitanna í sumar Jón Ólafsson: Kannski svona vel raðað niður af ótta við kreppu Popphljómsveitir landsins eru hver af annarri að skríða úr híðinu og taka nú stefnuna á danshús og félagsheimili vítt og breitt um landið. Ferðalög hljómsveitanna hafa verið auglýst í blöðum aö undanfómu og virðist óvenjulítið um það þetta sum- arið að þær rekist hver á aðra. Það er að segja lendi í harðvítugri sam- keppni með þvi að vera með dans- leiki í næsta nágrenni hver við aðra. „Þetta er svo sem ekkert sérstak- lega skipulagt,“ segir okkur Jón Ól- afsson, píanó- og orgelleikari Bítla- vinafélagsins. „Við vorum reyndar með þeim fyrstu að ganga frá okkar málum og forsvarsmenn nokkurra hljómsveita höfðu samband við okk- ur og fengu uppgefna áætlun sum- arsins. Það hefur kannski hjálpað til að afstýra árekstrum. Ef svo er má bara segja að það sé af því góða. Sem betur fer veit ég ekki til þess aö nein hljómsveit sé í baráttunni til að reyna að eyðileggja fyrir annarri." Versnandi efnahagur Að sögn Jóns er enn ómögulegt að segja hvort samdráttur er í dans- leikjahaldi og poppbransanum yfir- leitt frá fyrri árum. „Það em margir smeykir við sum- arið,“ segir hann. „Atvinnuleysi hef- ur aukist talsvert frá fyrra sumri og það er lægð í efnahagslífinu. Þetta getur haft slæm áhrif. Kannski er það vegna þessa sem popparar passa nú vandlega upp á að rekast ekki hverjir á aðra á dansleikjum sumars- ins. Auk dansleikjahalds í sumar ætlar Bítlavinafélagið að taka upp stóra plötu. Hún kemur út fyrir næstu jól. Á henni verður allt efni frumsamið. Kannski vegna óvæginnar gagnrýni sem 12 íslensk bítlalög fengu fyrir jólin? „Nei, nei, ekkert frekar,“ segir Jón Ólafsson. „Við eigum orðið mikið af frumsaminni tónlist sem við þurfum að koma frá okkur. Og þetta með gagnrýnina: Ég held að hún hafi mestmegnis komið frá svekktum poppurum sem seldu minna af plöt- um en við fyrir jólin og hefðu ein- mitt gjaman viljað nota hugmyndina okkar um að endurlífga ýmis gömul íslensk bítlalög. Við slíku er ekkert að gera. REO-vinafélagið? Gestir Bítlavinafélagsballanna í sumar eiga væntanlega eftir að veita athygli mikilli mublu, Hammond orgeli, sem Jón Ólafsson er nýbyijað- ur að spila á. Orgel þetta er merkt iðnaðarrokkhljómsveitinni REO Speedwagon í bak og fyrir. Mun hafa þjónað orgelleikara þeirrar sveitar dyggilega til skamms tima. -ÁT-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.