Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989. 3 dv Fréttir Áfengissala í 36 löndum á sjö ára tímabUi: Salan minnkað langmest í löndum með ódýrt og auðfengið áfengi - salan á íslandi aukist um 5,1 prósent Áfengissala (hreinn vínandi i lítrum) 1980-87 í %. Japan Finnland Aukning ísland Frakkland ítalía Irlantl Mynd yfir aukningu og minnkun í afengissölu í nokkrum löndum á sjö ára timabili. Það vekur athygii að i löndum þar sem afar auðvelt er að náigast ódýrt áfengi hefur salan minnkað mest. Ólafur Haukur Ámason: Áfengis- sala þjóða jafnast út vegna tíðari samskipta ..Alþjóðlega skýringin á þessum tölum - og sú sem flestir hallast að - mun vera að með auknum samskiptum þjóða og ferðalögum stefhir sala áfengis í löndunum í jöfnuð. Þar sem neysla hefur ver- ið lítil eykst hún vegna tíöari ferðalaga og samskipta og breyttra siða. Þar sem áfengis- neysla hefur hins vegar verið mikil minnkar hún gjarnan af sömu orsökum. Þarna eru gagn- verkandi áhrif á ferðinni. Þetta er hin almenna skýring á þróun áfengissölunnar í mismunandi löndum," sagði Ólafur Haukur Árnason hjá áfengisvarnaráði í samtali viö DV þegar hann var beðinn um aö skýra þróun í áfengissölu í ýmsum löndum. „Frakkland er sérlega athyglis* vert. Ef þú miöar viö 1965 þá hef- ur áfengissala minnkaö stórkost- lega. Það hefur verið gert heil- mikið til að upplýsa fólk um áfengisvarnir í Frakklandi sið- ustu ár. Þeir stofnuðu áfengis- varnaráð á þessu tímabili og hef- ur það sinnt áróöri mjög mikið. Þar að auki tóku þeir upp eftirlit með ölvunarakstri sem ekki hafðí þekkst áöur. Gerðu þeir lögreglu heimilt að stoppa bíla og áfengis- prófa ökumenn eins og gert er hér.“ - Skýrir það sem þú segir þetta feiknariega fall í áfengissölu í Frakklandi? .JÉg skal ekki segja um það.“ - Ef við berum velferöarkerfið hér og áfengisvamasteftiu okkar saman við það stjómleysi sem viröist hafa verið í löndunum þar sem sala áfengis hefur rainnkað mest blasir við mynd með öfug- um formerkjum. íslendingar kaupa meira áfengi þó það sé dýrara og torfengnara en í um- ræddum löndum. „Frakkar breyttu um stefnu í áfengismálum. Áfengi var hækk- að og heilbrigöis- og umferðar- sjónarmið líka láön koma iim í varðandi verðlagningu. Áður réðu hagsmunir vínbænda nær eingöngu. Á Ítalíu, sérstaklega noröurhlutanum, hafa slík sjón- armið einnig komið við sögu. Gott dæmi um áhrif stjórnunar á áfengissölu og neyslu eru Sovét- ríkin. Sovétríkin eru neðst á 36 þjóða lista yfir áfengissölu 1987 en voru yfir miðjum listanum fyrir fjórum árum. Með nýjum aðgerðum þar var sölu- og veit- ingastööum fækkað og sölutími takmarkaöur. Eins var hætt að veita áfengi í opinberum veislum. Meö handaíli gátu Sovétmenn skrúfað áfengissöluna niður um helming á fjórum árum. Nú er einhver tilslökun að verða í þess- um eftium og forvitnilegt aö sjá hvort sala og neysla áfengis minnkar. Þá er hægt aö svara spumingunni um hvort aðgengi og verð hafi mikil áhrif á sölu og neyslu áfengis." Olafur sagöi loks að þróunin í Japan orsakaöist af stööugri aukningu kaupraáttar og velmeg- unar, svipað og hérlendis. Sagði hann að áfengissala fylgdi gjara- an kaupraætti fólks eða hveraig áraði. Þannig hefði sala áfengis minnkað í tengslum við erfiö- leikatímabil hérlendis, eins og síðast á sjöunda áratugnum. -hlh Áfengissala hefur minnkað um 26 prósent á írlandi frá 1980-1987, miðað við lítra hreins vínanda á mann. Hefur salan minnkað um 23,1 prósent á Ítalíu, 12,7 prósent í Frakklandi, 10,3 prósent í Kanada, 8,3 prósent í Ástralíu og 7,3 prósent í Bandaríkj- unum. Af fimmtán löndum, þar sem þróunin í áfengissölu er sýnd, hefur salan minnkað í tíu löndum. Salan hefur aukist um 2,8 prósent í Bretlandi, 5,1 prósent á íslandi, 5,5 prósent í Danmörku, 10,9 prósent í Finnlandi og heil 16,6 prósent í Jap- an. Salan rokkar upp og niöur milh ára í nokkrum löndum, eins og Dan- mörku þar sem hún liggur á bilinu 9,1 tíl 10,4 lítrar. Ef litið er til 23 ára tímabils, frá 1965-1987, hefur áfengissalan ein- ungis minnkaö í Frakklandi og á ítal- íu, um 25 og 22 prósent. f hinum þrettán löndunum hefur orðið aukning á sölu áfengis á þessu 23 ára tímabili. Finnar eru þar lang- efstir á blaði, með 173 prósent aukn- ingu, og Danir með 92 prósent aukn- mgu. Það sem vekur eftírtekt viö lesn- ingu þessara talna, sem fengnar eru hjá áfengisvamaráði, er aö í löndum, þar sem ódýrt áfengi er til sölu á nánast hverju götuhorni og opinber áfengisvarnastefna viröist ekki áber- andi, hefur sala áfengis minnkað langmest þessi sjö ár. A íslandi, þar sem stefnan hefur veriö að torvelda mönnum frekar aðgang aö áfengi og selja það dýru verði, hefur áfengis- salan hins vegar aukist um 5,1 pró- sent. Það er ekki ætlunin að fullyrða neitt um þessar sölutölur eöa hvort fyrrnefnd sölustefna í áfengismálum á íslandi hafi þau áhrif sem henni er ætlað en tölurnar eru engu að síð- ur forvitnilegar. Island í 34. sæti Ef áfengissala 36 landa 1987 er skoðuð er hún mest í Frakklandi þar sem alls seljast 13 lítrar af hreinum vínanda á mann. Þá kemur Spánn með 12,7 lítra, Sviss með 11 lítra, Ungverjaland og Belgía meö 10,7 lítra, Vestur-Þýskaland meö 10,6, Austur-Þýskaland og Portúgal með 10,5 lítra og Ítalía með 10 lítra. Neðst á listanum eru Sovétríkin með 3,2 lítra, Venesúela með 3,7 lítra og ísland 1 34. sæti með 4,1 lítra. í löndunum efst á listanum er bróö- urpartur sölunnar vín og bjór, að Ungverjalandi og Austur-Þýskalandi undanskildum þar sem sterkir drykkir eru um helmingur selds áfengis. Á íslandi nemur sala sterkra drykkja meir en helmingi sölunnar. Á Norðurlöndum drekka Græn- lendingar manna mest eða um 20 lítra af hreinum vínanda á mann. Þá koma Danir meö tæpa 10 lítra, Finnar með rúma 7, Færeyingar með um 6 lítra, Svíar 5,4, Norðmenn með 4,4 og loks íslendingar með 4,1 lítra. -hlh VILTU VERA ÞINN EIGIN Nýr Mercury Topaz kr. 700 þús. CIF-verð Utborgun Kr. 350.000 x) 18 mán. lán Kr. 350.000 Kr. 700.000 CIF Eigum í landinu nokkra Mercury Topaz '88, byggða fyrir Canada (kalt lofts- lag), með öllum þægindum, s.s. sjálfskipting - vökvastýri - samlæsing á hurðum - bein innspýting - kassettutæki — framdrif eða aldrif.x) Við afhendum þér innflutningsgögn og þú sérð um tollafgreiðslu sjálfur. x) Lán miðað við kaupgengi verðbréfa x) Aldrif - dýrara FORD-UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON HF. FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA Símí685100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.