Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989. 33 Uppskriftasamkeppni Uncle Bens og DV: Margfaldur verðlaunahafi til Flórída Verðlaun í uppskriftasamkeppni DV og Uncle Bens voru afhent á veit- ingastaðnum „Þrír Frakkar hjá Úlf- ari“ á þriöjudag. Tiu verðlaunahöf- um og gestum þeirra var haldin veisla að viðstöddum fuiltrúa Uncle Bens, fjölmiðlum og dómnefndar- mönnum. Boðið var upp á hluta þeirra rétta sem komust í úrslit og fengu verðlaun. Veitingahúsið „Þrír Frakkar hjá Úlfari“ mun hafa þessa tíu rétti á boðstólum næstu vikur fyrir gesti sína. Í dómnefnd voru Úlf- ar Eysteinsson matreiðslumeistari, Valur Blomsterberg, markaðstjóri SS, og Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir, blaðamaður DV. Fulltrúi Uncle Bens, Peter Bennameer, afhenti verðlaun- in. Fyrstu verðlaunin, Flórídaferð fyr- ir tvo, hlaut Margrét Þórðardóttir, Grundarási 1, Reykjavík. Margrét er margfaldur verðlaunahafi og sem dæmi má nefna að í síðustu keppni, sem DV stóð aö, hlaut hún þrenn verölaun af tíu. Níu aðrir þáttakendur lentu í öðru sæti og hlutu í verðlaun glæsilegt Verðlaunaréttur Margrétar, sem hún kallar „Nú er I kotl kátt“, er forréttur ætlaöur fyrir sex manns. Rétturinn er glæsilegur á að lita og eftir því bragð- góður. pottasett úr hágæðastáli. Verðlauna- hafamir eru: Guðrún Jóhannesdótt- ir, Þrastarlundi 20, Garðabæ; Gunn- þóra Björnsdóttif, Koltröð 21, Egils- stöðum; Ásta Begga Ólafsdóttir, Grundargerði 15, Reykjavík; Eyjólf- ur Kristjánsson og Guðrún Eysteins- dóttir, Bárugranda 11, Reykjavík; Kristrún St. Sigmarsdóttir, Vana- byggð 13, Akureyri; Ingibjörg Flyg- enring, Byggðaholti 5, Mosfellsbæ; Nanna Þóra Andrésdóttir, Dalalandi 6, Reykjavík; Sigríður Margrét Magnúsdóttir, Bergþórugötu 21, Reykjavík, og Gísli Sveinsson, Kleppsvegi 10, Reykjavík. -jj Frú Sólveig Eyjólfsdóttir hefur afhjúpað brjóstmyndina af eiginmanni sínum, Eysteini Jónssyni. Eysteinn er annar frá hægri á myndinni. DV-mynd SÆ Djúpivogur: Húsfyllir í messu og brjóst- mynd afhjúpuð Sakadómur Reykjavíkur: Blaðamanni gert að greiða háa sekt Sakadómur Reykjavíkur hefur dæmt Hall Magnússon, blaðamann á Tímanum, til að greiöa séra Þóri Stephensen 150 þúsund króna miska- bætur vegna ummæla sem Hállur viðhafði í blaðagrein. Þá var Halli gert að greiða 40 þúsund króna sekt í ríkissjóð og til að greiða allan sakar- kostnað. Samtals er Halli gert að greiða um 260 þúsund krónur vegna þessa máls. Þá voru tiltekin ummæli HaUs, um séra Þóri Stephensen dæmd dauð og ómerk. Hallur Magnússon mun áfrýja dómi Sakadóms til Hæstarétt- ar. Ríkissaksóknari höfðaði máliö. Sverrir Einarsson sakadómari kvað upp dóminn. -sme íslenski hjartaþeginn: Breytist hægt en í rétta átt Helgi Einar Harðarson, ungi, ís- lenski hjartaþeginn, sém liggur á sjúkrahúsi í London, er enn í gjör- gæslu. Breytingar á líðan hans eru hægfara en að sögn aðstandenda í rétta átt þaö sem þær eru og læknar gefa góða von um að hann muni ná sér. Helgi getur orðið hreyft hendur og fætur en hefur ekki enn talað. Til stóð aö færa hann á annað sjúkrahús en það hefur ekki reynst unnt, meöal annars vegna þrengsla á þeirri stofn- im sem átti að taka við honum. -HV Sgurður Ægisson, DV, Djúpavogi; Á öðrum degi afmæhshátíðarinnar á Djúpavogi vegna 400 ára verslunar- afmælisins var hátíöarguðsþjónusta haldin í félagsmiðstöðinni á staðnum því kirkjan hér er lítið hús. Mikið var lagt í þessa athöfn svo hún mætti fara sem best fram og veröa sem eft- irminnilegust. Séra Þorleifur Kristmundsson, prófastur á Kolfreyjustað, séra Davíð Baldursson á Eskifirði og staðar- prestur sáu um talað orð og tónað en kirkjukórinn undir stjórn Harald- ar Bragasonar flutti öll söngverk af mikilli snilld. Húsfyllir var í mess- Fréttir unni, eða um 130 manns, og urðu margir að standa. Séra Jakobs Jónssonar frá Hrauni var minnst við þessa athöfn en hann andaðist kvöldið áður, 17.júní. Hafði komið hingað austur á sínar bernskuslóðir í tilefni hátíðarinnar, 85 ára gamall. Eftir messu var afhjúpuð brjóst- mynd af Eysteini Jónssyni, fyrrum ráðherra, og fluttu ávörp í því tilefni Már Karlsson, formaður afmælis- nefndarinnar, Vilhjálmur Hjálmars- son og fleiri. Þaö var eiginkona Ey- steins, Sólveig Eyjólfsdóttir, sem af- hjúpaði bijóstmyndina. LífsstOI Margfaldur verðlaunahafi, Margrét Þórðardóttir, tekur við tveimur farmiðum til Flórída úr hendi Peter Bennameer, fulltrúa Uncle Ben’s. DV-myndir JAK Vegleg verðlaun og glæsileg. Ásta Begga Ólafsdóttir tekur viö sinu potta- setti. Ford Escort R/S turbo 1600 1985, hvítur, ekinn 60.000. Verð 700.000. Ath. skipti á ódýrari. Mazda 323 GT 1500 1986, hvitur, ekinn 62.000. Verð 490.000. Ath. skipti á ódýrari. Fiat Uno 45 903 1987, steingrár, ekinn 29.000. Verð 320.000. M. Benz 280s 1981, hvítur, ekinn 140.000. Verð 1.050.000. Ath. skipti á ódýrari. Toyota Tercel station 1500 1987, rauður, ekinn 31.000. Verð 720.000. Ath. skipti á ódýrari. Opið mánud.-föstud. kl. 10-19, laugard. kl. 10-17. HÚSI FRAMTÍÐAR - FAXAFENI 10 SÍMI 686611

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.