Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989.
Útlömd
Ahöfnin sögð drukkin
Norskur læknir lýsti í gær yfir
furöu sinni á því aö margir áhafnar-
meölima Maxims Gorki hefðu enn
verið drukknir tólf klukkustundum
eftir dö skemmtiferöaskipið rakst á
rekís við Svalbaröa rétt fyrir mið-
nætti á þriðjudagskvöld. Starfsmað-
ur norska vamarmálaráðuneytisins
segir hins vegar aö ekki sé ástæða
til að ætla að slysið hafi orðið vegna
drykkju áhafnarinnar.
Skipstjórinn á norska strand-
gæsluskipinu Senju, sem flutti alla
farþegana frá slysstað til Svalbarða,
sagði aðeins hluta framreiðslufólks-
ins hafa verið drukkinn.
Læknirinn hélt því fram aö þegar
dælu hefði verið komið fyrir í Maxim
Gorki hefði áhöfnin átt í erfiöleikum
með að fmna ódmkkiö fólk til þess
að vinna við hana. Enn fremur hélt
læknirinn því fram að sagt hefði ver-
ið að aðeins fyrsti vélstjóri skemmti-
ferðaskipsins væri ódrukkinn.
Talsmaður norska varnarmála-
ráðuneytisins sagðist í gær hafa
heyrt að nokkrir framreiðslumenn
hefðu haft með sér áfengisflöskur
þegar þeir yfirgáfu skipið og fóru um
borð í Senju. Flöskumar voru teknar
af þeim og brotnar. Talsmaðurinn
sagðist ekki hafa neinar upplýsingar
um að yfirmennimir hafi verið undir
áhrifum áfengis.
Læknirinn, sem er yfirlæknir við
sjúkrahúsið í Tromsö, kvað sovéska
áhafnarmeölimi hafa drukkið og
veifað áfengisflöskum í björgunar-
bátunum á meðan þeir biðu eftir að-
stoð.
Maxim Gorki er nú á leið til Bar-
entsborgar á Svalbarða og er búist
við komu skipsins þangað í kvöld.
Enn em 188 áhafnarmeðlimir um
borð.
„Við héldum að okkar síðasta
stund væri runnin upp er sovésku
áhafnarmeðlimimir sögðu okkur að
fara úr björgunarbátunum upp á ís-
inn“, sagði einn hinna 570 farþega
Maxims Gorki viö komuna til Vest-
ur-Þýskalands í gærmorgun. Höfðu
þá farþegarnir verið um borð í björg-
unarbátnum í nokkrar klukkustund-
ir í rekísnum. Töldu sovésku áhafn-
armeðlimimir öruggara að bíða á
ísnum eftir hjálp sem barst svo
skömmu síðar.
Sumir farþeganna hrósuðu sov-
ésku áhöfninni og kváðu hana hafa
bragðist fagmannlega og skjótt við
aðstæðunum.
Reuter
Farþegar frá Maxim Gorki um borð í norska strandgæsluskipinu Senju við
komuna til Svalbarða í gær. Símamynd Reuter
Helgarmarkaður D V ■ Helgarmarkaður ■ Helgarmarli
KRINGMN
A
FGREIÐSLUTINI:
mánudaga - föstudaga kl. 10.00-19.00
LAUGARDAGAR
verslanir opnar til
w'. 14.00
MATVÖRUVERSLUM
opin föstudaga til kl. 20.00
VEITINGASTAÐIR
opnir alla daga fram á kvöld
Laugarás
Norðurbrún 2, s. 35570
OPIÐ
kl. 10-14 laugardaga
SUNNUBÚÐIN N
Mávahlíð 26 - sími 18725
V.
OPIÐ
Mánud. - föstud. 9.00-19.30
Laugardaga 9.00-14.00
kjöt &
matvara
Álfheimum 4 - sími 34020
OPIÐ:
mánud.-föstud. til kl. 21.
Laugardaga til kl. 22.
Verslið ódýrt - okkar verð:
Kjúklingur, kr. 545,- pr. kg.
Nautahakk, kr. 535,- pr. kg.
Nautahamborgari, kr. 40,- pr. stk.
Nýr lax daglega, kr. 410,- 1/1 pr. kg.
GOÐ ÞJONUSTA
SVEINSBUÐ
Bræðraborgarstíg 43 - sími 14879
Háteigsvegi 2 - sími 11499
Föstudaga til kl. 19.00.
OPIÐ: Laugardaga kl. 10-14.
KJÖTVAL
Iðufelli 14, s. 74550 .
X\<i o9beW'
OPIÐ 9.00 - 20.00
alla daga vikunnar nema sunnudaga
Mikið vöruúrval - lágt verð
Nferstunin
Anvuluaun
Amarhrauni 21, sími 52999
Hafnarfirði
Opið
mánudaga - föstudaga 9-20
laugardaga 10-20
sunnudaga 10-20
LAGT VÖRUVERÐ