Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 22. JUNI 1989.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverö á mánuði 900 kr.
Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Spyrja ekki smáfiskana
í fagnaðarlátunum út af samkomulagi um samein-
ingu íjögurra banka í einn hefur alls ekkert verið fjallað
um áhrif hennar á viðskiptamenn bankanna. Er það í
fullu samræmi við þá hefð að spyrja smáfiskana einsk-
is, þegar hagsmunir stórhvelanna eiga í hlut.
Sagnfræðileg og hagfræðileg vissa er fyrir, að fækkun
fyrirtækja leiðir til verri þjónustu í greininni. Þvi færri
sem fyrirtæki eru í hverri grein, þeim mun auðveldara
er fyrir þau að semja um skiptingu markaðarins og um
að draga úr kostnaði við þjónustu við fólk.
Sameining fjögurra banka og sala Samvinnubankans
til Landsbankans leiðir til, að stórir bankar með al-
mannaviðskipti verða aðeins þrír hér á landi. Fækkun
banka úr sjö í þrjá er mikilvægt skref til bankaeinokun-
ar, sem mun minna á samstarf olíufélaganna þriggja.
Bankasameiningin kemur í kjölfar samruna fjögurra
af stærstu tryggingafélögunum í tvö risafélög, sem ráða
yfir öllum þorra markaðarins. Sú fækkun fyrirtækja
er þegar farin að skaða hagsmuni viðskiptavina. Enginn
vafi er á, að fækkun banka mun hafa sömu áhrif.
Með þessu er ekki verið að segja, að sameinendur séu
vondir menn. Aðeins er verið að vísa til staðreynda, sem
blasa við augum í alþjóðlegri og innlendri hagsögu. Það
er lögmál, að fækkun fyrirtækja niður í nokkur í hverri
grein dregur úr samkeppni miÚi þeirra, magnar letina.
Ekki má heldur gleyma, að fækkun banka auðveldar
stjórnvöldum að skipta sér af stefnu þeirra. Það er auð-
veldara fyrir ráðherra að troða póhtískum gæludýrum,
svo dg ýmissi miðstýringu, svo sem vaxtastefnu og öðru
handafli, upp á nokkra stóra banka en marga litla.
Hitt er svo líka rétt, að stækkun rekstrareininga get-
ur leitt til aukinnar hagkvæmni, þótt hún skili sér ekki
til viðskiptamanna. íslenzkir bankar eru tiltölulega
smáir og hafa notað það sér til afsökunar, þegar þeir
eru sakaðir um að vera dýrari í rekstri en útlendir.
Sameining fíögurra fremur lítilla banka býr til öflug-
an banka, sem hefur þétt net afgreiðslustaða um allt
land, þótt sum útibúin verði lögð niður, einkum í Reykja-
vík. Hann verður að því leyti alhliða banki fyrir alla
landsmenn, verðugur keppinautur Landsbankans.
Unnt er að ná fram kostum sameiningarinnar og
draga úr ókostum hennar með því að búa til nýja sam-
keppni að utan. Það gerist með því að heimila erlendum
bönkum að starfa hér á landi. Samkeppni að utan dreg-
ur úr líkum á, að íslenzkir bankar verði feitir og latir.
Raunar ætti það að vera vörn þjóðfélagsins í öllum
tilvikum, er fyrirtækjum hefur fækkað svo í mikilvæg-
um greinum, að jaðrar við einokun. Þannig væri skyn-
samlegt að leyfa einnig erlendum tryggingafélögum að
starfa hér frjálst, svo og olíufélögum og flugfélögum.
Samkeppni að utan kemur í veg fyrir, að stofnanir,
sem eru búnar að koma sér þægilega fyrir í skjóli einok-
unar eða fáokunar, sofni á verðinum. Efnahagslegar
framfarir fara að töluverðu leyti eftir getur fyrirtækja
til að bæta sig í sífellu til að standast samanburð.
Samkeppni nýrra fyrirtækja að utan er mun áhrifa-
meira tæki til hagræðingar í rekstri en stækkun fyrir-
tækja með sameiningu. Fjölgunin leiðir nefnilega tn, að
markaðslögmálin koma til skjalanna. Fyrir því eru ótal
dæmi úr erlendri og innlendri hagsögu.
Þegar fagnaðarlátum sameiningarmanna linnir,
mættu þeir gjama hafa stutta þagnarstund til að hug-
leiða áhrif hennar á hagsmuni smáfiskanna.
Jónas Kristjánsson
Frá Saigon til Suðurnesja
Borgarfjöröurinn skartaöi sínu
fegursta aðfaranótt 17. júní. Birki-
kjarrið laufgað í holti, Norðuráin
kyrrlát, ásar Og engi í brúngrænni
slikju. Fjöllin í fjólubláma tjölduðu
hvítu og jöklasýn bar við bjartan
og rauðbleikan himin. Bæjarlæk-
urinn gefur ekki murtu, en einn lax
kominn á land úr Hópinu. Okkur
sýndist það vera smyrill sem
steypti sér niður aftur og aftur
hijóðlega meðar. jarmið úr
unglömbunum blandaöist kór
heiðlóu og þúfutitthngs.
Óboðnir gestir
Um sama leyti og landið og nátt-
úran bjóða okkur gleðilega hátíö
er her manna að gera sig kláran
vestur í Bandaríkjunum og vart
verður þjóðhátíð lokið þegar þetta
þjóðvarðhð heldur hingað til lands
með vopn sín og vígatól. Tilgangur-
inn er ekki að hemema landið, þess
þarf ekki. Sami her gerði það fyrir
48 ámm og situr hér enn sem
fastast í þúsunda tah. Sá vígaher
sem nú bætist við tímabundið er
kominn tU þess að æfa sig fyrir
næstu heimsstyijöld. Verði þeim
að góðu. En fyrir landsins hönd lif-
ir sú von, að hreyfingunni gegn
hemaðarbrölti á okkar jarðar-
skika, heimavarnarUðinu, takist að
gera hemum lífið leitt þannig að
hann hypji sig burt sem fyrst. Er-
lendur her og herstöðvar eiga ekki
heima hér, ekki ef við ætlum aö
vera sjálfstæð þjóð. Var það ekki
annars meiningin?
Aufúsugestir
Hugum nú að oðm en þessum
leiðu gestum. Hér verða líka aðrir
á ferð um sama leyti og meiri auf-
úsugestir.
Helen Caldicott er ástralskur
bamaiæknir sem bjó um árabU í
Bandaríkjunum þar sem hún end-
urlífgaði með félögum sínum Sam-
tök lækna um félagslega ábyrgð og
beitti sér fyrir stofnun heimssam-
taka lækna gegn kjarnorkuvá. Hel-
en er ötul baráttukona sem hefur
beitt sér af alefli gegn þeirri ógn
og tortímingarhættu sem banda-
rísku NATO-herstöðvamar boða
okkur með tilvist sinni hérlendis.
Þegar íslenska þjóðin hefur verið
spurð er hún nær einhuga á sama
máh og Helen, að hafna kjamorku-
vígbúnaöi og öUu sem honum teng-
ist. Níu af hveijum tíu íslendingum
styðja hugmyndimar um kjam-
orkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum. Framkvæmd þeirra yrði
okkar skerfur til heims án kjarn-
orkuógnar.
Þróunin í herstöövamálum hér-
lendis er í aUt aðra átt. Þar ráða
ferðinni bandarískir hemaðar-
hagsmunir sem endurspeglast í
stefnu NATO og hafa kjamorku-
vopn að leiðarljósi. Þá óhugnan-
legu staðreynd þyrftu íslendingar
að gera sér ljósa og þá fer aö stytt-
ast í þá framtíð sem þjóðinni var
ætluð með sjálfstæðinu og lýðveld-
istökunni sem við reynum aö halda
upp á 17. júní.
Annar aufúsugestur dvelst hér-
lendis í nokkra daga. Það er Nguy-
en Dinh Phuong frá Víetnam,
sendiherra þjóðar sinnar á Norður-
löndum, sem er kominn tU að færa
forseta íslands trúnaðarbréf sitt.
En hann er jafnframt kominn til
þess að hitta að máli þá sem áhuga
hefðu á að fá fréttir frá fyrstu hendi
um þróun mála í því heimshomi
sem í heUan áratug var hvað mest
í sviösljósinu.
Það var á þeim árum sem fram-
angreindur her, sem við höfum lagt
til land undir herstöðvar og æfing-
ar, var ekki bara að æfa sig heldur
í alvörustríði að murka lífið úr
fólkinu í Víetnam, Laos og
Kambodíu. Þetta var kaUað Víet-
namstríðið og stóð sem hæst á ár-
unum 1965-’73. Því lauk með alger-
um ósigri árásaraðUans í lok apríl
1975.
Stórveldið, sem beitt hafði meira
en milljón stríðsmanna og öUum
sínum mætti og hemaðartækni, að
KjaUaiixm
Sveinn Rúnar
Hauksson
læknir
undanskUdum kjamorkuvopnum
(nema sem ógnmi), laut í lægra
haldi fyrir þessu bændafólki. í enn
eitt skiptið hafði Davíð sigrað Gol-
íat.
Á þessum árum jaðraði það við
kommúnisma að vera á móti þessu
stríði, hvað þá heldur að styðja
Víetnama. Bandarískir stúdentar
vom skotnir fyrir það á háskóla-
lóðinni sinni í Kent 4. maí 1970.
ÞjóðvarðUðið skaut hóp stúdenta
tU bana er þeir mótmæltu Víetnam-
stríðinu. Þetta rifiast upp núna við
hina hryllUegu atburði í Peking þar
sem hermönnum er att gegn sam-
löndum sínum og látnir skjóta fólk
tíl dauða fyrir það eitt að mótmæla
ríkjandi sfiómarstefnu. Auövitaö
er stærðargráðan öU önnur í Kína
en eðU atburðanna er hið sama.
Eins og mótmæUn áttu oft erfitt
uppdráttar má þó minnast þess aö
eftir á að hyggja telja flestir sig
hafa verið andsnúna stríðsrekstri
Bandaríkjanna.
Stríð á eftir stríði
Eftir að Bandaríkjaher var á burt
frá Víetnam tók við viðskiptabann.
Ekki nóg með að loforð um
stríðsskaðabætur væru virt að
vettugi heldur var allt gert tíl að
eyðUeggja möguleika Víetnama tU
að byggja land sitt upp að nýju.
Undir forystu Nixons og Kissingers
bundust Bandaríkin sérstökum
böndum viö Kína og fljótlega eftir
það upphófust árásir kínverskra
herja yfir norðurlandamæri Víet-
nam, jafnframt því sem skjólstæð-
ingar Pekingstjórnarinnar, rauðu
khmeramir í Kampútseu, réðust
yfir vesturlandamærin.
Víetnamar stóðust kínversku
heijunum snúning, reynslunni rík-
ari af áratuga og raunar aldagam-
alU heimavöm gegn erlendum
innrásarherjum. Landflótti var
mikUl frá Víetnam við þessar að-
stæður og átti þar ekki síst hlut að
máU fólk af kínversku bergi brotið.
Aðrir flúðu fátæktina og margir
höfðu kynnst „bandaríska
draumnum" á stríðsárunum.
Þó vom fleiri sem flúðu til Víet-
nam á árunum 1975-’78 undan ógn-
arsfióm og útrýmingu sem rauðu
khmeramir undir forystu Pol Pot
stóðu fyrir. Sú sfióm beitti herjum
sínum fyrst og fremst gegn eigin
þjóð þótt Víetnamar fengju líka að
kenna á árásum rauöu khmeranna.
Á endanum svöruðu Víetnamar
fyrir sig. Þeir ráku rauðu khmer-
ana af höndum sér, Pol Pot-sfiómin
hrökklaðist frá og til valda komst
sfióm sem reynt hefur að græða
sár þjóðarinnar eftir þann hrylling
sem á undan var genginn. Tíu ár
em liðin frá því að Pol Pot-sfióm-
inni var steypt.
En rauðu khmerarnir em ekki
af baki dottnir. Enn lúta þeir for-
ystu Pol Pot og nánustu samverka-
manna hans. Og enn njóta þeir
stuðnings Peking-sfiómarinnar
sem lætur sér ekki allt fyrir bijósti
brenna eins og dæmin sanna. Þeir
hafa haldið uppi herferðum frá
Thailandi fram á þennan dag og
hafa Víetnamar tekið á móti
Kambodíumegin. Innlendur her
Kambodíumanna hefur verið tal-
inn fámennari en skæmherimir
sem sækja inn í landið.
í erfiðleikunum hefur Kambodía
styrkst og í september næstkom-
andi lýkur brottflutningi ví-
etnömsku hersveitanna frá
landinu. Kappsamlega hefur verið
unnið að þvi að finna pólitíska
lausn sem allir geta sætt sig við.
Nágrannaþjóðirnar í Suðaustur-
Asíu hafa tekið virkan þátt í þeim
viðræðum sem em nánast komnar
í höfn. En þaö stendur á Pol Pot,
sem Kínveijar halda enn vemd-
arhendi yfir - trompinu sem þeir
vilja geta spilað út gegn grönnun-
um í suðri.
Telja verður að síðustu atburðir
í Kína muni enn draga úr friðar-
vilja þeirra gagnvart Víetnam, La-
os og Kambodiu. Það er eins og
„óvinir" handan landamæra séu
harðsfiómum nauðsyn til að fá
þegnana til að sætta sig við kúgun.
Hefndarhugur hefur
ráðið ferðinni
í nýlegri grein effir Gunnar Ey-
þórsson fréttamann (DV 2. júní sl.)
rifiaði hann upp fyrrgreinda at-
burði. Hann minnir á „að Banda-
ríkin höfðu forystu um þaö hjá
Sameinuðu þjóðunum að Víetnam-
ar vora fordæmdir fyrir að koll-
varpa slátraranum Pol Pot, sú
sfióm sem þeir komu á fót var ekki
viðurkennd og Sameinuðu þjóðirn-
ar með Bandaríkin í fararbroddi
viðurkenndu rauðu khmerana sem
hina réttu sfióm Kampútseu”.
Gunnar bætir við: „Síðan hafa
Bandaríkjamenn verið í þeirri ein-
kennilegu aðstöðu að blóðugasta
sfióm, sem setið hefur í nokkm
ríki síðustu hálfa öld að minnsta
kosti, er sKjólstæðingur þeirra.”
Og Gunnar heldur áfram: „Vitan-
lega er það hefndarhugur í garð
Víetnama fyrir að hafa unnið Víet-
namstríðið sem ræður ferðinni."
Bandaríkin stóðu ekki ein í Víet-
namstríðinu. Þau drógu með sér á
vígvöllinn hermenn annarra þjóða
úr hinum ýmsu hemaðarbandalög-
um sem Bandaríkin hafa haft for-
göngu um og sfiómað. Eins er það
með stríðið sem enn er í gangi gegn
Víetnam, m.a. á sviði efnahags og
erlendra viðskipta.
Það er hefndarhugur sem ráðið
hefur ferðinni og hann nær til
ráðamanna víðar en í Bandarílfi-
unum. Gagnvart almenningi á
Vesturlöndum var Kampútseumál-
ið notað sem átylla til að einangra
Víetnam. Nú sér fyrir endann á
því, a.m.k. er vem víetnömsku
herjanna í Kambodíu senn lokið.
Perestroika Gorbatsjovs á upp á
pallborðið hjá Víetnömum og raun-
ar höfðu þeir löngu áður en hún
kom til boðið erlend fyrirtæki og
fiármagn velkomið. Hver skyldi
þróunin verða? Hvað er framund-
an?
Þeim spurningum og fleiram
verður hægt að leita svara við á
fundi með Phuong, sendiherra Vi-
etnam á Norðurlöndum, sem hald-
inn verður í kvöld (fimmtudag) í
Litlu-Brekku (bak við Lækjar-
brekku) og hefst kl. 20.30.
Sveinn Rúnar Hauksson
„Stórveldið sem beitt hafði meira en
milljónum stríðsmanna og öllum sín-
um mætti og hernaðartækni, að undan-
skildum kjarnorkuvopnum (nema sem
ógnun), laut í lægra haldi fyrir þessu
bændafólki.“