Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989. 15 Hlörieífur í ógöngum „Kvennalistínn í ógöngum" heit- ir grein eftír Hjörleif Guttormsson í DV 15. júní sl. Er hún nokkur furðusmíð og vandséð, hvað þessu annálaða prúðmenni gengur til. Greinin er full af getsökum, en mestur varð rogastans okkar, sem þekkjum Guðrúnu Agnarsdóttur, að sjá skyrslettumar í hennar garð. Hrossakaup voru það ekki í fyrsta lagi getur þingmaðurinn ekki duhð gremju sína yfir því, að kvennalistakonur skuh hafa tryggt húsbréfakertlnu framgang, en sjálfur virðist hann hafa vonast eftír aá það mál yrði til þess að feha þá stjóm, sem hann þó styður - hangandi hendi. Að segja Kvennalistann hafa söðlað um í málinu og kenna end- anlega niðurstöðu við hrossakaup er fáránleg rangtúlkun. Kannski hafa ekki allir sama skilning á póh- tískum hrossakaupum, en sam- kvæmt mínum skhningi á sú nafn- gift við, þegar sjtórnmálamenn eða -flokkar kaupa eitthvað sem þeir ásælast gegn stuðningi við eitthvað sem þeim er andstætt. Það á engan veginn við í þessu máh, en nauð- synlegt virðist að hressa upp á minni HG og þá e.t.v. fleiri hvað þetta varðar. Afstaðan söm frá upphafi Kvennahstakonur áttu þátt í undirbúningi málsins og hafa aha tíð lýst stuðningi við hugmyndina æum húsbréfakerfið, en jafnframt lýst efasemdum um einstök atriði þess, sem reynslan ein getur skorið úr um. Vegna hths umþóttunar- tíma í þingnefnd töldum við þó rétt- ast að fresta samþykkt frumvarps- ins til haustsins. Félagsmálaráðherra taldi hins KjaUarinn Kristín Halldórsdóttir vegar, að það mundi setja máhð í fullkomna óvissu og hefta undir- búning þess. Því leitaði hún eftir því við kvennahstakonur, sem sýnt höfðu málinu áhuga og velvhja frá upphafi, hvort ekki mætti taka tíl- ht th einhverra áherslupunkta af okkar hálfu. Að því unnu svo nokkrar kvennahstakonur, sem einkum hafa látíð húsnæðismál th sín taka. Súru berin Niðurstaðan varð sú, að gert var bindandi samkomulag við ríkis- stjórnina um tafarlausa endur- skoðun félagslega íbúðakerfisins og loforð um fjárhagslega eflingu þess, fyrirheit um að hækkun vaxta á almennum lánum yrðu ekki aft- urvirk og að Kvennahstínn yrði með í ráðum um útfærslu hús- bréfakerfisins. Auðvitað barði sú freisting að dyrum að nota þetta tækifæri th þess að reyna að klekkja á vondri ríkisstjóm eins og HG fmnst greini- lega að við hefðum átt að gera. En kvennahstakonur hafa ahtaf lagt áherslu á að taka afstöðu á mál- efnalegan hátt, og það gerðum við einnig í þetta sinn. Með þessari afstöðu teljum við okkur hafa unnið gagn hinum fjöl- mörgu, sem verða að treysta á fé- lagslegar lausnir í húsnæðismál- um. Og þótt HG kunni okkur htlar þakkir fyrir þá höfum við aðra reynslu af viðbrögðum þeirra, sem vhja efla félagslega íbúðakerfið. Þeir em kvennalistakonum þakk- látir. Heyrst hefur að mörgum alþýðu- bandlagsmönnum gremjist að kvennahstakonur skyldu ná því fram sem öðrum hafði mistekist eða jafvel ekki dottið í hug að reyna og gæti það verið skýringin á rang- snúningi HG. Þau eru stundum súr, berin. Skiptir hæfnin engu máh? En hvemig HG hugkvæmist að tengja lyktir húsbréfamálsins þeirri staðreynd, að Guðrún Agn- arsdóttir gegnir nú stjómarfor- mennsku hjá Vinnueftírlití ríkisins er mér huhn ráðgáta, nema hann hafi einhverja óskráða reglu í huga sem Kvennahstinn þekkir ekki. Hvarflar það ekki einu sinni að honum, að Guðrún hafi verið feng- in th þessa starfs vegna fagþekk- ingar sinnar og reynslu? Eg verð að valda HG þeim von- brigðum, að þegar við ræddum þessa beiðni í Kvennahstanum, eins og við gerum sameiginlega um flest sem að okkur berst, þá höfðum við ekki hugmyndaflug th að tengja þessa beiðni við hugsanlega kröfu um endurgjald. Eru kvennahstakonur þar með rétt eina ferðina berar að bama- skap? Er þetta kannski alghd regla hjá gömlu flokkunum - að skipa þá aðeins í stöður að eitthvað komi í staðinn? Sé svo þá veitir þeim gömlu ekki af ferskum hugmyndum um sið- ferði og heiðarleg vinnubrögð. Steinkast úr glerhúsi Það er svo dæmigert, að HG skuli sannfærður um, að Guðrún Agn- arsdóttir sé haldin þeirri sömu ár- áttu og hrjáir flesta hefðbundna þingmenn að telja sig mómissandi á þingi. Sú sannfæring leiðir hann til steinkasts úr glerhúsi Alþýðu- bandlagsins. Gagnstætt því sem HG lætur liggja að í grein sinni þá virðist hann afar hla upplýstur um gang mála í Kvennahstanum. Ef tíl vih veit hann betur, en langar bara th þess að trúa því, að þar sé hver höndin upp á mótí annarri eins og oftast er raunin í hans eigin flokki. Reyndar er það rétt, sem HG gef- ur í skyn, að við höfum þurft að eyða talsverðum tíma og orku í umræður um þessa útskiptareglu okkar, en ástæður þess eru svo sannarlega ekki tregða okkar Guð- rúnar th að rýma þingsæti okkar. Staðreyndin er sú, að báðar höf- um við Guðrún alla tíð reiknað með því að ljúka þingsetu nú í vor, eins og thkynrit var fyrir síðustu kosn- ingar. Framkvæmdinni ræður hins vegar engin ein okkar í þessu máli frekar en öðrum, heldur ræðum við máhn sem rækilegast innan hreyf- ingarinnar þar til sameiginleg nið- urstaða er fengin. Böggull fylgdi skammrifi Hugmyndir um breytta tilhögun komu hvorki frá mér né Guðrúnu, heldur frá konum utan þingflokks- ins. Margar þeirra töldu óráðlegt, þegar th kastanna kom, að skipta okkur báðum út á sama tíma, eink- um með tíhití til afar ótryggs ástands í stjórnmálunum með valta stjórn í sessi. Af ýmsum ástæðum fellur það í hlut Guðrúnar að sitja eitthvað lengur á þingi fyrir Kvennahstann, og er nú augljóst af skrifum Hjör- leifs Guttormssonar, að við höfum með þeirri ákvörðun því miður kallað yfir hana fleira en áfram- haldandi annríki á alþingi. HG hefur verið nokkuð lengi í póhtík - 12 þingár - og ef th vhl tími til kominn fyrir hann að standa upp fyrir öðrum. Þ,,ð er allt- af viss hætta á mengun hugarfars- ins, ef menn verða of uppteknir af póhtísku bralli og valdabrölti, og margir lenda þar í ógöngum. Um það vitnar grein hans. Kristín Halldórsdóttir „Staðreyndin er sú, að báðar höfum við Guðrún alla tíð reiknað með því að ljúka þingsetu nú í vor, eins og tilkynnt var fyrir síðustu kosningar.“ Gamli maður fram- tíðarinnar - ert það þú? Aldursskipting þióðarinnar 1984-2034 Aldursbil 95 og yfir i ] 90-94 E zn 85-89 m 1 80-84 \mm 1 75-79 ■ 1 70-74 1984 t ”1 65-69 I I 2034 • i i 60-64 f U , i 55-59 r. 1 50-54 I ' i 45-49 1 40-44 35-39 1 30-34 í .. • • i 25-29 t "1 20-24 [ ..:.. . .... v :i 15-19 r ? * ! 10-14 i - "'■■"1. 5- 9 0- 4 ! . T “ 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i Hlutfoll % 10 987654321C 1 2 3 4 5 6 7 8 íslendingar eldri en 70 ára eru um 7% þjóðarinnar. Hvérnig væri að bjóða ömmu út að hjóla? - Hugsaðu um það hvernig þú getur bætt heilsu þína, aldraðra vina þinna og vandamanna. Líkamsástand hvers og eins er undir því komið hvernig hann ræktar líkama sinn til heilsubótar. Öll hreyfing er hkamanum æskheg og er nauðsynleg þegar aldur fæ- rist yfir. Hinum eldri fjölgar Aldursskipting þjóðarinnar hef- ur verið að breytast. Fjölgun hefur orðið i hópi hina eldri. Þessi þróun mun halda áfram á næstu áratug- um eins og sjá má á meðfylgjandi spá um aldursskiptínu þjóðarinnar th ársins 2034. Nú eru Islendingar, eldri en 70 ára, um 7% þjóðarinnar en verða um 18% að tæpum 50 árum liðnum. Það er nokkuð ljóst að með „öldrun" þjóðarinnar eykst kostnaður þjóðarbúsins vegna margvíslegra hrörnunarsjúkdóma sem herja á eldra fólk. Jafnframt er ljóst að í mörgum tilfellum má koma í veg fyrir þessa sjúkdóma eða a.m.k. að draga verulega úr þeim. Rannsóknir á öldruðum sýna að þeir geta með hehbrigðu lífemi, þ.e. skynsamlegu mataræði, at- hafnasemi, bindindi og hkams- rækt, aukið mjög möguleika sína á því að viðhalda góðri hehsu og lífs- fjöri á efri árum. Líkamsrækt skiptir hér miklu máli. Hjá þeim sem ekki stunda hkamsrækt eða íþróttir að staðaldri er líkamleg hreystí eða þrek mest um þrítugs- aldur en fer síðan hnignandi. Viss- ir sálrænir eiginleikar byrja einnig að láta undan með aldrinum, t.d. hæfileikinn til að muna minnisat- riði. Þessi hnignun líkamlegrar hreysti og sálrænna eiginleika með aldrinum er oft einfaldlega skýrð með því að aldurinn sé að færast yfir. Veigamikil ástæða fyrir KjaUarinn Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari og sjúkraliði minnkandi afkastagetu er hins veg- ar skortur á hreyfingu. Þannig hef- ur verið sýnt fram á að aldraðir geta með því að stunda líkamsrækt viðhaldið líkamlegri hreysti sem þolir samanburð við hreystí þeirra sem eru 20 árum yngri eri stunda ekki íþróttir. Líkamsrækt aldraðra á ekki fyrst og fremst að miðast við það á ná mikhh getu í einhverri íþróttagrein heldur á hún að hafa það að markmikði að koma í veg fyrir sjúkdóma af völdum hreyfing- arskorts, efla lífsfjör, vehíðan og stuðla að félagslegum samskiptum. Fyrir aldraða er mikhvægt að við- halda getu til þess að samræma hreyfingar, getu til slökunar og að efla styrk vöðva. Styrkjandi æfing- ar eru nauðsynlegar fyrir aldraða. Þær vinna gegn úrkölkun beina og þeim óþægindum sem vöðvarýrn- un hefur í för með sér. Það að við- halda liðleik og getu th að sam- ræma hreyfingar auðveldar öldr- uðum að fást við hversdagsleg verk og sneiða hjá meiðslum. Um ágæti hreyfingar, einkum þolþjálfunar, sem forvöm gegn hjarta- og æða- sjúkdómum, er ekki lengur deilt. Hefjumst handa Hinn aldraði þarf örvun til at- hafna. Því er það hlutverk þeirra sem yngri era að örva gamla fólkið th þess að hreyfa sig. Þrátt fyrir fiölbreytta starfsemi, sem félög og stofnanir bjóða upp á, eru margir sem einangrast á heimilium og hafa htið við að vera frá morgni tíl kvölds. Margir hinna öldruðu vilja ekki verða baggi og áhyggjuefni sinna nánustu. Það er hins vegar mjög slæmt að láta gamla fólkið komast upp með að draga sig of fljótt í hlé - amma getur meira en þú heldur. Hún verður bara að finna að einhver kæri sig um hana sem félaga. í staðinn fyrir að færa henni konfektkassann væri skyn- samlegt að bjóða heni í gönguferð og í leiðinni að fá hana th að fara með ljóð frá löngu hðinni tíð. Heha- leikfimi þarf hka 'að iðka. Sú kyn- slóð sem nú er öldruð býr yfir mikl- um fróðleik sem týnist ef ekki er gætt að því að skrá sem mest. Hægt af stað Heilsubætandi áhrif hreyfingar á efri árum er hægt að auka með því að stunda hreyfingu sem oftast ut- an dyra. Gönguferðir, sund og leik- fimi, pútt með golfkylfum svo eitt- hvað sé nefnt. Regluleg iðkun getur leitt til framfara. Mótstaða gegn sjúkdómum minnkar með aldrin- um og því er ástæða til að brýna fyrir fólki að fara varlega af stað og gæta varúðar. Hugleiðingar gamla mannsins Heilsunni ég halda vil háa fram í elli. í leikfimi ég liðkast til lengur held því velli. Gönguferðir glaður vel gnótt þær bæta sinnið. A vinafundum von ég el að vænkist hjá mér minnið. Lovísa Einarsdóttir „Það er nokkuð ljóst að með „öldrun“ þjóðarinnar eykst kostnaður þjóðabús ins vegna margvíslegra hrörnunar- sjúkdóma sem herja á eldra fólk.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.