Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989. Andlát Sigríður Kristinsdóttir, Grensásvegi 58, lést í Landspítalanum að morgni 21. júní. Jarðarfarir Guðjón. Sigurðsson, Núpi, Vestur- Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Ásóiísskálakirkju laugardaginn 24. júní kl. 16. Edith Kamilla Guðmundsson, fædd Kaarby, lést í Landakotsspítala 19. júní. Utför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 27. júní kl. 13.30. Guðbjörg Jónsdóttir, Eyvindarholti, Vestur-Eyjaijöllum, verður jarð- 'sungin frá Stóra-Dalskirkju föstu- daginn 23. júní kl. 14. Útför Vigfúsar Jónssonar, fyrrv. odd- vita, veröur gerð frá Eyrarbakka- kirkju laugardaginn 24. júní nk. kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ kl. 12. Sumarliði Eyjólfsson, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. júní kl. 15. Sigriður Þorbjarnardóttir, Efsta- sundi 84, Reykjavík, sem lést 16. júní, verður jarösungin frá Fossvogskap- ellu, föstudaginn 23. júní kl. 10.30. Margrét Ólöf Sigurðardóttir, Mið- felli, Hrunamannahreppi, sem lést 16. júní sl., verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju laugardaginn 24. júní kl. 14. Ferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 11.30 með viðkomu í Fossnesti á Selfossi. Dagmar Hlif Sigurðardóttir frá Borg- artúni, Efstasundi 97, verður jarð- sungin frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 24. júní kl. 14. Garðar Karlsson, Kleppsvegi 48, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Jakob Jónsson, fyrrverandi sóknar- —prestur, sem lést á Djúpavogi 17. júní, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Tilkyrmingar Snæfellsás ’89 - mannrækt undir Jökli Hiö árlega Snæfellsássmót verður dag- ana 21.-23. júlí nk. að Hellnum á Snæ- fellsnesi. Mótið er haldið af áhugafólki um mannrækt og andleg málefni. Fjöl- breytt dagskrá verður nánar auglýst síð- ar. Upplýsingar í síma 54851. Styrkur úr minningarsjóði Nýlega var veittur styrkur úr Minningar- sjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar próf- essors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Skúli Sigurðsson en hann er nú að semja ritgerð til doktorsprófs í visindasagn- fræði við Harvardháskóla í Bandaríkjun- mn. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jó- hannessonar prófessors er eign Háskóla íslands. Vaxtatekjum sjóðsins er varið til að veita stúdentum eða kandidötmn í ís- lensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknarverkefna er tengjast námi þeirra. Breiðfirðingar Breiðfirðingafélagið fer sína árlegu sum- arferð laugardaginn 24. júni kl. 8.30 á, Njáluslóðir. Upplýsingar í símum 32562 og 41531. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfur hittist að Nóatúni 17 nk. laugardag kl. 10. Farin verður dagsferð nk. laugardag 24. júní um Kjós, Þing- velli, Grafning, Seífoss og Eyrarbakka. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Opið hús í Goðheimum í dag, fimmtudag, kl. 14, frjáls spilamennska, kl. 19.30 verður félagsvist, kl. 21 dansað. Höfundur ísfólksins til íslands Væntanlegur er hingað til lands höfund- ur bókaflokksins vinsæla um ísfólkið. Það er skáldkonan Margit Sandemo sem er sænsk að uppruna og ætt og skrifar á sænsku en býr og starfar í Noregi. Marg- it er þekkt og mikils metin af öllum þeim sem lesa vikublöð enda hefur hún samið rúmlega 50 framhaldssögur. Sennilega eru smásögumar hennar ennþá fleiri og hafa sumar þeirra birst í Vikunni. Sög- umar um ísfólkið skrifar hún hins vegar samkvæmt beiðni norska útgáfufyrir- tækisins Bladkompaniet a.s. Bækumar koma samtímis út á íslandi, í Noregi og Sviþjóð. Hér á íslandi mun skáldkonan hafa vikudvöl. Hún mun hitta lesendur sina í nýju húsnæði Prenthússins að Faxafeni 12 í Skeifunni og árita bækur þeirra ef þeir óska. Trúnaðarbréf afhent Hinn 9. júní sl. afhenti Albert Guðmunds- son sendiherra Francois Mitterrand,, for- seta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Frakklandi, með aðsetur í París. Fimdir Aglow-kristileg samtök kvenna efna til fundar mánudagskvöldið 26. júní kl. 20-22. Ræðumaður verður Björg Hail- dórsdóttir og mun hún tala um „manns- viljann". Björg hefur í mörg ár gengið með guði og starfað í ríki hans, bæði hér heima og erlendis. Allar konur em hjart- anlega velkomnar og kosta kaffiveitingar 250 krónur. Aglow em alþjóðleg kristileg samtök. Tapaðfundið Fjallahjól tapaðist Dökkgrænt fjallahjól af gerðinni Cend- urion Explorer 2 með krómuðum brett- um hvarf frá Hverfisgötu 104, bakgarði. Hjóhð er auðkennanlegt, með nýjum, svörtum hnakki og stýri merkt Muddi Fox. Ef einhver veit hvar hjóhð er niður- komið vinsamlegast hafið samband í síma 19671 eða til lögreglunnar. Nauðungaruppboð á eflirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, föstudaginn 23. júní 1989 kl. 11.00: Bakkatún 26, 26A, 26B, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðend- ur em Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóð- ur og Iðnaðarbanki íslands hf. Bakkatún 28, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur em Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Iðnaðarbanki íslands hf. Bakkatún 28A, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur em Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og . Iðnaðarbanki íslands hf. Bakkatún 30, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur em Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Iðnaðarbanki íslands hf. Bakkatún 32, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur em Iðnþróunarsjóður óg Iðnlánasjóður. Krókatún 24, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur em Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Iðnaðarbanki íslands hf.___________ Krókatún 24A, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur em Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Iðnaðarbanki íslands hf. Krókatún 26, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur em Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Iðnaðarbanki íslands hf. Krókatún 26A, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur em Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Iðnaðarbanki íslands hf. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, föstudaginn 23. júní 1989 kl. 11.00: Einigrund 16, þingl. eigandi Ásgeir Magnússon. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Veð- deild Landsbanka íslands. Einigrund 36, þingl. eigandi Magnús Einarson. Uppboðsbeiðendur em bæj- arfógetinn á Isafirði, Veðdeild Lands- banka íslands og Andri Ámason hdl. Ægisbraut 9, þingl. eigandi Stuðlastál hf. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI Menning Helga Bachmann og Helgi Skúlason i Hver er hræddur við Virginiu Woolf, Akureyrarútgáfunni. Nornanótt Leikhópurinn VIRGINIA sýnir i Iðnó: Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Höfundur: Edward Albee Þýðing: Sverrir Hólmarsson Leikstjórn: Arnór Benónýsson Leikmynd: Karl Aspelund Búningar: Rósberg G. Snædal Lýsing: Lárus Björnsson Það er varla hægt að hugsa sér betri lýsingu á efnisinntaki leik- ritsins Hver er hræddur við Virgi- niu Woolf? en yfirskrift 2. þáttar, Nornanótt. Leikritið hefst um lág- nætti þegar allar iUar hvatir fara á kreik og tími verksins fellur saman við lengd sýningarinnar. Áhorf- endur fylgjast með persónunum, skref fyrir skref. Inntak verksins er þannig nætur- ganga tveggja hjóna í gegnum hreinsunareld miskunnarlausrar afhjúpunar, þar sem brennandi ástríöa, hatur, blekking og illgirni ráða ferð. Sviðið er heimili miðaldra hjóna, Georgs og Mörtu. Þau bjóða ungum hjónum heim til næturdrykkju eft- ir kvöldverðarboð og hið grimmi- lega einvígi hefst, þar sem orð eru banvæn vopn og einskis er svifist. Þau eru gamlar bardagakempur og víla ekki fyrir sér að draga gestina inn í átökin. Þegar eldar af degi er ljóst að ekkert er sem fyrr þó að allt sé óbreytt á yfirborðinu. Blekkingarhulu hefur verið svipt af sýndarhamingju ungu hjónanna og þau gömlu sitja eftir særð fyrir eigin vopnum. Þeirra bíður ekkert annað en að safna kröftum fyrir næstu orrahríð þegar þau rísa upp eins og föllnu hetjumar í Valhöll og hefja leikinn á ný af endumýj- aðri grimmd. Dapurleiki sígur yfir sviðið eins og timburmenn í morgunsárið að lokinni langri nornanótt. í þessu makalausa átakaverki koma í sífellu upp nýir og nýir flet- ir og höfundurinn, Edward Albee, snýr fimlega á áhorfendur hvað eftir annað. Textinn er oft háska- lega fyndinn, meinfýsinn og leiftr- andi beinskeyttur. Á sviöinu skipt- ast persónurnar á um að vera í hlutverki kattarins sem leikur sér að músinni og ekkert er sem sýnist. Það er eftirtektarvert og kannske besta merkið um það hversu jafn- vígar persónur þau Georg og Marta em frá hendi höfundar að þyngdar- punkturinn sveiflast stöðugt á milli þeirra. Þegar rifjuð em upp fyrri kynni af verkinu gerist þetta Ifka. Leiklist Auður Eydal Úr einni sýningu er þannig Marta minnisstæðust, úr annarri Georg. Sýningin, sem leikhópurinn Virginía færir nú upp í Iðnó, er að stofni til hin sama sem Leikfélag Akureyrar sýndi í vetur er leið og leikendur þeir sömu. Umsögn mín um hana birtist hér í blaðinu hinn 20. febrúar sl. Ekki er ástæða til að endurtaka það sem þar var sagt því að margt af því á ennþá við eins og verkið kemur fyrir sjónir á svið- inu í Iðnó. Helsta breytingin er sú að meira jafnræði hefur skapast á milli per- sónanna. Það hefur verið þrengt að þeim á sviðinu og um leið hefur öll sýningin orðið þéttari og safa- meiri. Samleikurinn hefur líka eins og gefur að skilja slípast til á sýn- ingum fyrir norðan. Hér er leikið á minna sviði og leikmyndin er ný, verk Karls Aspe- lund. Umgjörðin er orðin persónu- legri og óreiðan meiri, í stíl við heitt blóðið sem flýtur. Arnór Ben- ónýsson leikstjóri skákar persón- um til og finnur nýjar sviðslausnir. Staðsetningarnar endurspegla oft átökin sem eiga sér stað milli per- sónanna og skapa spennu sem í sífellu skiptir um áherslupunkt. Rósberg G. Snædal hannar bún- ingana og ferst það vel með þeirri undantekningu þó að græni sam- kvæmiskjólhnn, sem Marta klæð- ist um miðbik verksins, sé alltof erfiður að bera. Leikkonan verður að geta hreyft sig ótrufluð og að vild án þess að flíkin aflagist. Þau Helga Bachmann og Helgi Skúlason leika Mörtu og Georg. Samleikur þeirra verður því sterk- ari sem á líður verkið og er bestur í lokaatriðinu. Helgi leikur enn sem fyrr af fyrirhafnarlausu öryggi og skiptir um lit eins og kamelljón. Ýmist er hann hrjáður og mis- heppnaður eiginmaður sem situr hnípinn undir stórskotaárás eigin- kommnar, gestunum til athlægis, eða þá hann rís upp, útsmoginn og miskunnarlaus og flettir blekking- arhulunni af þeim hveiju á fætur öðru. Helga hefur breytt áherslum og nær mun sterkari áhrifum, sér- staklega þegar líður á verkið. Það er ekki heiglum hent aö túlka ailar þær geðsveiflur sem Marta gengur í gegnum í verkinu á sannfærandi hátt en Helgu tekst það. Og hitt tvíeykið, hjónakornin Nick og Honey, fullkomna mynd- ina. Þau eru andstæður Georgs og Mörtu en um leið spegilmynd sem vitjar þeirra úr fortíðinni. Þau Ell- ert Ingimundarson og Ragnheiður Tryggvadóttir veittu verðugan og oft sterkan mótleik. Það hefur fyrr sindrað af átökum þeirra Georgs og Mörtu og nætur- gesta þeirra á leiksviðum víðs veg- ar um heim. í Iðnó gefst nú kær- komið tækifæri til að bregða sér í leikhús þó að sumri sé og sjá þessa mögnuðu sýningu. AE Skólaslit Myndlista- og handíðaskóla íslands Þann 27. maí sl. var Myndlista- og hand- íðaskóla íslands slitiö í 50. sinn. Skólaslit- in fóru fram í húsakynnum skólans að Skipholti 1 að viðstöddum nemendum, kennurum og fjölda gesta. Sl. vetur sóttu 213 nemendur nám við skólann, í fomámi og á sérsviðum. Auk þess sóttu um 400 manns námskeið á vegum skólans. Við skólaslitin vom brautskráðir 49 nemend- iu, 14 úr málun, 13 úr skúlptúr, 8 úr graf- ík, 4 úr fjöltækni, 1 úr textíl og 9 nemend- ur úr grafískri hönnun. Viðstaddir skóla- slitin vom útskriftamemendur skólans frá 1968 og 1969 og hafa þeir stofnað sjóð til styrktar nemendum á lokanámsári til efniskaupa vegna lokaverkefna. Ingiberg Magnússon, fúlltrúi eldri nemenda, flutti ávarp og að því loknu afhenti Helgi Gísla- son Bjama Danielssyni, skólastjóra MHÍ, fyrir hönd skólans, sjóðinn til varðveislu. Ráðgert er að veita styrk úr sjóði þessum vorið 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.