Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989.
13
DV
Lesendur
Guömundur J. og Ásmundur:
Við hverju bjuggust þeir?
Reiður Dagsbrúnarmaður skrifar:
Við hverju bjuggust Guðmundur
J. Guðmundsson og Ásmundur Stef-
ánsson þegar þeir skrifuðu undir
kjarasamninga til handa þegnum
sínum? Bjuggust þeir virkilega við
einhverju nýju í hegðunarmynstri
ríkisstjórna á íslandi? Þeim hefur
hingað til tekist að ná öllu af okkur
áður en það kemur í launaumslagið.
Þetta er ekkert nýtt, nákvæmlega
eins og alltaf.
Ég er alveg gáttaður á Guðmundi
J. og Ásmundi að gera svona klaufa-
legan samning. En ef til vill er þetta
ekkert skrýtið þegar maður tekur
hliðsjón af því að Alþýðubandalagið
er í stjórn. Það er heldur ekki ný
ráðgáta verkamanna á íslandi að
verstu kjarasamningarnir eru gerðir
þegar vinstri stjórnir eru við stjórn-
völinn enda ekki viðeigandi að
styggja flokksbræður sína í stjórn
landsins.
Ólafur Ragnar Grímsson, maður
sem oft mótmælti skattpíningu síð-
ustu ríkisstjórnar, virðist hafa sann-
færst af fyrri ríkisstjórn að skatt-
píning væri það eina sem dygði á
þessa þjóð, enda búinn að sitja í tvo
mánuði þegar tekjuskattur á íslandi
var hækkaður um 2,5%. Forystu-
menn ASÍ og verkalýðsfélaganna
verða að gera upp hug sinn hvort
þeir styðja félagsmenn sína eða
bræður sína í Alþýðubandalaginu.
Mér pg fleirum finnst sem Guð-
mundur J. hafi svikið okkur. Guð-
mundur fór fram á að við samþykkt-
um þennan samning, 341 samþykkti
vegna trausts á orð Guðmundar en
á móti voru 221 sem töldu að 80.000
væru það sem ætti að semja um enda
verkfallsheimild samþykkt til að
knýja það fram. Samninganefndin
passaði sig að nefna þetta ekki á nafn,
hvað þá að ræða þetta, því miður.
Guðmundur J. gerði margt gott fyr-
ir Dagsbrún en nú er hann orðinn
áhugalaus um bætt kjör fyrir Dags-
brún og verkamenn í Reykjavík.
Hann var harður og duglegur hér
áður fyrr og er það þakkarvert, en
við ungu mennirnir þurfum líka að
lifa og framfleyta fjölskyldum og ekki
síst að koma yfir okkur þaki, en með
þessum samningi gerist ekkert.
Eftir þennan hrikcdega skell ætla
Ásmundur . og Guðmundur J. að
reyna að bjarga andlitinu með því
að biðja fólk að hætta að kaupa hitt
og þetta og byrja á mjólkinni. Ég
skil ekki svona áróður því þetta bitn-
ar ekki á ríkisstjórninni heldur á
bændum og þeim verkamönnum sem
vinna við landbúnað. Ég vona að
Guðmundur J. og hans menn átti sig
á þessu og bjóði okkur ekki aftur upp
á svona svikasamninga. Svona
vinnubrögð eru eingöngu lykill að
hjaðnandi Alþýðubandalagi og stór
spurning hvernig fer við næstu kosn-
ingar.
Dagsbrún þarfnast manna sem
þora og þannig forystumann viljum
við. Við viljum ekki mann sem verð-
ur að beygja sig að þörfum flokks-
forystunnar. Stjórnmál og íhlutun
þeirra krefst fórna sem verkamenn
geta ekki og eiga ekki að sætta sig við.
Sameinaðir stöndum vér og sundr-
aðir fóilum vér. Áfram Dagsbrúnar-
menn, komum sterkir út í næstu
samningum.
Troðið á
Ásta hringdi:
Ekki alls fyrir löngu voru sett niður
sumarblóm í beð við Lækjargötuna.
Voru blómin til mikillar prýði og
minntu á sumarið.
Að kvöldi 17. júní blasti þó heldur
sorgleg sjón við vegfarendum. í
troðningnum um daginn höfðu blóm-
in troðist undir fótum fjöldans og var
nú heldur lítið eftir af þeim.
Það er undarlegt að fólk skuli ekki
geta borið virðingu fyrir neinu eða
geta látið hluti í friði. Á stuttum tíma
var vinna þeirra, sem blómin settu
niður, til einskis og að engu gerð.
Það er vonandi að vegfarendur fái
aftur htið litríkt blómahaf og að
þessu sinni fái blómin að standa til
hausts.
sumarblómunum
Víða er búið að setja niður sumarblóm en brenna vill við að þau lendi
undir fótum manna.
Umhverfi Kópavogshælis til skammar
Anna Magnúsdóttir hringdi:
Ég vil benda á það að umhverfi
Kópavogshælis er til hreinustu
skammar. Það hefur verið hörmulegt
ástand í þessum málum í tvo tugi ára
en ekkert gert í málinu.
Allar stéttir eru rammskakkar og
vegir illfærir. Á vorin er með öllu
ófært. Fólk hefur því oft mátt ganga
niður eftir. Þetta er auðvitað mjög
slæmt bæði fyrir vistmenn, sem
þurfa að nota hjólastjóla eða göngu-
grindur, og gesti þeirra.
í haust stóð til að byrja á fram-
kvæmdum og var gatan grafin upp.
Kom bíll og henti grófri möl ofan í
holurnar en síðan hefur ekkert gerst.
Þetta gengur ekki svona lengiu-, það
verður aö leggja almennilegan veg
Aðkevrslan að KÓDavoashæli verður ófær á vorin. og laga gangstéttimar.
TIL LEIGU
skrifstofuhúsnæði
að Langhoitsvegi 111.
Uppl. í síma 687970, 687971, 22816.
Vfn
Kátir krakkar
hoppa í Lottó skóm
...líka fullorðnir
LOTTÓ SKÓRNIR FÁST ( EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM:
Útilíf, Glæsibæ
Sportval, Laugavegi/Kringlunni
Sportbúðin, Völvufelli/Laugavegi
Fell, Mosfellsbæ
H búðin, Garðabæ
Sportbær, Hraunbæ
Litlibær, Stykkishólmi
Músík og sport, Hafnarfirði
Akr*bsport, Akranesi
Sportbúðin, Akureyiji
Sportbúð Óskars, Keflavík
Blómsturvellir, Hellissandi
Hólasport, Hólagarði
Kaupfélag Borgfirðinga
E.G. heildverslun, sími 68 76 85.
CHEVROLET
CHEVROLET
CREWCAB
Getum aftur boðið þessa vinsælu
og ódýru vinnuþjarka á mjög
hagstæðu verði.
mmri
Fáanlegir með bensíneða dísel
vél.
Góð greiðslukjör.
BíLVANGURsfr
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Umboðsmenn: Borgarnesi, Bílasala Vesturlands- Isafirði, Vélsmiðj-
an Pór hf. - Sauðárkróki, Nýja Bílasalan - Akureyri, Véladeild KEA -
Reyðarfirði, Lykill - Vestmannaeyjum, Garöar Arason.