Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989.
Fréttir
Olísmálið:
Fógeti tók
sér frest
Valtýr Sigurðsson borgarfógeti
tók sér frest fram á þriðjudag til
aö úrskurða gildi 860 nnUjóna
króna tryggingar sem Olísmenn
lögðu fram í fógetarétti 1 gær sem
vöm i kyrrsetningarmáli Lands-
bankans á hendur félaginu.
Af þessari 860 milijóna króna
tryggingu koma fyrst 660 milljón-
ir í fasteignum Olís, húseignir,
bensínstöðvar og svo framvegis
og síðan um 200 milijónir í
lausafé, eins og bílum og innstæð-
um.
Það sem borgarfógeti mun úr-
skurða á þriðjudag er hvort félag-
iö geti lagt fasteignimar fram
sem aðaltryggingu og lausaféð til
vara og ennfremur hvort meta
þurfi fasteignimar eða ekki. Lög-
menn Landsbankans krefjast
þess aö alltlausafé félagsins komi
á undan sem trygging og benda á
fjámámslögin. Lögmenn Olis
benda á kyrrsetningarlögin og
segja að félagiö sjálft ráöi því í
hvaöa forgangsröö þaö setji
tryggingar fram.
-JGH
Tómötum hent á
öskuhaugana
„Þetta er óumflýjanlegt því það
falla til i hverri viku 2-2,5 tonn
af tómötum sem fara i úrkast við
flokkun og við þá er ekkert hægt
að gera nema henda þeim,“ sagði
Reynir Pálsson hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna í samtali við
DV.
Við þetta bætist svo eitthvert
magn í viku hverri sem ofþrosk-
ast eða selst ekki þannig að um 3
tonn af tómötum í viku hverri
enda á haugunum. Reynir sagði
að nokkm magni af gúrkum hefði
einnig verið hent í siöustu viku
vegna gaila. Það er alla jafna ekki
gert þvi annars flokks gúrkur
fara í vinnslu.
„Viö vildum gjaman selja þetta
frekar en aö henda því,“ sagöi
Reynir, „en því er erfitt að koma
við vegna þess aö markaðurinn
er þaö lengi að taka við sér.“
Efiiagerðin Valur tók áður við
tómötum tii vinnslu en því hefur
nú verið hætt Þaö er því sýnt að
viö núverandi aðstæður enda um
3 tonn af tómötum í hverri viku
á öskuhaugunura.
Þessir hafa
líka opið á
laugardögum
Á kortíð sem DV birtí í gær og
sýndi matvöruverslanir sem hafa
opið á laugardögum vantaði eftir-
taldar verslanir:
Breiðholtskjör, sem er viö Am-
arbakka 4-6 í Breiðholti, hefur
opið frá kl. 10.00-14.00 á laugar-
dögum. Síminn í Breiöholtskjöri
er 74700.
Gerðukaup á Tunguvegi 19 er
opið á laugardögum frá kl. 10.00-
13.00. Síminn þar er 37360.
Kjötstöðin í Giæsibæ er opin á
laugardögum frá kl. 09.00-18.00.
Síminn er 685168.
Matvöraverslunin, Njálsgötu
26, er ávallt opin á laugardögum
frá kl. 10.00 til 12.00.
-Pá
Kæra, ekki
áksra
Þau mistök urðu blaöinu 1 gær
þar sem sagt var frá kæra leigu-
bílstjóra á hendur sákadómara
að kæra varð aö ákæru og kæru-
mál varð að ákærumáli. Hiö rétta
er að leigubílstjórinn kærði saka-
dómarann og að kærumálið var
látið niður falla hjá ríkissaksókn-
ara
-hlh
9
Ók oft f ullur og próflaus
- dæmdur í íjögurra mánaða fangelsi
„Aðfaranóttina 11. desember sl. kl.
03:36 stöðvuðu lögreglumenn bifreið-
inaR-. . . við Skólabrú í Reykjavík,
en þeir höföu skömmu áður veitt bif-
reiðinni athygli, þar sem henni var
ekiö með óeðlilegum hætti suður
Lækjargötu. Er haft var tal af öku-
manni, ákærða í máli þessu, fundu
lögreglumennimir sterkan áfengis-
þef leggja frá vitum hans. Ákærði var
færður til skýrslutöku á lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu. Að því
búnu var farið með hann á slysadeild
Borgarspítalans, þar sem læknir tók
honum blóð til alkóhólákvörðunar
kl. 04:15. Samkvæmt niöurstöðum
þeirrar rannsóknar, reyndist magn
alkóhóls í blóði ákærða vera 2,76%.“
Þannig segir meðal annars í dómi
Sakadóms Reykjavíkur í máli
ákæruvaldsins gegn manni sem oft
áður hefur verið dæmdur fyrir að
aka undir áhrifum áfengis og án þess
aö hafa ökuréttindi. i sama dómi var
maðurinn dæmdur fyrir að hafa ekið
réttindalaus. Það var lögreglan í
Borgarnesi sem stöðvaði manninn -
er hann var á leið til Ólafsvíkur.
Maðurinn var dæmdur til fjögurra
mánaða fangelsisvistar. Þá var hann
sviptur ökuréttindum ævilangt og til
að greiða allan sakarkostnað. Jónas
Jóhannsson, fulltrúi í Sakadómi,
kvað upp dóminn.
-sme
Heimavarnarliðið fjarlægt
Birna Þórðardóttir tekin með valdi og færð inn á lögreglustöð. Að sögn
Þorgeirs Þorsteinssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, var Birna eini
félagi Heimavarnarliðsins sem fjarlægja varð með valdi. Þorgeir telur að
40 til 50 manns hafi ruðst inn fyrir girðingu á Keflavíkurflugvelli í gær-
kvöldi. Þorgeir vildi ekkert gef upp um hversu margir lögreglumenn voru
á vakt eða verða á vakt á meðan á heræfingunni stendur. Hann sagði lög-
regluna tilbúna að mæta því sem kemur upp. DV-mynd GVA/-sme
Stúdentar viö Háskólann:
Meirihlutinn vill
færa haustprófin
- samkvæmt skoðanakönnun stúdentaráðs
Mikill meirihluti stúdenta við Há-
skóla íslands vill að haustmisseris-
próf verði færð frá janúar fram í
desember. 1831 tók þátt í skoðana-
könnuninni. 77 prósent aðspurðra
sögðust vilja færa prófin. 16,7 prósent
vildu ekki breytingar og 6,7 prósent
svöraðu ekki eða voru óákveðin. Af
þeim sem tóku afstöðu vildu 82,3 pró-
sent færa prófin en 17,7 prósent
sögðu nei.
Mesti stuðnigur við breytingamar
var í læknadefid. Þar vildi 91 prósent
stúdenta færa prófin. í viðskiptadeild
svöruðu 88 prósent spurningunni ját-
andi. Minnstur stuðningur fékkst í
raunvisindadeild. Þar vildu 72 pró-
sent færa prófin. Til að af breyting-
unum geti orðið þarf meðal annars
að koma til lagabreyting.
„Ég er mjög ánægður með þessar
niðurstöður og mun taka þetta mál
upp á fundi háskólaráðs á morgun.
Við munum fylgja þessum vilja stúd-
enta eftir,“ sagði Jónas Fr. Jónsson,
formaður stúdentaráðs.
-sme
Óku hratt
Lögreglan í Borgarnesi tók tvo
ökumenn í gærkvöldi - fyrir að aka
mun hraðar en lög leyfa. Báðir óku
í Hvalfirði
þeir á um 140 kílómetra hraða á
Hvalfiarðarströnd. Ökumennimir
vora sviptir ökuleyfum. -sme
Umferðarröskun
við Miklatorg
Búast má viö talsverðri umferðar-
röskun við Miklatorg í dag og næstu
daga. Búið er að loka Skógarhlíð við
Miklatorg. Líklega verður Snorra-
braut einnig lokað við torgið. Enginn
gatnamót verða þá á torginu - þar
verður aðeins tenging á milli Miklu-
brautar og Hringbrautar. Vatns-
mýrarvegur verður opinn fyrir um-
ferð í báðar áttir.
-sme
Margar sóknir með nýja presta:
Páfaheirnsóknin:
Kostnaðaruppgjör
um mánaðamótin
Ríkissjóður og Reykjavikurborg
vita ekki enn hversu mikið þessir
aðilar koma til með aö greiöa fyrir
komu og móttöku Jóhannesar Páls
annars páfa fyrr í þessum mánuði.
Reiknað er með að endanlegar tölur
liggi fyrir um næstu mánaðamót.
Guðmundur Benediktsson, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
segist ekki getað svarað til um hvað
koma páfa kostaði ríkið. Gísh Árni
Eggertsson hjá Reykjavíkurborg
sagði að hann ætti ekki von á að vita
hver kostnaðinn væri fyrr enn um
mánaðamót þar sem sum þeirra fyr-
irtækja, sem skipt var viö, senda
ekki reikninga frá sér nema einu
sinni í mánuöi. Eftir þeim reikning-
um er nú beðið.
-sme
Fundur íramkvæmdastjómar miðjuflokka haldinn hér:
Soares og David Steel
meðal fundarmanna
Framkvæmdastjóm alþjóðlegra
samtaka miðjuflokka mun koma
saman til fundar í Reykjavík um
næstu helgi. Fund þennan munu
sækja um fjörutíu af leiðtogum
miðjuílokka víös vegar að úr heimin-
um. Meðal fundargesta verða Soares,
fyrrum forsætisráðherra Spánar,
David Steel, formaður breska frjáls-
lynda ílokksins, formaður vestur-
þýskra miðjudemókrata og fleiri
þekktirstjómmálamenn. HV
Mikil hreyfing
á prestum í ár
Mikil hreyfmg hefur verið á prest-
um milli prestakalla að undanförnu
og er ekki seð fyrir endann á henni
ennþá.
Eftir aö séra Ólafur Skúlason hafði
veriö kosinn biskup losnaði staða
prests í Bústaðaprestakalli. Sóknar-
nefnd ákvað þá að kalla til sín prest,
séra Pálma Matthíasson frá Glerár-
sókn á Akureyri. Séra Pétur Þórar-
insson á Möðravöllum var síðan val-
inn til að taka viö af Pálma fyrir
norðan. Möðravallaprestakall er því
laust til umsóknar ef ekki verður
kallaður til prestur eins og algengt
er að verða.
Séra Jakob Hjálmarsson frá
ísafirði var valinn dómkirkjuprestur
fyrir skömmu og séra Láras Þ. Guð-
mundsson í Holtsprestakalli fékk
stöðu sendiráðsprests í Kaupmanna-
höfn. Þar með losna tvö prestaköll á
Vestfjörðum. Hefur því verið fleygt
að prestur verði kallaöur til ísafjarð-
ar.
Séra Ágúst Sigurðsson, sem var
sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn,
var kallaöur að Prestbakka í Hrúta-
firöi en þar var þá laust prestakall.
Séra Robert Jack hefur látið af
störfum í Breiðabólsstaðarpresta-
kalli í Húnavatnsprófastsdæmi. í
hans stað kemur Kristján Björnsson
sem starfaö hefur sem blaðamaður á
Tímanum. Þó er viku frestur til að
óska eftir kosningu um prest þar.
Þá voru Skeggjastaðaprestakall í
Múlasýslu og Bólstaðarhlíðarpresta-
kall í Húnavatnssýslu auglýst laus
til umsóknar. Er einn umsækjandi
að Skeggjastöðum, Gunnar Sigur-
jónsson, sem kallaöur var þangað til
starfa fyrir ári. Umsækjandi um Ból-
staðarhlíð er Stína Gísladóttir, far-
prestur þjóðkirkjunnar.
Þá var Guðmundur Þorsteinsson
tilnefndur dómprófastur um síðustu
helgi en hann þjónar í Árbæjar-
prestakalli.
Von er á aö nýtt prestakall verði
bráðlega til, Grafarvogsprestakall,
sem verður þá auglýst laust til um-
sóknar.
-hlh