Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1989, Blaðsíða 12
f J
12
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989.
Spumingin
Ertu með eða á móti
veru varnarliðsins?
Gylfi Jóhannsson: Alveg hlutlaus í
því máli.
Anna Sigurðardóttir: Ég er á móti
henni. Það er engin ástæða fyrir her
héma - eða annars staðar í heimin-
um.
Rafh Yngvi Rafnsson: Með, ef banda-
ríski herinn væri héma ekki væri
einhver annar her héma í staðinn.
Og ekki vil ég Rússana.
Halldóra Georgsdóttir: Ég er með
vera vamarhðsins. Mér finnst þetta
alit í lagi.
Hjörleifur Hjörleifsson: Ég er með
henni. Ég sé ekkert á móti vera vam-
arliðsins hér á landi.
Inga Hildur Haraldsdóttir: Móti. Ég
er á móti her.
Lesendur
Reykjanesbrautin
verði breikkuð
Ökumaður leggur til að tveim akreinum verði bætt við Reykjanesbraut-
ina í hvora átt.
ökumaður skrifar:
Ungur ökumaður var nýlega
gripinn glóðvolgur á Reykjanes-
brautinni á 176 km hraöa. Reyndar
er þaö engin nýlunda því svo virð-
ist sem brautin þjóni orðið þeim
sem vilja reyna vélamar í bílum
sínum, þ.e. hvort bílhnn geti nú
ekki farið hraðar en mælirinn sýn-
ir.
Þegar maður les um slíkan hraða
á Reykjanesbrautinni leiðir það
hugann að þvi hvaða hlutverki
brautin gegnir í samgöngukerfi
okkar og hvaða ástandi hún er nú í.
Það vefst ekki fyrir neinum að
umferð um brautina er gífurleg svo
jafnast á við Laugaveginn á föstu-
dögum. Hún er aðalæð flugfarþega
til og frá Keflavíkurflugvelli, svo
ekki sé talað um þá sem t.d. búa í
Keflavík eða á Suðumesjunum en
sækja vinnu á höfuðborgarsvæð-
inu.
Það er því undarlegt, ef tekið er
tillit til nýtingar brautarinnar, að
aðeins ein akrein skiúi vera í hvora
átt. Þaö vita þaö allir aö þessi stað-
reynd hefur valdið dauðaslysum
er menn hafa verið að keppast við
framúrakstur. Kannast einhver við
það að vera á síðustu stundu í flug
og lenda síöan fyrir aftan lestar-
stjóra sem ekur á 50 km? Slíkt kem-
ur fyrir.
Það er til fólk í umferðinni sem
telur sig ekki þurfa að flýta sér og
silast því áfram langt undir öllum
hraöatakmörkunum. Þar sem að-
eins er ein akrein í hvora átt geta
þessir lestarstjórar einokað akrein-
amar og þeir era ekki að hafa fyrir
að spyrja þig hvort vélin þín fari í
loftið eftir fimm mínútur. Ef tvær
akreinar væra í hvora átt gætu
þess konar bflstjórar haldið sig á
þeirri hægri eins og þeim ber og
leyft hinum að fara framhjá.
Ekld væri nóg að fá tvær eða jafn-
vel þrjár akreinar í hvora átt, búa
verður svo um hnútana að hvor
áttin sé algjörlega aðskilin frá
hinni og jafnvel 500 metrar á milli
þeirra. Ef aðeins umferðareyja er á
milli og harkalegir árekstrar verða
munu ökutæki auðveldlega þeytast
til og lenda fyrir umferð úr gagn-
stæðri átt.
Og þá er það hámarkshraðinn.
Leyfilegur hámarkshraði á Reykja-
nesbrautinni núna era 90 km/klst.
Þegar brautin verður komin með
aðskildar akreinar og tvær í hvora
átt má að skaðlausu auka hraðann
upp í 100 eða 110, það virðist hvort
eð er vera sá hraöi sem flestir aka
á núna. En á hinn bóginn ber að
herða allt lögreglueftirlit og hafa
það reglulegt, þannig að menn geri
sér grein fyrir því að ekki þýði að
stíga bensíngjöfina í botn bara til
að prófa þol kerrannar.
Eins og ástandið er núna mætti
ætla að brautin hafi aðeins verið
lögð í suðurátt og hreinlega hafi
gleymst að leggja hana í bæinn aft-
ur.
Svar til eins 1 megrun:
Poppið trefjarikt
Dagbjartur Bjömsson, fram-
kvæmdastjóri Iðnmarks, skrifar:
Við hjá Iðnmarki hf., sem framleið-
ir Stjömupopp og þú minnist á í grein
þinni, viljum gefa þér allar þær upp-
lýsingar sem við höfum tök á.
Allt poppkorn, sem við framleið-
um, er poppað við hitablástur í þar
tfl geröum vélum en ekki steikt í olíu
eins og venja er. Orka í léttpoppi er
361 kcal í 100 g, þ.e. í hverjum poka
eru 181 kcal. Orka poppkoms, sem
steikt er í olíu, er 457 kcal í hverjum
100 g. Það besta við poppkomiö er
hið háa trefjainnihald þess og á það
að koma öllum tfl góða, ekki síst þeim
sem era í megrun til að bæta melting-
una.
Varðandi ostapopp, sem þú einnig
minntist á, hafa bandarískar og
svissneskar rannsóknir sýnt að
„cheddar“ostur, eins og ostapoppið
er úðað með, getur komið í veg fyrir
sýramyndun á tönnum sem veröur
við neyslu matvæla sem innihalda
sykur og vísum við í grein í DV eftir
Olaf Sigurðsson, matvælafræðing
hjá Iðntæknistofnun íslands.
Ef þú hefur áhuga á nánari upplýs-
ingum erum við reiðubúin til að
senda þér ljósrit af þeim greinum
sem skrifaðar hafa veriö um popp-
kom varðandi næringargfldi þess og
hollustu.
Popp er trefjarík fæða og því gott fyrir meltinguna.
Bílhræin liggja eins og hráviði við Ægisgarð.
Sóðaskapur
við Ægisgarð
S.Þ. hringdi:
Alveg er hann svakalegur sóða-
skapurinn sem viðgengst við Ægis-
garðinn rétt hjá Shppnum. Þarna
hggja gömul bflhræ og spýtnadrasl
hreinlega úti um allt fyrir ahra aug-
um.
Það kemur oft fyrir að erlend
skemmtiferðaskip leggjast að Ægis-
garði og verða þá ferðamennimir aö
ganga fram hjá þessu drash sem er
I ekki sú besta landkynning sem við
getum fengið. Okkur er umhugað um
aö útlendingar fái góða mynd af landi
og þjóð, sama hversu lengi þeir hafa
viðkomu hér. En þegar svona sjón
verður á vegi þeirra, hvað eiga þeir
þá að halda annað en að við Islend-
ingar séum hinir mestu sóðar?
Þó ekki væri nema okkar sjálfra
vegna þá ættum við að minnast þess
að hreint land er fagurt land. Tökum
á og tínum upp rashö.
Aflimun vG^nð
umferðar-
lagabrota?
Haukur skrifar: sveitarfélaga og 1. gr. laga nr.
Fyrir stuttu barst mér í hendur 49/1951 um sölu lögveðs án undan-
tilkynning um ábyrgðarsendingu í gengins lögtaks verður ofangreind
hraöpósti. Ég vissi ekki hvaðan á fasteign, sem skrásett er yðar eign,
mig stóð veörið. seld á nauðungarappboði til
Nú hlyti eitthvað mikið aö liggja greiöslu vangoidinna fasteigna-
við. Átti ekki von á neinum send- gjalda hafi skuldin, með áfóllnum
ingum sem ekki máttu bíða í það dráttarvöxtum (sem vora kr. 0.
minnsta í einn dag. Segi og skrifa: Skuldin var ekki
Innihald sendingarinnar reynd- orðin það gömul aö á hana væra
ist „ÁSKORUN“. Hijóðar strax falinir dráttarvextir) og kostnaði,
ögrandi og hleypir illu blóði í við- ekki verið greidd innan 30 daga frá
takandann. dagsetningu bréfs þessa.“
Hfijómar eins og áskorun um Hver var svo skuldin? Sem sam-
hólmgöngu fi-á kokkáluðum eigin- svaraði verði þriggja kílógramma
manni þar sem viðtakanda er gert af tveggja ára ærkjöti á niöursettu
að koma á einvigisstað í morgunsá- verði í Hagkaupi.
rið, vopnum og vottum búinn. Veröur ekki næst fariö aö hóta
Þessu var nú ekki til að dreifa aflimum vegna umferðarlaga-
heldur var hér um að ræða áskor- brota?
un um greiöslu opinberra gjalda frá Svona skrif bera vott um að
innheimtu sveitarfélags. sendandinn hafi fuha þörf á að fara
Svohjjóðandi texti fylgdi meö: á námskeiö í mannlegum sam-
„Samkvæmt lögum um tekjustofiia skiptum.