Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. JtJL,í, 1989. 3 Fréttir Hugmyndir um flugvöll í landi HafnarQarðar: FlugmálasQórn telur hann álitlegan kost „Við teljum það álitlegan kost að fara upp í hraunið sunnan Hafnar- íjarðar með flugvöll sem aðeins yrði fyrir einkaflug. Við erum áfjáðir í að koma þessu í kring, ekki síst til að létta á Reykjavíkurflugvelli sem er nánast sprunginn. Svo framarlega sem við fáum jákvæðar niðurstöður úr vindmælingum er þetta afar já- kvæður kostursagði Jóhann Jóns- son hjá Flugmálasljóm í samtali við DV. Hópur flugáhugamanna í starfs- mannafélagi ÍSAL, sem margir eiga flugvél, hefur stofnað flugklúbb. Fyr- ir um það bil ári sendu þeir beiðni til Hafnarfjarðarbæjar þar sem þeir óskuðu eftir samþykki bæjarins fyrir byggingu flugbrautar í námunda við Óbrynnishóla, um 5 kílómetra sunn- an Hafnarfjarðar. Að sögn Jóhanns hófust vindmæl- ingar á staðnum fyrir um það bil tveimur árum en þær þurfa að standa svo lengi til að verða mark- tækar. Er niðurstaðna úr mælingun- um að vænta innan skamms. Hugmynd um flugvöll í hrauninu hefur verið í athugun hjá bænum síðan beiðni frá starfsmönnum ÍSAL barst. Hefur verið hugað að staðsetn- ingu og eins hvað þurfi að gera til að öllum kröfum um mengunarvam- ir sé fullnægt. Á fundi bæjarráðs í byijun júní var samþykkt bókun þar sem bæjarráðs- fundur leitar eftir umsögn heilbrigð- isráðs sem jafnframt leiti umsagnar HoUustuvemdar ríkisins á hugsan-- legri staðsetningu flugvallar í nám- unda við Óbrynnishóla. Á umsögn þessara aðila að fjalla sérstaklega um notkun efna við rekstur flugvaUa fyrir einkaflug með tiUiti til mengun- arvarna og vatnsvemdar. TU að vinna tíma meðan ofangreind athug- un fer fram samþykkti bæjarráð einnig að beina því til Flugklúbbs starfsmannafélags ÍSAL að athuguð verði betur staðsetning flugbrautar sunnan álvers, ofan vegar. „Það sem hefur staðið í mönnum varðandi flugvöU við Óbrynnishóla er óttinn við mengun. Menn em hræddir við að setja svona starfsemi inn á viðkvæmt svæði frá vatns- vemdumarsjónarmiðum séð. Hug- mynd um flugvöll sunnan álversins er sett fram tíl vara ef hin hugmynd- in strandaði vegna fyrrnefndra at- riða,“ sagði Gunnar Rafn Sigur- bjömsson, bæjarritari í Hafnarfirði, viðDV. Það sem huga þarf að varðandi mengun eru efni sem notuð em við þvott á flugvélum, afísingarefni og eldsneyti sem mengað gætu grunn- vatn. -hlh ÓDÝR, FAGURGRÆN, HENTUG OG VATNSÞOUN Útíteppí sem þola öll veötir og mega því líggja allt árið á svölunum eða veröndinni. Breídd 200 og 400 cm. Komdu með málin og við sníðum íyrir þig á þinn flöt. Verð, tegund 1. 1.200,- kr/m2 Verð, tegund 2. 1.495,- kr/m2 TEPPABUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950 Skilafrestur er til 23. júlí. 1. verðlaun 20.000 kr. vöruúttekt. 2. verðlaun 10.000 kr. vöruúttekt. 3. verðlaun 5.000 kr. vöruúttekt. AUKAVINNINGAR: Dregið verður úr innsendum tillögum í beinni útsendingu á Bylgjunni á laugardögum í júlí. VERÐLAUN: ^ Gisting fyrir fjóra hote á Hótel Eddu. BYL GJA N. — ^ Nafn.......... Heimilisfang Simi.......... Tillaga....... Sendist til: Sanitas hf. Köllunarklettsvegi 4. P.O. Box 721 — 121 Reykjavík uiennmmasamkeppnl Mixbræður Hvað heita þeir? Sendið inn tillögur um nöfn á þessa heiðursmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.