Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1989. 35 Afmæli Guðrún S. Jakobsdóttir Guörún Sigríður Jakobsdóttir, hj úkrunarfræðingur og BA í írönsk- um fræðum, varð sextug í gær. Guð- rún fæddist í Reykjavík og ólst upp á Noröflrði, Wynyard í Kanada og í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófl frá MR1949 og bjúkrunamámi í Kabenhavns Amts Sygehus, Gent- ofte, 1953. Guðrún var bjúkrunar- kona á læknastofu í Kaupmanna- höfn 1953 og við læknastofu héraðs- læknis í Sunne Vármalandi í Sví- þjóð 1958-1960. Hún aðstoðaði við stofnun og rekstur lítils spítala sem Danif ráku fyrir verkamenn sína og flölskyldur þeirra í Sanandadj í Kimdistan í íran og hafði einnig eft- irlit með fjórum hjálparstöövum í héraðinu 1960-1962. Guðrún var læknaritari við De Gamles By í Kaupmannahöfn 1965 og hefur verið bjúkrunarfræðingur og læknaritari bjá manni sínum frá 1970. Hún hef- ur verið viö nám og störf við stofnun fyrir austurlensk mál í Kaup- mannahöfn frá 1974 og lauk exam. art. prófi í írönskum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla 1978. Guðrún hefur fengist viö þýðingar úr írönsku á Vesturlandamál og fræðiritgerðir hafa birst eftir hana í tímaritum um írönsk fræði. Guð- rún gjftist 8. nóvember 1952 Hans Walter Rothenborg, f. 8. maí 1927, húðsjúkdómalækni í Kaupmanna- höfn. Foreldrar Hans eru Aage Rot- henborg, verkfræðingur í Kaup- mannahöfn, og kona hans, Elisabet Rothenborg. Böm Guörúnar og Hans eru Jakob, f. 4. júb 1957, býr í Kaupmannahöfn; Jónmn, f. 16. október 1962, verslunarfræðingur í Reykjavík, gift Erlendi Sturlu Birg- issyni verkfræðingi, sonur þeirra er Alexander, f. 11. mars 1988; Jens Aage, f. 27. janúar 1967, japönsku- nemi við Kaupmannahafnarhá- skóla. Systkini Guðrúnar eru Svava, f. 4. október 1930, rithöfund- ur og fyrrv. alþingismaður í Reykja- vík, gift Jóni Hnefli Aðalsteinssyni, doktor í þjóðháttafræðum: Jökull, f. 14. september 1933, d. 25. apríl 1978, rithöfundur í Reykjavík, fyrri kona hans var Jóhanna Kristjónsdóttir blaöamaöur, seinni kona hans var Ásta Beck, nú búsett í Stokkhólmi, Þór, f. 5. október 1936, deildarstjóri haflsrannsóknadeildar Veðurstof- unnar, kvæntur Jóhönnu Jóhann- esdóttm- tæknifræðingi, og Jón Ein- ar, f. 16. desember 1937, hdl. og stór- kaupmaöur í Garðabæ, kvæntur Gudrun Jakobsson verslunarstjóra. Foreldrar Guðrúnar: Jakob Jóns- son, f. 20. janúar 1904, d. 17. júní 1989, doktor í guðfræði og fyrrv. prestur í Hallgrímsprestakalh í Reykjavík, og kona hans, Þóra Ein- arsdóttir, f. 12. september 1901. Föð- urbróðir Guðrúnar er Eysteinn, fyrrv. ráðherra. Jakob var sonur Jóns, prests á Hofi í Alftafirði, Finnssonar, prests á Klyppstað, bróður Jóhönnu, móður Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnasafnara. Finnur var sonur Þorsteins, skálds í Mjóanesi, Mikaelssonar, skip- stjóra, Mathiesen eða Mathias, sem var sænsk-norskur í föðurætt en fenskur í móðurætt. Móðir Jóns var Ólöf Einarsdóttir, b. í Hellisfirði, Erlendssonar, b. í Helhsfirði, Ama- sonar, ættfóður Hellisfj arðarættar- innar, fóður hórarins, langafa Guðnýjar, móður Vals Amþórsson- ar, og langafa Odds, fóður Davíðs borgarstjóra. Móðir Jakobs var Sig- ríöur Hansdóttir Beck, b. og hrepp- stjóra á Sómastöðum í Reyðarfirði, Christiansonar Beck, verslunar- manns á Eskifirði, af dönskum ætt- um. Móðir Hans var María, systir Þórarins, afa Finns Jónssonar list- málara. María var dóttir Richards Long, verslunarstjóra á Eskifirði, afenskum ættum. Þóra er dóttir Einars, múrara í Reykjavík, Ólafssonar, sjómanns í Hliði á Álftanesi, Guðmundssonar. Móðir Ólafs var Sigríður Guð- mundsdóttir, b. í Krýsuvík, Bjama- sonar, þess er beit Fjalla-Margréti á barkann. Móðir Sigríðar var Dag- björt Tjörvadóttir, b. á Fjarðarhomi í Helgafellssveit, Óddssonar, b. á Fjarðarhomi, Runólfssonar.Móðir Odds var Katrín Jónsdóttir, sýslu- manns á Sólheimum, bróður Áma Magnússonar handritasafnara. Móðir Þóm var Guðrún Jónasdótt- ir, b. á Görðum í Landsveit, bróður Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirs- sonar ritstjóra. Jónas var sonur Jóns, b. í Mörk á Landi, Finnboga- sonar, b. á Reyiúfelli á Rangárvöll- Guðrún Sigriður Jakobsdóttir. um, Þorgilssonar, fóður Áma, lang- afa Júlíusar Sólnes alþingismanns, Sigurðar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, og Guönýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Þá var Ámi langafi Guðna, fóður Margrétar prófessors og Kristins, fóður Guðna, b. í Skarði, og Vilborg- ar, langömmu Þorgerðar söngstjóra og Rutar fiðluleikara, Ingólfsdætra. rSvAiipolli 9 Rpvklftvflr qa Steingeröur Jóaavinsdóttir, SÍU 01« 3 Brakanda, Skriöuhreppi. Óskar Guðmundsaon, Skerseyrarvegi 3, Hafharfiröi. uuimmiaur jd. öjornsaorar, Teigaseli 11, Reyýavík. 85 ára 60 ára Margrét Jðnsdóttir, Nesvegi 49, Reykjavík. Róbert Bradshaw, Eyrarlandsvegi 26, Akureyri. 80 ára Jónina GuðmundsdóUir, Grænhóh, Þorlákshöfn. Sigurþór Skreringsson, Reykjabraut 8, Þorlákshöfn. 50 ára 7*1 ára I>óra Þórðardóttir, w Aöaleötu 51. Suöurevri. Jón Þorgeir Jónason, Kieppsvegi 56, Reykjavík. Pétur Valberg Helgason, Faxabraut 3, Keflavík. Ema Sigurþjörg Hartmnnnsdóttir, 70 ára Tunguvegi 21, Reykjavfk. Bjarni Hinrik Jónasson, Hátúni 10A, Reykiavik. Eva S. Bjarnadóttir, Gústaf Björgvin Gíslason Gústaf Björgvin Gíslason, fyrrv. bóndi í Papey, til heimihs að Brekku 2 á Djúpavogi, varð áttatíu og fimm áraígær. Gústaf fæddist í Papey og ólst þar upp. Hann fékk almenna barna- fræðslu í Papey, byijaði síðan ungur aö vinna til lands og sjávar og var um skeið háseti hjá Landhelgis- gæslunni á varðskipinu Þór. Gústaf kvæntist í mars 1933 Þór- laugu Bjamadóttur húsmóður, f. 26.9.1906, d. 22.3.1960, en foreldrar hennar vom Bjami Þorsteinsson, b. í Hraunkoti í Lóni í Austur- Skaftafehssýslu, og Ragnhildur Sig- urðardóttir húsfrú. Gústaf og Þórlaug hófu búskap á Höfn þar sem hann stundaði aha almenna verkamannavinnu ásamt búskap. Auk þess dvöldu þau í Pap- ey á sumrin við fugla- og dúntekju. Eftir að Gústaf missti konuna flutti hann út í Papey ásamt Sigríði systur sinni 1961 og vom þau búsett þar næstu átta árin. Gústaf var vita- vörður í Papey í fjölda ára auk þess sem hann stundaði þar veðurathug- anir. Hann flutti til Djúpavogs 1968 og var hann þá síðasti ábúandinn í Papey. Böm Gústafs og Þórlaugar em Þorvarður, f. 18.6.1935, búsettur á Höfn; Elín Sigríður, f. 2.6.1936, bú- sett á Djúpavogi; Sigrún Ragnhild- ur, f. 14.1.1938, búsett í Reykjavik; Margrét, f. 17.10.1943, búsett á Djúpavogi, og Auður, f. 14.11.1946, búsettáHöfn. Alsystkini Gústafs: Gunnar V. Gíslason skipherra sem er látinn; Þorvarður Gíslason skipherra sem einnig er látinn; Ingólfur Gíslason læknir sem er látinn; Sigríður Gísla- dóttir, húsfrú á Djúpavogi; Ingibjörg Gísladóttir, húsfrú að Hömrum í Þverárhhð, og Margrét Gísladóttir sem er látin. Hálfsystkini Gústafs em Kristín Gísladóttir, búsett í Danmörku; Snorri Gíslason, verkamaður á Djúpavogi, og Gunnþóra Gísladótt- ir, búsettíKanada. Foreldrar Gústafs vom Gísh Þor- varðarson, óðalsb. í Papey, f. 3.10. 1868, d. 12.10.1948, og fyrri kona hans, Margrét Gunnarsdóttir hús- frú,f. 29.1.1872, d. 16.4.1910. Margrét var dóttir Gunnars Vig- fússonar, b. í Flögu í Skaftártungu, Gunnarssonar, snikkara á Loftsöl- um í Mýrdal, Jónssonar, b. á Loft- sölum, Gunnarssonar, lögréttu- manns á Loftsölum, Jónssonar. Móðir Jóns var Ásdis Jónsdóttir, lögsagnara á Þykkvabæjarklaustri, Ólafssonar, sýslumanns á Þykkva- bæjarklaustri, Einarssonar. Móðir Margrétar var Þuríður Ól- afsdóttir, b. á Steinsmýri, Ólafsson- ar. Móðir Ólafs var Þuríður Eiríks- dóttir, b. í Skurðbæ, Eiríkssonar, b. í Sauðhúsnesi, Bjarnasonar, bróður Eiríks, langafa Karitasar, móður Jóhannesar Kjarvals. Eiríkur var einnig afi Eiríks Sverrissonar, sýslumanns í Kollabæ í Fljótshhö, langafa Maríu Claessen, móður Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra. Gústaf dvelur nú á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Elís Gunnar Þorsteinsson Ehs Gunnar Þorsteinsson, fuhtrúi hjá Vegagerð ríkisins, til heimilis að Vogatungu 24, Kópavogi, varð sextugurígær. Ehs fæddist að Þrándarkoti í Lax- árdal í Dalasýslu og ólst upp í Lax- árdalnum til sjö ára aldurs en síðan í Mosfehssveitinni, Borgarfirðinum og á Kjalamesinu til sextán ára ald- urs. Hann lauk fuhnaðarprófi frá Bamaskólanum að Klébergi, var starfsmaður Kaupfélags Hvamms- fjarðar, b. að Hrappsstöðum, véla- maður og héraðsstjóri Vegagerðar ríkisins í Dalasýslu og nú fuhtrúi í véladeild Vegagerðarinnar í Reykja- vík. Ehs kvæntist 15.9.1951 Emilíu Lilju Aðalsteinsdóttur, f. 12.1.1934. Móðir Emihu var Ingheif S. Bjöms- dóttir, Jónssonar, kaupmanns í Brautarholti og Borgamesi, Jóns- sonar, b. að Vatni í Haukadal. Kona Bjöms var Guðrún Ólafsdóttir, Brandssonar, b. að Vatni. Faðir Emehu var Aðalsteinn Baldvinsson, kaupmaður í Brautarholti í Haukadal. Foreldrar Aðalsteins vom Hahdóra Guðmundsdóttir og Baldvin Baldvinsson er bjuggu að Hamraendum í Miðdölum. Böm Elísar og Emihu em Leifur Steinn, aöstoðarframkvæmdastjóri Visa ísland í Reykjavík, kvæntur Sveinbjörgu Júhu Svavarsdóttur félgasfræðingi og eiga þau þijú böm, Ehu Dögg, Unni Mjöh og Sindra Snæ; Bjamheiður, skrif- stofumaöur í Kópavogi, gift Karh Stefánssyni vélstjóra og eiga þau tvö böm, Emi og Elísu; Alvhda Þóra, bankastarfsmaður, búsett á Hrapps- stöðum, gift Svavari Jenssyni, bónda og trésmið, og eiga þau tvö böm, Fjólu Borg og Ehs; Ghbert Hrappur, vélamaður í Búðardal, í sambýh með Ástu Emhsdóttur póst- fuhtrúa, en hann á tvö böm frá fyrri sambúð með Rakel Benediktsdótt- ur, Elmar Þór og Emihu Lhju; Guð- rún Vala, nemi í Kópavogi, gift Am- þóri Gylfa Ámasyni viðskiptafræði- nema og er sonur þeirra Sölvi. Foreldrar Elísar vom Alvhda María Friðrika Bogadóttir og Þor- steinn Gíslason er bjuggu aö Ljár- skógaseh í Laxárdal. Faðir Þor- steins var Gísh, sjómaður í Stykkis- hólmi, sonur Þorsteins í Móabúðum í Grundarfirði. Móðir Þorsteins var Ingveldur Jónsdóttir, Sigmundsson- ar, b. á Fehsenda. Faðir Alvhdu var Bogi Sigurðsson, kaupmaður á Búð- ardal, Finnbogasonar, b. að Sæunn- arstöðum í Hahardal. Móðir Boga var Ehsabet Bjömsdóttir, Þorláks- sonar, hreppstjóra að Þverá í Hah- ardal. Systkini Boga vom Bjöm, -bankastjóri í Reykjavík, Jóhann, b. á Kjartansstöðum í Skagafirði, Margrét á Höskuldsstöðum og Har- aldur tannlæknir sem settist aö í Sviss. Hálfsystkini Alvhdu vom Sigríður Bogasdóttir, gift Jóni Hahdórssyni Elís Gunnar Þorsteinsson. skrifstofustjóra, Jón Bogason bryti sem fórst með Dettifossi, Ragnheið- ur Bogadóttir, gift Gunnari Olafs- syni bifreiöastjóra og Sigurður Bogason í Vestmannaeyjum. Móðir Alvhdu var Sigríður Guð- mundsdóttir, Helgasonar í Kollu- gerði. Hálfsystkini Ehsar voru Magnús Rögnvaldsson í Búðardal, sem er látinn, og Guðlaug Þorsteinsdóttir á Akureyri sem einnig er látin. Alsystkini Ehsar em Ragnar, sem býr í Kópavogi, Ingveldur á Vallá, Bogi, fyrrv. flugumferðarstjóri í Njarövík, Sigvaldi, lögfræðingur í Reykjavík og Gunnar, starfsmaður á Reykjalundi sem er látinn. Birgir Pálsson Birgir Pálsson, matreiðslumeistari og forstjóri, Þrastarlundi 9, Garðabæ, varð fimmtugur í gær. Birgir fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk námi í Hótel- og veitingaskóla íslands áriö 1962. Frá 1975 hefur hann ásamt eig- inkonu sinn rekið fyrirtækið Skút- una í Hafnariirði. Birgir er einn af stofnendum yfirmatreiðslumanna- klúbbsins og er félagi í Kiwanis- klúbbnum Eldborg í Hafnarfirði. Birgir kvæntist Eygló Sigurhða- dóttur 28.11.1964, f.áAkureyri 9.9. 1944, en foreldrar hennar eru Sigur- hði Jónasson og Jóna Aðalbjöms- dóttir. Böm Birgis og Eyglóar eru Birgir Amar matreiðslumaður, f. 18.4. 1964, kvæntur Sesselju Jóhannes- dóttur, f. 9.4.1965 og eiga þau einn son, Arnar Pál, f. 23.7.1987; Sigur- páh Öm matreiðslumaður, f. 8.2. 1969, og Ómar Már nemi, f. 28.1.1975. Systkini Birgis urðu fimmtán en þrjú þeirra létust í bemsku. Systk- ini Birgis: Emh sem lést 1983, en ekkja hans er Lára Eðvarðsdóttir, búsett í Reykjavík; Kristinn, kvænt- ur Þóru Magnúsdóttur en þau em búsett í Vestmannaeyjum; Þórunn, gift Grétari Þorghssyni, búsett í Vestmannaeyjum; Jón, kvæntur Helgu Þorgeirsdóttur, búsett á Seyð- isfirði; Guðni, kvæntur Ágústu Guð- mundsdóttur, búsett í Vestmanna- eyjum; Margrét, gift Óla Bemharðs- syni, búsett í Vestmannaeyjum; Kristín, gift Guðmundi Inga Guð- mundssyni, búsett í Vestmannaeyj- um; Hulda, gift Gunnlaugi Finn- bogasyni, búsett í Reykjavík; Sæ- vald, kvæntur Svövu Friðgeirsdótt- ur, búsett í Vestmannaeyjum; Hlöð- ver, kvæntur Sonju Granz, búsett í Garðabæ; Þórsteina, gift Þórði Karlssyni, búsett í Vestmannaeyj- um, og Emma, gift Kristjáni Óskars- syni, búsett í Vestmannaeyjum. Foreldrar Birgis em Páh Jónasson Birgir Pálsson. skipstjóri frá Brekku á Eskifirði, f. 8.10.1900, d. 31.1.1951, ogÞórsteina Jóhannsdóttir, húsmóðir frá Brekku í Vestmannaeyjum, f. 22.1. 1904. Þau bjuggu í Þingholti í Vest- mannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.