Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1989. Fréttir ísfisksölur í Englandi og Þýskalandi: Ýsukílóið á 100 krón- ur og karfa á 111 Ofveiði við Alaska? Er fiskveiðum við Alaska ógnað með ofveiði? Á stuttum tíma hefur orðiö mikil þróun í bandarískum fiskveiðum og talið at veiðamar gefi nú af sér 1000 millj. dollara árlega. Nokkuð af flotanum er orðið gamalt og skilar ekki hagnaði en ný skip taka nú við. Árið 1987 voru 38 verk- smiðjutogarar á veiðum frá Banda- ríkjunum og tvö birgðaskip á miðun- um við Alaska og í Barentshafi. Árið 1988 voru skipin orðin 40 og 7 móður- skip. Mælirinn fullur Það er álit forráðamanna útgerðar- innar að nú sé mælirinn fullur og vafasamt hvort miðin beri allan þennan flota. James Crathsfield, sem er í fjármálastjóm útgerðarinnar, 'er hræddur við að ef fram heldur sem horfir verði ofveiði áður en menn átti sig á því hvaö er að gerast. Hann segir að veiðin fari minnkandi ár frá ári. Fyrsta franska surimiskipið Fyrsta franska surimiskipið á að veiða kolmunna. Franska útgerðar- fyrirtækið Comapecha í St. Malo hef- ur látið breyta 90 metra löngu skipi sínu, Captane Pleven 11., sem var byggt í Póllandi 1973 og var þá út- búið sem frystiskip og frysti þorsk- flök og annan fisk sem til féll. Breytingar til vinnslu á surimi hafa kostað 900.000 sterlingspund. Sam- ræming er nú milli fyrri frystilínu og surimilínunnar og hafa breyting- ar tekist vel að því er eigendur telja. Tonn á klukkusfund Framleiðsla á surimi verður 1000 kg á klukkustund. Telja eigendur að framleiðslan verði fyrsta flokks, fisk- Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson holdið hvítt og fallegt og bragðlaust svo hægt er að ráða hvaða bragð er af framleiðslunni. Þess má geta að Captane Pleven var á Grænlandsmiöum á árimum 1950 til 1958 og var eitt af stærri salt- fiskveiðiskipum Fransmanna og lit- um við íslendingamir þetta skip öf- undaraugum sem var um tvöfalt stærra en íslensku nýsköpunartog- ararnir. Laxaseiði deyja í milijónatali Laxaseiði á leið til sjávar í Prince Williamssundi láta lífið í olíumeng- uöum sjónum svo skiptir milljónum eftir olíuskaðann í vetur. Sundið er gönguleið einhverra stærstu laxa- stofna í heimi. Seiði, sem voru snemma á ferðinni, svo sem Pink og Chums, hófu göngu sína til sjávar um miðjan apríl og áætlað er að þau komi til sjávar um miðjan maí eða síðar. Um 22,5 millj. seiða af Pink var sleppt. Mörg hundruð mílna strand- lengja spilltist vegna olíu sem fór á hafsvaéðið og gætir þess langt út á hið opna haf. Engin leið virðist hafa verið fyrir seiðin að komast til hafs í ómengaðan sjó. Um14milljarðatjón Heilbrigðisráðuneyti Alaska tekur sýni með allri ströndinni alla leið að Washingtonfylki. Tahö er að þama hafi farið 150 milljón sterlingspunda verðmæti. Fiskveiðiráðuneytið segir að langur tími líði þar til úr því fáist skorið hvort eitthvaö af seiðunum lifiaf. Bretland - Bv. Særún seldi afla sinn í Hull 3.7.1989 Sundur liðuneftir tegund um: Selt magn kg Verð í erl. mynt Meðalverð Söluverðísl. ákg. kr. kr. kg. Þorskur 21.935,00 24.785,80 1,13 2.259.126,53 102,99 Ýsa 56.665,00 61.600,80 1,09 5.614.666,52 99,09 Ufsi 16.850,00 6.491,60 0,39 591.683,37 35,11 Karfi 3.635,00 2.668,80 0,73 243.250,44 66,92 Koli 580,00 354,40 0,61 31302,14 55,69 Blandað 2.135,00 2.093,80 0,98 190.841,49 89,39 Samtals: 101.800,00 97.995,20 0,96 8.931.870,50 87,74 Ýsfisksölur úr gámum 3.7. 1989 í Bretlandi: Sundur liðuneftir tegund um: Selt magn kg. Verð í erl. mynt Meðalverð Söluverðisl. á kg. kr. kr. kg. Þorskur 104.175,00 106.746,90 1,02 9,729.552,95 93,40 Ysa 79.685,00 79.898,80 1,00 7.282.456,02 91,39 Ufsí 9.460,00 4.035,60 0,43 367.828,80 38,88 Karfi 4.225,00 2.642,60 0,63 240.862,42 57,01 Koli 34.210,00 36.208,40 1,06 3.300.250,83 96,47 Blandað 24.472,50 29.900,60 1,22 2.725.320,09 111,36 Samtals: 256.227,50 259.432,90 1,01 23.646.271,10 92,29 • Þýskaland Sundur liðuneftir tegund um: Selt magn kg- Verðíerl. mynt Meðalverð Söluverðísl. ákg. kr. kr. kg. Þorskur 14.550,00 43.563,00 2,99 1.310.331,48 90,06 Ýsa 1.757,00 5.505,00 3,13 1 65.584,90 94,24 Ufsi 25,508,00 70.548,76 2,77 2.122.036,15 83,19 Karfi 80.548,00 297.786,64 3,70 8.957.124,34 111,20 Koli 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Grálúða 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Blandað 4.600,00 4.273,74 0,93 128.549,83 27,95 Samtals: 126.963,00 421.677,14 3,32 12.683.626,69 99,90 DV Fyrsti. ái^öórðungurmn: Enginn halli við útiönd Nær enginn viðskiptahalJi var á fyrsta ársfjóröujigi þessa árs en á sama tíma í fyrra var um 4 milljarða halli á viðskipttmum við útlönd. Ástæðan er fyrst og fremst stór; bættur vöruskiptajöfhuöur. Á sama tíma og útflutningur var um 16 prósent meiri en í fyrra á fyrstu þremur mánuðum ársins dróst innflutningur saman mn 17 prósent. Vöruskiptajöfnuðmlnn var því hagstæður um tæplega 2,9 milljarða á móti um 2,1 millj- arðs halla í fyrra. Seðlabankinn hefur nú reiknað út þjónustujöfnuöinn fýrir íýrstu þrjá mánuði ársins. Hann reynd- ist neikvæöur um rétt rúmlega þá uppiiæö sem vömskiptajöfn- uðurinn var hagstæður um. Niö- urstaðan er jöfnuöur í viðskipt- um landsmanna við Útlönd. -gse „Ekkí lilefni til endurskoðwiar“ „Við munum ekki endurskoða okkar spá á grundvelli þessara talna. Þær gefa ekki tilefni til þess,“ sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Á fyrstu mánuðum ársins var nær enginn viöskiptahafli. í spá Þjóðhagsstofnunar frá því í maí er gert ráð fyrir um 10,1 milljarðs hafla á árinu í heild. „Þetta eru í sjálfú sér góð tiö- indi en hins vegar ekki sterk vís- bending um hvað muni gerast á árinu öflu. Menn verða aö hafá í huga að þaö var bæöi raikill fiskafli og framleiðsla á fyrstu mánuöum ársins og þar af leiö- andi mikill útflutningur. Miöað við árið f heild og þann sjávarafla sem heimildir hafa verið veittar fyrir er hins vegar gert ráð fyrir töluverðum samdrætti. Önnur ástæða til þess að vera varkár gagnvart útkorau fyrstu mánaöa ársins er aö við vitum af sórstök- um innflutningi á síðari hluta ársins, meðal annars flutninga- tækjum og Öðru þess konar. Engu að síður eru þessar tölur í sjálfú sér góðar töiur og við munum því ekki endurskoöa okkar spá á grundvelli þehTa,“ sagði Þórðui-. -gse í dag mælir Dagfari Loðdýrabændur Landbúnaðarvandamálið er al- þekkt. Það felst í því að þjóðin legg- ur fram milljarða styrki til fram- leiðslu á landbúnaðarframleiðslu sem enginn markaður er fyrir. Þjóðin leggur fram meiri styrki í formi niðurgreiðslna til að gera vöruna ódýrari en aflt kemur fyrir ekki. Hún gengur ekki út. Þá er gripið til þess ráðs að flytja kinda- kjöt til útlanda með útflutnings- bótum, sem jafngildir því að íslend- ingar borga með hverju kílói. Samt selst ekki kjötið. Þá er brugðið á það ráð að efna til sérstakrar út- sölu á úrvalskjötinu sem erfjörutíu prósent bein og fjörutlu prósent fita. Eitthvað stendur þessi fæða samt í neytendum og þegar allar þessar aðferðir hafa verið notaðar til að koma kindakjötinu ofan í þjóðina er brugðið á það ráð að urða kjötið á öskuhaugunum. Þessi landbúnaðarstefna er löngu orðin fræg og allar ríkisstjómir standa þéttan vörð um nauðsyn þess að landbúnaðurinn framleiði sem mest hann má. Eitthvað hafa samt bænduriúr sjálfir fengið bakþanka því sumir þeirra hafa snúið sér að loðdýra- rækt sem aukabúgrein, samkvæmt eindreginni hvatningu frá stjóm- stöður landbunaðarins og sveit- anna til að halda þeim í byggð. Það má ekki fyrir nokkum mun missa bændastéttina úr sveitunum og leggja niöur landbúnaðarfram- leiðslu sem þjóðin hefur ekki efni á að borða. Bændur em upp til hópa bæði þjóðhollir og trygglyndir gagnvart stjórnmálaflokkum sem standa vörð um sveitir landsins. Þeir hófu þess vegna loðdýrarækt af miklu kappi og loðdýrabú risu upp um allar sveitir eftir að stjómvöld létu þjóðina leggja fram fé til að styrkja aukabúgreinar til hliðar við að- albúgreinamar. Ekki vom bændur fyrr búnir að setja upp búin og markaðssetja framleiðsluna en í Ijós kom að enginn markaður var fyrir hendi. Skinnin seldust ekki. Og nú var ekki hægt að niðurgreiða og ekki einu sinni hægt að greiða útflutningsbætur, vegna þess að enginn vildi einu sinni kaupa skinnin á niðursettu verði. Ekki dugar heldur að urða skinn- in og nú blasa þau örlög við loð- dýrabúunum að þau em öll gjald- þrota ef ekki veröur gripið í tau- mana. Einhver gæti kannski haldið að ef loðdýrabú yrðu gjaldþrota, þá yrðu þau gjaldþrota og þessi aukabúgrein þar með lögð niður. En til þess mega stjómmálaflokkar og ráðherrar ekki hugsa enda verð- ur að vemda sveitimar og halda þeim í byggð með öllum ráðum samkvæmt ríkjandi landbúnaðar- stefnu. Niðurstaðan er sú að ráðherra hefur lagt til aö lánum sem hvíla á búgreininni verði breytt í víkjandi lán sem þýðir að ekki þarf að borga lánin, nema bændumir eigi fyrir þeim. Einnig kemur til greina af hálfu ráðherra að afskrifa lánin, það er að segja að strika þau út með einu pennastriki og láta sem þau hafi aldrei verið tekin. Þess má geta í framhjáhlaupi að pening- amir, lánin og styrkimir, sem hafa runnið til loðdýrabúanna, eru að sjálfsögðu teknir af skattpeningum alveg eins og niðurgreiðslurnar og útflutningsbætumar og verðbæ- turnar sem eru greiddar fyrir kjöt- ið sem fer á haugana. Landbúnaðarstefnan stendur sína pligt. Við henni má ekki hrófla. Sveitunum verður að halda í byggð og skiptir þá auðvitað engu, hvort framleitt sé búvara sem eng- inn hefur efni á að kaupa, eða hvort ráðist sé í aukabúgreinar, sem eng- inn hefur efni á að stunda. Áfram skal haldið með loðdýraræktina, þótt hún sé gjaldþrota og eigi ekki fyrir skuldum. Okkur þykir vænt um bændurna og kindumar og loð- dýrin og skítt veri þá með hitt, hvort reksturinn beri sig. Þjóðin heldur áfram aö greiða fyrir kjötið sem fer á haugana og hún heldur áfram að veita lán, sem ekki eru rukkuð og bændumir haida að sjálfsögðu áfram að framleiða loð- dýraskinn, sem ekki seljast. Aðal- atriðið er að fólkið hafi eitthvað að gera. Mestu máli skiptir að land- búnaðarstefnan ríki sem fyrr og stjómmálaflokkarnir standi vörð um framleiðsluna í sveitunum með því að senda þjóðinni reikninginn. Um þetta emm við öll sammála, ekki satt? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.