Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1989. Úflönd Beindi þotunni til Eystrasalts Áöur en flugmaður sovésku MIG- 23 orrustuþotunnar, sem hrapaði á hús í Belgíu í fyrradag, varpaði sér út í fallhlíf yfir Póllandi beindi hann henni í átt að Eystrasalti. Hélt flug- maðurinn að þotan myndi brotlenda þar, að því er foringi í sovéska flug- hemum sagði í gær. Segja Sovétmenn að flugmaðurinn hafi orðið var við bilun skömmu eft- ir flugtak í Kolobrzeg í Póllandi sem er á norðurströnd landsins. Hefði þotan, sem var í æfingaflugi, lækkað ört flugið og hann því varpað sér út. í stað þess aö fara í átt til Eystra- saltsins flaug þotan á sjálfstýringu í nær þúsund kílómetra yfir Pólland, Austur- og Vestur-Þýskaland og Holland áður en hún varð eldsneytis- laus í Belgíu og brotlenti á húsi með þeim afleiðingum að einn maður beið bana. Sovétríkin hafa harmað at- burðinn og boðist til að greiða Belg- um fullar bætur. Sovéskar sveitir eru sagðar hafa fylgst með flugvélinni þar til hún hvarf úr augsýn. Flugvélar eru einn- ig sagöar hafa svipast um eftir henni á Eystrasalti. Vamarmálaráðherra Sovétríkj- anna, Dmitry Yazov, sagði í viðtali við sovésku fréttastofuna Tass í gær að þotan hefði ekki komið fram á ratsjám í Póllandi og Austur-Þýska- landi. Sagði hann þaö með öllu óskilj- anlegt og atvikið kalla á ítarlega rannsókn. Vestrænir hemiálasérfræöingar segja atvikið vandræðalegt fyrir Var- sjárbandalagsríkin en ekki væri hægt að draga ályktanir um loftvam- ir þeirra af því. Þykir atburðurinn minna á flug Vestur-Þjóðverjans Matthíasar Rust sem árið 1987 komst óséður um sjö hundmð og fimmtíu kílómetra leið yfir sovésku yfirráðasvæði og lenti á Rauða torginu í Moskvu. Rust flaug frá Finnlandi á lítilli eins hreyfils flugvél. í sovésku MIG-23 þotunni var sjálf- virkur flugriti sem geymir upplýs- ingar um starfsemi hennar og stjóm- kerfi. Rannsókn á honum gæti leitt í ljós hvað fór úrskeiðis. Hafa Belgar fallist á beiðni Sovétmanna um aö fá að hirða flak flugvélarinnar. Reuter Flak sovésku orrustuþotunnar fjarlægt úr rústum húss sem hún hrapaði á í Belgíu á þriðjudaginn. Simamynd Reuter ■ Helgarmarkaður DV ■ Helgarmarkaður ■ Helgarmark Verslunin Gæðakjör Seljabraut 54 og Leirubakka 36 OPtÐ 10-14 LAUGARADAGA Allt á grillið ★ Heimsendingarþjónusta ★ WEIBA FYRIR MINNA tfERÐ PÚ ÞARFT EKKI AÐ LEITA LENGRA Velkomin í Grundarkjör alla virka daga frá kl. 9.00-20.00 lauqardaqa frá kl. 10.00-14.00 38121 1fr~ rniii—m 6RUNDARKJÖR Opií jCjj) Stakkahlíð 17 Sími Furugrund 3 Síwi KJOTVAL Iðufelli 14, s. 74550 MV°9 V)íið OPIÐ 9.00 - 20.00 alla daga vikunnar nema sunnudaga Mikið vöruúrval - lágt verð SELJAKAUP 1 - Kleifarseli 18, s. 75644 - Opið laugardaga 10-16 Mikið vöruúrval - Góð þjónusta - SVEINSBÚÐ Bræðraborgarstíg 43 - sími 14879 ADIA> Föstudaga til kl. 19. Laugardaga kl. 10-14. Nautakjöt - svínakjöt - folaldakjöt í úrvali Fransmann franskar, kr. 138 Nautahakk, 1. fl„ kr. 650 kg Mjólk, 1 I, kr. 61_Nautahakk, 2. fl„ kr. 520 kg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.