Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 12
12 Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Fjórir flokkar vaðmáls Þeim fjölgar stöðugt, sem átta sig á, að afskipti ríkis- ins af landbúnaði eru eitt af því, sem veldur þjóðinni mestum vandræðum í lífsbaráttunni. Síðast lagði for- maður Alþýðuflokksins orð í þennan belg í hreinskilnis- legu spjaÚi við málgagn sitt um helgina. Þar áður höfðu hagfræðingar í Háskóla og Seðla- banka tekið undir það sjónarmið, sem til skamms tíma var fáeinna sérvitringa, að ríkisrekstur landbúnaðarins væri orðinn þjóðinni óbærilegur. Jafnvel Morgunblaðið hefur stunið upp hliðstæðum athugasemdum í leiðara. Yfirleitt eru það sömu atriðin, sem stinga í augu gam- alla og nýrra gagnrýnenda keríisins. Menn vilja ekki, að ríkið kaupi búvöruna og slíti þar með tengsh fram- boðs og eftirspurnar. Því vilja menn ekki ffamlengja búvörusamninginn Ulræmda, þegar hann rennur út. Menn vilja ennfremur opna búvörukerfið með því að leyfa erlendum vörum að halda uppi samkeppni og lækka vöruverðið. Það mundi bæta hag neytenda og létta byrðum af skattgreiðendum. Flestir vilja hka, að stefnt verði að afnámi niðurgreiðslna og styrkja. Jón Baldvin Hannibalsson gengur lengra í röksemda- færslunni á sama hátt og gert hefur verið hér í blaðinu. Hann bendir á, að fjórir stjórnmálaflokkar hafa bann- helgi á að orða nokkuð skynsamlegt í máhnu, jafnvel þótt hinir sömu flokkar kveini um hátt matarverð. Þessir flokkar eru auðvitað Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðubandalagið og Kvenna- hstinn, fjórir öflugustu óvinir neytenda og skattgreið- enda í landinu. Framsóknarflokkurinn sker sig ekki úr, því að hinir yfirbjóða hann gjarna í rughnu. Munur Framsóknarflokks og Kvennahsta er fyrst og ffemst sá, að hinn fyrri telur sig vera að gæta hags- muna bænda og að hinn síðari telur sig vera að gæta hagsmuna bændakvenna. Að öðru leyti eru vaðmáls- sjónarmiðin hin sömu hjá þessum miðaldaflokkum. Munur Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags er fyrst og ffemst sá, að hinn fyrri er Framsóknarflokkur, sem telur sig styðja „vamir landsins", en hinn síðari er Framsóknarflokkur, sem telur sig vera „gegn her 1 landi“. Að öðm leyti er vaðmáhð sama hjá báðum. Segja má Alþýðuflokknum til hróss, að þar hafa menn helzt viljað hrófla við glæpnum. Gylfi Þ. Gíslason lýsti stundum áhyggjum af landbúnaðarkerfinu. Og Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra leyfir erlendu smjörhki að keppa við innlent smjör í takmörkuðum mæli. Hinn sami viðskiptaráðherra framdi þau helgispjöh á Alþingi í vetur að kvarta yfir ofbeithini í landinu. Enginn studdi hann þar. Þvert á móti reis vaðmálshð allra flokka upp á afturfæturna og átti tæpast orð til að lýsa hneykslun sinni á sannleiksorðum ráðherrans. Og nú hefur formaður Alþýðuflokksins stigið skrefið til fulls og upplýst, að ekki sé unnt að stjóma landinu fyrir landbúnaðrmgh, sem kostar þjóðina flölda mihj- arða króna á hverju ári. Hann hefur greinhega séð ljós- ið og er kominn í raðir svonefndra sérvitringa. Hitt flæktist meira fyrir honum að sannfæra lesendur um, að rétta leiðin út úr myrkrinu væri á vegum Al- þýðuflokksins. Satt að segja hafa upphlaup í þeim flokki út af landbúnaði verið tilviljanakennd. Enginn mark- viss málafylgja hefur sézt innan ríkisstjómarinnar. En orð em til alls fyrst. Viðtal formannsins er tákn um, að þinghð og þingfylgi fara senn að grisjast af vað- málshðinu, sem þjóðin lætur halda sér í gíshngu. Jónas Kristjánsson FIMÍVITUDAGUR 6. JÚLÍ 1989. Misgengi fasteignaverðs og lánskjara kemur fram er lánskjaravisitala hækkar meira en söluverð húsnæðis. Fyrirtæki og flölskyldur: Margir tapa á misgengi Hið flókna verðtryggingarkerfi hér á landi veldur ýmiss konar misgengi. Misgengi lánskjara og launa. Misgengi fasteignaverðs og lánskjara. Misgengi veldur hús- byggjendum búsiíjum og stuölar að gjaldþroti fyrirtækja. Misgengis má vænta reglubundið, ekki sjaldnar en einu sinni á áratug. Fyrirtæki takast nú á við afleiöing- ar misgengis líkt og almenningur fyrir fáum árum. Misgengi lánskjara og launa Oftast er rætt um misgengi láns- kjara og launa. Það gerist þegar greiðslur af húsnæðislánum hækka meira en tekjur launþega. Sumir valdamiklir aðilar viður- kenna ekki að misgengi valdi al- varlegmn vanda. Almenningur skilur þó að misgengi hefur slæmar afleiðingar. Mikið vantar upp á að menn skilji orsakir og afleiðingar þess. Flestir gera sér þó grein fyrir því að verðtrygging lána veldur miklu. Orsakimar má rekja til samsetningar lánskjaravísitölunn- ar, í byijun þessa árs var grundvelli lánskjaravísitölunnar breytt hús- næðiskaupendum í hag. Nýja vísi- talan mun valda helmingi minna misgengi en sú gamla. Launþegar munu fljótlega njóta góðs af breyt- ingunni því nýs misgengis má vænta innan fárra ára. Hækkun raunvaxta veldur einnig misgengi lánskjara og launa. Vaxtahækkan- ir 1984-1988 sköpuöu til dæmis meira misgengi en lánskjaravísi- talan gerði sjálf 1983. Misgengi íbúöaverðs og lánskjara Með misgengi eiga flestir við mis- gengi lánskjara og launa sem áöur var lýst. Önnur tegund misgengis hefur þó ekki síður alvarlegar af- leiðingar fyrir húseigendur. Það er misgengi fasteignaverðs og láns- kjara. Það kemur fram þegar láns- kjaravísitala hækkar meira en söluverö húsnæðis. Misgengi láns- kjara og fasteignaverðs hefur áhrif á eignir almennings sem em aðal- lega bundnar í íbúðarhúsnæði. Skuldlaus eign launþega er oftast söluverð íbúða þeirra að frádregn- um skuldum. Viö misgengi lánskjara og fast- eignaverðs hækka lánin meira en söluverðið. Viö það minnkar eign- arhluti fólks í húsnæðinu. Mis- gengið hefur sömu áhrif og eigna- upptaka. Launamenn, sem skulda mikið, geta tapað aleigunni. Til dæmis má nefna fjölskyldu sem átti liðlega 20% af íbúð sinni skuld- laus haustið 1982. Vorið eftir neyddist hún til aö selja. Þá höfðu lán hækkað svo mikiö aö flölskyld- an hafði tapaö öllum eignum sín- um. Tvöfalt misgengí Þær gerðir af misgengi, sem áður KjaUaiinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur kaupendur fyrir fáum árum. Þau eiga í greiðsluerflðleikum. Tekjur em of litlar til að standa undir af- borgunum. Fyrirtækin mæta vand- anum eins og húsbyggjendur áður með töku nýrra lána eða skuld- breytingum. Fyrirtækin reyna eftir mætti að selja eignir til að minnka rekstrarkostnað. Við það lenda þau í sama vanda og húsnæðiskaup- endur fyrir fáum árum. Misgengi lánskjara og verðs atvinnuhúsnæðis Atvinnufyrirtæki horfast í augu við misgengi fasteignaverðs og lánskjara ekki síður en einstakl- ingar. Söluverð atvinnuhúsnæðis hefur á undanfómum árum lækk- að samanborið við breytingar á lánskjörum. Markaðsverð er nú „Fyrirtæki takast nú á við afleiðingar misgengis líkt og almenningur fyrir fáum árum.“ vom nefndar, haldast oft í hendur. Það má nefna tvöfalt misgengi. Það varð síðast 1983. Tvöfalt misgengi hefði einnig gerst 1967 og 1975 ef lán hefðu verið verðtryggð. Árin 1983 til 1985 lentu fjölskyld- ur í greiðsluerfiöleikum vegna minnkandi ráðstöfunartekna og versnandi lánskjara. Þær sem ekki gátu staöiö í skilum neyddust til aö selja húsnæði sitt. Misgengi lánskjara og fasteignaverðs varð á sama tíma. Við það minnkaði skuldlaus eign launþega. Fjöl- skyldur í greiðsluerfiðleikum urðu af þeim sökum að selja á versta tíma. Sumar töpuöu aleigunni. Þær ijölskyldur sem auðnaðist að leysa vandann án þess aö selja húsnæði sitt sluppu betur. Söluverð íbúðar- húsnæöis hækkaði. Viö það jókst eignarhlutur húseigenda aftur. Ár- in 1987 og 1988 hækkaði verðið svo mikið að áhrif misgengisins hurfu. Misgengi í atvinnurekstri Vandamálum margra fyrirtækja má líkja við greiðsluerfiðleika hús- byggjenda sem áður var lýst. Þau hafa undanfariö lent í tvöfóldu mis- gengi eins og launþegar. Greiðslu- byrði af lánum fyrirtækja hefur þyngst meira en svarar til aukning- ar á tekjum. Það er hliðstætt mis- gengi lánskjara og launa hjá dæmi- gerðum launþega. Orsakir mis- gengisins má rekja til hækkandi raunvaxta og verðtryggingar lána. Tekjur fyrirtækja í mörgum at- vinnugreinum hafa ekki hækkað til jafns viö lánskjör. Það á ekki síst við framleiöslufyrirtæki sem selja á erlendan markað. Fyrirtæki verða að takast á við hliðstæðan vanda og húsnæðis- með því lægsta í langan tíma. Til dæmis er söluverð skrifstofuhús- næðis um 15% lægra en meðalverö undanfarinna ára reiknað á föstu verðlagi. Fyrirtæki, sem leita lausnar á greiðsluerfiðleikum með því að selja fasteignir, lenda í hlið- stæðum vanda og eigendur íbúðar- húsnæðis. Áhvílandi veðlán hafa hækkað meira en markaðsverð húsnæðisins. Fyrirtæki, sem selja eignir, geta af þeim sökum reiknað með að tapa umtalsverðum fjár- hæðum vegna hins lága fasteigna- verðs. Fyrirtæki tapa stórfé á mis- gengi Mörg fyrirtæki lenda á þessu ári í sama vanda og húsbyggjendur í greiösluerfiðleikum fyrir fáum árum. Misgengi tekna og lánskjara veldur greiðsluerfiðleikum. Þrátt fyrir skuldbreytingar og nýjar lán- tökur þurfa mörg fyrirtæki að selja eignir til að létta greiðslubyrði. Það gerist á versta tíma. Vegna mis- gengis fasteignaverðs og lánskjara tapa þau stórfé á sölunni. Til að skýra hvaö gerst hefur má taka dæmi af litlu fyrirtæki sem í árslok 1987 átti skuldlaus 25% af verði húsnæðis sem þaö starfaði í. Á húsnæöinu hvíldu verðtryggð lán. Fyrirtækið lenti í greiðsluerf- iðleikum og afréð að losa fiármagn með því aö sefia eignina. Þegar frá sölunni hafði verið gengið kom í fiós að verðið hafði hækkaö mun minna en lánin sem á eigninni hvíldu. Fyrirtækið hafði tapað 60% af eign sinni vegna misgengis láns- kjara og fasteignaverðs. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.