Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Síða 13
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1989. 13 Þjóðarflokkur og þjóðfélagið Eitt af kjörorðum þeirra er fará með stjómun á framleiðslu í land- búnaði er orðið offramleiðsla. Of- framleiðsla verður því aðeins til að verið sé að framleiða vöru sem ekki er hægt að selja. Vörur fram- leiddar* í landbúnaði eru ein af frumþörfum mannsins og hljóta því að vera vel seljanlegar gegn sanngjörnu verði. Eitt er víst. Á útsölum þeim sem haldnar hafa verið á þessum vömm hefur ekki þurft að kvarta undan lítilli að- sókn. Það sem einkum hefur þó verið neikvætt við þessar útsölur er að þær em flestar á Reykjávíkur- svæðinu þar sem verð á matvöm er að jafnaði lægst á landinu. Fólki á landsbyggðinni er yfirleitt ekki boðið upp á þessi vildarkjör land- búnaðarins. Hvers vegna? Verðmyndun Verðmyndun á landbúnaðarvör- um er eitt af mestu undmm okkar samfélags. Bændur landsins virð- ast vera sofnaðir gagnvart stein- ranninni verðlagsnefnd sem á eng- an hátt virðist fylgjast með nýtingu afurða þeirra er hún er að verð- leggja. Því síður virðist sú nefnd leita ódýmstu leiða til þess að koma þessari vöm til neytenda. Skoðum dæmi: Nú er farið að selja á uppsprengdu verði þá hluta kjötskrokks sem áður voru „og era í verðmyndun“ taldir úrkast og KjaUarinn Guðbjörn Jónsson í varastjórn Þjóðarflokksins ekki söluhæfir. Þar á ég við t.d. síöurif, sem farið er að selja krydd- legin á háu verði, hálsliði, skanka o.m.fl. Ég læt mér ekki detta í hug að verðlagsnefnd hafi ekki orðið vör við þessa breyttu nýtingu á vörum þeim er hún verðleggur. Væri ekki ráð að spyrja hana hvers vegna ekki hafi verið farið fram á lækkun á verði annarra flokka í kjölfar þessarar breyttu nýtingar? Hvernig má lækka verðið? Það er ekki ósanngjamt að ég sé spurður þessarar spumingar. Ef við ætlum að lækka verðið verðum við að komast út úr þeirri ímynd að bændur séu baggi á þjóðfélag- inu. Auðvelt er að sýna fram á að baggi þjóðfélagsins er víðs fjarri sveitum landsins. Eitt af mörgum skrefum, sem ég vildi stíga til lækk- unar á verði, er fækkun millihða og einnig að gera þá ódýrari með hörðu aðhaldi. Annar þáttur, sem gæti skilað lægra vömverði til neytandans en sama verði til bónd- ans, væri að nýta betur þær frysti- kistur sem nú eru á flestum heimil- um landsins. Ég vil láta sláturhúsin selja kjöt í sláturtíðinni gegn allt að 12 mán- aða skuldabréfum til bæði einstakl- inga og fyrirtækja. Skuldabréf „Af umfjöllun fjölmiöla gæti maður haldið að í sveitum landsins byggi sam- ansafn af fégráðugu fólki.“ Nú er farið að selja á uppsprengdu verði þá hluta kjötskrokks sem áður voru taldir ósöluhæfir. þessi gæti svo viðskiptabanki slát- urhússins keypt til fjármögnunar á greiðslum til bænda. Með skyn- samlegri verðlagningu frá slátur- húsi, þar sem þessi leið mundi lækka mjög fjármagnskostnað þeirra, mundi þetta lækka verulega verð á kjöti til neytenda. Þetta er bara ein af mörgum leiðum til þess að lækka verð til neytenda. Útflutningur Eitt af því sem bændum landsins hefur verið tahn trú um er að ekki sé hægt að selja kjöt úr landi nema greiddar séu með því háar fjár- hæðir. Þetta er alveg skelfileg firra og er furðulegt aö bændur skuh hafa látið telja sér trú um þessa vitleysu. Mörg undanfarin ár hefði verið hægt að selja úr landi allt það kjöt sem hægt hefði verið að framleiða hér ef aðeins hefði fengist th þess leyfi. Þessi útflutningur hefði getað skilað fuhu verði til bænda og slát- urhúsa en endurskoða hefði þurft álag millihða, þó einkum frysti- og geymslukostnað, th þess að þessi útflutningur skhaði hagnaði. Eru bændur þjóðarböl? Af umfiöUun fiölmiðla gæti mað- ur haldið að í sveitum landsins byggi samansafn af fégráðugu fólki. Þó eflaust megi finna slíkt fólk þar eins og annars staðar er fremur að finna í sveitum fóm- arlömb rangrar ráðgjafar og mis- viturlegrar póhtískrar landbúnað- arstefnu en fólk með afbrigðUegar hugsanir. Of margir í sveitum landsins hafa látið glepjast af fagurgala og aukið framleiðslu meira til hærri afborg- unargetu en tU þess að skUa betri lífsafkomu. Annar þáttur, sem hart hefur bitnað á sveitum landsins eins og öðrum, er hringlandaháttur og stefnuleysi stjórnvalda. Þriðji þátturinn, sem nefna má sem plag- ar sveitir þessa lands, er gmndvall- arvUla í hugsunarhætti þeirra er framleiðslu og verðlagningu land- búnaðarvara stjórna. Þjóðarflokk- urinn vUl hrista upp í allri þessari vitleysu. Þjóðarflokkurinn telur auðvelt að lifa góðu lífi í þessu landi. Og hann mun sýna það ef hann fær styrk tU. Guðbjörn Jónsson Hásetar á íslenskum farskip- um með lægsta grunninn Hásetar á kaupskipum hafa mátt þola valdníðslu. Innan tíðar skeUur á yfirvinnu- bann og tímabundið verkfall háseta á kaupskipum sökum lélegra grunntaxta sem em í dag 1.000 kr. hærri en atvinnuleysisbætur á mánuði. Finnst þjóðinni þetta ekki skrítið á meðan Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefur 270.666 kr. í mánaðarlaun sem er rúmlega sjöfalt meira en háseti á byrjunarlaunum? Svipa fyrir atvinnurekendur Á undanfömum áram hafa há- setar á kaupskipum mátt þola mestu valdníðslu fyrr og síðar á friðartímum í formi lagasetninga og útflöggunar, en óþolandi er að lög landsins séu notuð sem svipa fyrir atvinnurekendur í lýðræðis- legum ríkjum. Það furðulegasta í þessu máh er að þeir stjómmála- menn, sem tala mest um frelsið og þykjast vUja það, em verstir í þessu máh og ef menn dirfast að vera svo fijálsir að fara fram á hærri laun þá er hringt í pöntunarfélagið í Stjórnarráðinu og sú hegðan látin varða við landslög. Hjá sumum skipafélögum tekur fólk ekki laun eftir umsömdum launatöxtum heldur fær greidd laun eftir geðþótta atvinnurekand- ans í formi yfirborgana, nema þeir sem leita réttar síns hjá viðkom- andi stéttarfélagi. Þetta hefur verið stefna til að brjóta niður íslenska verkalýðshreyfingu, en við hásetar búum við taxtakaup og ekki krónu meira. Þetta er skrýtið. Það vekur furðu hjá mér hvers vegna íslenskar kaupskipaútgerð- KjaUaiinn Jóhann Páll Símonarson er í trúnaðarmannaráði Sjómannafélags Reykjavikur ir, sem sigla í skjóh einokunar með einhverja dýmstu frakt í heimi, geta ekki samið viö farmenn um kaup og kjör á meðan skipafélögin keppast sem óðast við að fiárfesta í fyrirtækjum innanlands og er- lendis, þrátt fyrir slæma útkomu í rekstri. Fjarvistir verði metnar Að lokum vU ég benda á varðandi komandi kjarasamninga að mikil- vægast er að störf farmanna og fiarvistir frá heimih og fiölskyldu verði að fullu metnar, auk einangr- unar á vinnustað, svo sem gera átti með kjaradómi árið 1979. Þá treystu dómendur sér ekki til að meta atriði þessi. Og ennfremur krefiast þess að fritt fæði farmanna veröi undanþegið skatti, enda engu lagi líkt að farmenn skuli þurfa að greiða skatt af fríu fæði sem þeir fá á meðan þeir era tU sjós. Nýlega var viðtal í ríkisútvarpinu við Þórarin V. Þórarinsson, reynsluhtinn talsmann VSÍ, um aö ekki væri hægt að borga hærri laun nema skipafélögin fengju farm- gjaldahækkun. Mikið var ég hissa á þessum ummælum hjá hinum óreynda framkvæmdastjóra VSÍ þegar hann er allt í einu orðinn talsmaöur verðlagsstjóra á sama tíma og ónefndur forstjóri labbar með 90 mUljónir yfir í Flugleiðir og kaupir verölaus hlutabréf í Flugleiðum sem innan tíðar verða orðin ein htíl deUd innan SAS sök- um mikihar samkeppni. Jóhann Páll Símonarson „Hjá sumum skipafélögunum tekur fólk ekki laun eftir umsömdum launa- töxtum heldur fær greidd laun eftir geðþótta atvinnurekandans í formi yfirborgana, nema þeir sem leita réttar síns hjá viðkomandi stéttarfélagi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.