Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1989. 9 Útlönd Gorbatsjov Sovétforseti og Raisa, kona hans, fyrir hádegisverðarboö er haldið var þeim til heiðurs í Frakklandi. Á myndinni má einnig sjá Michel Rocard, franska forsætisráðherrann. Simamynd Reuter Gorbatsjov ávarpar þing Evrópuráðsins Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti mun í dag ávarpa fulltrúa hinna tutt- ugu og þriggja aðUdarnkjá Evrópu- ráðsins í Strasbourg. Ávarp forset- ans, sem kemur í kjölfar opinberrar heimsóknar hans til Frakklands, markar viss tímamót í 40 ára sögu Evrópuráðsins; það verður fyrsta ávarp leiðtoga austantjaldsríkis á þingi þess. Andres Björck, sem situr í forsæti þings Evrópuráðsins, kvaðst telja að Sovétleiðtoginn mundi fjalla um mannréttindi í ræðu sinni í dag en baráttan fyrir auknum mannréttind- um er ein grundvallarhugmynda ráðsins. Fulltrúum Sovétríkjanna, Ungverjalands, Póllands og Júgó- slavíu hefur verið boðin sérstök áheymaraðild að Evrópuráðinu með þeim fyrirvara þó að ráðið fjalli ár- lega um stöðu mannréttindamála í þessum löndum. Fréttaskýrendur búast við að Gor- batsjov muni leggja fyrir þing ráðs- ins hugmyndir sínar um sameigin- lega Evrópu undir eitt þak en forset- inn hefur hvatt til aukinnar sam- vinnu austurs og vesturs á megin- landi Evrópu. Hann hefur lagt til stofnunar „evrópsks samfélags" er nái frá Atlantshafi til Úralfialla. Heimsókn Gorbatsjovs til Frakk- lands var um margt ólík fyrri heim- sóknum Sovétleiðtogans til Vestur- landa. Þegar hann sótti Kohl, kansl- ara V-Þýskalands, heim eigi alls fýrir löngu myndaðist nokkurs konar „Gorbaæði“ meðal V-Þjóðveija. Minna hefur verið um slíkt í Frakk- landi og segja fréttaskýrendur að Sovétleiðtoginn hafi ekki náð til fransks almennings. Markmið ferðar Gorba'tsjovs var að afla umbótatilraunum sínum í Sovétríkjunum stuðnings meðal leið- toga Vesturlanda og leita eftir hag- stæðum viðskiptasamningum. Leið- togamir tveir, Gorbatsjov og Mitter- rand, undirrituðu níu samninga á sviði efnahagsmála á fyrsta degi heimsóknarinnar og er því óhætt að segja að á því sviði hafi heimsóknin tekÍStvel. Reuter Knörr á Akranesi kynnir: Höfum hafið framleiðslu á 9,9 tonna yfirbyggðum fiskibátum. Stefnt er að: • auknu öryggi • betri aðbúnaói • betri meðferð afla • betri vinnuaðstöðu • meiri hagkvæmni Helstu kostir bátsins eru: • Öll vinna á sjó fer fram undir þiljum. Lúgur eru aðeins opnaðar á meðan veiðarfæri eru lögð eða dregin. • Allur afli er ísaður í einangruð kör á sama vinnudekki. • Öll veiðarfæri eru undir þiljum á stíminu. Það er ómetanlegur kostur í snjókomu, ísingu eða ágjöf. • Beitingarvélar, sem henta í þessa bátastærð, eru nú komnar á mark- aðinn. Ef nota á slík tæki er yfirbygging nánast skilyrði. • Á handfæraveiðum fer afli beint í kör og sólarhiti veldur ekki vanda. • Á þorskanetum er aðbúnaður mjög góður þótt veður séu rysjótt og hættan þegar menn eru á ferli á dekki með netatrossur eða afla er úr sögunni. Einn bátur til afhendingar strax, kvóti fylgir. Leitið upplýsinga 17tlX1.1. SSSJ J\11U1 M. Sími 93-12367 93-12251 KENNARAR! LAUSAR STÖÐUR VIÐ GRUNNSKÓLA VESTMANNAEYJA Um er að ræða almenna kennslu, sérkennslu, raun- greinar og dönsku. Upplýsingar hjá skólafulltrúa e.h. í síma 98-11088. Frá Æfingaskóla Kennaraháskólans Tvo kennara vantar að skólanum skólaárið 1989-1990. Um er að ræða umsjónarkennara í sjöunda bekk með áherslu á stærðfræði og líffræði og stöðu tónmennta- kennara. Uppl. í símum 91-31781 og 92-46519. Skólastjóri. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ: Lausar stöður við framhaldsskóla Framlengdur umsóknarfrestur: Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til um- sóknar kennarastöður í stærðfræði og eðlisfræði. Stundakennara í íslensku vantar að Menntaskólanum við Sund. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 14. júlí nk. Menntamálaráðuneytið Hafírðu 1! smakkað vín - láttu þér þá ALDREI detta í hug /d^ að keyra! Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, slma, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 5.000,- • 1. $111111 SMÁAUGLÝSINGADEILD ' ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.