Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGrlUR 2i, SEÍTÉMBER1989.' Utlönd Torséða vélin í augum listamanns Hugmynd bandarísks listamanns um nýjustu herflugvél llughers Banda- rikjamanna, Lockheed F-117A Stealth-sprengjuvélina. Stealth-vélin, eða torséöa sprengjufiaugin, er eins sætis vél sem enn hefur ekkl verið tekín I notkun. Samkvæmt upplýsingum bandariska hersíns var hennl fyrst flogið í júni árið 1981. Afhentar hafa verið fimmtfu og tvær vélar af fimm- tiu og niu sem pantaðar voru. Vélamar munu sendar á herflugvöll i Nevada-fylkí i Bandaríkjunum. Símamynd Heuter Falast efftir Færeyjum Japanskt fyrirtaeki virðist reiðubúið aö kaupa Færeyjar. Hafa þær feng- iö tilboð um lán sem nemur 9'7 milljörðum danskra króna. Er sú upphæð einu og háifú sinni hærri en brúttóþjóðarframleiðsla Færeyinga. Mikil leynd hvílir enn yfír tilboðinu og samkvæmt bpnkastjóra Lands- bankans er enn ekki ljóst hver stendur á bak við tilboðið sem barst gegn- um miölara í London. Kveðst bankastjórinn ekki taka málið alvarlega fyrr en í ljós kemur hver býður lánið. Ritzau Vesturtönd styðji Sovétstjórnina Aö sögn bresks embættismanns sagöi Thatcher, breski forsætisráð- herrann, fyrrum forsætisráöherra Japans, Noboru Takeshita, að Vesturlönd yrðu að styöja efiia- hagslegar umbætur í Sovétríkjun- um. Forsætisráðherrann, sem er í heimsókn í Japan, sagöi að Vest- urlönd ættu að vinna meö Sovét- ríkjunum eins og frekast er unnt Japönsk dagblöð hafa aö mestu haft að engu ræðu Thatcher þar sem hún hvetur Japani til að opna markaði sína fyrir erlendum vör- Tltafcher, forsætisráöherra Bret- um erlendum að öðrum kosti geti lands, veifar til vegfarenda i Tokýo þeir átt von á refsiaögerðum. ®n ráðherrann er í opinberri heim- Stærstublöðlandsinsnefiiduvart sókniJapan. simamynd Reuter ræðu hennar sem haldin var á fundi með fulltrúum efnahagslífisins en sýndu þess í stað mynd af henni Kaifu ásamt núverandi forsætisráðherra. Hryðjuverkasamtök í Danmörku Yfirmaður dönsku lögreglunnar heldur þvi fram að í Danmörku séu mörg hryðjuverkasamtök reiðubúin til aðgerða þar, á hinum Norðurlönd- um eða fyrir utan þau. Lét yfirmaðurinn þessi orð falla við setningu al- þjóðlegrar ráðstefiiu lögreglumanna sem haldin er á Jótlandi Hann lýsti yfir andstöðu sinni gegn samevrópskri lögreglu sem ætlunin er að taki til starfa þegar innri markaður Evrópu verður að veruleika í lok ársins 1992. Kvaðst yfirmaður dönsku lögreglunnar vera hræddur um að ef vegabréfseftirlit yrði lagt niður á milli Evrópubandalagsríkj- anna yrði það alþjóðlegum hryðjuverkasamtökinn og eiturlyfiasölum í hag. Sömuleiðis myndi það auövelda starfsemi annarra glæpahringa. Ritzau Málaliðar í Kolumbíu Kolumbískur hermaöur gætir llugvélar grunaöra eiturlyfjasmyglara sem herinn gerði upptæka fyrr i vfkunni. Símamynd Heuter InnanrQdsráðherra Kolumbíu tilkynnti í gær að rannsókn á vegum rík- isins hefði leitt í fiós að málaliðar, 11 Bretar og 4 ísraelsmenn, hefðu tek- ið þátt i að þjálfa leigumorðingja kolumbískra eiturlyfiasmyglara á árun- um 1987 og 1988. Orlandi Vasquez Velasquez sagði að raunsóknin hefði einnig upplýst aö málaliðarnir hefðu áður starfað í sérsveitum er berjast gegn hryðjuverkasamtökum. Taliö er að átta helstu leiðtogar eiturlyfiasmygUmnga Kolumbíu hafi flúið land til Brasilíu. Allir eru þeir á lista Bandaríkjamanna yfir eftir- lýsta smyglara og hefur Bandarikjastjóm farið fram á framsal þeirra. Sagði einn brasilískur embættismaöur að mennimir væm að skipuleggja árás sína á Kolumbíu frá stöðvum sínum í Brasilíu. Reuter Giftusamleg björgun er Boeing 737-400 fórst í flugtaki Boeingþotan brotnaði i þrjá htuta þegar hún rann út i á við flugtak af La Guardia flugvellinum i New York í gærkvöldi. Simamynd Reuter New York: Bandarísk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-400 með 61 mann um borð rann út í East River (Austurá) í New York við flugtak af La Guardia flug- velhnum klukkan hálftólf í gær- kvoldi að bandarískum tima eða hálffiögur í nótt að íslenskum tíma. Að minnsta kosti fimmtíu manns em sagðir hafa komist lífs af. Þotan er í eigu bandaríska flugfélagsins USAir. Vitað er að þrír létu lífið þegar vél- in rann út af flugbrautinni og brotn- aði í þijá hluta. Mörgum farþeganna og áhafharmeðlimanna var bjargaö um borð í lögreglubáta af væng flug- vélarinnar. Aðrir björguðust úr ánni eftir að hafa rennt sér út um neyðar- útganga. Margir hrópuðu að þeir væru ósyndir þegar þeim var sagt að yfirgefa vélina sem var í áætlun- arflugi til Charlotte í Norður-Karól- ínu. Mikil þoka var og rigning þegar slysið varð. Þyriur með kafara voru sendar á slysstað og á árbakkanum vom yfir hundrað bílar reiðubúnir til að flytja slasaða á sjúkrahús. Farþegum bjargað um borð í lögreglubata. Simamynd Reuter Flugvébn sem fórst í gærkvöldi var sömu geröar og Aldís og Eydís, hinar nýju Boeingþotur Flugleiða. Sams konar vélar voru kyrrsettar um tíma í júní í kjölfar bilana í hreyflum. Flugvélin var einnig sömu gerðar og flugvélin frá breska flugfélaginu British Midland sem hrapaði á þjóð- veg í Bretlandi í janúar síðastliðnum með þeim afleiöingum að fiörutíu og fiórir biðu bana. Sovéski utanríkisráðherrann í Bandaríkjunum: Með nýjar tillögur í farteskinu Við komuna til Bandaríkjanna i gær kvaðst utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, Eduard Sévardnadze, hafa í farteskinu mikilvægar tillögur sem mtt gætu leiðina til samkomulags um fækkim hefðbundinna vopna í Evrópu. Sévardnadze, sem mun ræða við George Bush Bandaríkja- forseta í dag, sagði á óvæntum blaða- mannafundi á Andrews-herflugvell- inum í gær að hann hefði meðferðis bréf frá Mikhail Gorbatsjov forseta sem innihéldi „alvarlegar tillögur ... er myndu fiarlægja hindranir í vegi samningaviðræðna um hefðbundin“ vopn. Sévardnadze, sem mun ræða við hinn bandaríska kollega sinn, James Baker, á morgun og laugardag, hvatti einnig til bættra samskipta stórveld- anna. Bandarískir embættismenn segjast búast við aö Sévardandze komi með tillögur varðandi START- viðræðumar, samningaviöræöur um fækkun langdrægra kjamorku- vopna, en sovéski ráðherrann minnt- ist ekkert á slíkt. Hann skýrði heldur Eduard Sévardnadze, utanrikisráð- herra Sovétrikjanna, mun ræða við hinn bandaríska kollega sinn, Ja- mes Baker. Símamynd Reuter ekki nánar frá þeim tiliögum sem hann sagöist hafa með sér. Afvopnunarviðræður stórveld- anna munu hefiast að nýju í Genf þann 2. október að sögn bandarískra embættismanna. Síðustu umræöu- lotu START-viðræðnanna, sem stefna að því að fækka langdrægum kjamorkuflaugum um helming, lauk þar í borg 7. ágúst síðsthðinn. Yfirmenn samninganefndar beggja ríkja munu hittast 29. september, þremur dögum seinna en gert haíði veriö ráð fyrir vegna fundar Sé- vardnadze og Bakers. James Baker tilkynnti í gær um mildari afstöðu Bandaríkjastjómar í þessum málum og sagði að hún myndi falla frá þeirri kröfu sinni að Sovétmenn samþykki bann á færan- lega langdrægar landeldflaugar. Talsmaður utanríkisráöuneytis Sovétríkjanna kvað Sovétstjómina fagna tilkynningu Bakers en sagöi að enn væri margt sem ræða þyrfti um. Hann sagði einnig að tilboð Ba- kers væri háð því aö Bandaríkjaþing samþykkti fiárframlög til fram- leiðslu tveggja slíkra flauga. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.