Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989.
Fréttir
Fremsti bærinn 1 Austurdal í eyði:
„Okkur eru allar bjargir
bannaðar í slæmri færð“
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkröki:
Fremsti hluti Austurdals í Skaga-
firöi er án efa með afskekktustu
byggö landsins. Skatastaðir,
fremsti bærinn í dalnum, fer í eyöi
í haust. Fjölskyldan á Skatastööum
flytur að Stekkjarholti, bæ neðar í
sveitinni þar sem vegasambandið
er betra að vetrinum. Það hefur á
stundum gengið erfiðlega að koma
börnunum á Skatastöðum í skól-
ann og var síðasti vetur sérlega
erfiður í því sambandi. Börnin á
Skatastöðum eru fjögur og hafa
þijú þeirra náð skólaaldri.
Fljótlega eftir að komið er austur
fyrir Jökulsá vestri hækkar vegur-
inn talsvert og hggur í mikilh hæð,
grafinn eða sprengdur inn í fjalls-
hlíöina langleiðina inn að Skata-
stöðum.
„Það þýðir ekkert að moka veg-
inn að vetrinum. Það eina sem dug-
ar er að þjappa snjóinn niður með
beltavél og útbúa þannig slóð. Það
þyrfti að laga þennan niðurgrafna
veg en það fást bara aldrei neinir
peningar th þess,“ segir Guðjón
Kristjánsson, bóndi á Skatastöð-
um, en það hefur stundum reynst
honum harðleikið að komast í
kaupstað á Krókinn.
„Lengsta ferðin, sem ég man eftir
þangað, tók 17 tíma í mikilli ófærð,
bara aöra ' leiðina. Ef veður er
slæmt og ófærð mikil þýðir ekkert
fyrir mig að fara með krakkana til
móts við skólabílinn," sagði Guð-
jón.
Húsfreyjan á Skatastöðum er ung
kona úr Reykjavík, Guðrún Árna-
dóttir að nafni. „Það er ekki hægt
að búa við þetta óöryggi til lengd-
ar. Ef eitthvað kemur upp á að vetr-
inum þegar ófærðin er sem mest
eru manni ahar bjargir bannaðar.
Ég segi að þetta sé spuming um
það hvort manni þykir vænna um
börnin eða jörðina. Það er ekkert
gert fyrir veginn hingað fram eftir
þannig að það er ekki um annaö
að ræða en fara,“ sagöi Guðrún
húsfreyja þegar DV var á ferð í
Austurdal í sumar.
„Það er ekki skemmtilegt að
þurfa að fara frá þessu öhu. Hér
eru tvö íbúðarhús, þar af annað
nýlegt, byggt ’79-’80. Þá eru einnig
nýleg fjárhús fyrir 300 fjár og hlaða
sem tekur um 600 hestburði," sagði
Guðjón. Síðasta vetur var hann
með á þriðja hundrað fjár á fóðrum
og hafði þá nokkuð náð upp fjár-
stofninum aftur eftir mikinn fjár-
felh í kjölfar síðasta Heklugoss.
„Við vorum komin með á fimmta
hundrað fiár en misstum það niður
í 80 í öskufalhnu. Bæturnar, sem
maður fékk, sögðu ósköp htið. Ég
er hræddur um að það hefði eitt-
hvað heyrst í fólki á hinum al-
menna vinnumarkaði ef það hefði
misst svo stóran hluta af tekjum
sínum á einu bretti," sagði Guðjón
á Skatastöðum.
Egilsstaðir:
Nýja flugvallarhúsið á Selfossi er risið og áhugi fyrir flugi fyrir austan fjall. DV-mynd Kristján
Þroskaheftir
í Vonarlandi
fá sundlaug
Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstööum:
Á Vonarlandi, heimih þroskaheftra
á Egilsstööum, var nýlega tekin í
notkun ný sundlaug. Hún hefur veriö
í smíðum undanfarin 10 ár og er lang-
þráðu takmarki nú loksins náð. 14
vistmenn eru á Vonarlandi og sam-
býh fatlaðra á Egilsstöðum. Það eru
fyrst og fremst þeir sem njóta sund-
laugarinnar. Einnig nota laugina
eldri borgarar, sem ekki geta notað
venjulega sundlaug, og fatlaðir.
Byggingarkostnaður sundlaugar-
innar nemur um 13 milljónum króna
og af því eru um tvær mihjónir enn
ógreiddar. Mikill hluti byggingar-
kostnaðar er gjafafé. Hafa Lions-
menn, Kiwanis og tónhstarmenn á
Austurlandi einkum verið áhuga-
samir um stuðning við Vonarland.
Margar góðar gjafir bárust á vígslu-
daginn, m.a. gaf Sjálfsbjörg í Nes-
kaupstað lyftustiga fyrir laugina.
Forstöðumaður Vonarlands er Elísa-
bet Eygló Jónsdóttir.
Nýtt flugvallarhús:
„Sjáið hvernig þeir
gera þetta á Selfossi“
- næst verður flugbrautin breikkuð fyrir Fokkervélar
Kristján Einaissan, DV, Selfossi:
Nýlega var vígt nýtt hús á flugvellin-
um við Selfoss. Húsið er 50 m2 að
grunnfleti og er það ætlað fyrir mót-
töku og biðsal farþega auk aðstöðu
fyrir starfsemi Flugklúbbs Selfoss.
Ofan á húsinu er tumbygging fyrir
umsjónarmenn vaharins.
Mikih áhugi er fyrir flugi austan-
fiahs og er samtakamáttur mjög
sterkur meðal félagsmanna flug-
klúbbsins. Á örfáum árum hafa þeir
byggt tvær flugbrautir, tvö flugskýh
og nú húsið með flugturninum.
í vígsluræðu sagði Ragnar J. Ragn-
arsson, formaður Flugmálafélags ís-
lands, að Flugklúbbur Selfoss væri
dugmesti áhugamannafélagsskapur-
inn af þessu tagi á landinu. Væri oft
vitnað í starfsemi Selfossmanna og
sagt: „Sjáið hvernig þeir gera þetta á
Selfossi."
Nýja húsið kostaöi 1,6 mihjónir
króna og tekur Flugmálasfiórn þátt
í kostnaðinum. Næsta verkefni
klúbbsins er að breikka brautirnar
um fióra metra þannig að Fokkerinn
geti lent. Þegar það er búið er kominn
ágætur varavöhur fyrir innanlands-
flugið ef allt lokast í Reykjavík. For-
maður Flugklúbbs Selfoss er Jón I.
Guðmundsson yfirlögregluþjónn.
Sundlaugin hefur verið í byggingu i 10 ár og nam kostnaðurinn um 13
milljónum króna. DV-mynd Sigrún
Tvö húsanna eru 109 fermetrar að flatarmáli en það þriðja er fimm her-
bergja á 130 fermetrum. Reiknað er með að íbúar geti flutt inn fyrir jólin.
DV-mynd Hólmfríður
Verkamannabústaðir í ein-
býlishúsum á Raufarhefn
Hólinfríður Friðjánsdóttir, DV, Raufarhöfn:
Þrjár fiölskyldur flyfia inn í ný og
glæsileg einbýhshús fyrir jól ef áætl-
anir standast við byggingu nýrra
verkamannabústaöa á Raufarhöfn.
Eitt húsanna er byggt samkvæmt
svokölluðu kaupleiguíbúðakerfi. Tvö
húsanna eru 109 fermetrar með fiór-
um herbergjum. Það stærsta er fimm
herbergja, 130 fermetra hús. Húsin
verða öh afhent fullfrágengin úti sem
inni.
Umhverfi húsanna verður aht hið
glæsilegasta og meðal annars hafa
mörg hundruö trjáplöntur verið
gróðursettar í næsta nágrenni
þeirra. JJR trésmiðir sf. annast bygg-
ingu húsanna.