Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. Fréttir Ágreiningur um umhverfisráðuneytið hjá stjómarflokkunum: Utlit fyrir að starfs- svið þess verði skert ,,Ég hef nú frekar áhyggjur af því aö umhverfisráðuneytið verði of viðamikið heldur en hitt,“ sagði Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu íslands og væntanlegur umhverfis- ráðherra, þegar hann var spurður um það hvort hann óttaðist að hið nýja ráðuneyti fengi ekki þá mála- flokka sem að var stefnt. í kjölfar- ríkisstjómarfundar á sunnudaginn má ætla að svo verði. Ríkisstjórnin vinnur nú að frá- gangi á frumvarpi um umhverfis- ráðuneyti en ætlunin er að leggja fram lagafrumvarp þar að lútandi um mánaðamót október-nóvember. Samhliða því verður lagt fram frumvarp um Stjómarráðið. Á ríkisstjómarfundi á sunnudag- inn urðu harðar deilur um starfs- svið hins nýja ráðuneytis en það eru einkum málefni landgræðslu og skógræktar sem deilt er um. Nefnd, sem Jón Sveinsson, aðstoð- armaður Steingríms Hermanns- sonar, hefur veitt forstöðu, hefur lagt til að greint verði á milh fram- kvæmdar- og eftirlitshlutverks varðandi skógrækt og land- græðslu. Myndi það þá þýða að landbúnaðarráðuneytiö héldi áfram framkvæmdarhlutanum. Framsóknar- og alþýðubanda- lagsmenn munu vera þessu hlynnt- ir en samtök bænda hafa lagt áherslu á að þessi málefni verði ekki í hinu nýja ráðuneyti. Al- þýðuflokksmenn mótmæltu þessu enda hefur Jón Baldvin Hannibals- son lýst því yfir aö þessir mála- flokkar verði í hinu nýja ráöuneyti. Július Sólnes sagðist koma að þessum deilum með opnum huga entiþá og hann ætlaði að ræða viö fulltrúa bænda áður en hann tæki einhveija ákvörðun. Guðmundur Ágústsson, sem á sæti í nefnd Jóns Sveinssonar, sagði að ekki kæmi til greina annað en að landgræðslan yröi í um- hverfisráöuneytinu. Hluti skóg- ræktarinnar yrði hins vegar aö öll- um líkindum áfram í landbúnaðar- ráðuneytinu. -SMJ Flintstone GTI, árgerð 1990, með beinni skóspyrnu og öllu klabbinu, er kominn í Kópavoginn. Þessi gæðabill er til sýnis við bílaleiguna ÁG og hefur vakið óskipta athygli vegfarenda. Ekki er vitað hvort þessi glæsikerra er til sölu en víst þykir að hún verður ekki metin til fjár. DV-mynd GVA Rafiönaðarmenn: Vonir við baktjaldaþreifingar Sambands- laust í Þorlákshöfn Að sögn Jóhanns Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, er ekkert símasamband innanbæjar í Þorlákshöfn. Aftur á móti er bæði hægt að hringa til og frá bænum. Ekki hefur fengist undanþága til að gera við bilunina sem þessu veldur. í Reykjavík er óbreytt ástand frá í gær. í Múlastöö eru enn sambands- laus 128 númer og stirðleiki að ná sambandi hjá þeim símnotendum í borginni sem eru með númer sem byija á 60, 61, 62 og 68. Þá eru smábilanir víða hjá fyrir- tækjum. Til að mynda gat símaborð Landhelgisgæslunnar ekki gefiö samband við stjómstöð í morgun. Landsbankinn átti í erfiðleikum með símasamband innanhúss á dögunum og fleiri dæmi þessu lík hafa komið upp undanfama daga. -S.dór Lítil lækkun Valur Valsson, bankasfjóri ís- landsbanka, segir að einkabankamir fiórir, sem standa að íslandsbanka, lækki vexti sína sáralítið á morgun, hins vegar verði morgundagurinn notaður sem fyrsta skref til að sam- ræma vexti bankanna fiögurra en því verki verði aö fullu lokið um áramót- in þegar íslandsbanki tekur til starfa. Að sögn Vals munu Iðnaðar-, Verslunar- og Alþýðubanki lækka víxilvexti, forvexti, á morgun um 1 til 1,5 prósent en forvextir þeirra eru núna 29 prósent. Útvegsbankinn, sem nú er með 27 prósent forvexti víxla, muni hins vegar hækka þá um 0,5 prósent. Aðrir vextir verða óhreyfðir. -JGH Enginn formlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara hefur verið boðað- ur í kjaradeilu rafiðnaðarmanna. Einkaviðræður em aftur á móti í gangi við forráðamenn bæði útvarps og sjónvarps, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, varaformanns Raf- iðnaðarsambandsins. Fleiri þreifing- ar em raunar í gangi „ .. .því finna þarf leið út úr málinu fyrir samn- ingamenn ríkisins eftir öll stóru orð- in í upphafi verkfallsins. Þeir festu sig í alls konar yfirlýsingum en þurfa að komast frá málinu með sæmilegri reisn," sagði Guömundur Gunnars- son. í gær var fundur hjá rafiðnaðar- mönnum í verkfalli og þar var ákveö- ið að halda öllum undanþágum óbreyttum í sólarhring. Undanþágur verða því veittar frá degi til dags. í dag verður samningafundur hjá rafiðnaðarmönnum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þeirra samninga- gerð er nokkuð önnur en hinna þar sem þeir em með öllu lakari samn- inga en félagar þeirra hjá ríkinu. Vonir standa til að samningar náist við Reykjavíkurborg í dag. Ekki er tahð víst að þeir flýti fyrir samning- um þeirra sem vinna hjá ríkinu. -S.dór Árni verður forseti neðri deildar Alþingis „Það er rétt að þingflokkur Al- þýðuflokksins hefur farið þess á leit við mig að ég taki að mér forsæti í neðri deild Alþingis og ég hef orðið við því,“ sagði Árni Gunnarsson al- þingismaður en Alþýðuflokkurinn hefur haft þetta embætti. Kjartan Jóhannsson er nú orðinn sendiherra í Bmssel og þvi mun Ámi taka við því. Þá verða alþýðuflokksmenn að gefa eftir annað sæti sitt í fjárveitinga- nefnd en það fær Borgaraflokkunnn. Reyndar var það samkomulag við stjómarmyndun 1988 aö Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn hefðu sætið sitt hvort árið þannig að réttara væri að segja að Alþýðu- bandalagið sé að gefa eftir sæti sitt. Ásgeir Hannes Eiríksson, þing- maður Borgaraflokksins, tekur sæti í fiárveitinganefnd en það er Jón Sæmundur Siguijónsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, sem hættir þar. Þar með eignast Reykvíkingar full- trúa þar en það er fremur sjaldgæft. Síðast áttu þeir þingmann í fiárveit- inganefnd þegar Friðrik Sophusson sat þar 1983. Þá mun Borgaraflokkurinn fá for- mennsku í Fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar en þar hefur Eiður Guðnason verið formaöur. Guð- mundur Ágústssort tekur væntan- lega við því starfi en hann hefur einnig verið valinn þingflokksfor- maðurBorgaraflokksins. -SMJ Flugstöðin: Áfengi fyr- ir vinnu- félagana Kona hefur játaö að hafa keypt áfengi í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir vinnufélaga sína en hún hefur starfað' í flugstöðinni. Konan var að fara í ferö til útlanda og í fríhöfninni, þeirri sem ætluð er brottfararfarþegum, keypti hún sex áfengispela og fimm karton af sígar- ettum. Hún tók ekki varninginn með sér heldur skildi hann eftir í flugstöð- inni. Þar tóku vinnufélagar hennar áfengið og tóbakið. Tollverðir urðu varir við hvað kon- an var að gera og þegar hún kom heim var hún færð til yfirheyrslu. Þar játaði hún athæfi 'sitt. Málið er nú komiö til embættis ríkissaksókn- ara og þar verður ákveðið hvort kon- anverðurákærö. -sme Samstarf stjómarandstöðunnar á Alþingi: Friðjón fer aftur í fjárveitingamefnd Stjómarandstaöan er búin að ganga frá því hvemig hún mun standa saman að nefndakosningu á Alþingi en kosiö verður í nefndir á morgun, miövikudag. Það eru sjálf- stæðismenn, kvennalistakonur og frjálslyndir hægri menn sem standa aö samkomulaginu. Það flækir skiptinguna að fijálslyndir hægri menn sifia báðir i neðri delld. Styrkur sfiómarandstöðunnar færir henni 70 nefndarstörf af 170. Sjálfstæðísflokkurinn fær 49, Kvennalistinn 16 og Fijálslyndir hægri menn 5. Mest var deilt um sæti í fiárveit- ingarnefhd en sfiórnarandstaðan hefur þar fióra nefndarmenn af níu, eins og í fyrra. Þá fékk hins vegar Borgaraflokkurinn einn mann og var hans sætí til útdeiling- ar nú meðal þess sem eftir er af sfiómarandstöðunni. Niðurstaðan varð sú að Sjálfstæðisflokkurinn £ær þijá í fiárveitinganefnd en Kvennalistinn einn. Þeir Egiil Jónsson óg Pálmi Jónsson sifia áfram í nefndinni en Friöjón Þórð- arson, þingmaður á Vesturlandi, kemur á ný i nefndina en hann varðaöhættaþarífyrra. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.