Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. 25 LffsstOl Aðbúnaður á bílaverkstæðum: Slæm loftræsting og lélegur aðbúnaður Léleg almenn loftræsting og frá- gangur á afsogi frá útblæstri bifreiöa sker sig úr sem stærsta einstaka vandamálið samkvæmt könnun sem Vinnueftirlit ríkisins framkvæmdi á 128 bílaverkstæðum á höfuðborgar- svæðinu. Loftræstingu var ábóta- vant í 53% fyrirtækjanna sem skoðuð voru. Loftþjöppur voru ekki í sérrými, ástand þeirra og umhirða var víða slæm og reyndist ástandið vera óvið- unandi eða ábótavant í 59% fyrir- tækja. Loftverkfæri voru í 64% til- vika dæmd óviðunandi vegna háv- aðamengunar. Vinnuskilyrði við ýmsa hluti sem innihalda asbest voru óviðunandi eða ábótavant. Hér er mjög alvarlegt mál á ferð þegar tekið er tillit til þess sem vitað er um skaðsemi asbests. Efnið er enn notað í hemla- og tengslabúnaði fjölmargra bílteg- unda. í tæplega helmingi fyrirtækja var ástandi snyrti- og búningsher- bergja ábótavant eða þau óviðunandi og í 30 fyrirtækjum voru alls engin búningsherbergi. Hávaðamengun var talin óviðun- andi eða ábótavant í 16% fyrirtækj- anna og telst því ekki ríkjandi vanda- mál en hljóðmengun frá einstökum verkfærum mældist þó umtalsverð. Þvottaaðstaða fyrir vélarhluta, sem gjarnan eru þrifnir í sterkum leysiefnum, taldist óviðunandi eða ábótavant í 81% fyrirtækja sem verð- ur að teljast mjög slæm niðurstaða. Neytendur Könnunin fór fram á árunum 1988 og 1989. Alls voru gerðar 803 kröfur um úrbætur og í septemberlok á þessu ári hafði 518 þeirra verið sinnt en 285 vandamál voru óleyst með öllu. Það sem einkum var enn ábóta- vant voru varnir þar sem unnið er með tæki sem innihalda asbest og einnig voru víða óleyst vandamál varðandi ’ loftræstingu. Alls hafði um 80% krafna sem varða öryggi verið fullnægt, 70% krafna um aðbúnað starfsmanna en aðeins um 60% krafna sem varða hollustuhætti hafði verið fullnægt. Áfram verður unnið að því á vegum Vinnueftirlits ríkisins að sjá um að vinnuveitendur fuUnægi öllum kröf- umeftirlitsins. -Pá Margt var athugavert við aðbúnað og hollustuhætti á bílaverkstæðum en skortur á loftræstingu var stærsta vanda málið. Ný rakvél á markað Gillette kynnir nú nýja tegund af rakvél sem fyrirtækiö hefur sett á markað um allan heim. Samkvæmt upplýsingum frá Gillette byggir nýja véUn, Sensor, á byltingarkenndri tækni viö hönnun rakvéla. Hausinn er með tveim blöðum sem hvíla á afar næmum fjöðrum sem nema samstundis allar misfellur og sér- kenni á andliti þess sem rakar sig með henni. Blöðin eru sögð þau mjóstu sem framleidd hafa verið því breidd þeirra sé aðeins helmingur af breidd annarra blaða á markaðnum. Einnig er fullyrt að þau séu beittari en önn- ur rakblöð sem áður hafa þekkst. -Pá iTT»a; Kr. 800 700 600 verdkönnun Verð á nautahakki og rúgmjöli 10. okt. 500 - 400 |- 300 200 100 0 Nautahakk 1 kg Rúgmjöl 2 kg 695 32J~~ 579 76 649 109 676 89 598 79 590 85 96 93 Bónus Fjarðarkaup Kjötmidst. Mikligarður Kjötstöðin Grundarkjör Hagkaup Samanburður á verðkönnunum Séu verðkannanir DV á matvörum í stórmörkuðum bornar saman milh mánaða kemur í ljós að verð hækkar í flestum tilfellum en 'dæmi eru um verulegar lækkanir. Svo dæmi sé tekið af kílóverði á nautahakki kemur í ljós að frá 1. september til 10. október hækkar hvert kíló mest um 13,2% í Fjarðar- kaupum en minnst um 7% í Hag- kaupi. Bónus hækkar nautahakkið um 9,2%, Kjötstöðin um 9% og Mikli- garður um 7,7%. Nesquick kókómalt í 400 gramma dunkum lækkaði um 8,8% í Fjarðar- kaupum en um 6% í Bónus milli mánaða. Verðið stóð í stað í Kjötstöð- inni en hækkaði um 12% í Hag- kaupi. Mest hækkaði verðið í Mikla- garði um 29,7% á einum mánuði. Sé litið á Frón kremkex sem dæmi um innlendan iðnvarning þá kemur í ljós að í Bónus hækkar verðið um 0,5%. Verðið lækkar um 0,2% í Miklagarði en stendur í stað í öðrum verslunum. -Pá Kr. 800 700 600 500 400 300 200 100 0 verdkönnun Verð á nautahakki og Nesquick 1. sept. 679 1 Nautahakk 1 Nesquick 1 400 g 645 597 11 kt 59 530 184 .1Z5 206 185 177 1 1 L 1 | LZ L Fjarðarkaup Kjötstöðin Bónus Hagkaup Mikligarður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.