Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989.
np Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórí: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 >27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Málamynda-kveinstafir
Þegar lækka þarf kaupmátt í landinu meö handafli
eða vinna önnur óvinsæl verk, er hagkvæmt, að Al-
þýðubandalagið sé báðum megin við borðið. Þetta sýna
viðbrögð stærstu samtaka launþega í landinu við van-
efndum ríkisstjórnarinnar á tólf loforðum frá í apríl.
Oft hafa Alþýðusambandið og Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja rekið upp hærri kveinstafi og gripið til
róttækari aðgerða af minna tilefni en því, að almennt
verðlag hefur hækkað um 3,3% umfram laun frá því
að gengið var frá samningum í vor, fyrir hálfu ári.
Ríkisstjórnin er komin nærri hálfa leið að því mark-
miði sínu að skerða kaupmátt um 7% á þessu ári. Mark-
miðið birtist í íjárlagafrumvarpi og þjóðhagsáætlun fyr-
ir þetta ár og var ítrekað í nýrri þjóðhagsspá eftir samn-
ingana í vor. Þetta er hornsteinn tilvistar stjórnarinnar.
Eitthvað verður undan að láta, þegar ríkisstjórn
stefnir jafn-markvisst að brennslu verðmæta og þessi
gerir. Einhverjir verða að borga, þegar stofnaðir eru
milljarðasjóðir til að þeyta sáðkorni fjármagns í grýtta
jörð gæludýra innan og utan við byggðastefnu.
Auðvitað borgar alþýðan, bæði sú, sem nú á óbeina
aðild að áðurnefndum heildarsamtökum, og sú, sem enn
er ófædd og á eftir að fást við erlendu skuldirnar, sem
gjafmildir ráðherrar hafa stofnað til. Þess vegna er mik-
ilvægt, að alþýðan haldi kjafti, svo að friður ríki.
Alþýða manna verður að átta sig á, að gæludýrin
hafa forgang. Ríkisstjórnin heldur fullum dampi á millj-
arðaútgjöldum til hefðbundins landbúnaðar og hefur
bætt við öðrum eins milljarðaútgjöldum til ævintýra á
borð við Silfurstjörnu Stefáns Valgeirssonar.
Ef forustulið Alþýðusambandsins og Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja hefði tilfinningasnauðari
taugar í garð Alþýðubandalagsins, hefði það ekki tekið
gild loforð ríkisstjórnarinnar við undirritun kjarasamn-
inganna í apríl í vor. En þetta er agað lið og hlýðið.
Formaður bandalags opinberra starfsmanna kvartaði
að vísu í haust og sagði við DV: „Það fer mest fyrir
brjóstið á mér, að þegar gerðir eru samningar af félags-
legri sanngirni og þjóðfélagslegri ábyrgð, skuli þeir
samningar ekki virtir. Það vekur hjá manni reiði“.
Þá hefur Alþýðusambandið sent ríkisstjórninni
kveinibréf, þar sem spurt er, hvers vegna aðeins hafi
verið efnd fjögur loforð af tólf frá kjarasamningunum í
vor. Þessi kvörtunarefni hafa síðan verið reifuð með
Þjóðhagsstofnun og efnahagsráðgjafa stjórnarinnar.
Annar af tveim helztu málfundamönnum ríkisstjórn-
arinnar hefur svarað fullum hálsi, enda óþarft af for-
mönnum úti í bæ að vera að amast við ríkishöfðingjum.
Hann hélt fund með fréttamönnum og sagðist hafa stað-
ið við gefin loforð við samtök launamanna.
Aldrei þessu vant var sannleikskorn að baki gagn-
sókn ráðherrans. Unnt er að fmna 71 lágtekjumann í
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, sem fékk meiri
kjarabót í samningunum í vor en sem nemur verð-
hækkunum síðan. Þetta eru tæplega 1% félagsmanna.
Samkvæmt rökfræði, sem kennd er við hunda, ber
ráðherrann sér á brjóst og segist hafa gert gott betur
en að efna loforðið handa hinum lægstlaunuðu. Og satt
að segja gleymdu viðsemjendur hans í vor að láta skil-
greina nánar, hversu stóran hóp ætti að vernda.
Með ári hverju lækkar gengi munnlegra og skriflegra
loforða ráðherra og annarra höfðingja. Sumir kvarta
eins og áðurnefndir formenn, mest fyrir siðasakir.
Jónas Kristjánsson
„Á öllu landinu eru liðlega 87 þúsund íbúðir. Söluverðmæti þeirra er nálægt 400 milljarðar króna,“ segir m.a.
i greininni.
Þjóðarauður:
Vanmetinn
um fjórðung?
Margar þjóðhagsstæröir eru
ónákvæmar. Efnahagsstofnanir
þurfa aö endurmeta áætlun ýmissa
efnahagsstæröa. Þjóðarauður er til
dæmis fjórðungi meiri en opin-
berar tölur segja. Þjóðhagsáætlanir
og samanburður sem byggjast á
röngum forsendum eru varhuga-
verö.
Ótal hugtök
Menn vitna til ýmissa efnahags-
stærða og draga af þeim ályktanir.
Landsframleiðsla, þjóðarfram-
leiðsla, þjóðarauður og hagvöxtur
eru nefnd. Sérfræðingar mæla
framleiðni og framleiðniaukningu
í atvinnugreinum og reikna fjár-
munamyndun.
Stjómmálamenn og sérfræðingar
höndla þessar stærðir eins og ná-
kvæm sannindi. Áætlanir eru
byggðar á þeim og ályktanir dregn-
ar. Samanburður á aðstæðum hér
og í öðrum löndum byggist einnig
á þeim. Þó er áætlun margra þeirra
ónákvæmari en menn vilja vera
láta. Sumar þeirra eru meira að
segja áætlaðar út frá vafasömum
forsendum.
Opinberar upplýsingar um fjölda
nýbyggðra íbúða hér á landi eru til
dæmis ekki sambærilegar við upp-
lýsingar annars staðar af Norður-
löndum. Marga þætti þekkjum við
alls ekki. Ekki hefur verið metið
hversu margir íslendingar búa í
eigin húsnæði. Stuðst er við vís-
bendingar hvað það varðar.
Eins og áður segir eru ýmsar
efnahagsstærðir notaðar við áætl-
anagerð og mat á ástandi í þjóð-
félaginu. Opinbert mat á þjóðar-
auði í íbúðarhúsnæði hefur til
dæmis verið notað við að áætla af-
komu núverandi húsnæðislána-
kerfis. Það hlýtur að hafa áhrif á
niðurstöður hvort hann er talinn
250 milljarðar eða 400 milljarðar!
Ekki þarf að hafa mörg orð um að
mikið er í húfi að efnahagsstærð-
„Samkvæmt opinberum upplýsingum
var þjóðarauður Islendinga 1 lok síð-
asta árs 835 milljarðar króna á núver-
andiverðlagi.“
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Þrjú franskbrauð á dag
Stundum er sagt í gamni að hag-
fræðingar mæli ógjarnan stærðir á
einfaldan hátt ef þeir geta áætlað
þær eftir krókaleiðum. Sagt er að
hagfræöingur hafi reiknað út að
hver Norðmaður borðaði til jafnað-
ar 3 franskbrauð á dag! Það áætlaði
hann út frá sölu á geri. Honum
yfirsást að ger má nota til annars
en baka franskbrauð.
í þessari gamansögu felst sá
broddur að hagfræðingum hættir
stundum til að meta stærðir á lang-
sóttum forsendum. Til þess að sýna
að áætlun þeirra á ýmsum efna-
hagsstærðum orkar í raun tvímæl-
is má taka opinbert mat á þjóðar-
auði. Með hugtakinu þjóðarauöur
leitast hagfræðingar við að lýsa
raunviröi samanlagðra eigna þjóð-
arinnar. Samkvæmt opinberum
upplýsingum var þjóðarauður ís-
lendinga í lok síðasta árs 835 millj-
arðar króna á núverandi verðlagi.
Það jafngildir 3,3 milljón krónum á
hvert mannsbarn. Hlutur meðal-
fjölskyldu svarar tfi verðs á sæmi-
legu raðhúsi. Þetta eru vissulega
talsverðar eignir en er matið á
þeim raunhæft? Auðvelt er að sýna
fram á að það orki tvímælis. Þjóð-
arauður okkar er líklega vanmet-
inn um meira en fimmta hluta.
Hversu vermætt er
íbúðarhúsnæðið?
í riti Seölabankans, Hagtölur
mánaðarins, er að finna opinbert
mat á þjóðarauði. Þar má lesa að
30% hans eru fólgin í íbúðarhús-
næði. Á núverandi verðlagi svarar
það til 250 milljarða króna. Það er
200 milljörðum króna undir raun-
virði. Verðmæti íbúðarhúsnæðis
má mæla á fleiri en einn veg. Til
dæmis liggur beint við að reikna
samanlagt söluverðmæti á almenn-
um fasteignamarkaði. Söluverðið
áætlast þá sem margfeldi af meðal-
verði og fjölda íbúða á landinu.
Á öllu landinu eru hðlega 87 þús-
und íbúðir. Söluverðmæti þeirra
er nálægt 400 milljarðar króna. Það
er 150 milljörðum hærra en opin-
bert mat þeirra í þjóöarauði. Önnur
leið er að áætla efnisleg verðmæti
íbúðarhúsnæðisins. Það er nýbygg-
ingarverð að frádregnum afskrift-
um vegna aldurs og fyrninga.
Nýbyggingarverð íbúðarhúsa á
landinu er ekki lægra en 600 millj-
aröar króna ef tekið er mið af opin-
berum upplýsingum um bygging-
arkostnað. ýerðrýrnun vegna ald-
urs er líklega nálægt 150 milljörð-
um.
Efnisleg verðmæti íbúðarhús-
næðis á landinu eru samkvæmt þvi
450 milljarðar króna. Það er 200
milljörðum króna hærri fjárhæð
en hið opinbera mat. Einnig má
hugsa sér að taka ýmsar opinberar
framkvæmdir með í mat á verð-
mæti íbúðarhúsa. Þar á meðal má
nefna frágang á götum, lögnum og
opnum svæðum í þéttbýli. Væri
það gert fengist enn hærra mat á
verðmæti íbúöarhúsnæðis í þjóðar-
auði en áður var nefnt.
Ekki hafið yfir gagnrýni
Ef tekiö væri tillit til þess sem
áður er nefnt mundi opinbert mat
á þjóðarauði hækka um fjórðung.
Þó er verðmæti íbúðarhúsnæðis
talið vera minna en þriðjungur af
öllum þjóðarauði. Dæmiö sem hér
er teklð sýnir glögglega að mat á
ýmsum efnahagsstæröum er ekki
hafiö yfir gagnrýni. Auövelt er að
taka fleiri dæmi.
irnar séu metnar á sem nákvæm-
astan hátt.
„Viðurkenndir sérfræðingar“
Höfundur þessarar greinar áætl-
aði fyrir nokkrum árum áhrif mis-
gengis lánskjara og launa fyrir al-
menn samtök. Á þeim tíma álitu
fáir hagfræðingar að misgengið
hefði jafnalvarleg áhrif og síðar
kom í ljós. Áætlunin byggðist ekki
á forsendum efnahagssérfræðinga.
Kunnur hagfræðingur ritaði í
blaðagrein að samtökin ættu ekki
að leita til „manns úti í bæ“ sem
ekki bæri skynbragð á þessi mál.
Heppilegra væri að fá „viður-
kennda sérfræðinga" til að reikna
dæmið.
„Viðurkenndu sérfræðingarnir“
voru starfsbræður hans. Skoðun
hans var að önnur sjónarmið en
hann þekkti væru röng, jafnvel
skaðleg. Menn hefðu í skjóli stöðu
sinnar og menntunar einkarétt á
sannleikanum um ákveðin mál-
efni. Vissar stofnanir höfðu að
hans mati höndlað hinn viður-
kennda sannleika svipað og stofn-
' anir kirkjunnar á miðöldum.
Hér á landi hafa verið gerð mis-
tök í efnahagsmálum. Ekki síst
sökum þess að þekkingu hefur
skort á séríslenskum aðstæðum
sem ekki falla að erlendum kenn-
ingum. Opinberar efnahagsstofn-
anir eiga reglubundið að endur-
meta aðferðir sínar. Mat þeirra á
helstu efnahagsstærðum er óná-
kvæmara en gefið er í skyn og að-
ferðir ekki hafnar yfir gagnrýni.
Af þeim sökum er óskandi að sjón-
armið hagfræðingsins séu ekki út-
breidd á meöal stéttarbræðra hans.
Stefán Ingólfsson