Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Síða 15
ÞKIÐJUDAGUR 10. GKTÓBER 1989. 15 Kvótastefna, sala veiðileyf a og auð- lindaskattur Við Hannes Hólmsteinn Giss- urarson erum sammála um að draga eigi úr ríkisumsvifum, ekki auka þau. Því fer hins vegar íjarri að allir sjálfstæðismenn séu sam- mála um þetta. í grein, sem dr. Hannes skrifar um mesta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar í DV mánudaginn 2. október sl., gætir misskilnings um veigamikil atriði. Dr. Hannes telur að með sölu veiðileyfa sé ríkið að slá eign sinni á fiskinn og þar með eigi Steingrím- ur Hermannsson, Stefán Valgeirs- son og félagar hann. Þetta er mis- skilningur. Ríkið á fiskimiðin nú þegar. - Eða hvemig heíðu stjórn- málamenn annars getað gefið mönnum kvóta? Kvótar-veiðileyfi Nú er öllum ljóst að fiskimiðin eru ekki óþrjótandi auðlind og því verður að takmarka aðgang að þeim með einhverjum hætti, og hefur það þegar verið gert. Stjórn- völd hafa úthlutað veiðileyfum til ákveðinna aðila ókeypis en við hin verðum síöan að kaupa þau af þeim. Kvótamir eru að sjálfsögðu ekkert annað en veiðileyfi. Þessi veiðiieyfi hefur ríkisvaldið skammtað eftir ákveðnum reglum sem stjómmálamenn hafa búið til í samvinnu við svokallaða hags- munaaðila. Með því að selja veiðileyfi hæst- bjóðanda á uppboði sitja allir við sama borð og geta menn þá skammtað sér veiðimagnið sjálfir Kiállarinn Sigríður Arnbjarnardóttir kennari réttur að myndast? Dr. Hannes úti- lokar að hann eigi að myndast með ofbeldi. Um það er vart ágreining- ur. Hann segir hins vegar ekki hvernig hann eigi að myndast. Hvaða lögaðili annar en ríkið getur tekið sér það vald? Er dr. Hannes ekki þar með að viðurkenna að ríkið eigi fiskimiðin og að þeir sem meö völdin fara í dag geti gefið þeim mönnum, sem þeim þóknast, fiskimiðin til fram- búðar? - Sú lausn væri þvílíkt sið- leysi að ótrúlegt er að þjóðin léti það yfir sig ganga. Ekki sjálfgefið Menn fara betur með eigið fé en annarra, segir dr. Hannes. Það er ekki sjálfgefið aö þeir sem eignast kvóta eigi eftir að reka útgerðina. „Allt tal útgeröarmanna um að þeir geti ekki keypt veiðileyfi er því út í hött. Spurningin er einfaldlega hverj- um þeir greiða fyrir þau.“ eftir því sem þeir hafa fjárhagslegt bolmagn og löngun til. Sala veiði- leyfa mun því með tímanum færa útgerðina í hendur þeirra sem best kunna að reka hana. Dr. Hannes telur að myndun eignarréttar sé lausnin því <að menn fari betur með eigið fé ín annarra. - En hvernig á sá eignar- Það yrði áreiðanlega hægt að lifa góðu lífi á því að leigja út veiði- heimildir. Þau rök gegn sölu veiðileyfa að atvinnuvegurinn þoli ekki meiri álögur standast heldur ekki. Saia veiðileyfa er ekki skattur frekar en frjálst framsal kvóta. Stjóinmála- menn allra flokka hafa skattlagt þennan atvinnuveg með ýmsu móti og séð til þess að hann berjist alltaf í bökkum. . Röng gengisskráning er í raun ekkert annað en skattur á útgerð. Er þess skemmst að minnast hvemig miklir fjármunir voru fluttir frá útgerð til að greiða niður innflutning. Sá skattur var kallað- ur fastgengisstefna. Stjómmála- menn munu eftir sem áður geta skattlagt sjávarútveginn þangað til hann stendur á núlli ef þeir vilja. Sala veiöileyfa veröur ekki við- bótarskattur. Menn geta hins vegar séð í hendi sér hvers konar tak stjórnmálamenn fengju á útgerðar- mönnum ef þeir gæfu þeim fiski- miðin. Ef stjórnvöld afhenda veiðileyfi endurgjaldslaust verða útgerðar- menn háðari valdi stjómmála- manna en ella. Stjórnmálamenn munu þannig fá ægivald yfir út- gerðarmönnum sem þeir geta m.a. notað til að koma í veg fyrir að þeir selji aflann þar sem hagnaðar- vonin er mest. Ekki er ólíklegt að þau mundu t.d. neyða útgerðar- menn til að selja hluta aflans í fisk- vinnslustöðvar einokunartvíeykis- ins. Á valdi kjósenda Þegar lögin um kvóta vom sam- þykkt á Alþingi fór lítið fyrir and- mælum. Fæstir gerðu sér grein fyr- ir hvað hér var á ferðinni. Nú, þeg- ar kvótar, sem útvaldir fengu ókeypis, ganga kaupum og sölum á háu verði, gera menn sér ljóst hvað hefur skeð. - Allt tal útgerðar- manna um að þeir geti ekki keypt veiðileyfi er því út í hött. Spurning- in er einfaldlega hverjum þeir greiða fyrir þau. Dr. Hannes telur að með því að ríkið selji veiðileyfi muni umsvif þess aukast. Það þarf alls ekki að vera. Þeir sem með völdin fara hverju sinni geta ráðstafað þvi fé sem inn kemur eins og þeim þókn- ast. Það er hins vegar á valdi kjós- enda hvort hér ráða ferðinni stjórnlyndir menn eða frjálslyndir. Sala veiðileyfa breytir engu um það hversu mikill sósíalismi hér er. Upphaflega hugsunin að baki auðlindaskatti var aö hann kæmi í stað gengisfólsunar, en rétt gengis- skráning bætir m.a. stöðu íslensks iðnaðar. Auðlindaskattshugmynd- in er eldri en hugmyndin um sölu veiðileyfa enda var hún sett fram áður en takmarka þurfti sókn í fiskimiðin. Ágóðinn af sölu veiði- leyfa gæti einnig þjónað þeim til- gangi að halda genginu réttu og styrkja um leiö innlendan iðnað. Með þvi að ríkið selji veiðileyfi hæstbjóðanda á uppboði er ekki verið að stíga örlagaríkt skref í sögu þessarar þjóðar. Það væri hins vegar gert með því að afhenda örfáum mönnum auðlind þjóðar- inrar til frambúðar. Sigríður Arnbjarnardóttir Staða íslenskrar hestamennsku í byrjun september skrifaði und- irritaður greinarkorn um íslenska hestamennsku og sendi hestatíma- ritinu Eiðfaxa. Jafnframt sendi ég formanni Hestaiþróttasambands íslands (HÍS), Pétri Jökli Hákonar- syni, afrit af greininni. Mér var tjáð af ritstjóra Eiðfaxa að greinin myndi birtast í septemberhefti blaðsins, ásamt athugasemdum formanns HÍS við greinina. Það einkennilega gerðist eftir þetta að fyrir þrýsting formannsins var hætt við að birta greinina í septemberblaði Eiðfaxa en því heit- ið að hún yrði birt síðar. Þar sem aðaltilgangurinn með birtingu greinarinnar væri brost- inn ef hún birtist ekki fyrr en í október, þá hef ég óskað að megi- nefni greinarinnar birtist sem tvær kjallaragreinar í DV. Ákveðinn þrýstihópur ... Það var einmitt þrýstingur eins og beitt var í þessu tilfelli sem var kveikjan að umræddri grein. Af hverju þarf formaður HÍS að ákveða hvenær grein eftir mig birt- ist í einhveiju tímariti? Af hverju geta ákveðnir aðilar endalaust ráð- ið ferðinni í íslenskri hesta- mennsku og fá að leiða hana í ógöngur ósamstöðu og óbilgirni? Að mínu mati er allt of mikil hreppapólitík rekin varðandi ís- lenska hestinn á hans eigin landi, KjaUarinn Jónas Vigfússon bóndi, Litla-Dal, Eyjafirði íslandi. Allt of mikið er um það að menn fylki sér um einstaka hesta, menn, skoðanir eða stefnur, en skoði ekki heildina. Einmitt þess vegna er svo komið að LH er ekki landssamband hesta- mannafélaga lengur heldur sam- band ákveðinna hagsmunahópa. Það gerðist vegna þess að ákveðinn þrýstihópur var látinn vaða uppi og marka stefnuna, en það var ekki og er ekki sanngjarnt. Það má ekki gerast að eiginhags- munapot verði til þess að eyði- leggja íslenska hestamennsku, fé- lagsstarfsemi í sambandi við hana og framfarir í mótahaldi og rækt- un, svo eitthvað sé nefnt. Getur ekki sameinað Á íslandi hefur það gerst að Landssamband hestamanna hefur sundrast. Það gerðist vegna þess að Eyfirðingar sættu sig ekki við það að þeir sætu ekki við sama borð og Skagfirðingar og fengju að spreyta sig við hluti eins og lands- mótshald. Því miður er núverandi stjóm LH ekki þannig skipuð að hún geti sameinað hestamenn í landinu. Forsvarsmenn hennar hafa mótað núverandi stefnu of mikið til þess að þeir geti undið „Að mínu mati er allt of mikil hreppa- pólitík rekirí varðanúi íslenska hestinn á hans eigin landi, Islandi.“ Eiginhagsmunapot má ekki verða til þess að eyðileggja ísienska hesta- mennsku, segir greinarhöfundur m.a. ofan af þeirri óheillaþróun sem orðið hefur. Þess vegna lít ég svo á að Landssamband hestamanafé- laga hafi liðið undir lok. En hvað er þá til ráða? Það eru nú a.m.k. tveir aðrir val- kostir, þar sem íslenskir hesta- menn og hrossaræktendur ættu að geta unnið saman að framgangi ís- lenskrar hestamennsku. Þessir valkostir eru nýstofnað sérsam- band íþróttadeilda hestamannafé- laga innan íþróttasambands ís- lands (HÍS) og Búnaðarfélag ís- lands (BÍ), en þau vinna annars vegar að framgangi hestaíþrótta á íslandi og erlendis og hins vegar að ræktun íslenska hestsins á ís- landi. Þaö hljóta allir íslendingar að geta orðið sammála um þaö að ís- lenska hesta skuli fyrst og fremst rækta á íslandi og stefna skuli að því að rækta þá fallegustu og bestu reiðhesta sem hægt er. Aðra stefnu þárf BÍ ekki að reka. BÍ á ekki að þurfa að taka afstöðu til þess hvar eigi að sýna hrossin eða af hvaða stofnræktun þau eigi að vera. Við hrossaræktendur stefnum að því að rækta sem besta og fall- egasta íslenska hesta. Við viljum koma þeim á framfæri sem víðast og við viljum láta aðra vita af því hverjir rækta þessi hross og hvar þeir eru staðsettir á íslandi. Ef sú stefna á að ráða ríkjum inn- an LH að einungis skuli vera tveir landsmótsstaðir á íslandi þá er stór spuming hvort BÍ eigi ekki að segja skilið við LH og halda landssýning- ar sínar, eða öllu heldur heimssýn- ingar sínar, án tengsla við LH. Jónas Vigfússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.