Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. 9 Utlönd Bretland: íhaldið fundar um framtíðina í dag hefst árlegur fundur lands- fuUtrúa stjómarflokks Bretlands, íhaldsflokksins. Stjórnmálafræðing- ar segja að aldrei áður hafi eins mik- il spenna ríkt í herbúðum flokksins fyrir þennan fund. Fréttaskýrendur segja að forysta flokksins eigi fyrir höndum erfitt verkefni. Hún þarf að reyna að full- vissa kjósendur um að íhaldsmenn hafi töglin og hagldirnar í efnahags- lífinu þrátt fyrir að það hafi vart verið bágbornara síðustu tíu ár; gjaldmiðiRinn hefur sigið, vextimir hækkað og viðskiptajöfnuður hefur sjaldan verið óhagstæðari. Óttast margir að fil samdráttar kunni að koma, ekki síst í kjölfar þess að í síð- ustu viku hækkuðu grunnvextir banka upp í 15 prósent. Stjórnvöld viðurkenna að efnahag- urinn sé ekki upp á það besta þessa dagana og að vaxtahækkunin kunni að koma Ula við heimih sem og fyrir- tæki. En Kenneth Baker, sem mun hafa yfirumsjón með kosningabar- áttu flokksins í næstu þingkosning- um, sagði í gær að þessi fjögurra daga fundur, sem framundan væri, gæfi íhaldsmönnum kjörið tækifæri til að endurheimta forystu þá sem hann virtist, samkvæmt niðurstöð- um skoðanakannana, hafa tapað tU Verkamannaflokksins. Reuter Flokkur Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, á erfitt verk framundan að mati fréttaskýrenda. Fullvissa þarf kjósendur um að hann hafi enn töglin og hagldirnar þrátt fyrir fremur bágborið efnahagsástand. Simamynd Reuter Leiötogar stjómarandstöðunnar í Panama krefjast nákvæmra skýr- inga á því hvemig dauða uppreisn- arhermanna bar aö höndum, Leiö- togi uppreisnarmanna, sem her- yfirvöld sögðu hafa verið rayrtan er hann reyndi aö steypa Noriega hershöfðingja af stóli, var jarðsett- ur f gær. Kona, er kvaðst vera frænka upp- reisnarleiötogans, sagði aö sést hefði á líkinu að manninum hefði verið misþyrmt. Fyrrum forseta- frambjóðandi stjómarandstöðunn- ar, GuiUermo Endara, sagði að út- skýra þyrfti hvemig dauða margra hefði borið að. Móðir Motses Gíroldl, uppreisnarlelötoga i Panama, vlö kistu sonar sins i gær. Sfmamynd Reuter Talsmaður Noriega greindi frá því í gær að í undirbúningi væra og viðskiptum. Aðgerðimar eru notað tækifærið til að steypa Nori- neyðarráðstafanir í kjölfar valda- sagðar nauösynlegar til að verjast ega hershöfðingja sem í raun ránstilraunarinnar. Erabættis- áhrifum frá Bandaríkjunum. stjómar Panama. menn stjórnarinnar hafa sagt að Bush Bandaiikjaforseti sætir nú Reuter eförlit verði haft með fjölmiðlum æ meiri gagnrýni fyrir að hafa ekki Greenspan í Sovétrflgunum Aian Greenspan, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, hóf í gær viðræður við sovéska embættismenn um hvernig Bandaríkjastjóm gæti aðstoðað Sovétríkin við að komast út úr hinni miklu efnahagslegu óreiðu sem þar ríkir nú. Leonid Abalkin, varaforsætisráðherra og helsti efnahagsráðgjafi Gorbatsjovs Sovétforseta, bauð Greenspan til Sovétríkjanna til að fá hjá honum ráð um hvemig best væri að bregðast við hinum miklu efnahagslegu vanda- málum sem auka enn á óróann í landinu. Fjárlagahalhnn mun einna helst koma til umræðu milii Greenspan og Sovétmanna að mati fréttaský- renda. Þá er og tahð að staða gjald- miðilsins, rúblunnar, verði til um- ræðu, sem og mikill skortur sem rík- ir í landinu. Greenspan er ekki fyrsti seöla- bankastjóri Bandaríkjanna sem kemur til Sovétríkjanna en heim- sókn hans ber upp á tíma er mikil óánægja og óróleiki vegna matar- skorts og slæmrar stöðu efnahags- málaríkirþar. Reuter Réttarhöldum í Palmemálinu lokið „Allt bendir til að Christer Pett- ersson sé ekki sá sem myrti Olof Palme. Ég fer þess vegna fram á aö dómi undirréttar verði hafnað." Þannig endaði verjandi meints morðingja Olofs Palme lokaræðu sína fyrir hæstarétti í Stokkhólmi í gær. Hæstiréttur mun tilkynna úrskurð sinn 2. nóvember næst- komandi. Síðasti dagur réttarhaldanna hófst með því að verjandi kallaði í vitnastúkuna rannsóknarlögreglu- mann á eftirlaunum. Hann hafði stjórnað rannsókninni á morð- staðnum kvöldið sem Palme var myrtur. Einmitt sú rannsókn hefur sætt mikilli gagnrýni. Lögreglumaðurinn fyrrverandi átti að greina frá hegðan Lisbet Palme á morðstaðnum. Kvaðst hann hafa séð konu sem hafi verið í miklu uppnámi og móðursjúk og hafi honum ekki tekist að ná sam- bandi við hana í byrjun. í þriðju tilraun hafi Lisbet svarað: „Ertu ruglaður? Ég er Lisbet Palme og þetta er Olof Palme sem liggur þarna skotinn." í gær sýndi verjandinn einnig myndir af júgóslavneskum glæpa- manni sem nefndur hefur verið í sænskum fjölmiðlum í tengslum við morðið á Olof Palme. Benti verjandi á hversu Júgóslavinn og Pettersson væru líkir. í lokaræðu siniú lagði veijandi áherslu á vitnisburð Mártens Palme fyrir hæstarétti þess efnis að fjölskyldan hefði fengið upplýs- ingar um rannsókn málsins og hverjir væra grunaðir. Þar með hafi Lisbet Palme vitað ýmislegt þegar hún sá Pettersson á mynd- bandi við sakbendingu. Það hafi einnig komið í ljós af ummælum hennar er hún sagði: „Það sést hver þeirra er áfengissjúkhngur.“ Pettersson sjálfur ítrekaði sak- leysi sitt í gær. „Enginn verður glaðari en ég ef morðvopnið finnst," sagði hann. Pettersson verður í gæsluvarðhaldi þar til úr- skurður hæstaréttar liggur fyrir. TT 15—30%* AFSLÁTT af takmörkuðu magni af eftirtöldum vörum Spil Spilstuöarar Blakkir Driflokur Fjaðrir Gormar Demparar Stýrisdemparar Fóðringar Fjaðraklemmur Miðfjaðraboltar Felgur Rær Ventlar Blæjur Driflæsingar Drifhluttöll Hjöruliðir Ljóskastarar Brettakantar Rafmagnsviftur Sílsabretti Skyggni Dráttarkrókar Bensínbrúsa- festingar Loftdælur Vindskeiðar Hjólbarðar: BF Goodrich Ground Hawg Monster Mudder Super Svamper Power Cat Mud King General Michelin Maxi-Trac Toppgrindur og fleira Spil á fjórhjól Rörastuðarar og fleira og fleira VATNAGARÐAR 14 • 104 REYKJAVlK PÓSTHÓLF 4132 ■ SÍMI 83188 wgildir ekki á öllum tegundum dekkja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.