Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989.
Fréttir
Eru flölmiðlar famir að færa sig of mlkið upp á skaftið?
Ykjur, rangfærslur,
hasar og ofsóknir
- eru einkunnir sem stjómmálamenn hafa gefið flölmiðlum að undanfömu
í kjölfar frétta a< áfengiskaupum Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra hafa fjölmiðlar verið gagnrýnd-
ir fyrir hvernig þeir standa að fréttaflutningi. Ofsóknarblaðamennska, ýkjur, hasar og rangtúlkanir eru þær einkunn-
ir sem þeir sem gagnrýna gefa fjölmiölunum í dag. DV-mynd KAE
í kjölfar frétta af því er Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra
gaf Ingólfi Margeirssyni, ritstjóra
Alþýöublaðsins. 106 áfengisflöskur,
sem hann hafði látið fjármálaráðu-
neytið kaupa á kostnaðarverði,
magnaðist upp gagnrýni á fjölmiöla.
Umræða um siðleysi stjórnmála-
manna snerist upp í umræðu um sið-
leysi íjölmiöla.
Þetta kemur í kjölfar á sífellt harö-
ari gagnrýni á fjölmiðla. Bæði hefur
þessi gagnrýni komið frá mönnum
sem eru umfjöllunarefni fjölmiðla,
eins og Ólafi Ragnari Grímssyni og
Guðjóni B. Ólafssyni, og eins frá al-
menningi. Samkvæmt könnunum
nýtur ekkert fyrirbrigði í samfélag-
inu minna trausts en fjölmiðlar. Eig-
endur Stöðvar 2 slógust síðan í hóp
gagnrýnenda fyrir skömmu og ávít-
uðu eigin fréttastofu.
Þessi gagnrýni er nokkuð sérís-
lenskt fyrirbrigði. í Bretlandi hefur
„gula pressan" reyndar mátt þola
harða gagnrýni en þá fyrir skrif sem
eru æði langt frá því sem sjá má í
íslenskum fjölmiðlum.
Hasar, ýkjur og
rangtúlkanir
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra er sjálfsagt sá sem hefur
gefiö fjölmiðlum hvað lægstu eink-
unn.
„Því miður virðist mér margt
benda til þess að samkeppnin sé að
draga menn inn í óvönduð vinnu-
brögð,“ sagði Ólafur Ragnar í sam-
tali við DV.
„ Alltof margir blaða- og fréttamenn
leggja áherslu á hasar, ýkjur og rang-
túlkanir eða þá aö vegna samkeppn-
innar flýti menn sér svo að þeir gæti
ekki að hvað sé rétt og að á málunum
séu fleiri hliöar. Fyrir okkur sem
höfum viljaö stuðla að opnu og lýð-
ræðislegu þjóðfélegi er þetta mjög
neikvæð þróun. Þeir fjölmiðlamenn
sem hafa ekki þann siðferðisstyrk að
hafa það sem sannara reynist, en
hafa þess í stað ávallt það sem er
mest hasarderað, eru auðvitað
komnir inn á mjög hættulega braut.“
Morgunblaðið best
„Ef ég ætti að kveða upp dóm af
reynslu minni þá er hann sá að vand-
aðasta fréttamennskan sé fyrst og
fremst hjá Morgunblaðinu og síðan
fréttastofu Ríkisútvarpsins. Á öðrum
fjölmiðlum er þetta orðið meira og
minna litað persónulegu mati, póli-
tískum áherslum eða þessari hasar-
samkeppni þó það sé dálítið misjafnt
frá degi til dags og ekkert system í
þeim galskap," sagði Ólafur Ragnar.
DV bar þessi ummæli undir rit-
stjóra eins þeirra fjölmiðla sem ekki
fá náð fyrir augum Ólafs; Indriða G.
Þorsteinsson, ritstjóra Tímans:
„Ef Ólafur Ragnar heldur þessu
fram þá er engin ástæða til að tala
frekar við þennan mann. Ég sætti
mig ekki við það að einhverjir ráð-
herrar séu að gefa út yfirlýsingar að
eitthvert blað sé merkilegra en önn-
ur i þessum efnum."
Ekki vegna hagsmuna
En er þessi gagnrýni Ólafs sprottin
af þvi að hann er að kveinka sér
undan óvæginni umfjöllun um hann
persónulega eða hans gerðir?
„Það tel ég alls ekki vera og ég tel
þaö hættulegt fyrir fjölmiðlamenn
að reyna að skýra þetta með þessum
hætti. Ég tel mig persónulega aldrei
hafa skotið mér undan harðri gagn-
rýni eða umfjöllun og málið snýst
ekki um það. Ég tel mig einnig hafa
innsýn í störf fjölmiðla; bæði í gegn-
um störf mín í Háskólanum og eins
af miklum lestri vandaðra blaða.
Dómur minn er byggður á mati sem
hefur ekkert með hagsmuni mína
sem stjómmálamanns að gera. Þó
Morgunblaðið sé pólitískur andstæð-
ingur minn þá set ég það eftir sem
áður í efsta sæti hvað fagleg vinnu-
brögð áhrærir."
Þá fyrst myndu
þeir kveinka sér
Þó Ólafur sverji af sér að gagnrýni
hans sé sprottin af sárindum vegna
umfjöllunar fjölmiðla þá telja margir
fjölmiðlamenn að þá gagnrýni, sem
beinst hafi að fjölmiðlum að undan-
fömu, megi að hluta til skýra meö
þessu.
Þennig vildi Margrét Indriðadóttir,
fyrrverandi fréttastjóri Útvarpsins,
viðkenna að margt væri aö í fjölmiöl-
um - en orðaði það svo:
„Ef eitthvað er að þá er það kannski
skortur á þekkingu hjá fréttamönn-
um. í dagsins önn þurfa þeir að vinna
mjög hratt og hafa því ekki tíma til
að fara ofan í kjölinn á málum. Ef
blaða- og fréttamenn hefðu þessar
aöstæður þá fyrst myndu þessir
menn kveinka sér.“
Lúðvík Geirsson, formaður Blaða-
mannafélagsins, tekur ekki heldur
undir gagnrýni Ólafs Ragnars og
fleiri.
„Ég vil ekki taka undir þetta. Hins
vegar er fréttamennskan nú orðið
óvægnari en áður en það þýðir alls
ekki að henni fari harkandi. En um
leið og menn fara út í svona óvægn-
ari umræðu þá verða þeir að kunna
sér hóf og halda sér við staðreyndir
mála. Það þýðir ekki þar fyrir aö
erfið og pínleg mál eigi ekki rétt á
sér í umræðunni.
Menn komnir út
í leiðaraskrif
En Lúðvík ýtir þó ekki allri gagn-
rýni frá sér.
„Það sem mikið hefur verið gagn-
rýnt er ákveðin sviðsetning á fréttum
og fréttamenn gefi ýmislegt í skyn
án þess að segja það beint. Ég get
tekið undir gagnrýni á slík atriði.
Mér þykir stundum, og tilgreini eng-
in dæmi, að menn séu komnir út í
ákveðin leiðaraskrif í fréttum sínum
og séu aö hverfa aftur til fortíðar
þegar slíkt tíðkaöist í hinum póli-
tísku dagblöðum. Með tilkomu nýrra
miðla reyndu dagblöðin að losa sig
undan þessu fargi. En þar sem menn
eru með mjög sterka miðla eins og
sjónvarpið er verða menn ekki bara
að gæta sín á þvi sem sagt er heldur
einnig því sem sýnt er.
Ábyrgðastaða en
ekki bófahasar
Indriöi G. Þorsteinsson tekur í
sama streng:
„Fjölmiðlamenn verða að gera sér
grein fyrir að þeir eru í ábyrgðar-
stöðum en ekki í einhveijum bófa-
hasar. Fólkið í landinu er ekki bófar.
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
Það er ekki leyfilegt að tala um menn
eins og það hljóti aö vera aö þeir
hafi brotið af sér þó einhver saga sé
komin í gang. Það er sorglegt hvem-
ig fjölmiölamenn hafa farið offari í
sumum málum. En það er minna
atriði en að verða þess valdandi með
langvinnu nuddi að fólk hættir að
bera virðingu fyrir íjölmiðlum. Ég
held að þessi læti núna hafi orðið til
þess að menn hafi áttað sig á því að
þetta er öngstræti."
Indriði gagnrýndi sérstaklega þeg-
ar fréttamenn bæru viðkvæm mál
undir fáeina vegfarendur í Austur-
stræti eða gerðu skoðanakannanir
og byggju þar með til ákveðið al-
menningsálit sem þeir síðan ynnu
út frá.
„Siðferðisbresturinn er líka hjá al-
menningi. Ef einhveijum verður það
á að kaupa hundrað flöskur af freyði-
víni þá þykir almenningi þaö miklu
meira mál en ef það er þriggja til fjög-
urra milljarða gat á fjárlögum. Þess
vegna er ekki hægt að höfða til al-
mennings í þessu máli. Það er á
ábyrgð fjölmiðla að byggja ekki sinn
málflutning á því að almeningur sé
þessarar skoðunar."
Færri leita
til dómstóla
Þrátt fyrir að gagnrýni á fjölmiðla
hafi verið nokkuð áberandi aö un'd-
anfömu hefur dregiö mjög úr því að
þeir sem telja að sér vegið í fjölmiðl-
um leiti réttar síns fyrir dómstólum.
Sá sem kærði síöast var Guðmundur
G. Þórarinsson þingmaður. Reyndar
hefur kærum til siðanefndar fjölgað
en sú nefnd er ekki opinber aðili og
nýtur reyndar ekki óskoraðs trausts
blaðamanna.
Ef til vill er ástæða þess að menn
kæra frekar til siðanefndar en að
leita réttar síns sú að miskabætur
hafa verið hér mjög lágar.
„Það hefur lengi verið áhyggjuefni
okkar lögmanna hversu æran er lít-
ils metin," sagði Jónatan Sveinsson
lögmaður.
„Þegar það hggur fyrir að hún hafi
verið lemstruð eða meidd þá eru
bætur fyrir slíkt ófjárhagslegt tjón
afar litlar og frekar táknrænar en
að þær séu einhveijar bætur í venju-
legum skilningi. Dómstólar virðast
ekki hafa tekið mið af því sem hefur
veriö að gerast í nágrannalöndum
okkar. Þær eru umtalsverðar og
sums staðar mjög háar og reyndar
fáránlegar á sumum stöðum. Miska-
bætur eru hér ákaflega naumt
skammtaðar og ekki síst í meiðyrða-
málum.“
Vantar lög um
upplýsingaskyldu
En tekur Jónatan undir þá gagn-
rýni sem fjölmiðlar hafa orðið fyrir.
„Fjölmiðlar fylgja takti tímans. Það
sem þótti óhæfilegt fyrir tíu árum
þykir prýðileg meðferð á málefnum
í dag. Eftir að fjölmiðlar urðu frjáls-
ari og þurftu bæði að keppa um efni
og framsetningu þess þá hlaut það
að leiða til aðgangsharðari umíjöll-
unar um menn og málefni. Aftur á
móti gildir sú gullvæga regla að það
ber að meðhöndla hvert mál á þann
hátt að bæði þeir sem miðla því og
þeir sem um er fjallað geti sætt sig
við það. Að því marki sem dómsdólar
hafa fjallað um þessi mál virðast þeir
hafa tekið tillit til þessarar þróunar
án þess þó að gefa tauminn algjörlega
lausan. Tjáningarfrelsið í víðtækasta
skilningi er rýmra en menn eru eftir
sem áður ábyrgir sinna orða.“
Jónatan gagnrýndi stjómvöld fyrir
að hafa ekki sett einhveijar reglur
um upplýsingaskyldu og taldi það
hafa sett sinn svip á fjölmiölana.
„Blaðamenn verða óþyrmilega fyr-
ir barðinu á þessu. Þeir þurfa að fara
alls kyns krókaleiðir til að afla upp-
lýsinga sem kannski eru á hvers
manns vörum bara til þess aö hafa
þær klárar í sínum fórum. Þetta leið-
ir til þess að umfjöllun um viðkvæm
mál verður reyfarakenndari en hún
þarf að vera,“ sagöi Jónatan.
Sandkom dv
Það var eiim
grámygludag-
imiívikumii
seinleiðað
sendibílstjóri
beið árauðu
ljósiámótum
Laugavegarog
Ingóifsstrætis.
Hann varann-
ariróðinni.á
undanbeið
fólksbíll. Sendibílstjórinn beið í
mestu rólegheitum ognotaöí timann
til að troða í pípu. Eitfövað fipaðist
honum þóviðþáiðjusínaogí fátinu,
þegar allt var á leið í gólfið, rak hann
sig í ílautuna. Þá skipti engum togum
aö bíllinn sem beið á undan í röðinni
hrekkurafstað. Stuttusíöarheyrðist
heijarhvellur ogþegar sendibilstjór-
inn leit upp hatði bíll sem kom upp
Ingólfsstræti brunað beint inn í hlið-
ina á þeim sem fór af stað. Haíði öku-
maðurinn þá hlýtt flautu sendibíl-
stjórans umyrðalaust og án þess að
spá nokkuð í það hvort komið væri
grænt ljós eða ekki - og vaknað við
vondan draum nokkrum sekúndum
síðar.
Jensen
og Svensen
Menntamála-
ráöuneytiðhef-
urskipað
starfshóptilað
endurskoða
frumvarptil
lagaum
mannanöfn.
Frumvarjúð
variagtfmm :
semstjómar-
frumvarpá
tveimur þingum 1971 og vísað til rík-
isstjórnarinnar í síðara skiptiö. Nú-
gildandi lög um mannanöfn eru frá
1925 og því sjálfsagt aö endurskoða
þau á tímum tískudíBa í nafhgiftum.
I nefndinni eru Svavar Sigmundsson
dósent, Hallgrímur Snorrason hag-
stofustjóri, dr. Guðrún Kvaran orða-
bókamtari og dr. Ármann Snævarr.
Skemmtileg tilviljun að helmingur
nefiidarmanna skuli bera ættarnöih.
Valsmenn
i kyndilför
Valsmennfóru
illaaðráðisínu
ifiTrileiksin-
umgegnfær-
cyskaliðinu
KyndliíEvr-
ópukeppninni í
handknattieik.,
Þærófaririiafa
orðiðtilefni
orðaieikjaá ;
borðviðað
Vaismenn hafi brennt sig illa í átök-
um viðKyndlanaeðaað Kyndlamir
hafi hreinlega kveikt í Völsurunum.
Valsmenn raunu hafa vanmetið and-
stæöinga sína illilega og þvi iitið mái
fyrir Færeyingana að síökkva í sigur-
vonum Valsmanna 1 þessum leik en
sigurvon hafði breiðst eins og eldur
í sinu um hug þeirra HMðarendapUta.
Svo er bara aö vona að Hlíðarendi
hafi sloppið við heimsókn slökkviliðs
eftir seinni leikinn og aö Valsmenn
hafi getað kvikt sér í sigurvindlum
með Kyndlum. Það gengur ekki að
leikmenn úr Kyndli kveiki sér i vindli
meðValsara.
Flygilskráin
ÞeiríKeflavík
virðastekki
hafaummikið
annaöaðhugsa
oðatalaen
hvortPíanó-
barinnfái
Hframlengingu
vínvoitinga-
leyfiseðaekki.
Píanóbarsdeil-
anvarðtilefhi
þess aö einn lesandi Vfkurfrétta sendi
blaöinu bréf. Þar sagöi hann að fram-
lengja ætti Píanóbarinnn um allar
götur bæjarins og fengist þar með
lausn á háal varlegu vandamáli nú-
tíraa samfélags. Bréfinu lýkur þann-
ig: „Framlengjum Pianóbarinn um
ailain bæ og helst inn í Voga þvi þar
hijóta menn aö drekka bjór, karlpen-
ingurinn í þaö minnsta, í einsemd-
inni, Er ekki búið aö bjóða kerling-
amar upp undan þeim?"
Umsjón: Haukur L. Hauksson