Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. 13 dv____________________________________________Lesendur Dagskrá rlkissjónvarpsins: SffelH minni fjölbreytni Haraldur skrifar: • Ég hef tekið eftir því að undanfomu að dagskrá ríkissjónvarpsins fer mjög hrakandi og fjölbreytni verður sífellt minni. Hélt maður þó að á þessum árstíma væri lagt meira upp úr fjölbreytni og boðlegu efni en ástæða er til yfir sumartímann. Ég gerði það af rælni aö taka einn dag eða kvöld til samanburðar við Stöð 2. Það fer ekki á milli mála að þar hefur Stöð 2 yfirburði og það mikla. Þetta var miðvikudagurinn 4. október sl. í ríkissjónvarpinu byrjaði dagskrá- in kl. 17 með fræðsluvarpi. Hvað skyldu margir notfæra sér það? Varla margir vinnandi þegnar þessa lands. Síðan kemur barnaþáttur (endursýndur frá sunnudeginum). Þá brasilískur framhaldsþáttur. Kannski þaö skásta þennan dag. Eft- ir fréttir, þáttur um kvikmyndahátíð 1989. Sá þáttur var eitt það ömurleg- asta sem ég hef séð á skjánum lengi. Mestmegnis org og garg, klám og önnur ömurlegheit (átti þó víst að vera það skásta sem sýnishorn úr myndum kvikmyndahátíðarinnar). Þá tók við fræðslumynd um ríkið Bútan. Einkar lítið áhugaverð mynd, sem mér fannst að ég hefði séð áður í sjónvarpinu (vil þó ekki fullyrða um það). Að lokum ítölsk mynd síðan úr fornöld (frá árinu 1942!). Mér fannst ég einnig hafa séð hana áður í sjónvarpinu. Þennan sama dag hóf Stöð 2 út- sendingu kl. 15:30 með kvikmynd. Síðan kom bandarískur framhalds- þáttur, einkar vinsæll, þá spennu- myndaflokkur fyrir börn og svo ann- ar þáttur úr mynáaseríu. Eftir frétt- ir, sem nú eru orðnar mun viðameiri en hjá ríkissjónvarpinu, kom svo þátturinn Bein lína og á eftir honum þáttur að nafni Framtíðarsýn eftir árið‘2000, jfar sem fjallað var um geimvísindi, arkitektúr, stjörnu- fræði, o.fl., o.fl. Þá kom innlendur þáttur um viðskipta- og efnahagsmál og að honum loknum dularfulli þátt- urinn „Twihght Zone“ og loks kvik- myndin Samaritan (Baráttan við kerfið). Það er orðinn ansi mikill munur á þessum tveimur sjónvarpsstöðvum Miðvikudagur SJÓNVARPIÐ 17.00 Fræðsluvarp. 1. Lengi býr aö fyrstu gerð. Þáttur unninn af nemendum í hagnýtri fjölmiöla- fraeöi II í Háskóla Islands um líf á dagvistarstofnun. 2. Frönsku- kennsla fyrir byrjendur (1). - Entrée Libre. 17.50 Sumarglugginn. Endursýndur þáttur frá sl. sunnudegi. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (11) (Sinha Moa). Brasilískur framhaldsmyndlokk- ur. Þýöandi Sonja Diego. 19.20 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilm- arsson. 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Kvikmyndahátíö 1989 - kynn- ingarþáttur. Umsjón Hilmar Oddsson og Friðrik Þór Friðriks- son. 21.15 Riki þrumudrekans (Kingdom of the Thunder Dragon). Bresk fræðslumynd um Bútan, ríki sem liggur hátt í Himalajafjöllum á milli Indlands og Kina. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. 22.10 Heitar ástríöur (Ossessione). ít- ' ölsk bíómynd frá 1942. Leikstjóri Luchino Visconti. Aðalhlutverk Massimo Girotti, Clara Calami og Elio Marcuzzu. Veitingahjón skjóta skjólshúsi yfir ungan flæk- ing. Ástin blossar upp milli flæk- ingsins og eiginkonunnar og þau ákveða að flýja. Þýðandi Þuriður Magnúsdóttir. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Heitar ástriöur framhald. 0.20 Dagskrárlok. Dagskrár sjónvarps RÚV og Stöðvar 2 miðvikudaginn 4. okt. sl. Já, það er alla vega „sjónarmunur" á þeim. og það er ekki vafi á að með sama áframhaldi hjá ríkissjónvarpinu verður krafan enn háværari um að myndlyklar verði seldir fyrir þá sem 15.30 Meö óhreinan skjöld. Carly's Web. Spennumynd með gaman- sömu í vafi. Vörubíll meó fullan farm af baunum hverfur á dular- fullan hátt. Skrifstofustúlka í dómsmálaráðuneytinu kemst á snoðir um að ekki er allt með felldu og hefur rannsókn á mál- inu. Aðalhlutverk: Daphne Ash- brook, Carole Cook, Gary Grubbs og Bert Rosario. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Ævintýri á Kýþeriu. Spennu- myndaflokkur fyrir börn- og unglinga. Þriðji hluti af sjö. 18.15 Þorparar. Minder. Breskur spennumyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Dennis Waterman og Ge- orge Cole. Leikstjóri: Terry Gre- en. 19.19 19:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt frétta- tengdum innslögum. 20.30 Bein lina. Síminn er 683888. Hvað finnst þér um dagskrá Stöðvar 2? Er það eitthvað sér- stakt sem þú vilt koma á fram- færi? Umsjón Jón Óttar Ragn- arsson. 21.00 Framtiöarsýn. Beyond 2000. Það er fátt sem ekki er skoðað með tilliti til framtiðarinnar í þess- um þáttum. 21.50 Ógnir um óttubil. Midnight Call- er. Sérstakur bandariskur spennumyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Gary Cole, Wendy Kilbo- urne, Arthur Taxier og Dennis Dun. 22.40 Kvikan. Nýr þáttur um viðskipti- og efnahagsmál. Þættirnir verða fjölbreyttir i sniðum og verður leitað fanga jafnt innan lands sem utan. Umsjón Sighvatur Blöndahl. 23.10 í Ijósaskiptunum. Twilight Zone. Skil hins raunverulega og óraun- verulega geta verið óljós. Allt getur því gerst i Ijósaskiptunum. 23.35 Baráttan viö kerfiö. Samaritan. Fjöldi heimilislausra einstaklinga í Bandarikjunum skiptir hundr- uðum þúsunda. Myndin fjallar um mann sem lætur sig þessi mál miklu varða. Sjálfur hefur hann mátt þola hungur, eymd og niðurlægingu þá sem heimil- islausir mega lifa við dag hvern. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Roxanne Hart og Cicely Tyson. 1.10 Dagskrárlok. vilja notfæra sér sjónvarp ríkisins en menn séu ekki skyldaðir til að greiða fyrir það sem þeir ekki vilja horfa á. Nýlunda úr röðum fiskvinnslimnar: Kröf ugerð og tillögur um leið Óskar hringdi: Fjórðungsþing fiskideilda á Norð- urlandi hefur samþykkt tillögu sem leggja á fyrir Fiskiþing. Tillagan er ekki nýlunda ein og sér því hún er sem fyrr, kröfugerð til stjórnvalda um varanlegar úrbætur á afkomu sjávarútvegsins. Nýlundan er hins vegar sú að með kröfugerðinni eru sett fram 10 atriði sem vísa stjórn- völdum leið að markmiðinu. Þetta er þó virðingarvert mitt í öll- um kröfugerðunum á hendur ríkis- valdinu. Þrýstihópar hafa yfirleitt ekki verið tilbúnir að leggja fram aðrar tiUögur en þær að mælast til að hafa „viðunandi rekstraraíkomu" og aö þeim verði „sköpuð betri skil- yrði“, án nokkurra frekari skýringa. Átriðin 10, sem fjórðungsþing Norðurlands leggur fram sem tillög- ur um leiðir til að ná markmiðinu um bætta afkomu, felast í því m.a. að viðskiptajöfnuður við útlönd verði hagstæður, að ríkissjóður verði rek- inn hallalaus, að beinar ráðstafanir verði gerðar til vaxtalækkunar, og að vinnslustefna í sjávarútvegi verði lögfest og kveðið á um útflutning á unnum og ferskum sjávarafla og komið verði í veg fyrir óeðUlega sam- keppni á því sviði. - Einnig að næstu fiskveiðilög gildi a.m.k. í 5, en helst 10 eða 15 ár. Það sem kemur mér þó spánskt fyrir sjónir er tillagan um að lánstími aUra veðlána sjávarútvegsins verði lengdur og lánin höfð afborgunar- laus næstu 2 ár! Svo og að lausa- skuldir þessa atvinnureksturs megi greiða með 5 ára skuldabréfum, sem Seðlabanki eða aðrir bankar kaupi! - Þessi tvö síðasttöldu atriði eru þó sannarlega í ætt við fyrri kröfugerðir til handa þessum síhrjáða atvinnu- vegi. - Hvaö mega aðrar atvinnu- greinar hafa? En það er þó hægt að segja að kröfugerðinni nú um varanlegar úr- bætur á rekstrarafkomu' sjávarút- vegs fylgi meira en orðin ein, svo hvimleið sem krafan um gengisfell- ingu eina og sér var orðin. Greiðslukortanótur: Gætið að nótunum Þorkell Skúlason skrifar: Ég er áreiðanlega ekki sá eini sem hef orðið fyrir þeim óþægindum í viðskiptum þegar maður notar greiðslukort - og þá einkum erlendis - að fá í hendur afrit af greiðslukorta- nótum, sem annaðhvort eru illlæsi- legar eða, og það sem er mun verra, að upphæðin á móttökunótu og þeirri sem gengur til innheimtu eru mis- munandi háar. Það er einn agnúi á þessum nótum (og hef ég þá einkum Visa-nótur í huga sérstaklega vegna þess að ég þekki þær best) að ekki eru þær aUar eins, frá landi til lands t.d. - Blöðin eru misþykk og leiðir það til þess m.a. að skrift kemst ekki nógu vel í gegnum öll eyðublöðin. Auðvitað má segja sem svo að fólk eigi að athuga þetta sjálft er það skrifar undir. Það er þó ekki aUtaf nóg, því í dagsins önn og flýti, sem fólk er nú oft í við viðskipti, t.d. er það verslar, lætur það gjarnafi nægja að láta viðkomandi seljanda (eða þann sem afgreiðir) leiðrétta á nótu kaupandans - og er þá það afrit, sem sent er til innheimtu, með annarri eða breyttri upphæð. Þess vegna vildi ég koma á fram- færi þeirri hvatningu til aUra þeirra sem nota svona greiðslukortanótur í viðskiptum (einkum erlendis) að þeir láti ekki nægja að biðja um leiðrétt- ingu með því að skrifað sé á nótu kaupandans, heldur fari fram á aö ný nóta sé útbúin, þar sem greinilega sést á öllum blöðunum hvað um er að ræða. Verð með söluskatti: Kr. 5.964,- án efnis Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og tryggið gangöryggi bílsins í vetur! BILABORG H.F. FOSSHÁLSI 1, SÍMI 68 12 99 HVERVANN? Vinningsröðin 7. október: 112-111-111-222 Heildarvinningsupphæð: 1.001.244 kr. 12 réttir = 807.816 kr. 4 voru með 12 rétta - og fær hver 201.953 kr. í sinn hlut. 11 réttir = 193.428 kr. 96 voru með 11 rétta - og fær hver 2.014 kr. í sinn hiut. Nauðungamppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Tjamargata 10 A, 4. hæð, þingl. eig. Bjami Sigtryggsson, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 12. október ’89 kl. 18.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hdl. og Valgaiður Sig- urðsson hdl. Bergstaðastræti 17, kjallari, þingl. eig. Ragnar Benediktsson, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 12. október ’89 kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofhun ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík og Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. Vesturgata 73, íb. 00-01, þingl. eig. Hólaberg sf., fer fram á eigninni sjáffri fimmtud. 12. október ’89 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. og Ásgeir Thor- oddsen hdl. Laugamesvegur 44, kjallari, þingl. eig. Jóhann Þorsteinsson, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 12. október j89 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Ás- geir Thoroddsen hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Vesturgata 73, íb. 01-01, þingl. eig. Hólaberg sf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 12. október ’89 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Ár- mann Jónsson hdl., Ásgeir Thorodd- sen hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Vesturgata 75,1. hæð, tald. eig. Sigur- björg Ögmundsd. og Snæbjöm Agústss., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 12. október ’89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendm- em Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. og Ásgeir Thor- oddsen hdl. Laugavegur 63, hluti, þingl. eig. Úl- tíma hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 12. október ’89 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Magnús Norðdahl hdl., Landsbanki íslands cfg Ólafur Gú- stafsson hrl. Reynimelur 86, hluti, þingl. eig. Anna Knstinsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 12. október ’89 kl. 18.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Öldugrandi 3, íbúð 01-02, þingl. eig. Aðalheiður Hauksdóttir, fer fram á eigninm sjalfri fimmtud. 12. október ’89 kl. 19.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Starmýri 2, hluti, þingl. eig. Kárabak- arí h£, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 12. október ’89 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Bjami Asgeirsson hdl. og Borgarsjóð- ur Reykjavíkur. BORGARFÓGETAEMBÆTH) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.