Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 26
26 ÞftlÐJÚDAGUR 1Ö. OKTÓBER1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... 1 Peter O'Toole er einn þeirra frægu leikara sem hafa verið meira og minna blind- fullir í mörg herrans ár. Hann hefur nú ekki drukkið um nokk- urt skeið en kann frá ýmsu að segja um löng og fyrirferðarmikil fyllirí. Kröftugasti kokkteill sem hann hefur fengið nefnist blái hvalurinn. Hann fékk þann drykk um borð í ferju einni og mundi ekkert meira eftir þeirri ferð fyrr en hann var kominn í land. Hann segir að ákvörðun hans um að hætta að drekka hafi komið eftir nokkur fyllirí sem enduðu alltaf á þann veg að hann missti minnið og vaknaði upp einhvers staðar annars staðar en hann átti að vera. Karl Bretaprins er frægur fyrir nísku sína og gera bresk síðdegisblöð mikið grín aö prinsinum og þeirri staðreynd að Díönu munar ekki um að eyða nokkur hundruð þúsundum í einni verslunarferð. Nýjasta sag- an um Kalla prins er nýtni hans á tannkremi. Blöðin segja að Kalli hendi ekki tannkremstúpu fyrr en hún sé alveg tóm. Hann er með sérstakt silfurhúðað áhald sem kreistir tannkremstúpuna og er það auðvitað merkt prinsinn af Wales. Og til að strá salti í sá- rið segja blöðin að einkaþjónn hans hafi það verkefni að rúlla tannkremstúpuna upp. Madonna á sífellt í nýjum og nýjum ástar- ævintýrum. Nýjustu fréttir af henni eru þær að hún og George Michael sjái ekki sólina hvort fyrir öðru. Ástarævintýri þeirra byrjaði þannig að Madonna var eitthvað svekkt út í Warren Be- atty sem hefur verið fastur fylgi- sveinn hennar að undanfomu. Til að gera hann afbrýðisaman notaði hún tækifærið þegar hún og George Michael voru stödd saman við verðlaunaafhendinu og bauð söngvaranum heim til sín. Þeim hefur greinilega komið vel saman því þau sáust næstu sólarhringa á hinum ýmsu næt- urklúbbum geislandi af ham- ingju. Engar sögur fara um við- brögð Beattys enn sem komið er. Bruno Ganz, einn heiðursgesta kvikmyndahátíðarinnar sést hér á mynd- inni ásamt Helga Skúlasyni, Helgu Bachmann, Sveini Einarssyni og Hilm- ari Oddssyni. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, og bandariski kvikmyndaframleið- andinn Jim Stark ræðast við. Á milli þeirra er Guðbrandur Gíslason er var formaður nefndar þeirrar er valdi kvikmyndir á hátíðina. Góðir gestir á kvikmyndahátíð Kvikmyndahátíð Listahátíðar var sett á laugardaginn í Regnboganum. Margmenni mætti við athöfnina og til að skoða kvikmynd Wim Wend- ers, Himinn yfir Berlin, sem var opn- unarmynd hátíðarinnar. Meðal gesta á laugardaginn var aðalleikari þeirr- ar myndar Bruno Ganz. Fleiri erlendir gestir heimsækja hátíðina. Má þar nefna framleiðand- ann Jim Stark sem einnig var við- staddur opnunina á laugardaginn. Þá voru væntanlegir ungverski leik- stjórinn István Szabó en sérstök kynning á myndum hans er á hátíð- inni, færeyski leikstjórinn Katrín Óttarsdóttir en hún leikstýrði fyrstu færeysku kvikmyndinni í fullri lengd, Atlantshafs rapsódían, sem sýnd verður. Þá er væntanlegur franski leikarinn Jean Reno en hann leikur einnig aðalhlutverk í einni mynd sem sýnd verður á b hátíðinni. Sögumaður sýningarinnar er Rósa Ingólfsdóttir sem lætur sig ekki muna um að mæta á sviðið i djörfum fatnaði þegar það á við. DV-myndir GVA Söngleik- ir og rokk- óperar Á fóstudagskvöldið var frumsýnt á Hótel íslandi skemmtiprógrammið Söngleikir og rokkóperur við dúndr- andi lófatak og fögnuð áheyrenda. Söngleikjaprógramm þetta spannar hartnær þijátíu ár og öll lögin sem flutt eru hafa náð vinsældum. Mikið hefur verið lagt til aö gera sýninguna sem best úr garði. Sér búningar fyrir hvert atriði, æfð upp stórsveit og þar fram eftir götunum. Þótt aldrei sé hægt að gera alla ánægða er tónlistin valin með það í huga að allir ættu að heyra eitthvað sem þeim líkar. „Töffarinn" á Volkswagninum er Karl Örvarsson sem sésf hér syngja mik- inn rokkóð úr söngleiknum Grease. Þessir kappar stjórnuðu fjöldasöng með miklum tilþrifum, talið frá vinstri: Birgir jsleifur Gunnarsson, Ólafur G. Einarsson, Árni Johnsen, Geir H. Haarde og Friðjón Þórðarson. Sungið og trallað. Friðrik Sophussson og kona hans, Sigriður Dúna Krist- mundsdóttir, og Þorsteinn Pálsson ásamt konu sinni, Ingibjörgu Rafnar, taka saman höndum í fjöldasöng. Davíð Oddsson og Ómar Ragnarsson eiga ekki í vandræðum með að slá á létta strengi þegar við á og hér hafa greinilega einhverjar skondnar setn- ingar flogið á milli þeirra. Helga Jóhannsdóttir og Ástríður Thorarensen, kunna greinilega aö meta glens maka sinna. Landsfundarfólk skemmtir sér Að loknum ströngum fundahöld- um á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld var haldinn dansleikur á Hótel íslandi þar sem landsfundar- menn slökuðu á eftir erfiði undanfar- inna daga við söng og glens. Ljós- myndari DV var til staðar og tók meðfylgjandi myndir af veislugest- um. I þingliði Sjálfstæöisflokksins finnast ágætir hljóðfæraleikarar. Vinstra meg- in má sjá Ólaf G. Einarsson leika á munnhörpu og þá eiga þeir Matthías Á. Mathiesen og Birgir ísleifur Gunnarsson ekki í vandræðum með að leika fjórhent lagstúf á pfanó. DV-myndir GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.