Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. Andlát Ámi Kr. Árnason frá Skál andaðist á heimili sínu, Klausturhólum 2, þann 6. október. Ragna Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Hlíf, ísafirði, andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði þann 5. okt- óber. Margrét Friðriksdóttir frá Kópaskeri lést í Landspítalanum 9. október. Sigríður Sigurjónsdóttir, 1 Sólvalla- götu 10, Keflavík, lést í Sjúkrahúsinu í Keflavík sunnudaginn 8. október. Steinunn Gunnarsdóttir, Sólvalla- götu 14, andaðist 7. október. Haraldur Hannesson hagfræðingur, Hávallagötu 18, lést 9. október. Guðmundur Guðmundsson frá Kleif- um, Steingrímsfirði, lést sunnudag- inn 8. október á Hrafnistu í Hafnar- firði. Guðrún Guðfinna Guðmundsdóttir, Langholtsvegi 23, andaðist í Landa- kotsspítala laugardaginn 7. október. Ásgeir Gunnarsson, Garðaflöt 21, Garðabæ, lést á heimili sínu þann 6. október sl. Jón Óskar Pálsson frá Seljanesi, Reykjabraut 9, Reykhólum, lést að- faranótt 7. október. Jarðarfarir Útfor Arnórs Einars Hinrikssonar, Gijótagötu 14, Reykjavík, sem lést mánudaginn 2. október, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. október kl. 13.30. Benedikt Gíslason frá Hofteigi, sem lést á sjúkradeild Borgarspítalans í Heilsuvemdarstöðinni við Baróns- stíg sunnudaginn 1. þ.m., verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 11. október kl. 13.30. Sigriður Ingimundardóttir frá Læk, er lést á Elliheimilinu Grund hinn Nauðungamppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, þriðjudaginn 17. október 1989 á neðangreindum ta'ma: Mb. Ása SU-157, þingl. eig. Jón Hauk- ur Bjamason, kl. 11.00. Uppboðsbeið- andi eru innheimta ríkissjóðs. Bakkastígur 15, Eskifirði, þingl: eig. Benedikt Hilmarsson, kl. 9.00. Upp- boðsbeiðandi er innheimta ríkissjóðs. Búðavegur 8, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Birgir Kristmundsson, kl. 11.10. Upp- boðsbeiðandi er innheimta ríkissjóðs. Furuvellir 13, Egilsstöðum, þingl. eig. Heimir Ólason, kl. 11.50. Uppboðs- beiðendur eru Sveinn H. Valdimars- son hrl. og innheimta ríkissjóðs. SÝSLUMAÐUK SUÐUR-MÚLASÝSLU, BÆJARFÓGETINN Á ESKIFTRÐl Nauðungamppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, þriðjudaginn 17.10.1989 á neðangreindum ta'ma: Búðavegur 49, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Pólarsfld hf., kl. 9.50. Uppboðs- beiðandi er Iðnlánasjóður. Gijótárgata 6, Eskifirði. þingl. eig. Davíð Valgeirsson, kl. 10.20. Uppboðs- beiðandi er Þorfhnur Egilsson hdl. Heiðarvegur 15, Reyðarfiiði, þignl. eig. Markús Guðbrandsson, kl. 13.50. Uppboðsbeiðendur eru innheimta rflt- issjóðs, Landsbanki íslands, Biynjólf- ur Kjartansson hrl. og Verslunar- banki íslands. Hlíðargata 43, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Ingólfúr Eheserson, kl. 10.50. Uppboðsbeiðandi er Magnús M. Norðdahl. hdl._______________ Laufas 3, Egilsstöðum, þingl. eig. Kjartan Ingvarsson, kl. 14.20. Upp- boðsbeiðendur eru Egilsstaðabær, Búnaðarbanki íslands, Útvegsbanki Islands og Tómas H. Heiðar lögfr. 3. október sl., verður jarðsunginn miðvikudaginn M. október kl. 13.30 frá Aöventukirkjunni við Ingólfs- stræti. Viktoría Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, verður jarðsett miðvikudaginn 11. október frá Dómkirkjunni kl. 15. Ólöf Egilsdóttir frá Isafirði, Hátúni 12, Reykjavík, sem lést í Landspíta- lanum 30. september, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miöviku- daginn 11. október kl. 15. Guðmundur Ólafsson, Ferjubakka 4, verður jarðsunginn frá Hallgrims- kirkju í dag 10. október kl. 13.30. Guðmundur var fæddur að Leirum, Austur-Eyjafjöllum 4. júní 1903 og lést að hjúkrunarheimilinu Skjóli 30. september. Fyrírlestrar Mikilvægi skólastefnu í náttúrufræðslu Þriöjudaginn 10. október kl. 16.30 flytur Gunnhildur Óskarsdóttir æfingakennari fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnun- ar uppeldis- og menntamála. Fyrirlestur- inn nefnist: Mikilvægi skólastefnu í náttúrufæöikennslu. Hann veröur haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg. öllum heimill aðgangur. Miðás 16, Egilsstöðum, þingl. eig. Vakt sf. Egilsstöðum, kl. 14.30. Upp- boðsbeiðéndur eru: innheimta ríkiss- jóðs og Iðnlánasjóður. Miðgarður 3, Egilsstöðum, þingl. eig. Armann Snjólfsson. kl. 10.30. Upp- boðsbeiðandi er Ásgeir Thoroddsen hdL________________________________ Miðgarður 6, l.h.t.v. Egilsstöðum, þingl. eig. Snjólfúr Björgvinssonar, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Magnús M. Norðdahl. hdl. Selás 1, Egilsstöðum, þingl. eig. Vara- hlutaverslun Gunnar Gunnarssonar, kl. 10.40. Uppboðsbeiðendur eru Verslunarbanki íslands, innheimta ríkissjóðs, Sigurður í. Halldórsson hdl., Egilsstaðabær og Eggert B. Ól- afsson hdl. Síldarverksmiðja Djúpavogi, þingl. eig. Búlandstindur hf., kl. 15.20. Upp- boðsbeiðandi er Landsbanki íslands. Sólbrekka 9, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Bfrgir Kristmundsson, kl. 14.40. Upp- boðsbeiðendur eru: Ámi Halldórsson hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Ásgeir Thoroddsen hdl. Sólbakki 3, Breiðdalsvík, þingl. eig. Ingibjörg Hauksdóttir, kl. 14.50. Upp- boðsbeiðandi er Tryggingastofnun ríkisins. Strandgata 14, Eskifirði, þingl. eig. Benni og Svenni hf., kl. 9.40. Uppboðs- beiðandi er Iðnlánasjóður. Stuðlaberg, Reyðarfirði, þingl. eig. Bergsplan hf. Reyðarfirði, kl. 9.20. Uppboðsbeiðendur eru Brunabótafé- lag íslands, Iðnþróunarsjóður, Jón Ingólfsson hdl., innheimta ríkissjóðs, Sigurmar K. Albertsson hrl., Brynjólf- ur Eyvindsson hdl. og Sigríður Thorl- asíus hdl. Sæberg 13, Breiðdalsvík, þingl. eig. Guðmundur Björgólfeson, kL 9.30. Uppboðsbeiðandi er innheimta ríkiss- jóðs. Söluskálinn Skútan Djúpavogi, þingl. eig. Eðvald Ragnarsson og Hólmfríð- ur Haukdal, kl. 15.40. Uppboðsbeið- andi er Ásbjöm Jónsson hdl. Túngata 1, Eskifirði, þingl. eig. Davíð Valgeirsson, kl. 15.00. Uppboðsbeið- andi er Othar Öm Petersen hrl. SÝSLUMAÐUR SUÐUR-MÚLASÝSLU, BÆJARFÓGETINN Á ESKIFIRÐI Tflkyimingar Dregið í happdrætti Norður- landsdeildar SÁA Dregið var í happdrætti Norðurlands- deildar SÁÁ 1. október sl. Vinningar komu á eftirtalin 10 númer: 300.000 kr. vöruúttekt frá Örkinni hans Nóa á miða nr. 491, 100.000 kr. vöruúttekt frá KEA á miða nr. 271, 285, 1177, 3967, 5378. 50.000 kr. vöruúttekt frá KEA á miða nr. 1701, 3777,5215, og 5221. Norðurlandsdeild SÁÁ þakkar veittan stuðning. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur sinn fyrsta fund á haustinu í safn- aðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn Hvað er með tvo h'tra af tárum í augunum? Fjölmiölagagnrýnandi DV eftir tvö ár að reyna að fylgjast með helgardagskrá þriggja stöðva samtfmis. Kannski af þvi að dag- skráin sé svo léleg, þó sennilega aðeins vegna ofþreytu. Slöan ný lög um fjölmiðla voru samþykkt hafa íslendingar ákveölö að skella sér á fúllu út I alla súp- una, sérstaklega á suðvesturhom- inu. Þegar stöö 2 er orðin þriggja ára má sjá fyrirtæki keppast við aö fylla tíönibylgjumar, hvort sem þaö erFMeða VHF. Viðgetumhlustað á 8 útvarpsstöðvar, ein er í starthol- unum, og horft á 2 sjónvarpsstöðvar og þar er líka a.m.k. ein að fara af staö. Það gæti litíð þannig út eftir eitt ár aö samanlagður útsendingartímí sjónvarps verði um 160 tímar á viku (venjulegt fólk vakir í 112 tíma viku hverja) og um 1200 tímar af útvarps- efni. Fyrstu afleiðingar þessarar þróunar eru þegar fámar aö koma í Ijós. Fólk er farið að velja meira og hafna þvi þaö getur ekki fylgst með öllu sem þaö langar til, jafnvel ekki með hjálp myndbandsins. Stöðvamar hjjóta allar að bregð- 14. október kl. 20.30. Frú Ebba Sigurðar- dóttir biskupsfrú verður gestur fundar- ins. Þá verður hljómlist og kaffi. Aö lok- um flytur sr. Karl Sigurbjömsson hug- vekju. Minnt er á basarinn 4. nóvember. Tveir breskir þjálfarar á Frjálsíþróttanámskeiði FRÍ Dagana 20.-26. október nk. gengst fræðslunefnd Fijálsíþróttasambands Is- lands fyrir námskeiði í íþróttamiðstöð ÍSÍ, Laugardal. Á námskeiðinu verður fjallað um þjálfun í stökkum, millivega- lengdum og langhlaupum. Þjálfaramir tveir, Gordon Cain og Dave Sunderland, em sérfróðir um þessar greinar og vora báðir útnefndir til þessa af Alþjóða frjáls- íþróttasambandinu. Þetta er því mikill hvalreki fyrir íslenska fijálsíþróttamenn. ast við þessu á sama hátt, gerast markvlssari, flnna sér ákveðinn markhóp sem þó verður að vera sem stærstur hluti þjóðarinnar. Þær em að berjast á sama litía markaðnum um auglýsingatekjur og fyrir einka- stöövamar er þetta spuming um lif eða dauða. Því hafa þær reynt að viröast fijálslyndari en spumingin er bara hvort viö eigum aö trúa öll- um yfirlýsingunum. Það getur veriö allt frá því að Jón Óttar bjóði banda- rískum framleiðendum aðgang að evrópska markaðnum gegnum stór- fyrirtækíð íslenska sjónvarpsfélag- ið til þess er Sigmundur Emir verð- ur skáldlegur í framan þegar hann kynnir hina 9tórkostlegu spennu- myndJaws4. Svo er ekkert öruggt að vera fréttastjóri hvort sem maður er á Rlkissjónvarpi með útvarpsráð yfir sér eða á einkastöð því hún hefúr Námskeiðið er styrkt af Alþjóða ólympíu- nefndinni og fá allir viðurkenningu frá henni, að námskeiði loknu. Hallgrímskirkja - starf aldraðra Opið hús verður á morgun, miðvikudag 11. október, og hefst kl. 14.30. Verður þá ekið frá kirkjunni í Listasafn íslands og skoðuð málverkasýning Jóns Stefáns- sonar. Á eftir verða kaffiveitingar í safn- aðarsal kirkjunnar. Þeir sem óska eftir bílfari til kirkju hringi í fyrramálið í síma 10745. Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í félagsheimilinu í kvöld, 10. október. Byijað verður að spila kl. 20.30. Allir velkomnir. llka sína eigendur og auglýsendur sem vilja ráða einhverju um hvaö er flutt Þaö er nóg að líta á eina neikvæða gagnrýni um Rainman og það aö Bíóhöllin-Bíóborgin hætta aö auglýsa um tíma. Maður gieypir það ekki hrátt þeg- ar talsmenn Sýnar lofa gæðadag- skrá. Það getur þýtt það sem þeir vilja. Það má þó búast við einhveiju góðu. T.d. má búast við að það ís- lenska efni, sem verður sýnt þar, verði aðkeypt og það gefur mögu- leika fyrir dagskrárgerö utan stofti- ananna og þegar hafa myndast slík- ir hópar. Eg vonast eftir að þetta fólk sýni önnur vinnubrögö og veiti meiri vidd inn í innlenda efnið. Stöð 2 hefur strax tekið annan pól í hæðina. Þeir vilja fá efnið ókeypis og nota sniðuga aðferð. Þeir efna tíl samkeppni þar sem fólk getur sent inn efiii en síðan er undir hælinn lagt hvort það fær eitthvað á móti. Stöð 2 áBkiIur sér allan rétt til sýn- inga án endurgjalds, þó ætluðu þeir aö veita einhver verðlaun fyrir bestu myndimar. Hvað kemur út úr svona samkeppni? Það hefur ekki neittséstennþá. Gísli Friðrik Gíslason Menning Ég vildi óska mér... Litla leikhúsiö sýnir i Gerðubergi: REGNBOGASTRÁKINN Höfundur: Ólafur Gunnarsson Lög og textar: Gunnar Þóröarson og Ólafur Haukur Símonar- son Leikstjórn og lelkmynd: Eyvindur Erlendsson Litla leikhúsið frumsýndi leikritið um Regnboga- strákinn í vor og fór með það í leikferð út á land. Um þessar mundir standa yfir sýningar á því í Gerðubergi og þangað leggja yngstu borgararnir leið sína í fylgd pabba eða mömmu til þess aö kynnast svolitlu ævin- týri um jöklasóley og bláa skessu sem hefur sofið í mörg hundruð ár. Bömin fá að vita að maður á að fara vel með óskirn- ar sínar, þegar maður er svo heppinn að mega óska sér, og aö það fer illa fyrir þeim sem láta stjórnast af fordild. Þetta er vel unnin og skemmtileg sýning sem allir krakkar eldri en 4-5 ára geta haft bæði gagn og gaman af. Ólafur Gunnarsson hefur skrifað leikritið í hefð- bundnum stíl, þar sem blandað er saman ævintýri, þjóðsagnahefð og svolítilli lexíu fyrir lítil hjörtu. Textinn er vel skrifaður og að mörgu leyti bitastæð- ari en oft vill verða í leikritum og sýningum fyrir böm, þar sem fullorðnir einfalda mál sitt og bregða fyrir sig gælutón og ankannalegum tilburðum til þess að geðj- ast bömunum. Flestum krökkum finnst þetta bjána- legt og kunna mun betur að meta þegar talað er viö þá á mannamáli. Samtal jöklasóleyjarinnar og skessunnar í byijun var vel skrifaö og sagan af stúlkunni fógru og eldinum varð einkar lifandi ævintýri í góðum flutningi Emils Gunnars Guðmundssonar sem lék skessuna/regn- bogastrákinn. Leikritið er mátulega langt en datt svolítið niður í seinni hlutanum þar sem lopinn var teygður og óþarf- lega lengi verið að negla botninn í allt saman. Það var ekki laust við aö svolítið færi um yngstu áhorfenduma þegar haganlega gerð leikmynd Eyvind- ar Erlendssonar (sem einnig er leikstjóri) fór að taka undarlegum breytingum í upphafi sýningarinnar. Jök- ulhettan á fjallinu háa skreið saman og sjá: Svaf þá ekki þessi gríðarlega skessa þama undir snjónum. Skessan er að vonum svöng eftir mörg hundruð ára fóstu og grípur því tækifærið þegar henni tekst að Leiklist Auður Eydal standa undir regnboganum og óskar sér. Og hvers óskar hún? Jú, aö hún væri komin í dulargervi, orðin regnbogastrákur sem gæti farið til borgarinnar og náð sér þar í feitan og gómsætan strák til að éta. Poilarnir tveir, sem regnbogastrákurinn hittir fyrir, eru eins og klipptir út úr sígildum barnabókum, átvag- liö feita, sem anar hugsunarlaust í gildra skessunnar, og rólegi strákurinn, sem bjargar öllu fyrir horn á síðustu stundu. Allt er þetta svo kryddað nokkram fjöragum söngv- um eftir þá Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonar- son. Þær Erla Rut Harðardóttir og Alda Amardóttir leika strákana tvo og eru ágætar andstæður. Alda leikur þann rólega, á lægri nótunum eins og vera ber, og Erla leikur feitabolluna sem lætur matgræðgina stjóraa sér. Sá feiti er miskunnarlaust skopgeröur og hrikalega sver. Hann verður of mikil fígúra tíl að vera trúverðugur og verður þannig tæpast neinum víti til vamaðar sem hefði þó verið full ástæða til. Emil Gunnar Guðmundsson tekur léttilega ham- skiptum þegar hann varpar af sér gervi tröllskessunn- ar og breytist í regnbogastrákinn. Hann er fyrst þunglamaleg skessa og síðan kvikur og glottuleitur hrekkjalómur, svona rétt mátulega vondur. Gervi skessunnar var einkar skemmtilega útfært og er sér- stök ástæða til að hrósa þætti Eyvindar Erlendssonar í þessari sýningu, en eins og fyrr sagði er hann ekki einungis leikstjóri heldur á líka heiðurinn af leik- myndinni. I bland er notuð tækni brúðuleikhússins, meðal ann- ars við gerð jöklasóleyjarinnar sem er fost á rót sinni en gegnir þó stóru hlutverki í leikritinu. Litla leikhúsiö hefur vandað til þessarar sýningar og í henni fer saman ágætur texti og litrík og skemmti- leg útfærsla. AE Fjölmiðlar Má búast við betra?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.