Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. 7 Viðskipti Hræðsla 1 gangi vegna alþjóðlegra tölvuvírusa: Þrír vírusar verða virkir á föstudaginn Föstudagurinn 13. október næst- komandi veröur enginn venjulegur föstudagur í tölvuheiminum. Þá verða /þrír alþjóölegir tölvuvírusar virkir. Þetta eru vírusarnir Jerúsai- em, Data Crime og sá þriðji sem ætt- aður er frá Suður-Afríku. Þeir eiga það sameiginlegt að herja á PC-tölv- ur. Jerúsalem-vírusinn er langal- gengasti tölvuvírusinn í Bandaríkj- unum og einn af þremur algengustu í Englandi. Hann hefur einnig fund- ist á íslandi en er mjög sjaldgæfur. „Ég tel enga ástæðu til óþarfa taugaveiklunar hér á landi á föstu- daginn. þessi dagur ætti þó að minna menn á að gæta sín vegna tölvuvír- usa,“ segir Friðrik Skúlason tölvun- arfræðingur en hann hefur smíðað hið þekkta forrit, Lykla-Pétur, sem vinnur gegn vírusum; finnur þá, eyð- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 8-11 Úb,V- b,S- b.Ab.Sp Sparireikningar 3jamán. uppsögn 8,0-13 Úb.Vb 6mán. uppsögn 9-15 Vb 12mán.uppsögn 9-13 Úb.Ab 18mán.uppsögn 25 Ib Tékkareikningar, alm. 2-5 Sp Sértékkareikningar • 4-11 Vb.Sb,- Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb 6mán. uppsögn Inrrián með sérkjörum Innlángengfetryggð 2,5-3,5 Ib 10-21 Vb © Bandaríkjadalir 7,25-8 Ab.Sb Sterlingspund 12,5-13 Sb, Vestur-þýsk mörk 5,75-6,25 Ib.Ab Danskar krónur 8-8,75 Bb.lb,- Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 26-29 • Ib.V- b.Sb.Ab Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 28-32,25 Vb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 30-35 Utlán verðtryggö Skuldabréf 7,25-8,25 Ib.V- b.Ab Utlántilframleíðslu Isl.krónur 25-31,75 Vb SDR 10,25 Allir Bandaríkjadalir 10,5-10,75 Úb Sterlingspund 15,5 Allir Vestur-þýsk mörk 8.25-8,75 Úb.S- .b.Sp Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverðtr. okt 89 27,5 Verðtr. okt. 89 7.4 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala okt. 2640 stig Byggingavísitala okt. 492 stig Byggingavísitala okt. 153,7 stig Húsaleiguvisitala 3,5% hækkaði 1. okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,265 Einingabréf 2 2,359 Einingabréf 3 2,798 Skammtimabréf 1,463 Lifeyrisbréf 2,144 Gengisbréf 1.898 Kjarabréf 4.240 Markbréf 2,244 Tekjubréf 1,794 Skyndibréf 1.279 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2,053 Sjóðsbréf 2 1,610 Sjóðsbréf 3 1,445 Sjóðsbréf 4 1.210 Vaxtasjóðsbréf 1.4500 HLUTABREF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv : Sjóvá-Almennar hf. 302 kr. Eimskip 383 kr Flugleiðir 170 kr. Hampiðjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 140 Rr. Iðnaðarbankinn 166 kr. Skagstrendingur hf. 216 kr. Útvegsbankinn hf. 142 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur. Hann er höfundur forritsins Lykla- Péturs sem þetar uppi tölvuvírusa, útrýmir þeim og bólusetur torrit gegn frekari ásókn tölvuvírusa. ir þeim og bólusetur loks forrit gegn öðrum vírusum. Mikil föstudagsspenna Þegar hefur gripið um sig nokkur spenna á meðal eigenda tölva vegna föstudagsins. í frétt frá Reuter segir frá vamarforriti hollensku lögregl- unnar og Erasmus háskólans í Rott- erdam sem hefur verið gefið út og selt vegna vírussins Data Crime II en hann er upprunninn í Hollandi og afbrigði af þýska vírusnum Data Crime. „Data Crime hefur fundist á mjög fáum stöðum. í mínum huga er hann meira eins konar íjölmiölavírus. Ég tel of mikið vera gert úr honum í fjöl- miðlurn," segir Friðrik Skúlason. Jerúsalem sá algengasti Að sögn Friðriks er Jerúsalem- vírusinn langalgengasti vírusinn af þeim þrem alþjóðlegu virasum sem verða virkir á föstudaginn. „Þetta er vírus sem kom fyrst upp í ísrael. Hann er þannig að sérhvern föstudag sem her upp á 13. dag mánaðar verð- ur hann virkur og fer í gang í smituð- ■um forritum, sem eru keyrð þennan dag, og eyðir þeim.“ Friðrik segir ennfremur Jerúsal- em-vírusinn hafi borist hingað til lands í gegnum forrit erlendis frá. „Fyrst í stað bárust vírusar hingaö fyrst og fremst með leikjaforritum. Nú herst þetta með hveiju sem er. Þetta er eins og með Aids-veiruna. Áður tengdist hún ákveðnum áhættuhópum en síðan breiddist hún út til allra þjóðfélagshópa." Sá frá Suður-Afríku Annar vírus, sem verður virkur á föstudaginn, er ættaður frá Suður- Afríku. „Þetta er mjög sjaldgæfur vírus og hefur ekki fundist ennþá hérlendis,“ segir Friðrik. Um þriðja vírusinn, Data Crime, sem verður virkur á föstudaginn, segir Friðrik að honum hafi verið sleppt lausum í mars síðastliðnum. „Data Crime eyðileggur öll gögn á hörðum diskum. PC-tölvur sem ekki eru með harða diska eru því ekki í hættu. Það er engin ástæða til að ætla að þessi vírus sé til hérlendis en það er þó hugsanlegt. Það er vitað um 7 tilfelli í Bandaríkjunum af Data Crime og 50 í Evrópu. Þetta er því ekki útbreiddur vírus." Fyrstu tölvuwírusarnir komu til sögunnar erlendis árið 1986. Síðan hefur þeim fjölgað hægt og sígandi og nú er svo komið að tölvuvírusar eru orðnir algengir úti um allan heim. Talið er að í Bandaríkjunum smitist 500 tölvur af vírusum dag- lega. Þar af áætla Bandaríkjamenn að 200 nýjar tölvur smitist af Jerúsal- em-vírusnum. Fimm tölvuvírusar á íslandi Á íslandi hefur orðið vart við fimm tegundir tölvuvírusa. Þeir eru Boltavírus, Haustvírus, Brain-vírus- inn, Jerúsalem og íslenski vírusinn. Sá síðastnefndi dregur nafn sitt af því að hann er skrifaður á íslandi og því ættaður hérlendis, sá eini ís- lenski sem enn er vitað um. Að sögn Friðriks hefur íslenski vír- usinn borist út til ísraels. Þar hefur hann veriö endurskrifaður að hluta pg er nýja afbrigðið að gera usla í ísrael þessa dagana. Boltavírusinn og Haustvírusinn eru algengustu tölvuvírusarnir hér- lendis. Boltavírusinn var þannig að skyndilega kom bolti inn á skjáinn sem hoppaði og skoppaði eins og tennisbolti fram og til baka, sem og oút á kanta. Hbustvírusinn kom við sögu á síðasta*ári en hann vann með þeim hætti aðtef dagsetningar í okt- óber, nóvember og desember árið 1988 komu fyrir þá byrjuðu stafir að hrypja og loks hrundu þeir allir með tölu. Lykla-Pétur fluttur út Loks má geta þess að varnarforrit Friðriks, Lykla-Pétur, hefur selst vel hérlendis. Sömuleiðis hefur Friðrik hafið útflutning á því. -JGH NÓV S M » M F F V T 2 3 4 5 • 7 3 9 10 H 12 13 M B 1« 17 18 » 20 21 22 23 24 2S 26 27 28 29 30 M Þ M F F L vika 2 3 4 5 6 7 40 9 lO H bQw 4i 16 17 18 19 20 21 42 23 24 25 26 27 28 43 30 31 44 Næstkomandi föstudags er beðið með mikilli spennu á meðal töivumanna um allan heim. Þá verða þrír tölvuvírusar virkir. Kúluhúsiö í Öskjuhlíð: 700 milljóna pakki Tilboð í rekstur veitingahúss Hita- veitunnar í Öskjuhlíð voru opnuð í gær. Tfu veitingamenn sóttu um, þeirra á meðal voru Skúli Þorvalds- son, Hótel Holti, Bjarni Ámason, Hótel Óðinsvéum, og Skúli Hansen, Amarhóli. Veitingastaðurinn verður tilbúinn um mitt ár 1991. í tilboðunum kemur fram hve háa leigu veitingamennirnir eru tilbúnir að greiða fyrir veitingahúsið en ekki fengust tölur um það upp gefnar í gær. Heildarkostnaðurinn við bygging- una verður um 600 til 700 milljónir króna þegar upp verður staðið, sam- kvæmt áætlun. Veitingastaðurinn verður á 5. hæð hússins. Hann mun taka 200 manns í sæti og er 75 metra yfir sjávarmáh. Auk þess eru í byggingunni salir fyr- ir ráðstefnur, fundi, konserta og sýn- ingar. -JGH Kílóið af æðardún selst nú á yfir 23 þúsund krónur. Hlutabréf í Arnarflugi á sérkjörum Arnarflug er með skammtíma átak í sölu hlutabréfa á sérkjörum í félag- inu. í boði eru 50 þúsund króna hlutabréf og fær handhafi hvers bréfs tvo farseðla. Þá eru 100 þúsund króna hlutabréf í boði og fær hand- hafi fimm farseðla. Hægt er að greiða hlutabréfin með greiðslukortum. Þess má geta að hlutabréf að upphæð 100 þúsund veitir hjónum 37.700 króna skattaafslátt. í raun er því verið að greiða 63.300 krónur fyrir fimm farseðla fram og til baka. Kúluhús Hitaveitunnar i Öskjuhlið. Fresturinn til að senda inn tilboð i veitingareksturinn rann út um helg- ina. Utlendir óðir í æðardún - kílóiö á 23 þúsund krónur Útlendingar eru vitlausir í íslensk- ari æðardún og er hann mest seldi æðardúnn í heimi. Ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn. Á síðasta ári seldu íslenskir bændur út 3,1 tonn af æðardún fyrir um 72 milljónir króna en það gerir hvorki meira né minna en 23.226 krónur fyrir kílóið. Helstu útflutningslönd eru Vestur- Þýskaland, Japan, Bretland og Taiw- an. Ennfremur er flutt út nokkurt magn til Kanada, Danmerkur, Nor- egs og Bandaríkjanna. Útflutningur á æðardún hefur auk- ist ár frá ári. Árið 1986 voru flutt út 2,1 tonn fyrir um 35 milljónir króna sem gerir tæplega 17 þúsund krónur á kílóið. Árið 1987 voru flutt út 3,1 tonn fyrir um 54 milljónir króna. Það gerir um 17.400 krónur fyrir kílóið. Dúntekja fer enn vaxandi og nýting dúns er góð. Að markaðsmálum vinna fyrst og fremst þeir sem flytja dúninn út. Auk þess hefur Æðar- ræktarfélag íslands og æðarræktar- ráðunautur Búnaðarfélags íslands komið við sögu í að kynna æðardún- inn. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.