Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. 13 Lesendur m Jarðskjálftar og Sameinaðar þjóðir: Otrúleg ferðagleði K.J.E. skrifar: Maöur hefði haldið að einmitt núna væri tími fyrir opinbera aðila til að spara á sem flestum sviðum. Þegar ferðalög eru annars vegar eru opin- berir aðilar einna djarftækastir og nýlegar upplýsingar um ferðalög ráðherra eru glögg dæmi um það. Tilefni ferðalaga á vegum hins op- inbera eru óteljandi og í hvert sinn sem tilefnin gefast er haldið í ferða- lag. Ekki hafði fyrr frést af jarð- skjálftunum í Bandaríkjunum en stofnuð var sendinefnd 'manna til að ferðast alla leið til San Francisco til vikudvalar til að kynna sér afleiðing- ar jarðskjálftans þar. Hagstofuráðherrann nýi var þar fremstur í flokki og sagði að menn hefðu áhuga á að kynna sér ástandið með eigin augum. Sams konar ferð hefði verið farin til Mexíkó eftir mikla jarðskjálfta þar árið 1985, og hefði sú fór verið mjög lærdómsrík, og „hefur haft hugmyndir manna hér um byggingarreglugerðir og skipu- lagsmál" (hvað sem þessi setning þýðir ein og sér!). Ekki kvað hagstofuráðherrann þessa ferð sína stangast neitt á við núverandi skyldur hans sem ráð- herra í ríkisstjórninni. Sagði það raunar vera öðru nær því þetta snerti m.a. einn þeirra málaflokka sem ráðuneyti hans væri ætlað aö yflrtaka. En þetta var nú útúrdúr hjá mér, og það sem ég vildi koma að í þessum línum var fyrst og fremst að lýsa mótmælum við ferðagleði íslenskra ráðamanna og að nota hvert tæki- færi til að komast til annarra landa á kostnað skattþegnanna. Nú munu ekki færri en sex fulltrúar fara á alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York til þriggja vikna dvalar, enda þótt á því þingi sitji sérstakir fulltrúar lands okkar og geti fyllilega annast þau störf sem þar er krafist vegna þátttöku okkar. Reyndar eru störf þessara fulltrúa pólitísku flokkanna á Alþingi ekki önnur en þau að kynna sér störf S.Þ. og skila svo skýrslu þegar heim er komið. Það hlýtur að liggja mikið af skýrslum hjá Alþingi um störf S.Þ. eftir allar þær ferðir sem þingmenn hafa farið á þetta þing með eða án maka sinna. - Já, vel á minnst, skyldu makarnir ekki þurfa að skila skýrslum ef þingmennnirnir geta lát- ið dagpeningana duga fyrir uppihaldi þeirra? P.S. Nú hefur frést að jarðskjálftar hafi skekið menn og mannvirki í Alsír. Skyldi verða stofnuð sérstök ferðanefnd til að huga að verks- ummerkjum þar - eða níu manna San Francisco-nefndin látin duga og henni snúið til Alsír við heimkotnu? Bónus-verslanir og L.S. skrifar: Það hafa margir verið að velta því fyrir sér að undanfórnu í þeirri dýr- tíð sem hér ríkir, einkum hvað varð- ar matvæli, að eitthvað mikið og al- varlegt hljóti að vera að í rekstri matvöruverslana þegar hægt er að bjóða fólki 10 til 15% afslátt af verði miðað við verð hjá stórmörkuðun- um, t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Bónus-verslanirnar gera. Nú er verið að setja upp eina slíka verslun í nágrenninu þar sem ég bý (vestur á Granda) og það verður fróð- legt að vita hvort henni takist að halda verðinu svo niðri að fólk flykk- ist þangað í stað stórmarkaðanna sem þar eru í grenndinni. Svo mikið er víst að ekki mun standa á mér að versla þar sem ódýrast er, jafnvel þótt þar verði ekki hægt aö nota greiðslukortin. Ríflegur afsláttur í verði mun meira en vega upp hag- ræðið af plastkortunum. En það er hins vegar staðreynd að ef álagning matvörukaupmanna svo og heildsala þeirra er slík að éin sér- stök verslun getur hagrætt svo hjá sér að hún treystir sér til að selja vörur sínar á um 15% lægra verði Þjónusta eða ekki þjónusta? - „Það er verðið sem skiptir máli,“ segir hér m.a. álagning en aðrar verslanir þá er eitthvað mikið að í rekstri hinna. Ég get ekki séð að hægt sé að tala um neins konar „þjónustu“ í stór- mörkuðunum umfram það sem nauðsynlegt er. Það er jú afgreiðslu- fólk á kössunum og einhverjir setja vörurnar í hillurnar, en þetta er eng- in sérstök „þjónusta" sem orð er á gerandi. - Hjá þessari Bónus-verslun verður maður að taka vörurnar sjálf- ur eins og í stórmörkuðunum og greiða við kassa. - En hver er munur- inn? Ég sé hann ekki í fljótu bragði. Ég held aö hér þurfi að fara fram heiðarleg rannsókn á því hvort ekki sé hægt að hagræða miklu meira í innflutningi og dreiflngu matvæla, bæði innlendra og erlendra vara, til þess að koma niður verðlagi. Ef hér er einhver spurning um þá „þjón- ustu“ sem talin er valda háu verð- lagi, má hiklaust skera hana niður. - Hinum almenna neytanda er ná- kvæmlega sama hvernig hann nálg- ast sínar nauðsynjavörur í einni verslun, það sem hann sækist eftir umfram allt annað er að fá þær á sem allra lægstu verði. Það er heila málið. SLAUM Á DÝRTÍÐINÁ Berber lykkjuteppi í þrem litum, ljósgrá, grá og beige, meðan birgðir endast á aðeins Euro Visa raðgreiðslur: Engin útborgun Xf afborgun í janúar 1990 Útsölustaður í Keflavík: Járn og skip Dæmi um verð: (miðað við staðgreiðslu) jBmJMl kr. 5.950,- 30 m2 kr. 17.850 kr. 11.900,- 40 m2 kr. 23.800 BYGGINGAMARKAÐUR VESTURBÆJAR Hringbraut 120, sími 28600. ! Teppadcild s. 28605 Jasmin við Barónsstíg VERSLUNIN HÆTTIR Allar vörur með 30% afslætti af gömlu, góðu verði. Jasmin sími 11625 KVENFÉLAG ÓHÁÐA SAFNAÐARINS heldur sinn árlega kökubasar í Kirkjubæ nk. laugar- dag, þann 4.11., kl. 14. Þær sem ætla að gefa kökur eða muni vinsamlega komi með það eftir kl. 16 föstu- daginn 3.11. eða fyrir hádegi laugardag. Nefndin Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Neðstatröð 4, neðri hæð, þingl. eig. Ragnar Siguijónsson og Harþa Guð- mundsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 6. nóvember ’89 kl. 11.30. Upp- boðsbeiðendur eru Veðdeild Lands- banka Islands, Bæjarsjóður Kópa- vogs, Aii ísberg hdl. og Ólafúr Gú- stafsson hrl. Bræðratunga 5, jarðhæð, þingl. eig. Þór Mýrdal, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 6. nóvember ’89 kl. 14.00. Upp- boðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hdl., Bæjarsjóður Kópavogs, Út- vegsbanki'íslands og Ólafur Gústafs- son hrl. Nýbýlavegur 58, 1. hæð t.v., talinn eig. Hallgrímm- Smári Jórtsson, fer fram á eigmnni sjáLfri mánud. 6. nóv- ember ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Smiðjuvegur 46, neðri hæð, þingl. eig. Lárus Þ. Sigurðsson, Grímur Sigurðs- son, Laufey Sigurðardóttir og Aðal- heiður Sigm-ðardóttir, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 6. nóvember ’89 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Verslunarbanki Islands, Ásgeir Thor- oddsen hdl., Guðmundur Pétursson hdl., Fjárheimtan hf. og Landsbanki Islands. Engihjalli 17, 4. hæð C, talinn eig. Ágúst F. Kjartansson, fer fram á eign- iimi sjálfri mánud. 6. nóvember ’89 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Jón Eiríks- son hdl., Ásgeir Þór Ámason hdl. og Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi. Helgubraut 5, þingl. eig. Jóhann Ein- arsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 6. nóvember ’89 kl. 14.45. Upp- boðsbeiðendur eru Helgi V. Jónsson hrl., Skattheimta ríkissjóðs í Kópa- vogi og Ólafúr Gústafeson hrl. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI Klæðstu Barbour í baráttunni við veðrið. Hentugur fatnaður innanbæjar sem utan. Hafnarstrœti 5 Slmar: 16760 og 14800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.