Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Síða 25
FIMMTUDAGUR 2. NÓVUMBER 1989. 33 Merming Gagnrýni á listaverkauppboð hjá Gallerí Borg: Lágmarksþekkingu á markaðnum vantar - segir Gunnar Kvaran, listfræðingur á Kjarvalsstöönm Búnaðar- félaginu Bækur um ættir hesta virðast ætla að vera bækur jólavertíðar- innar að þessu sinni. Jónas Kristjánsson hefm' þegai’ vakið upp rammar deilur með Heiða- jörlum sínum. Ráðunautar Bún- arðarfélagsins eru ekki hrifnir af innrásinni á þeirra svið. Og það er von á fleiri bókum frá mönnum sem ekki eru i náðinni hjá sérfræðingum Búnaðarfé- iagsins. Anders Hansen heldur áfram að skrifa um Svaðastaða- kynið en ísafold gefur út. Þá er Gunnar Bjarnason ekki hættur að skrifa um hesta því Prentverk Odds Bjömssonar gef- ur út fimmta bindi hans af Ætt- bók og sögu íslenska hestsíns. Þóra Einarsdóttir hefur skrifað ævisögu sina. Ævisaga Þóru í Vemd Undanfarin ár hefur verið mest í tísku að koraa æviminningum manna á framfæri með viðtals- bókum meðan færri hafa kjark ti.1 aö skrifa sjálfir. Þóra Einars- dóttír, sem oftast er kennd við Vemd, hefur þó annan hátt á. Hún hefur nú skrifað sjálfsævi- sögu sína og kallar Af lífi og sál. Það er Skjaldborg sem gefur út. Þóra ætlar ekki að vera á landinu til að kynna bók sína þvi hún fór nú í vikunni til Indlands að halda áfram aö vinna fyrir holdsveika þar í landi. Þóra er nú 76 ára gömul og kom heim í ár til að skrifa ævisögu sína. Góða bók og gagntega fyrir suma. ' Gagn og gaman án leyfis Jónas Árnason hefur gefiö út greinasafn og valið því ekki miruta heiti en:, ,Góð bók og gagn- leg fyrir suma“. UndírtitiUinn er svo sem vera ber enn lengri og þar komur fram að bókín er góð fyrir sósíalísta, kvennalistakon- ur, vinstri framsóknarmenn, skynsama krata og viðtalshæfa íhaldsmenn. Bókin er gefin út á kostnað höf- undar og honum er nokk sama um höfundarréttinn því tekið er fram að bókína megi afrita með hvaða hætti sem án skriflegs leyf- is utgefanda. í bók Jónasar er að finna grein- ar, þingræður, útvarpserindi og bréf hans frá því skömmu eftir stríð og fram undir þennan dag. „Verðfalbð nú stafar af skorti á fagmennsku hjá uppboðshaldaran- um. Þarna vantar lágmarksþekkingu á markaðnum,“ sagði Gunnar Kvar- an listfræðingur um ástæðuna fyrir lágu verði á myndum þekktra ís- lenskra málara á uppboði hjá Gallerí Borg um helgina. Á uppboðinu fékkst ekki helming- ur af matsverði fyrir þrjár Kjarvals- myndir og svipað var uppi á teningn- mn viö sölu á þremur myndum eftir Ásgrím Jónsson. Myndir eftir marga aðra málara seldust fyrir brot af markaðsverði. „Skýringin á þessu lága verði hjá Gallerí Borg er einfaldlega sú að þangað koma hvorki eftirsóttar myndir né menn sem geta keypt," sagði Gunnar. „Uppboðin hafa ekki fest rætur hér. íslendingar kunna ekki á þenn- an markað og hann segir ekkert um gangverð á myndlist. Menn kaupa myndir hér á matsverði og hærra en vilja komast hjá öllu umtali. Hópur- inn, sem kemur á uppboðin, er allt annar og hann virðist ekki hafa efni á að kaupa dýrustu verkin enda sjást þau ekki á uppboðunum. Það alvar- legasta er þó að Gallerí Borg skuli vilja viðhalda þessu. Góð verk eftir Kjarval ganga hér í kaupum manna á milli á um 2 millj- ónir. Bestu verkin hafa ekki verið til sölu lengi en eru mun dýrari.“ Úlfar Þormóðsson, uppboðshaldari hjá Gallerí Borg, sagðist ætla að halda áfram sinni starfsemi hvað sem Gunnar Kvaran segði. Hann sagði þó að uppboðin yrðu að gjalda þess að verið væri að selja á sýning- um myndir á uppsprengdu verði sem reyndist svo ekki standast á mark- aðnum. Verk Errós seldust t.d. ekki á almennum markaði á því verði sem fólk léti fyrir þau á sýningum. Úlfar sagði að uppboð á verkum gömlu íslénsku meistaranna, eins og Kjarvals, yrðu að gjalda þess að eng- inn vildi láta það sjást að hann hefði efni á að kaupa dýr listaverk. „Þetta hefur orðið til þess að inn á upp- boöin koma ekki nema lakari mynd- ir. Betri myndirnar eru seldar manna í milli,“ sagði Úlfar. Gunnar sagði að mikil sala á verk- um Errós á sýningunni á Kjarvals- stöðum nú í haust hefði ekki teljandi áhrif á listaverkamarkaðinn. „Það er ekki sama fólkið sem kaupir Erró og Kjarval," sagði Gunnar. „Markað- urinn er líka stærri en það að ríflega hundrað verk frá Erró hafi þar úr- slitaáhrif,“ sagði Gunnar Kvaran. -GK Saga Guðmundar Jaka væntanleg eftir hálfan mánuð: Sá síðasti stóri - segir höfundurinn, Ómar Valdimarsson Ómar Valdimarsson: „Menn af skóla Guðmundar skilja ekki við sína pólitísku samherja sársauka- laust.“ OV-mynd BrynjarGauti „Guðmundur er i mínum augum síðasti stóri verkalýðsleiðtoginn. Ég kem ekki auga á aðra viðlíka foringja," segir Ómar Valdimarsson, höfundur viðtalsbókarinnar Jakinn - í blíðu og stríðu. Það er saga Guðmundar J. Guðmunds- sonar og kemur út hjá Vöku-Helgafelli um miðj- an mánuðinn. Saga Guðmundar Jaka er verk sem staðið hefur tíl að skrifa í mörg ár en aldrei orðið úr fyrr en nú. „Ég heyrði af því í desember í fyrra að þetta hefði staðið til en aldrei orðið úr vegna þess að hann sætti sig aldrei við skrifarann. Um það leyti sem ég hætti á Stöð 2 hringdi ég í Guðmund og sagði honum að málið með endur- minningarnar væri leyst. Ég gæti tekið málið að mér enda sá ég fram á nokkurra mánaða frí,“ segir Ómar. Sögumaður tekur völdin „Hann var að velta fyrir sér hvort hann vildi yfirleitt segja sögu sína á bók en var samt til í að reyna. Eg hitti Ólaf Ragnarsson, útgefanda í Vöku-Helgafelli, í Kringlunni á Þorláksmessu og sagðist vera búinn að fá vilyrði Guðmundar fyrir viðtalsbók. Við gengum formlega frá samn- ingi um áramótin. Samstarf okkar Guðmudar gekk mjög vel. Við byrjuðum að hittast reglulega og ræða málin. Upphaflega átti bókin að byggjast á samtölum okkar en síðar var ákveðið að breyta út af því vegna þess að samtalsformið hentaði ekki. Guðmundur á það til að vera mjög skipulagð- ur og hann sagði heilar sögur eftir að hafa feng- ið tíma til að undirbúa sig. Niðurstaðan varð því sú að bókin er bein frásögn hans. Því til viðbótar segir Elín, kona hans, frá lífi þeirra sem hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Þau áttu fimmkall þegar þau giftust, ekkert húsnæði og Guðmundur fór strax eftir brúðkaupið norður á Siglufiörð og var lögga þar heilt sumar. Ég þekkti Guðmund vel áður en þessi bók kom til sögunnar. Ég hafði verið í verkalýðsfréttum á Morgunblaðinu og Stöð 2 í fiölda ára og þá átt töluverð samskipti við hann. Við náðum því vel saman auk þess sem uppruni okkar er svip- aður þrátt fyrir aldursrnun.“ Eltingaleikur vlð Jakann „Vinnan viö bókina gekk vel fram eftir vetri en þá kom samningalota hjá Verkamannasam- bandinu um páskana og Guðmundur upptekinn við það. Mér var hætt að lítast á blikuna því eg fann að töluvert var eftir enn en handritinu átti að skila 1. ágúst. í júní fór Guðmundur til Sviss á fund Alþjóða vinnumálastofnunarinnar og ég á eftir. Þar úti unnum við mikið, oft frá morgni til kvölds, og þar lukum við samtölunum. Mín beið rosaleg vinna við frágang en var svo heppinn að fá rigningasumar og gat því einþeitt mér að verkinu og skilað af mér á tilsettum tíma. Á endanum varð bókin alltof löng og töluvert efni bíður þess að ákveða hvað á að gera við það. Bókin veröur um 230 síður en efnið var komið hátt á sjötta hundrað síðna. Ef þessi bók gengur vel þá er þess vegna hægt aö efna í aðra bók. Þessari lýkur laust eftir 1960 þannig að af nógu er að taka. Sumt af efni bókarinnar er sprenghlægilegt, annað átakanlegt. Guðmundur er óbundinn af öllu nema hugsjónum sínum í verkalýðsmálum. Pólitíkin bindur hann ekki lengur. Allt hans starf snýst um verkalýðsmál, sama hvar hann hefur borið niður.“ Sár viðskilnaður „Hann er ekki sáttur við sína gömlu félaga, mismunandi ósáttur að vísu en hann er ekki ánægður með viðskilnaðinn. Hann gekk í flokk- inn ungur að árum og hefur varið ótrúlegum tíma og kröftum fyrir málstaðinn. Mér fmnst ekkert óeðlilegt þótt honum fmnist hann eiga ýmislegt gott skilið af hreyfingunni fremur en vont. Guðmundur gerðist áskrifandi að Þjóðviljan- um þegar hann var 16 ára en taldi sig nauð- beygðan til að hætta að kaupa blaðiö 43 árum síðar. Menn af hans skóla skilja ekki við sina pólitísku samherja sársaukalaust. Samt tekst honum að setja þessa sögu fram á kómískan hátt þótt undirtónninn sé alvarlegur," sagði Ómar Valdimarsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.