Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989.
17
íþróttir
ar Bollason, fyrrum landsliðsþjálfari í körfuknattleik:
vík með langbesta liðið
nskum körfuknattleik
tki sigurgöngu þeirra vinna þeir mótiö með fullu húsi stiga,“ segir Einar
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
arðvíkingum í körfuknattleiknum.
»son tekur
la að nýju
abliki næsta snmar
baki Qóra A-landsleíki og hefur einnig
leikið með unglingalandsliðum KSÍ.
Steinartíl
Víðis í Garði
Steinar Ingimundarson hefur tilkynnt
félagaskipti úr KR í Víöi í Garði en end-
anlega var gengið frá skíptunum um
helgina. Þess má geta að bróðir Stein-
ars, Óskar Ingimundarson, er þjálfari
Víðis. MKS/GH
„Eg tel ekki nokkurn vafa leika á
því að Njarðvíkingar eru með lang-
besta liðiö í íslenskum körfubolta
í dag. Staða þeirra er glæsileg og
ef KR-ingum tekst ekki að stöðva
sigurgöngu Njarðvíkinga í næsta
leik þá tel ég að leikmenn Njarðvík-
urliðsins vinni deildarkeppnina
með fullu húsi stiga,“ segir Einar
Bollason, fyrrum landsliðsþjálfari
í körfuknattleik og þjálfari úrvals-
deildarliða ÍR, KR, og Hauka.
Njarðvíkingar hafa náð einkar
glæsilegum árangri það sem af er
Islandsmótinu. Liðið hefur leikið
tíu leiki og unnið þá alla og flesta
af öryggi og með þónokkrum mun.
„Spurning hvort það sama
gerist þriðja árið í röð“
Einar Bollason heldur áfram:
„Þessa dagana er gríðarlegur kraft-
ur í Njarðvíkurliðinu. Það er nán-
ast sama hvaða leikmenn eru inni
á hverju sinni. Liðsheildin er aðall
liðsins og leikmenn liðsins hafa
ótrúlega mikið sjálfstraust. Liðið
hefur leikið mjög góðán körfubolta
í vetur en við verðum þó að hafa
tvo síðustu vetur í huga. Þá léku
Njarðvíkingar vel en misstu síðan
móðinn þegar kom að úrslita-
keppninni. Það er auðvitað spurn-
ing hvort það sama muni gerast í
vor.
Það hefur hvarflað að mönnum,
sem fylgst hafa með liðinu, að leik-
menn séu í toppæfingu á röngum
tíma. Um þetta er ekkert hægt að
fullyrða og framtíðin verður að
svara því. Eini gallinn í dag á
Njarðvíkurliðinu er sá að liðið
virðist ekki ná alveg jafngóðum
leikjum á útivelli og heimavelli. En
ef leikmenn liðsins halda áfram á
sömu braut verður mjög erfitt að
stöðva Suðurnesjamennina."
Ungir leikmenn með
mjög mikla reynslu
Leikmenn UMFN eru allir ungir
að árum en hafa þó öðlast mjög
mikla reynslu. Flestir ef ekki allir
leikmenn liðsins hafa leikið saman
í gegnum alla yngri flokkana og
auðvitað hefur það mikið að segja.
Bandaríkjamaöurinn, Patrick
Releford fellur mjög vel inn í liðið
og hefur leikið svo að segja óað-
fmnanlega. Teitur Örlygsson er
einn besti körfuknattleiksmaður
landins í dag og lið sem hefur slík-
an leikmann innanborðs er ekki á
flæðiskeri statt. Jóhannes Krist-
björnsson og Ástþór Ingason eru
snjallir leikmenn og ísak Tómas-
son stórnar leik liðsins eins og her-
foringi.
Stuðningsmenn UMFN
hafa tekið við sér á ný
Áhorfendur og stuðningsmenn
körfuboltans í Njarðvík hafa tekið
við sér á ný og nú er svo komið að
nær uppselt er á alla leiki hðsins í
„Ljónagryfjunni,, og stemmningin
gífurleg. Það er sem sagt útlit fyrir
bjarta framtíð hjá köfuknattleiks-
unnendum í Njarðvík. Pálmar Sig-
urðsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs
Hauka úr Hafnarfirði, lenti í klón-
um á Njarðvíkingum í „Ljónagryfj-
unni„ um síðustu helgi.
Hann á lokaorðin í þessari stuttu
umfjöllun um hið sigursæla hð
Njarðvíkinga:
„Undanfarið höfum við verið með
eitt besta liðið hér á landi í hraða-
upphlaupum. í leiknum gegn
Njarðvíkingum um helgina hrein-
lega löbbuðu þeir yfir okkur í síð-
ari hálfleik. Liðið er feikilega sterkt
og sjálfstraust leikmanna með ólík-
indum mikið.“
íslenska landsliðið valið fyrir mótið í Tékkóslóvakíu:
Ferðin upphafið að
undirbúningi fyrir HM
- segir Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri landsliðsins
*
i þjálfari Vikings í handknattleiknum, stjórn-
Eins og kom fram í DV í gær var júgóslav-
félaginu og var Guðmundur fenginn til að
örugglega að miðla einhverjum fróðleik til
i leikmaðurinn í islenskum handknattleik.
JKS/DV-mynd Sveinn
Bogdan Kowalczyk,
landsliðsþjálfari í hand-
knattleik, valdi í gær
hópinn sem keppa mun
á alþjóðlegu handknattleiksmóti í
Bratislava í Tékkóslóvakíu um
næstu helgi. Eftirtaldir leikmenn
skipa landsliðshópinn:
Markmenn:
Einar Þorvarðarson.........Val
Guðmundur Hrafnkelsson......FH
Sigmar Þröstur Óskarsson...ÍBV
Aðrir leikmenn:
Þorgils Óttar Mathiesen....FH
Jakob Sigurðsson...........Val
Bjarki Sigurðsson.......Víkingi
Vaidimar Grímssön......... Val
Sigurður Gunnarsson.........ÍBV
Óskar Ármannsson.............FH
Gunnar Beinteinsson..........FH
Konráð Olavsson..............KR
Héðinn Gilsson...............FH
Geir Sveinsson.......Granollers
Sigurður Sveinsson...Dortmund
Sigurður Bjarnason...Stjörnunni
Júlíus Jónasson..Paris Ansieres
Kristján og Alfreð
með í tveimur leikjum
Liðin sem taka þátt í mótinu auk
þess íslenska verða A- og B-lið Tékka,
úrvalslið frá Austur-Þýskalandi,
Hvíta Rússland og Túnis. Kristján
Arason og Alfreð Gíslason fengu sig
ekki lausa í allt mótið en í samtali
við Guðjón Guðmundsson, liðsstjóra
íslenska liðsins, munu þeir Kristján
og Alfreð koma til Tékkóslóvakíu og
leika síðustu leikina í keppninni.
Guðmundur Guðmundsson gaf
ekki kost á sér í þessa ferð og at-
hygli vekur að Brynjar Harðarson,
markahæsti leikmaður íslandsmóts-
ins, er ekki valinn í liðið.
„Leggjum mikið
upp úrferðinni“
„Við leggjum mikið upp úr þessari
ferð til Tékkóslóvakíu, það má segja
að ferðin sé upphafið að undirbún-
ingi liðsins fyrir heimsmeistara-
keppnina í Tékkóslóvakíu í febrúar.
Á mótið, sem hefst um næstu helgi,
munu allir dómarar mæta sem dæma
munu í heimsmeistarakeppninni.
Þeir munu gangast undir próf en
sami háttur var hafður á fyrir HM í
Sviss 1986,“ sagði Guðjón Guð-
mundsson í samtali við DV.
Fjölmargir leikir
heima á næstunni
Guðjón sagði ennfremur að íslenska
landsliðið myndi leika fjölmarga
landsleiki um jólin og strax eftir ára-
mótin. Stefnt er að landsleikjum gegn
Ungverjum og Norðmönnum fyrir
áramótin og í kjölfarið gegn Rúmen-
um, Svisslendingum, Tékkum og
Hollendingum. Þessir leikir færu all-
ir fram hér á landi.
Undirbúningur svipaður
og fyrir HM í Frakklandi
„Það er ljóst að undirbúningurinn
fyrir heimsmeistarakeppnina verður
heldur minni en undanfarin ár.
Hann verður svipaður og fyrir B-
keppnina í Frakklandi en þá bjó liðið
að undirbúningnum fyrir ólympíu-
leikana í Seoul,“ sagði Guðjón Guð-
mundsson.
-JKS
• Sigmar Þröstur Oskarsson ur IBV
hefur aldrei áður klæðst landsliðs-
peysunni en hann hefur átt góða
leiki með félagi sínu á íslandsmót-
inu.
Gunnar Svembjöxns3C<n, DV. Engíandi:
Birmingham City
hefur augstað á Just-
in Fashanu, sem er á
tveggja mánaða
samningi hjá Manehester City.
Fashanu hefur leikiö vel með
varaliði City að undanfornu og
meðal annars skorað tvær
þrennur.
Fjöldi liða á
eftir Joakim Nilson
Arsenal, Coveníry, Middlesbro-
ugh og Mónakó eru nú á höttun-
um eftir sænska landsliðsmann-
inum Joakim Nilson sem metinn
er á 800 þusund sterlingpund.
Nilson leikur með Malmö og á 20
landsleiki aö baki. Mónakó, sem
vill fá Nilson til að leika við hlið-
ina á Glenn Hoddle, er talið Iík-
legast að krækja í Nilson,
• Mo Johnston.
Johnston fékk
guia spjatdið
Mo Johnston, leikmaður Glasgow
Rangers, fékk að líta gula spjaldið
augum í leik liðsins við erkiíjend-
uma, Celtic. Johnston fékk þó
ekki spjaldið fyrir gróft brot eða
Ijótt orðbragð, heldur fýrir að
fagna marki sínu og sigurmarki
leiksins á 88. mínútu.
Mikaeiovfær
ekkl atvinnuleyfi
Breska utanríkisráðuneytið hef-
ur neitað sovéska markmannin-
um MikaelMikaelov um atvinnu-
leyfi. Ipswich Town, sem hugðist
kaupa Mikaelov, heiúr ákveöið
að áfrýja þessum úrskurði ráðu-
neytisins. Þess má geta að i her-
búðum Ipswich Town er einn
Sovétmaöur, Sergei Baltacha.
Nwecastle United
ætlar að áfrýja
Andy Thorn hjá Newcastle Un-
ited er kominn yfir tuttugu og
eitt refsistig og á yíir höföi sér
þriggja leikja bann. Newcastle
hefur ákveðið að áfrýja leik-
banninu á þeirri forsendu að leik-
maðurinn tók út tveggja leikja
bann á síðasta keppnistimabili
fyrir mistök knattspyrnusam-
bandsins.
Brentford íhugar
að selja ieikmann
Brentford er tilbúið að selja fram-
herja Richard Cadette. Stoke City
hefur augastað á Cadette en er
litt hrifið af uppsettu verði sem
er eitt hundruð þúsund sterlings-
pund.
Platt i enska
landsliðshópinn
David Platt, sóknarmaður hjá
Aston Villa, var í gær valinn í
enska landsliðshópinn. en Eng-
lendingar mæta ítölum í vináttu-
leik í næstu viku. Platt skoraði
tvö mörk á sunnudaginn þegar
Villa malaði Everton, 6-2, í ensku
1. deildinni. Annar nýliði var val-
inn, Nigel Winterburn frá Arsen-
al, og þá er Mark Wright, mið-
vörður Derby, í hópnmn í fyrsta
skipti síðan í úrslitum Evrópu-
keppninnar á síðasta ári.
Aðrir í hópnum eru: Peter Shil-
ton, Chris Woods, David Beasant,
Gary Stevens, Terry Butcher, Des
Walker, Stuart Pearce, Bryan
Robson, Michael Phelan, Steve
Hodge, Steve McMahon, David
Rocastte, Gary Lineker, Peter
Beardsley, Chris Waddle og John
Barnes.