Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Page 3
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. 3 Fréttir Aldis Einarsdóttir - elst núlifandi Islendinga: Sautján Islendingar 100 ára og eldri Aldís Einarsdóttir, frá Núpufelli í Saurbæjarhreppi í Eyjafiröi, er elsti núlifandi íslendingurinn. Hún varö 105 ára 4. nóvember. Aldís dvelur á Kristneshæli í Eyja- firði. Þegar blaöamaöur DV hitti hana á 105 ára afmælisdaginn kom hún honum fyrir sjónir sem furöu ern. ,;Hún hefur fótavist og prjónar sokka og vetthnga alla daga og er hress en heymin er aðeins farin að gefa sig.“ Þegar hún var spurð hveiju hún þakkaði þennan háa aldur svaraði hún: „Ég veit það varla. Ég hef aldr- ei drukkið vín eða reykt tóbak. Ann- ars er manni það ekki í sjálfsvald sett og yfirhöfuð er ekki gaman að vera gamall því ellinni fylgir meiri og minni lasleiki." Til skamms tíma var Sigurður Þor- valdsson frá Sleitustöðum í Skaga- firði elstur, 105 ára, en hann er nýlát- inn. Næstelst núlifandi íslendinga er Hansína Guðnadóttir, 103 ára, sem dvelur á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki. Þá koma fjórir íslendingar sem eru 101 árs en Guðrún Elísabet Jónsdóttir er þeirra elst. Hún býr hjá dóttur sinni á Sólvallagötu í Reykja- vík.- Ellefu íslendingar urðu 100 ára á þessu ári. Fimm elstu íslendingarnir eru Jólaskákmót Útvegsbankans: Elsti núlifandi íslendingurinn, Aldís Einarsdóttir. Meistararnir í hraðskák Hið árlega jólahraðskákmót Út- vegsbanka íslands verður haldið á morgun, laugardaginn 30. desember, kl. 13.30. Gert er ráð fyrir að því verði lokið um kl. 18. en þetta er að öllum líkindum síðasta mótið sem haldiö verður í nafni Útvegsbankans. Mótið fer fram á 1. hæð aðalbank- ams í Austurstræti og verður bank- inn opnaður fyrir áhorfendum. Ás- mundur Stefánsson, formaður bankaráðs, mun setja mótið. Meðal keppenda eru flestir okkar sterkustu skákmanna sem þarna munu etja kappi í hraðskák. Keppendur verða 18 og þar á meðal eru Friðrik Ólafs- son, Jóhann Hjartarson, Guðmund- ur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Jón L. Ámason og Karl Þorsteins. -SMJ Höfn: Enginn á atvinnuleysisskrá Júlía Imsland, DV, Höfn; Atvinnuástand á Höfn er gott, enginn á atvinnuleysisskrá og flskvinnslu- fólki var ekki sagt upp þegar síldar- frystingu lauk rétt fyrir jólin. Þessa daga eru fiskvinnslurnar á staðnum og útgeröirnar að undirbúa vetrar- vertíð. Búið er að fullráða mannskap í frystihúsið og eru heimamenn þar í meirihluta. Togararnir Þórhallur Daníelsson og Stokksnes fara á veiðar strax eftir áramótin og er vonast til að vinnsla geti hafist á fyrstu dögum ársins. konur en aðeins tveir karlmenn eru hundrað ára og eldri. Elsti núlifandi karlmaðurinn er Tryggvi Kristjáns- son, hjúkrunarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri. Hann er 101 árs. Þá kemur Anton Þorvarðarson, Glæsistöðum, V-Landeyjahreppi, sem varð hundr- að ára 1 september. Um síðustu áramót voru 18 íslend- ingar hundrað ára og eldri, þar af fimm karlmenn. Sá íslendingur sem lifað hefur lengst var Halldóra Bjarnadóttir frá Blönduósi en hún varð 108 ára og 43 daga þegar hún dó í nóvember 1981. Þar á eftir koma fjórar konur sem allar urðu 106 ára. -hlh UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.