Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Qupperneq 24
40 FÖSTUDAGUR129. DESEMBER 1989. Erlendmyndsjá Elena Ceausescu, eiginkona Ceausescu, fyrrum forseta Rúmeníu, skömmu eftir að hún hafði verið tekin af lifi á jóladag. Myndin, sem tekin var af skjá rúmenska sjónvarpsins, sýnir Elenu liggjandi í blóði sínu en ekki er vitað hvar aftakan fór fram. Fórnarlömb átakanna i Rúmeníu eru á ýmsum aldri. Þessi ungi drengur var drepinn i götubardögum á jóladag f Búkarest. Hér krýpur amma hans grátandi yfir liki hans skömmu áður en hann var lagður til hinstu hvíldar. íbúar Búkarest geta nú í fyrsta sinn í langan tíma keypt eins mikið brauð og þeir vilja. Hin nýja stjóm landsins hefur afnumið alla matarskömmtun þar. Frelsiskoss. Hermaðurinn smellir hér kossi á konuna sina eftir að hún færði honum nestispakka þar sem hann stóð vakt við Lýðveldistorgið í Búkarest. Hægt og hægt er lifið í borginni að taka á sig eðlilega mynd. Þessir ungu drengir voru meðal þeirra sem skoðuðu sig um í höfuðstöðv- um öryggissveita Ceausescu eftir að liðsmennirnir voru lagðir á flótta. í leiðinni reyndu þeir að verða sér úti um til minja ýmsa hluti sem liösmenn öryggissveitanna höfðu átt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.