Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Qupperneq 28
4$. FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. Andlát Sigríður Lára Jóhannsdóttir, Klepps- vegi 6, lést í Vífilsstaðaspítala 26. desember. Jpn Ingjaldur Júliusson, Grensás- vegi 60, lést 27. desember. Jónfriður Gísladóttir lést í hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlið aðfaranótt 27. desember. Jarðarfarir Óli M. ísaksson, lengst til hægri, eftir að hafa afhent Þórunni Sigurðardótt- ur, starfsmanni hjá Sólheimum, ávisum á eina milljon króna. Til vinstri er Tómas Grétar Ólason, sem er í stjórn Sólheima. Sigriður Halldórsdóttir lést 18. des- ember sl. Hún var fædd 16. júni 1897 á’Lambastööum í Laxárdal í Dala- sýslu, dóttir hjónanna Halldórs Bjarnasonar og Kristínar Eyjólfs- dóttur. Hún giftist Guðjóni Guð- mundssyni en hann lést árið 1963. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Útför Sigríðar verður gerð frá Kirkju Óháða safnaðarins, í dag, 29. desemb- er, kl. 15. Einar D. Davíðsson lést 24. desemb- er. Hann var fæddur í Noregi 8. mars 1926. Voru foreldrar hans Skafti Dav- íðsson og kona hans, Marie. Einar lærði húsasmíði og síðar húsgagna- smíði. Hann stofnaði ásamt félaga sínum fyrirtækið Linditré sf. sem þeir ráku í félagi nokkuð á þriðja áratug. Síðustu árin var Davíð starfs- maður við dagheimilið Hlíðarbæ. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríö- ur Arnadóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Útfór hans verður gerð frá Laugarneskirkju í dag kl. 16. Guðjón Jóhannsson skipstjóri, Smáratúni 4, Keflavík, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju laug- ardaginn 30. desember kl. 14. Sigurður Oddur Sigurðsson stöðvar- stjóri, Háaleitisbraut 56, lést í Landspítalanum 21. desember. Jarð- arforin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30. Stórgjöf til Sólheima Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Á jólaföstu barst Styrktarsjóði Sól- heima í Grímsnesi höfðingleg gjöf frá Óla M. ísakssyni, starfsmanni Heklu hf í Reykjavík, ein milljón króna, sem gefin var til minningar um Unni Ólafsdóttur listakonu, eiginkonu Óla, og er gjöfin framlag til bygging- ar nýrrar visteiningar á Sólheimum. Óli afhénti gjöfina á Sólheimum 19.desember að viðstöddu starfsfólki og fulltrúum frá stjórn heimilisins. í tilefni af 60 ára afmæli Sólheima 1990 hafa styrktarsjóði heimilisins borist rausnarlegar gjafir, sem gert hefur kleift aö hefja byggingafram- kvæmdir við þessa visteiningu og er fyrsta áfanga, sem er framkvæmd við sökkla og botnplötu, þegar lokið. Fyrirhugað er að reisa húsiö með frjálsum framlögum og vígsla þess verði á afmælisárinu. Stjórn Sólheima vill koma á fram- íæri sérstöku þakklæti frá heimils- fólki Sólheima fyrir þann frábæra stuðning og velvilja sem heimiliö hefur notið á árinu frá einstakling- um, félagssamtökum og fyrirtækj- um. Nauðungaruppboð í Barðastrandarsýslu 4. janúar 1990 Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á fasteigninni fiskverkunarhús í landi Þinghóls, Tálknafirði, þingl. eign íshafs s/f, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hrl., Garðars Briem hdl., Ólafs Axelssonar hrl„ Lögheimt- unnar h/f, Valgarðs Sigurðssonar hdl., Klemensar Eggertssonar hdl., Guðríð- ar Guðmundsdóttur hdl., Sigurmars K. Albertssonar hrl., Ævars Guðmunds- sonar hdl., Verslunarbanka Islands og Magnúsar Norðdahl hdl. fimmtudag- inn 4. janúar 1990 kl. 10.00 á eigninni sjálfri. Sýslumaður BarAastrandarsýslu Kodak Express IL Jóhannes Kristinn Steinsson, Silfur- túni 18, Garði, lést 24. desember. Út- förin fer fram frá Útskálakirkju laug- ardaginn 30. desember kl. 14. Mary A. Friðriksdóttir frá Gröf, Vest- mannaeyjum, sem andaðist á sjúkra- húsi Vestmannaeyja 23. desember, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, föstudaginn 5. janúar. Herbert Georg Jónsson, Höfðagötu 2, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardag- inn 30. desember kl. 13.30. Tilkyimingar „Af ljósakri“ „Af Ijósakri" nefnist nýtt dagatal með ljósmyndum eftir Hörð Daníelsson sem ÁUK hf. gefur út. Myndirnar eru svokall- aðar panorama myndir, eða víðmyndir, frá Hornafirði, Suðursveit, Skálafell- sjökli, Almannaskarði, Mjóafiröi og Snæ- fellsnesi. Dagatalið er hannaö af Kristínu Þorkelsdóttur og Magnúsi Þór Jónssyni, grafískum hönnuðum hjá AUK hf. Það er með íslenskum, enskum og þýskum texta ásamt íslandskorti sem sýnir stað- setningar myndavélar og tökuhorn. Da- gatalið „Af ljósakri" er 65 sm. á breidd og 24 sm á hæð. Þaö er í traustum póst- umbúöum, kostar 980 krónur og fæst í helstu hönnunarverslunum, bókabúðun- ' um og gjafavöruverslunum. Meiuiing Jólatónleikar Mótettukór Hallgrímskirkju stóð ásamt einsöngvur- um, orgelleikara og hljómsveit að jólatónleikum í Hall- grímskirkju í gærkvöld. Flytjendur voru auk kórsins þau Marta Halldórs- dóttir, sópran, Ásdís Kristmundsdóttir, sópran, Guð- rún Finnbjarnardóttir, alt, Snorri Wium, tenór, Magn- ús Þ. Baldvinsson, bassi, Elísabet Waage hörpuleik- ari, Ann Toril Lindstad orgelleikari og strengjasveit. Konsertmeistari var Rut Ingólfsdóttir og stjórnandi Hörður Áskelsson. Meginuppistaða efnisskrárinnar var jólaóratorían, Oratorio de Noel op. 12 eftir franska tónskáldið Cam- ille Saint-Saens en auk þess voru flutt jólalög og sálm- ar. Tónleikarnir hófust á jólaóratoríu Saint-Saens op. 12 sem hann samdi árið 1863, þá 28 ára gamall. Þrátt fyrir svo ungan aldur er tónamál hans hér þegar full- TónJist Áskell Másson skapað og er t.d. margt í hljómsveitarmeðferð hans og heildarhljómi sem minnir á hina þekktu orgelsinfó- níu sem samin er 23 árum síðar. Þetta einkar fallega verk var í heild flutt af mikilli innlifun og sannfæringu. Samstilling orgels, kórs og hljómsveitarstjóra var með ágætum og viðamikið hlut- verk orgelsins var vel útfært af Ann Toril Lindstad. Af einsöngvurunum vakti sérstaka athygli Marta Hall- dórsdóttir en hún býr yfir sérlega fallegri náttúrurödd sem hún er þegar langt komin með að móta og aga. Rödd hennar er tær, með góðan fókus og raddbeiting falleg, s.s. í tónmyndun og sotto voce, svo eitthvað sé nefnt. Verður spennandi að fylgjast með þessari efn- ilegu söngkonu á næstu árum. Innlifun einkenndi flutning kórsins og einsöngva- ranna allra og þrátt fyrir einstakar nótur aðeins und- ir tónhæð hjá sumum einsöngvaranna var a.m.k. allt- af mjög þokkalega sungið. Aðaldriffjöðrin var greinilega stjórnandinn, Hörður Áskelsson, sem hreif flytjendurna alla til sannfærandi flutnings verksins og má nefna þar sérstaklega áherslu hans á texta þess en textameðferð kórsins og ein- söngvaranna var yfirleitt með ágætum. Eftir flutning óratoríunnar tóku við jólalög og sálm- ar úr ýmsum áttum. Litlu er við að bæta um frammi- Mótettukór Hallgrímskirkju stöðu flytjendanna, utan hvað örlaði á ójafnvægi í röddum kórsins í útsetningu Davids Willcocks á tékk- neska laginu Jesúbarn, nú sofðu rótt fyrir cappellakór og nefna verður einnnig frábæran flutning kórsins á baskneska laginu Þei, þei og ró!, einnig í útsetningu Willcocks sem hér minnti nokkuð á stíl franska org- elleikarans og tónskáldsins Maurice Duruflé. Hallgrímskirkja var troðfull og ríkti sérlega mikil og hátiðleg stemning á tónleikunum sem enduðu á útsetningu Donalds Cashmore á Heims um ból. Fjölmiðlar Ekki fréttir, heldur saga Hver stórviöburðurinn rekur nú annan i Austur-Evrópu. Það, sem við sjáum á sjónvarpsskjánum, eru ekki fréttir, heldur saga. Þetta minnir óneitanlega á allt það, sem gerðist 1830 og 1848 í Norðurálf- unni, þegar konungar hrökkluðust ví ðast hvar frá eða neyddust til að takmarka eigið vald meö stjórnar- skrám og margvíslegum réttarbót- um. Heimurinn er á hverfanda hveli, og enginn veit, hvað verður. En við getum reynt aö skilja það, sem orðiö er. Ljóst er, aðkúguninai sósíalista- ríkjunum mátti ekki rekja tii mann- vonsku valdhafa, heldur var hún nauðsynleg, til þess aö kerfið stæð- ist. Sósíalismi ánöryggislögregluer eins og skegg án höku. Á sama hátt er fráleitt að ætla, aö stjórnaríar hafi breyst þar eystra, vegna þess að valdhafar hafi skyndi- lega batnað. Hamskipti verða aöeins í skáldsögum eftir Kafka. Kjarni málsins, er, að sósíalisminn stóðst ekki. Hvort tveggja er, að hann get- ur ekki skapað nægileg verðmæti til þess að tryggja sæmilegan frið og að nútímatækni torveldar vald- höfum mjög að skammta fólki upp- lýsingar. Kapítalisminn hefur unnið kalda stríðið, en besti fulltrúi hans er frjálshyggjumaðurinn Margrét Thatcher, sem nú horfir logandi af sjálfsöryggi og sigurvissu í austur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson JVrfNl/TUR ( r IlllllllllllllllliiiniinmiiMiimn Opnumkl. 8.30. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF LAUGAVEGI 178 ■ SIMI 68 58 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.