Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. 5 Fréttir Girt fyrir flölgun sjónvarpsstöðva eftir að umsóknum um sjónvarpsrás 8 var hafnað: „Þetta er pólitísk úthlutun“ „Úthlutunin á rás 6 til Sýnar er náttúrulega ekki annað en pólitísk úthlutun. GBB auglýsingastofan á meirihluta í Sýn og póltískur litur í ætt við samgönguráðherrann hefur lengi loðað við þá. Við sóttum um rás 6 á sínum tíma áður en Sýn var út- hlutað henni og nú er möguleikinn á rás 8 ekki lengur fyrir hendi. Þar með er búið að gera samkeppnina mjög erfíða fyrir önnur fyrirtæki sem vilja fara í sjónvarpsrekstur þar sem það kostar ný loftnet. Sendingar þeirra verða þá sendar út á desi- metrabylgju," sagði Jón Þór Hannes- son hjá Saga film eftir að ljóst varð að þeim yrði ekki úthlutað sjón- varpsrás á metrabylgjusviðinu, VHF. Eftir aö samgönguráðuneytið hefur hafnað umsóknum um rás 8 á metra- bylgjusviði, VHF, frá Stöð 2, Saga film og ísfilm stendur Sýn skyndilega með pálmann í höndunum. Sýn hef- ur ráðstöfunarrétt yflr rás 6, sem þeir fengu úthlutað í haust, og sam- kvæmt bréfi ráðuneytisins mun það ekki afturkalla heimild Sýnar til notkunar rásarinnar nema að áður fengnu samþykki félagsins. „Þar sem engin rás er laus til ráð- stöfunar á metrabylgjusviðinu mun úthlutun rása til sjónvarpsfélaga framvegis væntanlega vera á desi- metrabylgju, UHF,“ segir í bréfmu. Þetta þýðir að þau sjónvarpsfélög, sem framvegis hafa áhuga á sjón- varpsrekstri, þurfa annan loftnets- búnað og móttakendur efnisins einn- ig. Þannig virðist vera búiö að girða fyrir fjölgun sjónvarpsstöðva í bili. Breytir engu „Þetta breytir engu fyrir okkar áætlanir til eða frá og er ekkert sér- stakt gleðiefni að öðrum hafi verið synjað um rás 8. Við óttumst ekki samkeppni þar sem við teljum okkur vera með það góða hugmynd að sjón- varpi sem við og fólk almennt hefur trú á. Þetta fer að smella saman hjá okkur," sagði Björn Br. Björnsson hjá Sýn. Saga film hafði uppi áform um helgarsjónvarp eins og Sýn og að sögn Jóns Þórs er mjög góð aðstaða og þekking fyrir hendi til slíks rekst- urs. Stöð 2 hafði einnig uppi áætlanir um helgarsjónvarp á rás 8 en Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stöðvar 2, vildi ekki tjá sig um málið þar sem hann hafði rétt frétt af höfn- un ráðuneytisins. Sama var uppi á teningnum þegar samband var haft við Jón Aðalstein Jónasson, stjórn- arformann Ísfilm. -hlh Þrettándagleði Týs í Eyjum Ómar Garöaisson, DV, Eyjum; í logni og bliðu hélt knattspyrnufé- lagið Týr sína árlegu þrettándagleði með jólasveinum, álfum, tröllum og öðrum forynjum. Fjölmenni fylgdist með að vanda og skemmtu allir sér vel, ekki síst yngsta kynslóðin. Þetta er í 42. sinn sem knattspyrnufélagið Týr efnir til þrettándagleði í Eyjum og hefur umfang hennar stöðugt aukist með árunum. Núna tóku á annað hundr- að manns þátt í sýningunni sem hófst með því að jólasveinar gengu ofan af Hánni með stóra kyndla. Síðan var farið um bæinn og endað á íþrótta- vellinum. Þar var slegið upp álfa- brennu, flugeldum skotið upp og álf- ar og púkar dönsuðu. Mikið fjölmenni fylgdist meö og hafði af hina bestu skemmtun enda veðrið með eindæmum gott. Þó var ekki laust við að sumir af yngstu kynslóðinni væru hræddir við tröllin sem mörg hver voru heldur hrikaleg á að líta. Að þessu loknu héldu jóla- sveinar og hyski þeirra til heim- kynna sinna og eru ekki væntanleg fyrr en um næstu jól. Magnús, fjárbóndi á Vatnsenda: Tal um tengsl mín við Stöð 2 er tómt rugl „Allt tal um tengsl mín við Stöð 2 er tómt rugl. En eins og ég hef alltaf sagt þá veit ég ekkert hvað síðar verður. Ég er svo lélegur spámaöur.. Það er ekkert samband milli okkar í dag. Ég hef ekkki séð þessa menn frá því fyrir áramót. Ég þekki engan á Stöð 2 nema Ólaf H. Jónsson, mág minn. Ég hitti hann í áramótagleð- skap og síðán hef ég ekki séð hann,“ sagði Magnús Hjaltested, fjárbóndi að Vatnsenda, þegar DV vildi ræða við hann um sölu Vatnsenda og Stöð 2. Magnús sagði Vatnsendamálið vera einkamál og vonaðist til að það fyrndist yfir það. Hann sagðist ekki vilja ræða Vatnsendamáliö við blaðamenn. „Maður vorkennir ykkur að ykkur skuli auðnast að trúa svona fólki. Ég ætla mér alls ekki að fara að úthúða þessari blessaðri gömlu konu og ég fer heldur ekki að segja sannleikann í þessu máli: Hann vita allir sem til þekkja.“ - En ertu ánægður með söluna, Magnús? „Eg hef sagt það áður að þetta er hundaverð en þaö þýðir bara ekkert að standa á móti þróun. Þetta er á eignarnámsstigi og jörðin verður tekin af annaðhvort Reykjavík eða Kópavogi. Á því er enginn vafi. Ég á því ekki kost á neinu betra. Davíð Oddsson gerði þarna ein stærstu kaup sem hann hefur gert fyrir borg- ina, betri en kaupin á Nesjavöllum, þótt það hafi verið góð kaup.“ -hlh Ágætur afli Rifsbáta Stefan Þór Sigurðsson, DV, Hellissandi: Línuvertíð báta, sem róa frá utan- Verðu Snæfellsnesi, hefur gengið ágætlega það sem af er og gæftir ver- ið góðar. Árið 1989 var aflinn um tvö þúsund lestum meiri en 1988 en gæta verður þess að 1988 var aflinn með minna móti. Heildaraflinn 1989, sem landað var á Rifi, var 10.300 lestir. Aflahæstu bátarnir voru Tjaldur SH með 1.458 lestir, Rifsnes SH með 1.235 lestir, Hamrasvanur með 1.135 lestir og Saxhamar SH með 1.114 lest- ir. Þess skal getið að Rifsnesið var þrjá mánuði frá veiðum vegna klöss- unar. Rifsbátar landa mestum afla sínum í heimahöfn. Lítið er um að siglt sé eða landað annars staðar. Það tryggir vinnu heima fyrir. Mestur hluti aflans er bolfiskur, þorskur og ýsa, en einnig er nokkuð af rækju og lítils háttar af síld. Alfar kveðja jól í Vestmannaeyjum. DV-mynd OG fSUNSKII BÓKMBMUffimMINM Tilgangur íslensku bókmenntaverðlaunanna er að styrkja stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaút- gófu, auka umfjöllun um bókmenntir og hvetja almenna les- endurtil umræðna um bókmenntir. Dómnefnd valdi tíu eftirtaldar bækur sem athyglisverðustu bækur órsins 1989 og úr þeim verður valin ein bók sem verð- launin hlýtur: • Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón. HÖF. VIGDlS GRlMSDÓTTIR. • Fransí biskví höf. el(n pálmadöttir. • Fyrirheitnn landið höf. einar kárason. • Götuvísa gyðingsins. höf: einar heimisson. • íslensk orðsifjnbók höf. ásgeir bl. magnússon. • Nóttvíg. HÖF. THOR VILHJÁLMSSON. • Nú eru aðrir tímar. höf. ingibjörg haraldsdóttir. • Snorri ó Húsafelli. HÖF. PÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR. • Undir eldfjalli HÖF. SVAVA JAKOBSDÓTTIR. • Yfir heiðan morgun höf. stefán hörður grImsson. Almenningi gefst kostur ó að hafa óhrif ó úthlutun verðlaun- anna með því að útfylla atkvæðaseðil sem birtist í íslenskum bókatíðindum 1989, en einnig mó skrifa upp nafn þeirrar bókar sem menn telja best að verðlaununum komna, undirrita með nafni og kennitölu og senda til Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík. Frestur til að póstleggja atkvæðaseðla rennur út 10. janúar. Dagsetning póststimpils gildir. Nónari grein er gerð fyrir verðlaununum í íslenskum bókatíðindum. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.