Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. Uliönd Hvatt tðl refsingar Alfredo Cristiani, forseti El Salvador. Símamynd Reuter Bandaríkin hvöttu í gær yflrvöld í E1 Salvador til að refsa hermönnun- um sem Alfredo Cristíani forsetí segir hafa tekið þátt í morðunum á sex jesúítaprestum í nóvember. Cristiani tilkynnti á sunnudaginn aö rannsókn hefði leitt í ljós að liðs- menn í her landsins hefðu verið viðriðnir moröin. í gær sagði herforingi í sveit sem berst gegn skæruliðum að fjörutíu og fimm af mönnum hans og tveir liðsforingjar yrðu yfirheyrðir vegna morðrannsóknarinnar. Bandarískir embættismenn segjast ekki hafa undir höndum neinar upplýsingar sem bindi stjórnvöld í E1 Salvador við morðin og bentu á að í augnablikinu væri engra breytinga á samskiptum Bandaríkjanna og E1 Salvador aö vænta. Lottóvirniingur var gabb Stórvinningur í Lottó, 35 milljónir dollara, var á fyrstu síðum dag- biaðanna og stærsta fréttin hjá sjónvarpsstöövunum i Bandaríkjunum í gær. Hins vegar var um gabb að ræða. Sá sem blekkti var kona sem tók á leigu hótelsvítu i New York og boö- aði til fundar með fréttamönnum. Sá sem aðstoðaði hana við gabbið var atvinnusvindlari sem einu sinni tókst að fá New York Times til að prenta minningargrein um sig. Við annað tækifæri lokkaði hann þijátiu frétta- menn inn í herbergi tíl að hitta leikara sem þóttist vera „Deep Throat'1 í Watergatemálinu. Azerar hrópa til ættingja yfir landamærin tii Irans. Róstur hafa verið á landamærunum siðustu daga. Símamynd Reuter Litháar gagnrýndir Geimskoti frestað - enn róstur á landmærunum við Iran Áhöfn geimferjunnar Kólumbiu á leið um borð í ferjuna í gærmorgun. Simamynd Reuter Skoti geimferjunnar Kólumbxu var frestað í gær um sólarhring vegna veðurs. Eftir aö hafa verið fjórar klxxkkusttmdir um borð í geimfeijunni varö áhöfhin, tvær konur og þrir karlar, að yfirgefa hana. Geimferðin, sem þegar er þremur vikum á eftir áætlun, á að taka tíu daga. Tilgangur feröarinnar er að bjarga gervitungli á stærð við strætis- vagn sem er að falla til jarðar. Franskir kommúnistar deila Róttækir félagar í franska kommúnistaflokknum hafa aukið þrýsting sinn á umþætur i flokknum og hafa hvatt til þess aö flokksmenn komi saman til sérstaks þings til að ræða hveraig bregðast skuli víð þeirri kreppu sem nú ríkir 1 flokknum. Þá vilja þeir einnig aö ieiðtogi flokks- ins, Georges Marchais, víki úr embætti. Marchais hefur mátt sæta harðri gagnrýni en slíkt hefur ekki átt sér staö í flokknum á saufján ára valdaferli hans. Vinsældir fiokksins hafa minnkað mjög á valdatíma hans en franski kommúnstaflokkurinn var eitt sitm áhrifamesti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu. Ekki bætti úr skák að hinn nýi forsætisráðherra Rúmeníu, Petré Roman, gagnýndi franska kommúnista nýlega og gaf í skyn að þeir væru fastír f Stabnisma. 5 þúsund prósenta verðbólga Langar biðraðir voru fyrir utan banka í Argentinu í gær þriðja daglnn 1 röð. Simamynd Reuter Framíærslukostnaður í Argent- ínu jókst gífurlega í desember og samkvæmt opinberum töium, sem birtar voru í gær, varð verðbólgan 1989 5 þúsund prósent á ársgrund- velli. Eftir að sparnaðaráætíun Carlos Menem forseta ieiddi til roíkilla verðhækkana i desember jókst framfærslukostnaðurinn ura 40,1 prósent í kjölfar örvæntingarfullra til- rauna stjómvalda tíl að stöðva óða- verðbólguna ríkir nú peningaþurrð 1 landinu, svo mikil að almenning- ur hefur varla nóg tíl aö kaupa lífs- nauðsynjar. Háttsettur félagi í stjórnmálaráði sovéska kommúnistaflokksins hefur fordæmt kommúnistaflokk Eystra- saltslýðveldisins Litháens vegna samþykktar hans frá síðasta mánuði um að slíta öll tengsl við móðurflokk- inn í Moskvu. Vadim Medvedev, hugmyndafræðingur flokksins, sagði í gær að ákvörðun Litháa ógnaöi perestrojku Gorbatsjovs forseta. Ummæh Medvedevs, sem koma að- eins nokkrum dögum fyrir fyrir- hugaða heimsókn forsetans til lýð- veldisins, þykja sýna að ef tíl vill grói seint um heilt á milli kommún- istaflokks Sovétríkjanna og Litháa. Á stofnun sjálfstæös kommúnista- flokks í Litháen er aðeins hægt að hta sem vantrauststillögu á sovéska kommúnistaflokkinn, sagði Medvedev. Hann hefur, ásamt fleiri háttsettum félögum í kommúnista- flokki landsins, áður fordæmt þessa ákvöröun Litháa. Sama hefur Gor- batsjov forsetí gert. Samt vöktu um- mæli hugmyndafræðingsins í gær furðu, sérstaklega í ljósi þess aö for- setinn fer til Litháen á miövikudag. Þá segja fréttaskýrendur að þessi' ummæli veki einnig furðu þvi flokks- forystan í Moskvu hafi gefið í skyn löngun til sátta. Ráðamenn í Litháen líta á ákvörð- un sína um að slíta tengslin við móð- urflokkinn í Moskvu og setja á lagg- irnar sjálfstæöan kommúnistaflokk sem einu leiðina tíl að vinna gegn óvinsældum flokksins í lýðveldinu. Þá sjá þeir enga aðra leiö til að ýta undir möguleika frambjóðenda hans í fyrirhuguðum bæjar- og sveitar- stj órnarkosningum. Fyrr í vikunni, er Gorbatsjov ræddi við fulltrúa kommúnista í Litháen í Moskvu, virtist sem forsetinn hefði sætt sig við málamiðlunarsamkomu- lag. Því leit svo út sem fordæming hugmyndafræðings flokksins frá í gær gengi á skjön við sáttatón yfir- valda í Kremhn. í suðurhluta Sovétríkjanna virðist ekkert lát ætla að vera á þjóðernis- róstum þeim sem þar hafa geisaö nær stanslaust frá því Gorbatsjosv tók við völdum áriö 1985. Tvær brýr í héraðinu Nagomo-Karabakh í lýð- veldinu Azerbajdzhan voru sprengd- ar í loft upp í síðustu viku er óeirðist hófust þar að nýju. Rúmlega eitt hundrað og tuttugu hafa látið lífið í róstum í héraðinu en bæði Azerar og Armenar vilja yfirráð yfir því. Þá skýrði dagblaðið Izvestia frá því að mótmælendur í Azerbajdzhan hefðu aftur ráðist að landamæragirð- ingum, í þetta sinn bæöi á landamær- unum við Tyrkland og íran. Miklar róstur hafa verið á landamærum Sovétríkjanna og írans frá því seint á síðasta ári og hafa miklar skemmd- ir hlotist af eftir því sem yfirvöld hafa skýrt frá. Allar landamæragirö- ingar á 150 kílómetra löngum landa- mærum viö íran hafa veriö eyðilagð- ar. Mótmælendur vilja aö land, sem hefur verið girt af á landamærunum, verði nýtt. Þá vilja þeir einnig nán- ari samskipti við írani en flestir Az- erar eru shíta-múhameðstrúar eins og flestir íranir. Reuter Tugir þúsunda mótmæltu í Leipzig Allt að fimmtíu þúsund Austur- Þjóðverjar tóku þátt í mótmæla- göngu í Leipzig í gærkvöldi eftlr rúm- lega þriggja vikna hlé á mótmælum gegn kommúnistaflokknum. Mót- mælendur halda því fram aö flokkur- inn tefii breytingar í lýðræöisátt. Stjórnarandstöðuhópamir hafa gagnrýnt kommúnistaflokkinn og segja að hann vilji ekki láta af völd- um eftir lýðræðislegar kosningar. Margir göngumanna hrópuðu: „Niður með kommúnistaflokkinn" og hvöttu hinn nýja formann flokks- ins, Gregor Gysi, til að segja af sér. Einingar þýsku ríkjanna var einnig krafist. Margir þýsku stjómarandstöðu- hópanna gáfu til kynna fyrr um dag- inn, að loknum hringborðsviðræð- unum við stjómvöld, aö tíma væri kominn til að þrýsta á kommúnista með götumótmælum og ef til vill skyndiverkfóllum. Hringborðsviðræðunum milh stjómarandstöðunnar og yfirvalda lauk snögglega í gær eftir að stjóm- arandstaðan lýsti yfir óánægju sinni Mótmælin i Leipzig eru hafin á ný eftir þriggja vikna hlé. Myndin var tekin í gærkvöldi. Sfmamynd Reuter með að fulltrúar yfirvalda gætu ekki gefið fullnægjandi svör við spurning- um um öryggislögregluna. Margir fuUtrúa stjómarandstöðunnar hót- uðu að ganga út en samt náðist sam- komulag um að halda viöræðunum áfram næsta mánudag. Þá mun Hans Modrow, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, sem nú er í Búlgaríu á Comecon-fundi, taka þátt í hringborðsviðræðunum og gera grein fyrir áætlun yfirvalda með öryggislögregluna. Stjórnarandstaöan heldur því fram að yfirvöld og þar með kommúnista- ílokkurinn dragi viljandi á langinn að leysa upp öryggislögregluna. Auk þess vom margir gagnrýnir á áætl- anir stjórnarinnar um að mynda nýja öryggislögreglu þegar fyrir fyrstu fijálsu þingkosningarnar sem fram eiga að fara 6. maí. Yfirvöld viöurkenndu í gær að af áttatíu og fimm þúsund fyrrum starfsmönnum öryggislögreglunnar væru sextíu þúsund enn á launaskrá. Reiði vakti einnig að yfirvöld gátu ekki svarað hvort telexskeyti, sem fannst í bænum Gera, væri falsað eða ekki. í skeytinu, sem er dagsett 9. desember, eru félagar í öryggislög- reglunni hvattir til aö sjá til þess að stjórnarandstaðan hefði hægt um sig framaðkosningum. Rítzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.