Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Síða 9
■ÞRIÐJUDAGFUK"9'j 'JAN OAK Mö.
Utlönd
Bandaríkin um tillögur um afvopnun á höfunum:
Engin stefnu-
breyting á döfinni
1985 en settíst í helgan stein á síðasta
ári sökum aldurs, sagði í viðtali við
bandaríska dagblaðið Washington
Post að stjórnvöld í Bandaríkjunum
ættu að breyta stefnu sinni og íhuga
samningaviðræður við Svétríkin um
afvopnun á höfunum.
Viðbrögð Bandaríkjastjórnar voru
á þann veg að vísa þessum tillögum
á bug. Crowe „lét í ljósi sínar per-
sónulegu skoðanir. Stefnu okkar
setti forsetinn síðast fram á fundi
með blaðamönnum að loknum leið-
togafundi stórveldanna á Möltu. Sú
er stefna okkar,“ sagði talsmaður
utanríkisráðuneytís Bandaríkjanna,
Margaret Tutwiler, í gær.
Bandaríkjastjórn hefur ætíð lýst
sig andvíga viðræðum um hömlur á
kjarnorkuvopn um borð í skipum en
þar hafa Bandaríkin talsverða yfir-
burði. Á leiðtogafundi stórveldanna
á Möltu í desember síðastliðnum ít-
rekaði Bush Bandaríkjaforseti þessa
stefnu stjórnar sinnar og hafnaði til-
lögu Mikhails Gorbatsjovs Sovét-
forseta um viðræður um hömlur á
vígbúnaði á hafi úti.
Reuter
Bandarísk stjómvöld vísuðu í gær
á bug tillögu William Crowe, fyrrum
formanns bandaríska herráðsins,
þess efnis að Bush-stjórnin ætti að
I
huga að viðræðum við sovésk stjórn-
völd um útrýmingu kjarnorkuvopna
á höfunum. Crowe, sem tók við æðsta
tith innan bandaríska hersins árið
William Crowe, fyrrum formaður herráðs Bandaríkjanna, heimsótti ísland
í fyrra. Hér sést hann ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra
og Davíó Oddssyni borgarstjóra fyrir utan Höfða.
Rúmenar bíða eftir matargjöfum fyrir utan kirkju i Búkarest. Gifurlegur skortur er á matvælum og orku í Rúmeniu og
i sumum héruðum landsins eru aðeins til tíu daga matvælabirgðir. Símamynd Reuter
Rúmenum veitt
ferðafrelsi
Rúmenar vöknuðu í morgun full-
vissir um að þeir gætu ferðast hvert
sem þeir vildu í fyrsta sinn í íjörutíu
ár. Þjóðfrelsishreyfingin, sem tók við
völdum eftir fall Ceausescus í des-
ember, tilkynnti í gær ný vegabréfs-
lög. í þeim er kveðið á um ferðafrelsi
fyrir alla Rúmena heima og erlendis.
Rúmenar, sem búsettir er erlendis
án skilríkja, munu einnig eiga rétt á
vegabréfum sem gefa verður út inn-
an tuttugu daga frá því að umsókn
berst.
í gær tilkynnti bráðabirgðastjórnin
einnig að slakað yrði á gjaldeyris-
reglum, að háskólar fengju míeira
sjálfstæði og kjör bænda yrðu bætt.
Samtímis því sem menn fógnuðu
þessum breytingum var kveðinn upp
fyrsti dómurinn yfir félaga í öryggis-
Jögreglunni í bænum Sibiu. Major
Ion Bundea var dæmdur í níu ára
fangelsi fyrir morðtilraun. Hann var
ákærðúr fyrir hafa skotið að fimm
liðsforingjum og sært einn þeirra.
Harðir bardagar urðu í Sibiu í des-
emberlok þar sem Nicu, sonur Ceau-
sescu, var flokksleiðtogi. Enn er ver-
ið að yfirheyra hann.
Þjóðfrelsishreyfingin, sem í eiga
sæti fyrrum andófsmenn, hermenn,
menntamenn og fyrrum kommúnist-
ar, hefur hingað til ekki viljaö greina
frá hversu margir meðlimir öryggis-
lögreglunnar eru undir lás og slá né
hversu margir féllu í byltingunni.
Hin þekkta rúmenska andófskona,
Doina Cornea, varaði í gær við því
að hætta væri á að fyrrum kommún-
istar í bráðabirgðastjórninni væru
að reyna að stela byltingunni. Hvatti
hún verkamenn til að mótmæla á
götum úti.
Cornea sagði að á hverjum degi
kæmu til sín verkamenn og spyrðu
hana hvort hún sæi ekki að sömu
mennirnir væru enn við völd. Kvað
hún verkamenn hafa greint frá því
að þeim væri hótað óbeint þar sem
þeim væri sagt að hafa hægt um sig
og verða ekki til vandræða.
Cornea var sett í stofufangelsi 1987
fyrir að skrifa opið bréf þar sem hún
gagnrýndi þá stefnu Ceausescus að
jafna viö jörðu þúsundir þorpa.
Reuter
•íi; t I
Mótmælaundirskriftum gegn auknum réttindum Tyrkja safnað i Sofíu i
Búlgariu. Simamynd Reuter
Biðstaða í
Búlgaríu
Þjóðernissinnaðir Búlgarar
hættu við verkfóll og létu af mót-
mælum gegn auknum réttindum
tyrkneska minnihlutans á meðan
beðið er eftir niöurstöðum um-
ræðna um þjóðernisdeilurnar.
Búlgarska þingið skipaði á sunnu-
daginn sérstaka nefnd vegna mót-
mæla Búlgara sem þá höfðu staðið
yfir í viku.
Andrei Lukanov, félagi í stjórn-
málaráðinu, er fulltrúi stjórnar-
innar í viöræðunum viö stjórnar-
ándstæðinga og fulltrúa búlgarska
þjóðernissinna og Tyrkja. Einn
fundur hefur þegar veriö haldinn
og annar fer fram í dag. Eru menn
bjartsýnir á að árangur náist.
I stjórnartíð Zhivkovs voru réttindi
Tyrkja til að iðka trú sína, múha-
meðstrú, skert auk þess sem þeir
urðu að taka búlgörsk nöfn. Þjóð-
ernissinnaðir Búlgarar óttast að
menning þeirra líði undir lok fái
Tyrkir í Búlgaríu, sem eru ein og
hálf milljón, aukin réttindi.
Búlgarski kommúnistaflokkur-
inn tók í gær í sátt þrjátíu embætt-
ismenn flokksins sem reknir höfðu
verið í stjórnartíð Zhikovs, fyrrum
leiðtoga, sem settur var af í nóv-
ember. Embættismennirnir höfðu
verið látnir víkja þar sem skoðanir
þeirra voru á öndverðum meiði við
skoðanir stjórnarinnar.
Reuter
Vinningstölur laugardaginn
6. jan. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.351.342
2. 1 408.866
3. 4af 5 85 8.297
4. 3af5 3452 476
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.108.605 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002