Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990.
>
11
Bandariska flugmóöurskipiö USS John F. Kennedy. Símamynd Reuter
Stríðið gegn fíkniefnabölinu:
Verður her-
skipum beitt?
Embættismenn bandaríska varn-
armálaráöuneytisins hafa gefið í
skyn aö bandarískum herskipum
veröi beitt í stríðinu gegn fíkniefna-
smyglurum þrátt fyrir aö talsmenn
utanríkisráöuneytisins segi aö engin
ákvörðun þar aö lútandi hafi enn
verið tekin. Utanríkisráðuneytið
bandaríska hefur reynt aö gera lítið
úr deilum bandarískra 'og kól-
umbískra stjórnvalda vegna tillagna
um að bandarísk herskip verði send
tU Rómönsku Ameríku og staðsett
fyrir utan strönd Kólumbíu.
Talsmenn ráðuneytisins segja að
enn hafí engin ákvörðun verið tekin
um að baráttan gegn fíkniefnasmygli
verði aukin á þann veg að bandarísk
herskip taki þátt í henni. Þeir segja
og að engar aðgerðir verði sam-
þykktar nema kólumbísk yfirvöld
falUst á þær. Talsmaður utanríkis-
ráðuneytisins hefur þó viðurkennt
að bandarísk stjórnvöld íhuga nú að
beita herskipum í þessu stríði. Hann
lagði þó áherslu á að engin ákvörðun
hefði verið tekin. Embættismenn
vamarmála í Bandaríkjunum hafa
aftur á móti gefið í skyn að fimm
bandarísk herskip muni verða send
til þessa svæðis. Tvö voru send tíl
þessa svæðis á fimmtudag, þar á
meðal flugmóðurskipið USS John F.
Kennedy, og munu þau hafa eftirUt
með umferð frá Kólumbíu á sjó og
landi. Þrjú önnur skip munu leggja
af stað fljótlega, að sögn embætt-
ismannanna.
Yfirvöld í Kólumbíu sem og stjórn-
arandstæöingar þar í landi hafa
gagnrýnt Bandaríkin vegna þessa.
Forseti landsins, VirgiUo Barco, hef-
ur sagt að stjórn sín muni ekki taka
þátt í sameiginlegum aðgerðum með
Bandaríkjunum. í gær skýrði útvarp
í Kólumbíu frá því að utanríkisráð-
herra landsins myndi segja af sér
vegna þess að stjórn Barcos styddi
ekki gagnrýni hans á bandarísk
stjórnvöld. Sendiherra Kólumbíu í
Bandaríkjunum hefur vísað þessum
fréttum á bug.
Reuter
Uppstokkun í sljórn Svíþjóðar
Uppstokkun verður gerð í Samkvæmt rás eitt í sænska sjón- frá því í morgun að Sven Hult-
sænsku stjórninni í dag, að því er varpínu í gærkvöldi verður skipt erström félagsmálaráðherra yrði
heimildarmenn TT-fréttastofunnar um varnarmálaráðherra. Ástæðan að hætta.
herma. Að undanfórnu hefur verið á aö vera þau mörgu deílumál sem Uppstokkunin mun hafa í fór með
orðrómur á kreiki um að uppstokk- komið hafa upp þau fimm ár sem sér að Ingvar Carlsson forsætisráð-,
un væri i vændum og magnaðist Roine Carlsson hefur gegnt emb- herra mmi mynda innra ráðuneyti
hann síðdegis í gær. ættinu. Rás tvö upplýsti aö upp- sem á að hafa yfirumsjón með
Veltu menn þvi fyrir sér hvers stokkmún myndi snerta Birgittu stjómarstarfínu.
vegna uppstokkun yrði nú og Dahl orkumálaráðherra. Blöð TT
hvaða ráðherrar yrðu látnir vikja. Jafnaðarmannaflokksins greindu
Suður-Afríka:
Vonir glæðast um lausn Mandela
Nelson Mandela, æðsti leiðtogi
ANC, Afríska þjóðarráðsins, og
þekktasti samviskufangi Suður-Afr-
íku, býst við að verða látinn laus úr
fangelsi fljótlega, að því er eiginkona
hans, Winnie Mandela, sagði í gær.
„Ég held að ekki sé um mánuði að
ræða í þessum efnum nú,“ sagði
Winnie í samtah við blaðamenn í gær
og kvaðst aldrei hafa verið jafnbjart-
sýn um heimkomu manns síns. Hún
sagði að þegar hún hefði hitt Mand-
ela að máli í gær hefði hann beðið
sig að undirbúa heimkomu sína.
Nelson Mandela hefur verið bak
við lás og slá í Suður-Afríku í rúman
aldarfjórðung, sakaður um tilraun til
aö steypa minnihlutastjórn hvítra í
landinu. Hann var dæmdur til ævi-
langrar dvalar í fangelsi árið 1964.
Það var í fyrsta sinn í gær að Nelson
og Winnie Mandela kveðast bjarsýn
á lausn leiðtogans en þau hafa hingað
til verið ákaflega varkár í orðum.
Orðrómur um að Mandela verði
leystur úr haldi fljótlega hefur verið
á kreiki lengi. Litið er á lausn hans
úr fangelsi sem grundvöll Viðræðna
suður-afrískra stjórnvalda og full-
trúa blökkumanna. Talið hefur verið
að F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr-
íku, muni leysa Mandela úr haldi til
að sýria vilja sinn til breytinga í kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnu þeirri sem
suður-afrísk stjórnvöld hafa haft að
leiðarljósi svo lengi.
ANC, Afríska þjóðarráðið, minntist
þess í gær að 78 ár eru liðin frá stofn-
un þess. í gær sögðu leiðtogar ráðsins
að hðsmenn þess myndu ekki leggja
niður vopn strax. Afríska þjóðarráð-
ið mun aðeins setjast að samninga-
borðinu við hlið fuhtrúa stjórnvalda
ef það er á jafnréttisgrundvelli sögðu
þeir. Starfandi forseti ráðsins, Alfred
Nzo, sagði að stjórnvöld í Pretoríu
hefðu enn sem komið er ekki lagt sig
alvarlega fram um að ná samkomu-
lagi við fulltrúa blökkumanna.
Reuter
Winnie Mandela, eiginkona Nelsons
Mandela, kvaðst i gær bjartsýn á
lausn eiginmanns síns fljótlega.
Simamynd Reutei
Útlönd
Græddu stórfé
á inn-
flytjendum
Yfir sextíu og fimm þúsund inn-
flytjendur hafa borgað tugi millj-
óna dollara til stuðningsmanna
Manuel Noriega hershöfðingja
fyrir vegabréfsáritanir. Hefur ■
sérstakur hringur verið starf-
ræktur í Hong Kong, að því er
hin nýja stjórn í Panama til-
kynnti í gær.
Á fundi með fréttamönnum var
greint frá því að í skjölum sem
bandarískir hermenn og panam-
ískir embættismenn hefðu gert
upptæk hefði sést að nær sextíu
og sex þúsund Kúbumenn, Kín-
verjar og Líbýumenn hefðu kom-
ið til Panama síðustu fimm árin.
Hefði hver innflytjandi greitt allt
að átta þúsund dollara hver fyrir
vegabréfsáritun og flugfargjald
til Panama. Sumir hefðu ráðgert
að setjast að í Panama en aðrir
hefðu haft hug á að halda áfram
til Bandaríkjanna. í Panama
hefðu innflytjendunum verið seld
dvalarleyfi og vegabréf fyrir aht
að fimmtán þúsund dollara.
Bandarískir saksóknarar eru
nú að reyna að fá þá sem eru fyr-
ir rétti ásamt Noriega til að vinna
með yfirvöldum og bera vitni
gegn hershöfðingjanum. í staðinn
gætu þeir fengið vægari dóm, að
því er haft er eftir heimildar-
mönnum sem þekkja til málsins.
Reuter
Bandariskar konur tóku þátt í innr-
ásinni i Panama. Þessi mynd var
tekin i Panamaborg í gær.
Simamynd Reuter
AÐAL-
FUNDUR
í samræmi við ákvarðanir hluthafafundar 26. júlí sl.
er nú boðað til aðalfundar Iðnaðarbanka íslands hf.
árið 1990. Verður fundurinn haldinn í Súlnasal Hótel
Sögu, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar 1990
oghefstkl. 16:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. ókvæðum 35. gr. samþykkta
félagsins.
2. Tillagaumnýjarsamþykktirfyrirfélagið.
Breytingar frá núverandi samþykktum felast
aðallega í breytingum á tilgangi og starfsemi
félagsins, sem lúta að því að félagið hætti
bankastarfsemi og verði m.a. eignarhaldsfélag um
hlutabréf í íslandsbanka hf., sbr. samþykkt
hluthafafundar 26. júlí sl. varðandi kaup á
hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf.
og samruna rekstrar Iðnaðarbankans við rekstur
þriggja annarra viðskiptabanka.
3. ÖnnurmáUöglegauppborin.
4 Tillaga um frestun fundarins. Bankaráð boði
til framhaldsfundar sem haldinn verði í siðasta lagi
fyrir lok aprílmánaðar nk.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka,
Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. janúar nk.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn,
þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega
í síðasta lagi 10. janúar nk.
Reykjavík, 20. desember 1989
Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.
© Iðnaðarbankini