Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. 15 Framboð jafnaðar- manna í Reykjavík Davíð Oddsson borgarstjóri. - „Mun brátt verða kallaður til æðstu verk- efna fyrir flokkjnn sinn. - Koma menn auga á arftakann i dag?“ segir m.a hér í greininni. Við sem aðhyllumst félagsleg sjónarmið, mátt samstöðu og frels- is lifum merkilega tíma sem um leið ögra okkur til afstöðu og af- skipta. Lífsviðhorf jafnaðarmanns- ins vísar veginn á sama tíma og kommúnisminn hrynur og ný- frjálshyggjan opinberast sem gjald- þrota hugmyndafræði sérhyggj- urfnar. Þeir sem byggja á valdi, ótta, fjármagni og sérgæsku eru komnir á undanhald. Nýtt afl í Reykjavík I samanburði við hina stóru at- burði í Austur-Evrópu kunna framboðsmál í Reykjavík að þykja htilvæg og best að hafa gamla lagið á hlutunum - Sjálfstæðiflokkinn og Davíð í öndvegi og gamla glund- roðann til vinstri, en er það þetta sem fólkið í borginni í raun vill? Kannski erum viö aðeins í logni á undan stormi. Sl. fjögur ár hafa einkennst af aga og stjórnlyndi borgarstjórans og hins vegar góðri samstöðu minnihlutans en sameig- inlegt framboð allra minnihluta- flokkanna virðist þó ekki í sjón- máli. Þar ætla Framsóknarflokkur og Kvennalisti að ganga gömlu göt- una. Eftir staiida Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur. Ég er þeirrar skoðunar að stuðn- ingsmenn þessara flokka eigi nú að efna til sameiginlegs framboðs en hvers vegna? í fyrsta lagi til að svara kalli tímans um að sameina krafta jafn- aðarmanna og kvitta fyrir fortíð- ina. í öðru lagi til að fækka framboðs- hstum sem hafa verið of margir um langa hríð. í þriðja lagi til að leggja grunn að nýju og sterku stjórnmálaafli í Kjallarinn Reynir Ingibjartsson framkvæmdastj. Búseta borginni til mótvægis við Sjálf- stæðisflokkinn. í fjórða lagi til að opna farveg fyrir nýtt fólk sem starfar að marg- víslegum félagslegum viðfangsefn- um í borginni en flnnur sér ekki vettvang til áhrifa í gömlu pólitísku farvegunum. Borgarmálin snerta fólk - alla daga Stjórnmálaflokkarnir kvarta á stundum yfir því að stöðugt sé erf- iðara að fá fólk til að sinna þjóð- málastarfi, ekki síst málefnum sveitarfélaga. Á sama tíma spretta upp alls kyns samtök sem sinna afmörkuðum þáttum. í Reykjavík hefur bilið milli stofnana borgar- innar, flokkanna í borgarstjórn og ýmissa félagasamtaka verið að breikka. Pólitísk vakning í borg- inni þarf að snúa þessu við. Það kemur hverjum og einum við, hvort sem hann er ungur eða gamall, hvernig hans nánasta um- hverfi er - gata, íbúðarhúsin, skól- inn, útivistarsvæðin, dagheimilið, íþróttaaðstaðan, leiksvæðin, höfn- in, flugvöllurinn, ljósastaurarnir, gagnstéttin. Atkvæðagreiðsla á 4ra ára fresti er ekki nóg. Ahersla á gott mannlíf- ekki rúmmetra Hvers njótum við svo í þessari borg? Af hverju er gnótt og hvaö skortir? Vantar meira af verslunar- og skrifstofuhöllum, fleiri hótel- herbergi og veitingastaði, meira af sjoppum og leiktækjasölum, fleiri krár, meira af bílum, fleiri tölvu- fyrirtæki, auglýsingastofur, út- varpsstöðvar og ferðaskrifstofur, meira af ljósaböðum og líkams- ræktarstöðvum? Eða: fleiri leik- skóla, meira af íbúðum á viðráðan- legum kjörum fyrir ungt fólk og aldrað, betri íþrótta- og félagsað- stöðu fyrir fatlaða, fleiri leiksvæði fyrir börn, ómengaða sjávarströnd í stað urðar, sorps og skólpræsa, meira fyrir mannfólkið en minna af minnismerkjum. Á Reykjavík að vera borg giftra karla á góðum aldri og á góðum bíl í rúmu einbýlishúsi og réttum flokki með réttar skoðanir eða á að sýna það í stjórnun og verk- efnavali að konur byggja hálfa borgina og gott betur, gamla fólkið byggði hana og börnin erfa hana? Næstu skrefin Hinn mikli einleikari við stjórn- völinn í Reykjavík mun brátt verða kallaður til æðstu' verkefna fyrir flokkinn sinn. Það verða engin íjög- ur ár aftur í borgarstjórastóli þótt Sjálfstæðisflokkurinn haldi meiri- hlutanum. Koma menn auga á arf- takann í dag? Jafnaðarflokkarnir eiga nú að koma til leiks, kalla á fólk úr öllum áttum, fólk sem aðhyllist jöfnuð og valddreifingu, gerast foystuafl gegn Sjálfstæðisflokknum og áður en menn vita af verður borg Davíðs orðin að borg rósarinnar. Múrar geta líka fallið í Reykjavík. Reynir Ingibjartsson „ Jafnaðarmannaflokkarnir eiga nú að koma til leiks, kalla á fólk úr öllum áttum, fólk sem aðhyllist jöfnuð og valddreifingu, gerast forystuafl gegn Sj álfstæðisflokknum. ‘ ‘ „Þú ert ekki neitt“ Utanríkisþjónusta á ferð og flugi af Austurvelli \ Genf Sverrir Haukur Gunnlaugsson á Hverfisgötuna Valgeir Arsaalsson af Hverfis- götunni tíl EB. Brussel „Utanrikisþjónustan kostar nálægt einn milljarö á ári,“ segir í greininni. Opinberir embættismenn eru æviráðnir og ekki er hægt að segja þeim upp nema fyrir alvarleg af- glöp í starfi. Þetta tryggir þeim atvinnuöryggi umfram aðra þegna en á móti nefna þeir að laun þeirra séu að jafnaði lægri en á almennum vinnumark- aði. Fyrirkomulagið leiöir til fram- taksleysis og lítillar nýtingar starfskrafta þar sem frami fer ekki eftir frammistöðu og laun ekki eftir aíköstum eins og hjá fyrirtækjum í samkeppni. Hið opinbera verður þó að keppa við fyrirtækin um hæfustu starfs- kraftana og verður gjarnan undir í því á uppgangstímum. Þess er hvorki að vænta né er það æskilegt að ríkið fylgi markaðinum við núverandi skipulag a.m.k. Störf hjá ríkinu eru líka flest þess eðlis að ekki er mikið svigrúm til fram- taks. Æviráðning er forn hefð en skammtímaráðning, ekki lengri en 4 ár (í einu), myndi gefa ekki bara sparnað heldur einnig bætta nýt- ingu, hvatningu til framtaks og aukinn jöfnuð meðal þegnanna. Eigi þetta að takast verður að skil- greina markmið ríkisstofnana og fyrirtækja betur og gefa síðan yfir- mönnum frjálsari hendur innan ákveöins fjárhagsramma en gera þeim um leið skylt að skilgreina leiðir og afmarka starfssvið og ábyrgð sinna manna. Starfsmat forsenda frama Gæða- og afkastahvetjandi þættir eru von um betri laun, meira skap- andi og þroskandi starf, tækifæri KjaUaiinn Jón Hjálmar Sveinsson verkamaður til að fá að spreyta sig. Eigi frama- von hjá ríkinu að vera. í réttu hlut- falli við frammistöðu þarf að þoma á stöðluðu starfsmati fyrir alla op- inbera starfsmenn. Matið verði framkvæmt einu sinni á ári af nán- asta yfirmanni, hann verði ábyrgur en leiti álits meðstjórnenda og mat- ið verði trúnaðarmál viðkomandi starfsmanns og stjórnanda. Gefnar verði einkunnir frá óviðunandi til framúrskarandi, umsagnir um fasta þætti, s.s. faglega frammi- stöðu, samvinnuhæfileika, tjáning- arhæfileika, snyrtimennsku og umgengni við áfengi o.s.frv., auk almennrar umsagnar. Yfirmannaskipti ættu að minnka hættu á fordómum. Matið yrði þátt- ur í ákvörðun um stöðuhækkun, tilfærslu, endurráðningu. Gegn- umstreymi ykist og ferskleiki kæmi til. Starfskraftar með nokkra reynslu af hinu opinbera yrðu jafn- vel eftirsóttari á hinum almenna vinnumarkaði en verið hefur vegna þess að vitað væri að kröfur hafa verið gerðar til þeirra og við- komandi gæti sýnt fram á það með matinu Taka mætti upp kennslu í opin- berum stjórnunarstörfum viö Há- skólann sem stutta braut með meiri yfirferð og kröfum. en í öðru og lengra námi. Slíkt nám myndi nýt- ast þeim sem um tíma hygðust starfa fyrir ríki og sveitarfélög. Erlendis hefur slíkt nám verið kon- um ný leið til jafnræðis. Viðhorf til starfans í umræðu um opinber umsvif er ætíð byrjað á að segja að fjárskort- ur standi hinu og þessu fyrir þrif- um en sjaldan minnst á betri nýt- ingu þess fjár og þeirra starfskrafta sem fyrir eru. Opinber starfsemi heitir á nágrannamálum: „offenthg tjeneste", „civil service", með áherslu á þjónustu sem fjarri er íslensku hugarfari. íslenska utanríkisþjónustan er dæmigerð fyrir hið opinbera hér á landi. Staða er álitin gefa þeim sem hana hefur einhver yfirborgaraleg réttindi og vera góss. Þannig er haft eftir Islendingi við konu sína í bók frú Hebu Jónsdóttur: „Ég er sendiherra, þú ert ekki neitt.“ Utanríkisþjónustan kostar ná- lægt einn milljarð á ári. í henni eru u.þ.b. 50 opinberir embættismenn eitthvað um 20 hafa lokið háskóla- námi (master) en um 30 hafa bara fyrrihlutapróf (BA/BS). Nálægt fjórðungur var ráðinn beint af skólabekknum án starfs- reynslu af nokkru tagi. Sé litið til útlanda þá eru inntöku- skilyröi á austurríska diplómata- skólann, sem opinn er öllum þjóð- ernum, þessi: hafa lokið síðara- hlutaprófi háskóla (master), kunna þýsku, ensku og frönsku vel. í íslenskum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ekki sé skylt að auglýsa lausar stöður hjá utanrík- isráðuneytinu. En í Noregi eru slik- ar stöður ekki bara auglýstar held- ur er umsækjendum gert skylt að vinna ritgeröir um efni sem þeir velja í samvinnu við ráðuneytið og þeir síðan metnir eftir þeim ásamt menntun og fyrri störfum. Þeir út- völdu eru síðan menntaðir í skóla ráðuneytisins og standist þeir hann fá þeir loks starf. Undantekning átti sér stað fyrir löngu. Land- búnaöarráðherra krata kom syni sínum inn í utanríkisráðuneytið án þess að hann þyrfti að fara á skóla þess. Frami hans varð skjótur en skammur. Maöurinn heitir Arne Treholt. Jón Hjálmar Sveinsson „Eigi framavon hjá ríkinu að vera 1 réttu hlutfalli við frammistöðu þarf að koma á stöðluðu starfsmati fyrir alla opinbera starfsmenn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.