Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990.
Iþróttir
Sport-
stúfar
Lionello Manfredonia,
sem fékk hjartaáfall í
leik meö liði sínu
Roma um áramótin,
var útskrifaöur af sjúkrahúsi í
Bologna í gær. Vegna snöggra
viðbragða lækna RomaJiðsins
tókst þeim að koma hjarta Man-
fredonia af stað aftur. Talið var
að orsökin fyrir áfalhnu hefði
verið kuldi en kalt var á Ítalíu
um áramótin. Manfredonia fylgd-
ist í sjónvarpi um helgina með
félögum sínum i Roma vinna
Udinese, 3-1. Manfredonia fór
ásamt fjölskyldu sinni í frí þegar
hann yfirgaf sjúkrahúsið í gær.
Besti tíminn í
5000 metra hlaupi
Lynn Jennings frá
Bandaríkjunum náði
besta tímanum, sem
náðst hefur, í 5000
metra hlaupi innanhúss í heima-
landi sínu um helgina. Jennings
hljóp á 15:22,64 mínútum. Jenn-
ings átti sæti í ólympíuliði Banda-
ríkjamanna í Seoul 1988. Gamla
metið átti Margaret Groos, sem
var 15:34,50 mínútur og var sett
áriö 1982.
Kronberger sigraði
í stórsvigi
Petra Kronberger frá Austurríki
sigraði í stórsvigi kvenna í heims-
bikarkeppninni á skíðum í gær.
í gær var keppt í Hinterstoder í
Austurríki og fór Kronberger
brautina á samanlagt 2:21,44 mín-
útum. Landa hennar, Anita
Wachter, var önnur á 2:21,95 mín-
útum og Michela Gerg, Austur-
ríki, hafnaði í þriðja sæti á 2:22,94
mínútum. Hin heimskunna
skíðakona Vreni Schneider frá
Sviss lenti í fimmta sæti.
• Erlingur Kristjánsson.
Erlingur KA-
maður ársins
Á sunnudaginn var Erhngur
Kristjánsson knattspyrnumaður
valinn KA-maður ársins 1989. í
öðru sæti varð annar knatt-
spymumaður, Þorvaldur Örlygs-
son, og í þriðja sæti varð Freyr
Gauti Sigmundsson júdókappi.
Fram og ÍR
unnu í 2. og 3. flokki
Fram tryggði sér sigur
á Reykjavíkurmótinu í
innanhúsknattspymu
í 2. aldursflokki karla.
Fram var með áberandi besta lið-
ið í mótinu og liðið vann KR í
úrslitaleik, 6-3. í 3. flokki vora
það ÍR-ingar sem stóðu uppi sem
sigurvegarar þegar hðið vann
Víking í spennandi úrshtaleik,
6-5.
Linda íþróttamaður
ársins í Hafnarfirði
íþróttaráö Hafnar-
fjarðar vakh um sl.
helgi Lindu Steinunni
Pétursdóttur, Fim-
leikafélaginu Björk, íþróttamann
Hafnarfjarðar 1989. Linda varð
íslandsmeistari í fimleikum 1989
og hefur hún átt fast sæti í lands-
hði íslands í fimleikum undanfar-
in ár.
Ólafur hlaut
sjómannabikarinn
- á nýárssundmóti fatlaðra bama og unglinga
Um síöustu helgi fór fram í Sund-
höli Reykjavíkur hið árlega nýárs-
sundmót fatlaðra barna og unghnga.
Á mótinu kepptu 27 böm og ungling-
ar frá sex íþróttafélögum.
Á sundmótinu er keppt eftir al-
þjóðlegri stigatöflu sem gefur öllum
flokkum fótlunar sömu möguleika á
að vinna til verðlauna. Þess vegna
er það að sá er bestum tíma nær í
þessu móti þarf ekki að hafa unnið
besta afrekið heldur sá keppandi er
nær bestum tíma miðað við sinn
flokk. Bestum árangri á mótinu um
sl. helgi náðu eftirtaldir keppendur:
1. Ólafur Eiríksson. ÍFR, sem hlaut
570 stig fyrir 50 m bringusund er
hann synti á tímanum 38,23 sek.
2. Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR,
469 stig fyrir 50 m bringusund er hún
synti á tímanum 52,86 sek.
3. Birkir R. Gunnarsson, ÍFR, 461
stig fyrir 50 m bringusund sem hann
synti á tímanum 49,48 sek.
í mótslok afhendi Guðmundur
Bjarnason heilbrigðisráðherra öllum
keppendum viðurkenningarskjal og
afhendi Ólafi Eiríkssyni sjómanna-
bikarinn fyrir að vinna besta afrek
mótsins. -GH
Broddi í undan-
úrslitin í Glasgow
Broddi Kristjánsson og Guðmund-
ur Adolfsson tóku um helgina þátt í
alþjóðlegu boðsmóti í Glasgow. Mótið
var haldið í tilefni þess að áriö 1990
er Glasgow menningarborg Evrópu.
Skotar buðu héðan tveimur spilur-
um frítt uppihald.
Árangur þeirra félaga var góður á
mótinu. Broddi komst í undanúrslit
i einliðaleik en tapaði fyrir Chris
Bruil frá Hohandi í jöfnum og spenn-
andi leik, þurfti oddalotu til að skera
úr um úrslit. Chris Bruil vann svo
landa sinn, Dalm, í léttum úrslita-
leik.
Guðmundur Adolfsson tapaði fyrir
Kevin Scott frá Skotlandi í 16 liða
úrshtum. í tvíliðaleik komust Broddi
og Guðmundur í 16 liða úrslit en lutu
í lægra haldi fyrir skosku pari.
-JKS
• Ólafur Eiríksson með sjómannabikarinn.
• Þóra Einarsdóttir.
Þóra best
á Dalvík
Geir A. Guðsteinssan, DV, Dahrík:
Þóra Einarsdóttir hástökkvari var
kjörinn íþróttamaður Dalvíkur 1989
á hátíðarsamkomu sem haldin var
fyrir skömmu vegna 80 ára afmælis
Ungmennafélags Dalvíkur.
Þóra tók þátt í ólympíuleikum smá-
þjóða á Kýpur sl. sumar og keppti
með íslenska landshðinu í Evrópu-
keppninni í ágústmánuði á síðasta
ári. Hún á annan besta árangur á
landinu í hástökki frá upphafi, hefur
stokkið yfir 1,77. m.
París Dakar rallið hálfnað á laugardaginn:
■■■ ■ mm ■ w ■■
Finninn &t fljuciðndi
- Ari Vatanen með tveggja stunda forystu
Á laugardagskvöld var Paris-Dakar
rallið hálfnað því þá lauk 19 sérleið
keppninnar. Rahið hófst í París á jóla-
dag og og hefur staðiö óslitið síðan og
lýkur þvi þann 16. janúar.
Fyrir keppnina var tahð að nú mundi
sverfa til stáls í einvígi Peugeots
keppnisiiðsins og harðsnúins hðs
Mitsubishi sem telja sig eiga harma
að hefna því Frakkarnir hafa sigraö
þijú ár í röð. En Peugeot hðið er nú
nær öraggt um sigur því þeir verma
nú fjögur fyrstu sætin og eiga aðrir
vart möguleika á að ná þeim.
Finninn Fljúgandi Ari Vatanen er
með öragga tveggja klukkustunda for-
ustu þrátt fyrir aö hafa ekið vihur veg-
ar um Sahara eyðimörkinni á laugar-
dag. í öðru sæti er Sænski ökugarpur-
inn Björn Waldegard sem ekur sams-
konar Peugeot bifreið. Þetta er frábær
árangur hjá Svianum en hann tekur
nú þátt í keppninni í fyrsta sinn nær
fimmtugur að aldri.
Á eftir Peugeot bílunum íjórum
koma síðan bhar frá Mitsubishi með
Skotann Andrew Cowan i broddi fylk-
ingar og er hann tæpum flmm klukku-
stundura á eftir Vatanen er keppnin
er hálfnuð. Keppnislið Mitsubishi
höfðu ætlaö sér stóra hluti í rall-
inu en hafa mætt ofjörlum sínum th
þessa. Mitsubishi bhamlr hafa ekki
reynst næghega hraðskreiðir til að
• Peugeot á fjóra fyrstu blla (ralllnu og hefur skotlð Mitsubishl alveg afturfyr-
ir sig.
eiga möguleika á aö sigra að þessu
sinni.
Bifhjólakappar í
klóm ræningja
í mótorhjólaflokknum hefur baráttan
verið rojög hörð og eru það hjól frá
Yamaha sem era i íjórum efstu sætun-
um. Bifjólakapparnir lentu í miklum
hremmingum á laugardag því það var
ekki næghegt að þurfa að aka 780 kílo-
metra í einni lotu við erfiðustu aöstæð-
ur í steikjandi hita eyðimerkurinnar
heldu lentu margir þeirra í klónum
rænlngjum sem stálu af þeim öllu er
þeir höfðu meðferðis. Máttu margir
þeirra snikja sér far í endamark og
hjóhn sín sjá þeir tæplega aftur og
mega telja sig heppna með að halda
líftórunni. -ás/bg
HK-menn til Tékkóslóvakíu?
- íslensk félög íhuga að æfa þar og keppa á meðan HM stendur yfir
„Við eram alvarlega að hugsa um að
fara 1 æfinga- og keppnisferð th Tékkó-
slóvakíu meðan á heimsmeistarakeppn-
inni stendur. Við verðum að finna liðinu
verkefni meðan á keppninni stendur því
að dehdarkeppnin liggur að vonum al-
veg niðri á meðan,“ sagöi Þorsteinn
Einarsson, formaður handknattleiks-
dehdar HK, í samtali við DV í gær.
DV hefur haft spumir af því að önnur
félagslið íhugi svipað dæmi og HK-menn
um þessar mundir. 1. dehdar keppnin á
íslandsmótinu í handknattleik hggur
niðri frá 30. janúar th 17. mars vegna
HM í Tékkóslóvakíu. Það er því hðun-
um í mun að finna verkefni á meðan.
„HSÍ reifaði þá hugmynd á síðasta
hausti að hafa hér á landi alþjóðlegt
handknattleiksmót meðan HM stæði
yfir. Nú hggur fyrir að ekkert verður
af þessu móti, því er brýnt fyrir okkur
að sækja á önnur miö. Ef af þessari ferð
verður myndum við æfa tvisvar á dag
í Tékkóslóvakíu og leika þar að auki við
þarlend félagshð. Um leið gæfist okkur
kostur á að horfa á leiki íslands í keppn-
inni. Við höfum veriö í sambandi við
Rudolf Havlik, sem var þjálfari hjá HK
fyrir nokkram árum en hefur undanfar-
in fjögur ár annast þjálfun hjá Dukla
Prag. Þetta mál er á framstigi en ef af
verður gæti þetta orðið stórskemmti-
legt,“ sagði Þorsteinn Einarsson.
Unglingalandsiiðið í
æfingaferö til Tékkó
Allar líkur eru á því að íslenska ungl-
ingalandshðið í handknattleik verði í
æfingabúðum í Tékkóslóvakíu meðan
HMstenduryfir. -JKS